Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 139 Steinrýtinirur trá seinasta skeiðl steinaldar. Bronsöldin hefur ekki haft jafn mikla þýðingu fyrir Noreg eins og hin Norðurlöndin, ef aðeins er litið á bronsgripina. En á þessari öld urðu ýmsar aðrar framfarir. Hest- urinn verður nú víða húsdýr, menn læra þær listir að spinna og vefa, og fara því að ganga í ullarfötum í stað skinnfatnaðar. Og jafnframt brevtast þá greftrunarsiðir gg hellu -ristur. Og nú eru það bændurnir setn taka upp risturnar í sambandi við átrúnað sinn. Þar má sjá mvnd- ir af mönnum og dýrum, skipum, vögnum, bardögum, hátíðahöldum, plægingu og ýmsu öðru. Og inn á milli eru ýmis merki, sem hafa sína táknrænu þýðingu. Og með ;því að bera þessi tákn saman við eldri helgitákn hjá austrænum þjóðum, hefur mönnum tekizt að ráða þau. Er auðsætt að allar hellu- ristur á bronsöld hafa trúarlega merkingu. Jafnframt sýna þær, að bændum hefur þótt brýn nauðsyn að tryggja sér hollustu þeirra guð- legu valda, er ráða fyrir frjóvsemi jarðar, og þá fyrst og fremst sólar- innar. Tákn hennar kemur víðast hvar fram, hún ekur þar í vagni, en ótal skip tryggja henni óhulta göngu um himingeiminn. Og á ýmsan annan veg er hún táknuð. Maðurlnn frá Krákuey, var vel af guðl gerður. Þar eru líka myndir af brúðhjón- um til tryggingar því að mannkvn- inu fjölgi, og þar eru myndir af plógmönnum. sem plægja himn- eska akra, svo að uppskeran á jörðinni me.' i margfaldast. Hér er það alls staðar landbúnaðurinn, sem þessi helgitákn eiga að gagna. Á þessari öld hafa trúarbrögðin einnig bre- tzt á annan hátt, og kemur það fram í nýum greftrun- arsiðum. Nú liverfa inar mib1 ■. steingrafii o- jötnaborgir. Nú koma haugarnir og dysjarnar, þar sem líkjð hei'pr verið lagt milli hella, þakið naqfrum og látið hafa hjá sér mat og drykk, föt og dúka. Hér kemur fram trú á annað líf, að inn framliðni þurfi á mat og drykk að halda eftir dauðann. Og inir miklu haugar bera vott um að inir framliðnu hafi notið mikillar virð- ingar. Þessir haugar eru frá fyrra hluta bronsaldar. Seinna var farið að brenna líkin og þá urðu haug- arnir minni. Líkbrennslan sýnir, að þá hafa menn trúað því að lífið eftir dauðann væri andlegs eðlis. Áður voru margir grafnir á sama stað, en nú hvíhr aðeins einn mað- ur í hverjum haug. Og það hefur verið svo mikið verk að gera þessa stóru hauga, að f.iölda manns hefur þurft til þess. Slík fyrirhöfn hefði ekki verið vegna einhvers miðl- ungsmanns. Hér hafa verið grafnir höfðingjar, sem notið höfðu trausts og virðingar fjöldans. Og sennilega hafa þeir verið dýrkaðir sem guðir eftir dauða sinn. Helluristurnar styðja þessa skoð- un. Þar eru sumar mannamyndim- ar miklu stærri en aðrar, og þess- um stóru myndum fylgja guðdóm- log tákn. Getur þar varla verið um aðra að ræða en höfðingja, sem staðið hafa fyrir helgisiðum. Jafn- framt hafa þeir eflaust haft manna- forráð og verið öðrum efnaðri. Fámenn yfirstétt, eins og höfð- ingjarnir á bronsöld hafa verið, er líkleg til þess að greiða erlendri menningu braut, og það er sjálfsagt þeim að þakka að menningaráhrif í Noregi fara fyrst að færast í auk- ana. En það var ekki á þessari öld. Það var mikið bil á milli bænda og veiðimanna alla bronsöldina. Menning þeirra rennur ekki saman fyr en á næsta tímabili. IV. JÁRNÖLDIN 3 MENNINGARSTRAUMAR brons- aldar höfðu borizt frá Miðjarðar- hafslöndum norður á bóginn. En um 500 f. Kr. trufluðust samgöng- urnar suður á bóginn, því að þá réðust Keltar inn á meginlandið og lögðu undir sig mestan hluta Mið-Evrópu. Þeir urðu þar sem veggur milli Norðurlanda og land- anna við Miðjarðarhaf. Og þetta gerðist einmitt á þeim tíma, er in gríska fornmenning náði hámarki sínu. Jafnhliða þessu versnaði tíðarfar mjög frá því sem verið hafði. Sum- arhitinn lækkaði stórkostlega, úr- komur voru miklar og háðu frjóv- semi jarðar. Vetur voru ef til vill Frh, á bls., 143.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.