Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 455 una. Kirkja vor er samfélag læri- sveina Krists, og þetta samfélag reisir hús, þar sem fram geta farið guðsþjónustur, lofgjörð og bæn og þær helgiathafnir, sem ætlað er að framkvæma. Þótt kirkjuhúsin séu ekki sjálf kirkjan, þá eru þau vígð til hinnar helgu þjónustu og hver sá maður, sem er í sannleika krist- inn og virðir og elskar samfélag- ið, kirkjuna, hlýtur að stuðla að því, að heimili þessa félagsskapar, kirkjuhúsið, sé sem bezt til þess fallið, að öll þjónustan verði sem áhrifaríkust. Kirkjurnar, sjálf musterin, eru umgjörðin, ef svo má segja, og að visu helguð umgjörð. Skálholts- kirkja og Skálholtsstaður eru ytra tákn kirkju Krists og það höfuð- stöðva hennar hér á landi um margar aldir. Aðbúnaður þessa staðar á síðari tímum er sýnilegt merki um skort á rækt þjóðarinn- ar við minningarnar og þeir, sem ekki þekkja betur, munu líta svo á, að hér endurspeglist áhugi, skilningur og ást þjóðar vorrar á kirkju sinni og kristnum dómi. Mér mun nú verða svarað því, að þetta tal og annað um áhuga- leysi og vanrækslu við Skálholt megi nú þagna, því að séð muni nú fyrir húsakosti kirkju og stað- ar, þar sem ríkisstjórnin láti reisa kirkju og önnur hús hér á Skál- holtsstað. Ef til vill mun einhver bæta því við, að með þessum að- gerðum sé málefni Skálholts borg- ið. Ekki er að efa, að stjórn kirkju- mála vorra vill vanda til þessa verks og gjöra allt svo úr garði, sem bezt má verða að góðra og fróðra manna yfirsýn. Hitt er aft- ur á móti ekki rétt, ef einhver ætlar, að með því sé málefni Skálholts- kirkju siglt í höfn. Kirkjusmiður reisir kirkjuhús og þá er hlutverki hans lokið. Þá er það kirkjunnar, hins kristna samt'élags* að taka við musterinu til afnota og’ sýna það í verki, að hún meti það aS verð- leikum, og sýna helgidómi sínum þann sóma og þann kærleik, sem honum ber. Heill og gengi Skál- holtskirkju eru vissulega ekki komin undir húsinu einu, og ekki fyrst og fremst, heldur veltur þar á kristni og kirkjulífi þjóðarinnar. Hér er af ásettu ráði málinu beint til allrar þjóðarinnar. Sú kirkja, sem hér um ræðir, er ekki fyrst og fremst sóknarkirkja Skálholts- safnaðar og ásakanir um van- rækslu og ræktarleysi beinast ekki að þessum söfnuði sérstaklega. Hann mun hafa gegnt hlutverki sínu á svipaðan hátt og aðrir söfn- uðir hafa gjört við lítil efni. Skál- holtskirkja, sem hér um ræðir, er sú alkirkja þjóðarinnar, sú vagga og þær höfuðstöðvar íslenzkrar kirkju um margar aldir, sem þegar er tekið fram og oft hefir verið lýst. Þetta er það, sem stjórnar- völd landsins hafa viðurkennt op- inberlega með ráðstöfunum sínum og aðgerðum. ----O----- Hér hefir verið minnst á Þing- velli við hliðina á Skálholti. Þing- vellir eru þjóðarhelgidómur, ogþað mun þjóðinni nú hafa skilizt. En henni þarf einnig að skiljast hið sama um Skálholt. Þingvelhr eru tákn og minning þess, sem bezt er og dýrast í almennum menningar- arfi þjóðar vorrar og þjóðin má fyrir engan mun glata, ef hún vill halda áfram að lifa sjálfstæðu lífi. En Skálholt er tákn annarra verð- mæta, sem vér höfum átt um marg- ar aldir og megum ekki glata frem- ur en tungu vorri, þjóðerni og frelsi. Vér eigum kristna trú, kristna lífsskoðun, kristna mann- gildishugsjón, kristna siðgæðishug- sjón og siðgæðisboð, kristið stefnu- mark anda vors. Hin þjóðlegu verðmætin, svo ágæt sem þau eru, geta ekki komið í stað þessara verðmæta; þótt sumir virðist líta svo á. Hávamál eru skírt silfur. Fjallræðan er skírt gull. Skálholt minnir oss, framar nokkrum öðr- um stað á landi hér, á gjöf hinna andlegu, kristilegu verðmæta, á- hrif þeirra á þjóðlíf vort og þá blessun, sem þau hafa veitt þjóð- inni í aldanna rás. Það er vissu- lega vert og skylt, að halda vel við kirkjuhúsinu og öðrum þeim fögru og verðmætu mannvirkjum, Sem hér verða reist. En það er ekki nóg. Þjóðin verður að halda við með sér minningunni um Skál- holt og anda Skálholts. Hún verð- ur að halda við hinum andlegu verðmætunum, kristinni trú og andans göfgi. Gjöri hún það, þá mun kirkjunni einnig vel við hald- ið, því að hún er þá helgur dómur. En gjöri hún það ekki, þá er hin fegursta kirkja sem rústir einar eða fornminjar. Málefni Skálholts- kirkju er jafnframt málefni kristni og kirkju þjóðar vorrar. Því málefni er því aðeins borgið, að kirkja Krists rísi upp hér á landi sterk og áhugasöm, fórnfús og starfar.di í einlægni að málefni höfundar síns, því málefni, að gróðursetja, rækja og breiða út Guðs ríki. Það er þjóð vorri nú og jafnan hið eina nauðsynlega. Vér vonum og óskum, að það megi takast, og vér biðjum að það gefi Guð. Árni Árnason. Það var ausandi rigning og mikil bleyta á veginum. Forin slettist á fram- rúðu bílsins, svo að varla sá út um hana, og hvað eftir annað hafði legið við árekstri. — Væri ekki gott að þurrka óhrein- indin af rúðunni? spurði farþeginn, sem var orðinn verulega hræddur. — Það er ekki til neins, rumdi í bíl- stjóranum, ég gleymdi gleraugunum mínum heima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.