Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1959, Blaðsíða 12
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sötra seinni bollann af morgunkafíi sínu þegar varðmaðurinn kom æðandi og tilkynnti honum að úlfaldalest væri að koma. „Farðu á þinn stað og fylgdu svo foringja lestarinnar til mín undir eins og hann kemur“, sagði liðsforinginn. „Biddu undirforingjann að hjálpa þér til að rannsaka farangurinn, á meðan eg er að athuga skjöl þeirra. Vertu að- gætinn, því að ef þeir eru komnir frá spönsku Sahara, þá getur vel verið að þeir hafi hashish meðferðis". Varðmaður náði í undirliðforingjann og svo fóru þeir báðir út að varðstöð- inni. Lestin var þá skammt undan. Hún silaðist áfram og úlfaldarnir gengu óreglulega, svo auðséð var að þeir voru ekki tjóðraðir saman. „Hvar eru mennirnir?" hrópaði und- irliðsforinginn. „Hér fara reiðtygjaðir úlfaldar á undan, en eg get ekki séð neinn mann“. „Já, það er eitthvað skrítið við þetta“, svaraði varðmaður. „Það getur verið að leiðangursmenn komi á eftir á hestum", sagði undir- liðsforinginn, „þótt það sé ekki venja að menn hafi hesta í langferðum, en mér sýnist á öllu sem þessi lest sé komin um langan veg. Hlauptu til yfir- foringjans og segðu honum að haim verði að koma. Eg ætla að taka á móti lestinni og fara með hana að brunn- inum, því að eflaust eru úlfaldarnir þyrstir. Þetta er í fyrsta skifti sem eg sé mannlausa úlfaldalest". Hann strauk sér um hökuna og var hugsi. „Það er eitthvað athugavert við þetta“, sagði hann svo. „Mönnunum hefði átt að vera það kappsmál, ekki síður en úlföldunum, að komast í áfangastað". Skömmu seinna kom yfirliðsformg- inn út að brunninum, og þá var lið- þjálfinn að brynna úlföldunum og jós upp vatni í stórt trog handa þeim. „Varðmaður segir að enginn maður sé með lestinni. Það getur ekki verið satt. Hvar eru mennirnir?" „Lestin er mannlaus", svaraði lið- þjálfinn. „Úlfaldarnir drekka, en þeir virðast ekki vera mjög þyrstir. Á sum- um þeirra eru enn hálffullir vatnsbelg- ir. Og eg hefi skoðað matvælabelgi ía. og það er nógur matur í þeim. Á ein- um söðlaða úlfaldanum er meira að segja byssa í sliðrum. Eg hefi þeear sent tvo ríðandi menn til að leita. Það er eitthvað dularfullt við þetta“. í lestinni voru átján úlfaldar, fimm undir söðlum, en hinir undir klyfjum. Af þessu mátti ráða að fimm menn hefði verið með lestina. Farangurinn reyndist vera döðlur og sauðagærur, en það eru algengar versl- unarvörur í Sahara. Við nákvæma rannsókn kom í ljós að engin bann- vara var í klyfjunum. í söðulpokunum fundust engin skjöl né skilríki, ekkert sem benti til þess hvaðan lestin væri komin né hver væri eigandi hennar. Menn bjuggust við að finna blóðbletti á söðlunum og gæru- skinnunum, sem í þeim voru, en svo var ekki. En við söðulinn á einum úif- aldanna hekk pyngja og í henni mikið af peningum. Svo liðu tvær klukkustundir. Folk safnaðist þarna saman og það varð há- vært skraf um hina dularfullu úlfalda- lest og allskonar ágizkanir um það hvaðan hún mundi komin. En enginn kannaðist við úlfaldana né fargervi þeirra. Nokkru seinna komu leitarmennirnir og höfðu einkis orðið varir. Þá seodi yfirforinginn þrjá hermenn á stað og fekk þeim beztu úlfaldana, sem setu- liðið átti. Þeir komu ekki aftur fyr en morguninn eftir. Þeir höfðu farið eftir þjóðveginum langar leiðir, þangað til þeir komu þar sem úlfaldaslóðin kom inn á hann úr austurátt. En þeir höfðu ekki orðið varir við nokkurn mann. Nú var símað í allar áttir, til allra bækistöðva franska hersins í Sahara, en enginn vissi neitt um þessa lest og hvergi hafði hennar orðið vart. Svo leið og beið, vikur og mánuðir, og ekkert fréttist til eigenda lestarinn- ar. Var þó fregnin um þennan atburð komin til allra vinja í Sahara. Arabar komu um óravegu til Akjoujt til þess að vita hvort þeir bæri ekki kennsl á úlfaldana eða farangurinn. Sumir þeirra þóttust þekkja einn eða tvo úlf- alda og nefndu nöfn Araba, er gæti verið eigendur þeirra. En við nánari eftirgrennslan hafðist ekkert upp úr þessu. Til Akjoujt streymdi einnig fjöldi annarra manna, ættingja og vina lestar- mánna, sem horfið höfðu og ekkert spurzt til um langa hríð. Þeir vonuðu að þeir mundu þekkja úlfaldana eða kannast við farangurinn, en þær vonir brugðust alveg. Það var engu líkara en að eyðimörkin hefði gleypt þá, sem fóru með þessa lest. Sumir sögðu að iiiir andar hefði náð þeim. Aðrir gizkuðu á að ræningj- ar hefði ráðist á lestina og drepið alla mennina. En hvers vegna höfðu ræn- ingjarnir þá sleppt úlföldunum með öllum farangri og ekki hirt um pen- ingapokann? Víða er það siður í Sahara að brenni- merkja úlfalda, en þessir úlfaldar voru með öllu ómerktir. Fróðir menn voru látnir skoða klaufirnar á þeim og gang- þófana, og þóttust þeir sjá að úlfald- arnir væri komnir um langan veg, en þó ekki sárfættir. Næst var svo að athuga hvenær þeir mundu hafa fengið að drekka seinast. Glöggir menn, sem skoðuðu þá vand- lega, fullyrtu að þeir mundu ekki hafa verið vatnslausir lengur en í fimm daga. Að fjórum mánuðum liðnum voru úlfaldarnir boðnir upp og farangur þeirra. Andvirðið og peningarnir sem fundust, var sett í sérstakan sjóð þang- að til eigendur gæfi sig fram. Sumir töldu að þetta mundu vera strokuúlfaldar. Mennirnir hefði farið af baki til þess að brynna þeim, og síðan sezt sjálfir að snæðingi og ekki gætt þess að binda úlfaldana saman, og svo hefði þeir strokið frá þeim, og mennirnir hefði orðið úti í eyðimörk- inni. í fljótu bragði kann þetta að sýnast eðlileg skýring. En hún getur þó ekid verið rétt, því að enginn vanur ferða- maður sleppir úlföldum sínum lausum eitt andartak úti í eyðimörkinni. Sennilegri er tilgáta frönsku her- mannanna. Þeir segja að lestin muni hafa lagt á stað frá einhverjum stað í spönsku Sahara, og hafi haft mikið meðferðis af hashish, eiturlyfjajurt- inni, sem ræktuð er í stórum stíl þar í landi. Döðlurnar og gærurnar hefði þeir haft með til þess að villa eftirlits- mönnum sýn. Til þessa benti það, að klyfjarnar voru óvenjulega léttar. Ein- hvers staðar úti í eyðimörkinni hefði ræningjar svo ráðist á lestina til þess að ná í hashish-birgðirnar, og höfðu drepið alla leiðangursmenn. Ræningj- arnir muni ekki hafa kært sig um úif- aldana, því að þeir hefði getað komið upp um þá síðar, enda hafi hvorki þeir né annar farangur verið mikils virði á móts við hashish-birgðirnar. Þetta er þó aðeins getgáta. Og und- arlegt þykir, að mannlausir úlfaldar skyldi halda hópinn og ferðast sjálf- krafa mörg hundruð kilómetra leið. Það hefði þó verið skiljanlegt, ef þeur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.