Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1? Alþýðustíáldið Hinrik B. Þorláksson var fæddur í Melshúsum í Reykjavík 7. okt. 1883. Hann var sonur Þorláks beykis Magnússonar og seinni konu hans Margrétar Þ. Þorleiksdóttur. í barnaskóla kom strax í ljós að Hinrik var góðum gáfum gæddur, prýðilega hagmæltur og skrifaði sérlega fagra rithönd. Að ráði biskupsins, Hallgrims Sveinssonar, var ákveðið að hann skyldi ganga menntavegirm og fara í „skóla“ (latínuskólann), og fagnaði Hinrik því mjög, en þá dró ský fyrir sólu og andaðist faðir hans. Var þar með loku skotið fyrir frekari skólagöngu, og ei annað framundan en brauðstrit hörðum höndum. Lagði hann síðan gjörva hönd á flest störf til sjós og lands, en harmaði jafnan að eigi varð úr skólagöng- unni. í fjötrum er þungbært að þreyja þeim, sem að lífinu ann, sárt að eiga þann ómstreng, sem aldrei bergmálið fann. Eg þrái að hefja mig hærra, en hugurinn íjötraður er, sem fangi, unz lífið rnig leysir og ljúfan í frelsisheim ber. Litlu fyrir aldamótin barst Hinrik í atvinnuleit til Önundarfjarðar, þar festi hann sér gáfaða, vestfirzka konu, Guðmundur var seinasti bóndi í Drangavík. Hann helt ávalt þeim gamla sið að hafa ær í kvíum og færði seinast frá sumarið 1946. Veit ég ekki betur en að hann hafi sein- astur manna í Strandasýslu haldið þessum sið. Guðmundur er um marga hluti hinn merkasti maður. Hann bragð- ar aldrei vín né tóbak og blótar aldrei. Og svo var um marga bænd- ur af eldri kynslóðinni á Ströndum. Hinrik B. Þorláksson Kristrúnu Friðriksdóttur, dótturdóttur Magnúsar Einarssonar varaþingmanns ísfirðinga, hins þrautreynda og trygga fylgismanns Jóns forseta Sigurðssonar í frelsisbaráttu íslendinga. Þau settust að á Flateyri, en bjuggu jaifnframt á erfðahluta Kristrúnar á jörðinni Hvilft, sér til ánægju og bú- bætis. Þau áttu tvo syni, Hjört og Ragnar, báða hina efnilegustu, en þeg- ar sólin hefur skinið sem skærast á ævi Hinriks, hefur skemmst verið að bíða hretanna. Stur.dum er himininn heiður og hafið svo skínandi bjart, en minnst þegar varir er moldviðris- hríð og myrkrið svo dæmalaust svart. Ragnar Hinriksson andaðist rúmlega tvítugur að aldri eftir langa og þunga legu. Það var mikil raun foreldrum hans að horfa á þá vonlausu baráttu. Ég bið frá rótum harmi soUinc hjarta í himinn þinn. Ó! hjálpa mér og heyrðu að ég kvarta herra mmn. En verði faðir vilji þinn, eg hiýðt, sem veikur er, þú sérð og veizt hvað barni, J&ðir biM, bezt því er. Hjörtur Hinriksson festi sér konu, afbragðs kostum búna og bjuggu þau öll saman og enn var sól á lofti. Tvær ungar dætur Hjartar báru sólina í bee- inn, en á 28. afmælisdegi hans, hinn 4. nóv. 1932 féll hann af vélbáti á hafi úti og drukknaði. í kvæði, sem Hinrik nefnir Blómin mín, minnist hann sona sinna á þessa leið: Minn góði guð og faðir, eg græt ei því eg veit þau dóu ei, en dafna í dýpri og frjórri reit. Ó, leif mér ljúfi faðir, þá lífsins hérvist dvín, á ljóss- og sólarlandi að líta blómin min. Hin unga ekkja reyndist þeim vanda vaxin, sem á hana var lagður. Hún og tengdaforeldrar hennar sneru bök- um saman ,og mynduðu skjaldborg um hinar ungu föðurlausu dætur, en þeim tókst með æsku sinni og ástúð að bæta gömlu hjónunum upp sonamiss- inn, svo sem bezt mátti verða. Um það ber eftirfarandi staka vitni: Ó, hvað mér finnst lífið léitt ljúft þeim rósum sinna, Til afa hlauj>a í einum sprett Agga litla og Ninna. Þær Agga og Ninna eru sonardæt- unrar, Ragna og Jónína, nú báðar giftar konur á Flateyri. í skjóli Rögnu Hjartar, póst- og símastjóra á Flat- eyri, andaðist Hinrik 13. des. 1956. ★ Hinrik Þorláksson var prýðilega hagmæltur og orti mikið, bæði af aigin þörf og ekki síður eftir beiðni ann- ara. Um eitt skeið var naumast aokk- ur skemmtun eða annar mannfagnaður haldinn á Flateyri, svo ekki væri Hin- rík beðinn að yrkja og mæta þar með kveðskap sinn. Hann orti mörg erfi- ljóð, afmælisljóð, gamansöngva og gamankvæði o. m. fl. Allur kveðskapur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.