Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1959, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 173 þurkatími og rigningatími. Sér- staklega hefir þetta verið talið mjög reglubundið í Afríku, og þeir sem þar hafa dvalizt langdvölum, þykjast geta sagt fyrir nokkurn veginn upp á dag, hvenær veður breytist. Hefir það verið venja sums staðar í brezku Vestur-Af- ríku, að stjórnarskrifstofur hafa lokað kl. 2 e. h., svo að starfsmenn geti skemmt sér við tennisleik áð- ur en skúrirnar byrja kl. 5. Svo reglubundin var úrkoman á rign- ingatímanum. En í júní og júlí sl. sumar brá svo við, að í Nigeríu sunnanverðri voru meiri stórrigningar en sögur fara af, og skúrirnar fylgdu ekki gamalli venju, svo að allir golf- vellir voru asablautir löngu fyrir kl. 5 síðd. í belgiska Kongo voru enn stórrigningar þremur mánuð- um eftir að þeim átti að vera lokið. En í maí hafði kuldabylgja með frosti farið yfir sunnanvert landið. í Suður-Rhodesíu voru rigningar um miðjan þurkatímann. í Nairobi í Kenya var úrkoman orðin meiri um miðjan júlí en meðal ársúr- koma er, og voru þó mestu rign- ingamánuðirnir eftir. Um alla Austur-Afríku var sama sagan: rigningar á þurrkatímanum, flóð og ófærir vegir. En það er eigi aðeins í Afríku og Bandaríkjunum að veðráttan hefir verið óvenjuleg. í Tjekkóslóvakíu kom í febrúar svo mikil hitabylgja, að annað eins hefir ekki þekkzt síðan hitamæl- ingar hófust þar fyrir 183 árum. En í maí snjóaði í Portúgal, og eru þess ekki dæmi áður. í New South Wales í Ástralíu snjóaði í júní, en það hafði ekki komið fyrir seinustu 60 árin. í júlí gerði ógurleg flóð í Kína; brutu þau stíflugarða Gulár og flæddu yfir gríðarmikið landflæmi. Á sama tíma komu og mikil og ó- vænt flóð í Mið-Evrópu, norðan- verðu Indlandi og í Argentínu. Og fyrir skemmstu kom svo ógurlegt þrumuveður í Englandi, að annað eins hefir ekki komið síðan veðurathuganir hófust þar. Þegar þetta þrumuveður stóð sem hæst, töldu veðurfræðingar 2141 eldingu á tveimur klukkustundum á litlu svæði. Orsakir veðráttubreytinga. Af þessu má því ráða að veðr- átta hafi verið óvenjuleg, en hvern- ig stendur þá á því? Venjulega viðkvæðið er þetta: Stórfeldar breytingar verða stöð- ugt á sólinni, og það er sannað að þegar miklir sólblettir eru, þá valda þeir stormum og úrkomu víðs vegar á jörðinni, óvenjulegum hitabreytingum og þrumuveðrum. Það er því engin furða þótt veður- far hafi verið óstöðugt á árunum 1957—58, því að þá voru sólblettir með mesta móti, og þess vegna var einmitt sá tími valinn til jarðeðlis- fræðarannsóknanna. Ekki eru þó allir vísindamenn ánægðir með þessa skýringu, því að enda þótt þessi regla gildi sums staðar, þá gildir hún ekki alls stað- ar á jörðinni. Þeir hafa því leitað annara skýringa, og sumir hafa komizt að þeirri niðurstöðu að breytt veðurfar sé að kenna auknu kolsýrumagni í gufuhvelinu. Þeir segja, að vegna aukins iðnrekstr- ar og alls konar vélknúinna tækja, muni kolsýrumagn loftsins hafa aukizt um 15—20% síðan um alda- mót. Þetta kolsýrumagn hindrar útgeislun hita út í geiminn, og þess vegna megi búast við því, að með- alhiti á jörðinni aukist um 2 stig á hverri öld. Og þótt þetta sé ekki stórbreyting, muni hún nægja til að gjörbreyta veðurfari, segja þeir. En kjarnasprengingarnar? Aðrir vísindamenn halda að geimgeislar hafi miklu meiri áhrif á veðurfar hér á jörð, heldur en sólargeislar. Og þá er komið a8 þessari spurningu: Hvað er þá um geislanir frá kjarnasprengjum og vetnissprengj um ? Sem stendur mun varla finnast sá bóndi í Vestur-Evrópu, Afríku og víðar, er eigi kennir kjarna- sprengingum um hið breytta veð- urfar. Vísindamenn hafa ekki fallizt á þessa kenningu, en þeir hafa heldur ekki getað sannað að hún sé röng. En ýmislegt bendir á að hún geti verið rétt. Svifflugmenn hafa fyrir löngu komizt að því, að ekki þarf ann- að en kveikja í heylön, til þess að myndist svo mikið uppstreymi, að það geti lyft þeim upp í 10.000 feta hæð, eða hærra. Skógarhöggs- menn hafa og fyrir löngu sann- reynt, að ekki þarf annað en bera afkvisti á bál, til þess að rigningu geri. Og á seinni árum hefir það margsinnis verið sýnt, að það er enginn galdur að fá rakann í loft- inu til að þéttast og koma á stað rigningu. Hvergi er ókyrðin í gufuhvolfi jarðar meiri en yfir hitabeltinu. Þangað dragast jarðlægir loft- straumar frá báðum heimskautum, en í efri loftlögunum streyma það- an vindar til hvers króks og kima um allar álfur. Það er því engin fjarstæða að halda því fram, að hinn geisimikli hiti, sem leysist úr læðingi við kjarnasprengingar, kunni að geta valdið gjörbreytingum í öllu gufu- hvelinu. Tízkuteiknari hefir sagt, að það sé hlutverk sitt að sjá um að konur sé allt- af óánægðar með fötin, sem þær eru í. Er hægt að hugsa sér auðveldara hlut- verk?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.