Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 711 Séra Benjamln Kristjánsson: jarna IÓLAFRÁSÖGURNAR eru marg- " ar og furðu ólíkar, en þó eru þær allar heillandi fagrar. Lúkas segir frá fæðingunni í Betlehem og fjárhirðunum á Betlehemsvöllum, söng englanna og hinum himneska ljóma, sem umkringdi þá og för þeirra á fund Jesúbarnsins. Það eru alþýðumenn, óupplýstir en hreinhjartaðir, sem fá þessa opin- berun. Yfir allri þeirri frásögn er birta og friður og yndisleg'ir töfrar. Mattheus kann aðrar frásagnir, sem einnig eru töfrandi á sinn hátt, en þó uggvænlegri fyrirspá um ævi og örlög jólabarnsins. Hér eru það vitringar úr Austurlöndum, sem sjá stjörnu hans á himninum, taka sig upp og koma langt að til að auðsýna barninu lotningu og færa því dýrmætar gjafir. Þjóð- sagnirnar gerðu seinna þessa vitr- inga að voldugum konungum, sem áttu að hafa komið frá inum miklu fornríkjum Asíu. En bak við ið tígulega ævintýri, sem gerist á stjörnubjartri nótt, bak við sannleiksleit og hollustu inna vitru konunga sjáum vér ver- öldina þrungna böh og háska. Þar er Herodes inn grimmi og fláráði konungur, þar er barnamorðið í Rama, kveinstafir mæðranna, sem gráta börnin sín, og' flóttinn til Egyptalands. Konungur friðarins fæddist inn í háskalegan heim. Undir eins eru ofsóknir hafnar á hendur honum. Hann er umkringdur hættum og skelfingum. Guðspjallið dregur Benjamín Kristjánsson upp litauðuga mynd af þessu öllu, sem vér skulum athuga lítið eitt nánar. {★} Vitringarnir Fyrst skulum vér virða fyrir oss vitringana frá Austurlöndum. Þeir fara dagfari og náttfari yfir eyði- merkur og brunasanda til þess eins að sjá inn mikla friðarkonung, sem þeir eru sannfærðir um að fæddur sé í heiminn til að færa mannkyn- inu sannleika, frelsi og hamingju. Þeir koma til að auðsýna honum lotningu og færa honum gjafir. Það er skraut og fegurð yfir þessari lýsingu. In blikandi stjarna vísar þeim leið. Jafnvel englar guðs gefa þeim bendingar í draumi. Þeir láta ekki slægð Herodesar villa sér sýn. Gjafirnar eru fagrar og ríkmann- legar: gull, reykelsi og myrra. Myrra var ilmsmyrsl af fínustu tegund. Þetta voru allt konung- legar gjafir, sem báru vitni um ina dýpstu hollustu og virðingu. Sagan er táknræn lýsing á því, hvernig vitrustu menn allra alda hafa leitað þess, sem gott er, fag- urt og fullkomið, af brennandi þrá sálar sinnar og ekki horft í neina örðugleika til að finna það. Það er alkunnugt að með Indverjum, Persum og Kínverjum voru uppi snemma á öldum og jafnvel löngu fyrir Krists burð spekingar, sem vörðu allri ævi sinni til að hugsa og leita að inni æðstu vizku. Frá þessum þjóðum eru til ævaforn rit, sem þrungin eru trúaralvöru og djúpri íhugun. Einstakir vitringar tóku snemma á öldum að leita sannleikans um mannlegt líf með svo mikilli ákefð, að ekkert annað lá þeim meir á hjarta. Og hjá þessum mönnum óx sá skilningur, að mannkynið gæti aldrei orðið farsælt fyrr en það lærði að haga lífi sínu eftir inum eilífu lögmálum guðs. Menn eins og höfundar Vedabókanna, Laotse, Konfucius, Sókrates og fleiri höfðu allan hugann við þetta og reyndu að leiðbeina þjóðum sínum eins og þeir bezt vissu um það, eftir hvaða hugsjónum þær ættu að lifa, til að geta orðið hamingjusamar. Slíkir menn voru einnig vafa- laust til um þær mundir, sem Jesús fæddist. Þá ríkti einmitt meðal þessara manna sterk eftirvænting um, að fram mundi koma einhver frábær andi, einhver fulltrúi guðs á jörðinni, sem með guðlegu valdi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.