Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 125 gert úr páfuglafjöðrum og lituðum spýtum. Til þess að höfuðdjásn þetta haldist, verða þeir að styðja það með tveimur bambusstöngum, er Uggja niður með bakinu og eru reyrðar fastar að mitti. Ungir menn, sem ekki voru jafn viðhafnarlega búnir, stigu fornan og villtan dans og sungu undir, en smástrákar reyndu að likja eftir þeim með sköllum og gleðilátum. Þetta var sami dansinn sem for- feður þeirra dönsuðu áður í manna- kjötsveizlum sínum. Það er Siður þarna að stinga gat á miðsnesið á börnunum og setja þar í bein eða spýtu, og fullorðnir menn með þetta skraut eru allægilegir ásýnd- um. Og þegar þeir komast í dans- tryllinginn eru þeir alveg eins og mannæturnar, íorfeður þeirra. Maður á þess vegna bágt með að trúa því, að þegar sólin er gengin að viði, muni þessir menn kasta skrauti sínu, klæðast í hvíta skyrtu og stjana við ina hvítu húsbændur sína. Þeir eru flestir þjónar og mat- reiðslumenn og eru kurteisir bæði Bogmaður. Innlendur höfðingi meS skeljaskraut, er sýnir audlegð hans. Að neðan bátar frumbyggjanna. við Taubada (húsbóndann) og Sin- abada (húsfreyuna). Annars eru þeir latir og ósynt um að nota tímann. Vanaviðkvæði þeirra er, ef þeir eru beðnir að gera eitthvað: „Dohore“, en það þýðir sama sem bráðum, eða við tæki- færi. Þeir hafa mikinn og þykkan hár- lubba, og í honum geyma þeir ýmislegt, svo sem blýant, sígar- ettur og jafnvel peninga. Þeir, sem búa við ströndina, stunda fiskveið- ar og eiga báta, sem eru 30—50 fet á lengd. Eru bátar þessir með hliðargrind, svo að ekki sé hætt við að þeim hvolfi, og seglin eru ýmist úr dúk eða barkarfléttum. Hús sín byggja þeir á stólpum úti í sjó. Þau eru með stráþaki og milli þeirra eru mjó borð til að ganga á. Þessi byggingarsiður er frá þeim tíma, er herskáir þjóð- flokkar, sem heima áttu uppi í fjöllum, höfðu þann sið að fara ránsferðir til sjávarþorpanna um nætur. Þá var nokkur vörn í því að húsin stæðu úti í sjó. Yfirleitt eru húsin lítil, allt „einbýlishús“, eða fyrir eina fjölskyldu, en þar getur orðið nokkuð þröngt þar sem stórar fjölskyldur eru og svo bæt- ast við alls konar venzlamenn. Ef fjölskyldan er svo efnuð að eiga hunda, svín eða fugla, þá eru þess- ar skepnur innan um fólkið. HJÁTRÚ Papúar eru mjög hjátrúarfullir og hefur hjátrúin gengið í arf mann fram af manni. En sumt er þó ein- kennilegt i þessari hjátrú. Um 35 km. frá Moresby rennur áin Laloki og er þar 200 feta hár foss í henni, sem heitir Rouna. Undir fossinum er hylur mikill af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.