Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1956, Page 3
* LESBÖK MORGUNBEAÐSINS .r 279 ur, því að munkarnir hafi ekki mátt kvænast. Þessu mótmælir dr. Vilhjálmur Stefánsson. Hann segir: „Á þeim dögum var prest- vígðum mönnum í írlandi ekki bannað að giftast. Þeir voru jafn frjálsir að því og prestar eru nú. Og vel getur verið að prestarnir (sem til íslands fóru) hafi haft með sér heilar fjölskyldur leik- manna“. Að sjálfsögðu hafa írar haft sauðfé hér, eins og í Færeyjum, sem draga nafn sitt af því hve margt sauðfé þeir áttu þar. (í Færeyum hét áður einn fjörður- inn Kollafjörður). Tíðarfar hefir þá'vérið betra hér, en síðar varð, og landkostir svo góðir, að féð hef- ir gengið sjálfala vetur og sumar. Er þess víða getið í sögum, að bú- pettingur landnámsmanna gekk sjálfala, eigi aðeins sauðfé, heldur og kýr og svín. Má því gera ráð fyrir að írar hafi átt stórar hjarðir sauðfjár um það bil er landnáms- menn komu. Þessa er að vísu hvergi getið, en vera má að vikið sé að fjáreign þeirra í Laxdælu, þar sem sagt er frá ráðagerð Ketils flatnefs og sona hans að flýa land: „Björn og Helgi vildu til íslands íara, því að þeir þóttust þaðan margt fýsilegt frétt hafa; sögðu þar landkosti góða, og þurfti ekki fé að kaupa, kölluðu vera hvalrétt mikinn og laxveiðar, en fiskastöð öllum misserum“„ Þessar setningar: „Sögðu þar land- kosti góða, og þurfti ekki fé að kaupa“, eru svo skýrðar í Fom- ritaútgáfunni: „fyrir land þyrfti ekki fé að gjalda“. Ég er ekki svo málfróður að ég viti hvort þýtt hefir sama í fornöld „að kaupa landkosti“ og „kaupa land“. En mér finnst aó taka megi sér setn- inguna .,og þurfti ekki ié að kaupa“ og skilja hana eftir orðanna hljóð- an, -ió bar A'ssn nos fc, menu gæu tekið an þess að greiða gjaid fyrir. Og næg dæmi eru þess í fornu máli að fé þýðir sama og sauðfé. — Skulu hér tekin nokkur dæmi af handahófi: ....og féið stökk allt undan er hann (Glámur) hóaði“ .... „fundu féið víða í fönnum“ (Grettis saga). „Þar safnaðist sam- an fé Ólafs, hvort sem veður voru betri eða verri“ .... „lét (Ólafur) áður reka saman fé sitt, og var það mikill f jöldi orðinn“ (Laxdæla saga). „... .heimtur voru illar á fé manna og var Glúmi vant margra geldinga“ .... „suma sendi hann til Súlufjalla og fundu þeir allir óf fjár“ (Njáls saga). ,,....Þá gekk féið upp til fjalla allt á sumrum; hann (Skallagrímur) fann mikinn mun á að það fé varð betra og feitara, er á heiðum gekk“. (Egils saga). „Hörður tók forustusauðina, sinni hendi hvorn, og dró svo fyrir um fjallið; varð þar slóð mikil; þeir ráku þar á eftir annað féið“ .... „Fóru síðan til skips síns og drápu þar féið“ (Harðar saga). Þegar þeir Björn og Helgi gylla það fyrir föður sínum hve gott muni að vera á Islandi og telja landkosti þess (hvalreka, laxveið- ar og fiskveiðar), þá geta þeir þess fyrst, að þar sé nóg sauðfé, sem ekki þurfi að kaupa. Þetta var stór kostur, því að erfiðir voru fjár- flutningar yfir hafið. Virðist og svo sem landnámsmenn hafi helzt flutt með sér nautgripi og svín, en fátt af sauðfé. Þess vegna er grunsam- legt hve fljótt gengur fram sauða- eign þeirra hér á landi (t. d. Geir- mundar heljarskinns). Mun það ekki hafa vcrið af því, að þeir smöluðu saman fé Iranna, er hér gekk sjálfala. og eignuðu sér? W KOI,LAFIRf)IRNIK Nú er að athuga hvort nokkrar líkur finnist til þess, að Kollaíirð- irnir sé kenndir við Iva Landnáxnabok sesu íra b’.i. -ió Fatrekur biskup i Suðureyum haíi sagt Örlygi gamla að nema þar land, er hann sæi tvö fjöll af hafi, og skyldi dalur vera í hvoru tveggja fjallinu. Undir syðra fjall- inu skyldi hann taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna inum helga Kólumba. „Þar mun skógur vera, og sunnan undir fjallinu muntu rjóður hitta og lagða upp eða reista þrjá steina. Reistu þar kirkju og bú þar“. Örlygur tók land í Patreksfirði, en það er auðséð að hann hefir vitað hvar á landinu var staður sá, er honum var vísað til. Þess vegna siglir hann suður um aftur. Og er hann kom í Faxaflóa, sá hann fjöllin tvö og dal í hvoru (Akra- fjall og Esju). Hann nam Iand á Kjalarnesi. En hvernig mátti nú Patrekur biskup geta lýst svo rækilega fyrir honum landslagi, og segja að hann mundi finna þar steina þrjá upp reista? Á því er aðeins sú skýring, að írar hafi áð- ur verið í Kollafirði og Patrekur haft fregnir af þeim. Ekkert er getið um að þeir hafi verið þar, er Örlygur kom, en handaverk þeirra voru þar, og þess vegna mátti kenna fjörðinn við þá. Og þaðan hygg ég það Kollafjarðar- nafn komið. Talið er að Ingimundur gamli kæmi út árið 890. Var hann fyrsta veturinn hjá Grími á Hvanneyri (sem þá var nýkominn hingað til lands). Fór Ingimundur svo um vorið norður yfir Holtavörðuheiði. Þá var allt Norðurland ónumjð, Hann „kom ofan í eyðifjörð einn; og um daginn, er þeir fóru meft þeim firði, þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauðir; það voru hrút- ar. Þá mælti Ingimundur: „Það mun vel faJlið að þessi fjörður heiti Hrútafjörður“. Þcir hafa far- ið með firðinum að vestan, því að rétt á eftir koma þeir á Boiðeyri cg gefa hemn nafn fívaðan komu þessix tveir hrut-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.