Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1959, Blaðsíða 16
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞETTA var lokaspil í keppni milli Breta og Bandaríkjamanna. N—S voru í hættu og þorðu ekki að segja 7 spaða, þegar A—V sögðu 7 hjörtu. En spilin lágu þannig, að alslemm er, hvaða litur sem sagður er: * Á D G 5 3 2 V 4 3 * A K 10 8 3 * — ¥ Á K G 5 ♦ 52 * Á D 9 6 ♦ K 10 9 7 6 4 ¥ — ♦ D G 9 7 6.4 + 5 A hinu borðinu þorðu S—N að segja 7 spaða. Þeir voru tvöfaldaðir og tvö- faldaðir aftur. Úr fyrra spilinu fengust 2210, en úr seinna spilinu 2890, sam- tals 5100. Hinir höfðu áður 5000, en töpuðu samt. ¥ D 10 9 8 7 6 2 ♦ — * K G 10 8 N V A S SAGT TIL NAFNS Það var siður fyrrum, er gest bar að garði, að bjóða ekki inn, fyr en spurt hafði verið um nafn og heimili gests- ins. Einu sinni kom Jóhann Brandsson á bæ og kom unglingur til dyra, og hafði honum verið sagt að spyrja komumann um heiti og hvaðan hann væri, og þetta gerir barnið. Jóhann svarar: Jóhann Brandsson birta skal bendi randa glöðum: Eg á heima í Hallárdal og heitir að Vakursstöðum. 1 annað skifti kvað hann við sama tilefni þessa afhendingu: Jóhann Brandsson heitir hér sá hörvagrér. Á HVERFISGÖTU — Mynd þessi er einkennileg vegna þess hve sundurleitan byggingarstíl má sjá á henni, og jafnvel heillar aldar framþróun í byggingar- list. Fremst á myndinni eru þrepin og pallurinn fyrir framan Þjóðleikhúsið. Húsið lengst til vinstri reisti Pétur Pétursson bæargjaldkeri á sínum tíma, og þar bjó síðan dr. Helgi Péturss sonur hans. En lága húsið þar upp af (á bak við garðhúsið) hét upphaflega Eyólfshús, kennt við Eyólf Þorvarðarson smið, sem reisti það fyrir 90—100 árum. Lengst til hægri er verslunarhúsið Hverf- isgata 18, sem var reist upp úr aldamótunum og þótti þá niikil bæarprýði. ÖU eru þessi hús úr timbri. Litla húsið, sem snýr við stafni, er Traðarkot. Er það einn af þeim mörgu steinbæum, sem reistir voru hér fyrir svo sem 70 ár- um. Yfir það gnæfir nýtízku bygging, Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar. (Ljósm. Gunnar Rúnar). heimilið á Hofi er, eg hermi þér. (Stefanía Ferdinandsdóttir) NAGLFAR Þegar maður sker neglur sínar eða klippir, skal ævinlega skera hverja nögl, klippa eða bíta í þrennt, því ann- ars eykur fjandinn saman úr þeim heilt umfar í náskipið. Þó er enn sú sögn um neglur, ef þær eru skornar heilar, að fjandinn auki þær saman, og geri úr þeim fögur skip og róðrarferj- ur. Aðrir segja að hann negli aðeins skipið saman með þeim. Eitt sinn bar svo við undir Jökli, að skipshöfn ein gekk til sjávar, nokkru seinna en aðr- ar; skipverjar hrundu fram skipinu í ákafa því að þeir þóttust hafa helzt til lengi sofið. En þegar þeir voru komnir skammt frá landi, sökk skipið undir þeim og týndust allir, sem á því voru. En það sögðu þeir, sem fyr reru þennan morgun úr sömu vör, að þeim hefði virzt skip þetta samsett af ein- tómum mannsnöglum, og þó furðu fag- urt. — Þessar sagnir um naglaskurð og um sól í úlfakreppu, eru auk þeirrar venju, sem enn er algeng, að skera bjóra úr skó fyrir tá og hæl nálega þær einu leifar, sem eg veit til að loði eftir af goðasögunum hér á landi. (Jón Árnason, Þjóðs.) MÁLBEIN Víða eru menn tregir til að kasta málbeini úr kind, einkum þar sem ó- málga börn eru, því fyrr meir þótti víst, að þau fengi þá síður málið, og stungu menn málbeinunum þá í veggj- arholu með þessum formála: „Forðaðu mér frá fjármissi, eins og eg forða þér nú frá hundakjafti, málbein". Þótti mál bein eitthvert mesta náttúrubein kind- arinnar. (Þjóðs. Sigf. Sigf.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.