Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1960, Page 1
FYRSTA VETRARVERTÍÐ MÍN frásagnir Jóns Sverrissonar II; HÉR segir frá dvöl Jóns í Balakoti í Sandgerðishverfi og ýmsu, sem fyrir kom á vetrarvertíðinni. Þá segir og frá vorvertíðinni, en þá var hann í Reykjavík. Nú á að setja upp stóru skipin Morguninn eftir var Magnús kominn heim. „Hafrenningur“ lá fyrir festum úti á víkinni og vagg- aði sér þar letilega. Annað þilskip var þar einnig, „Huginn“, eign Einars Sveinbjörnssonar í Sand- gerði. Var þetta skip nokkru minna en hitt. Eg heyrði fljótt að nú væri mest aðkallandi að draga þessi stóru skip á land. Þar áttu þau svo að bíða næsta vors, en þá átti að fara á þeim til lúðuveiða suður í Reykjanesröst, eða nota þau til flutninga milli hafna við Faxaflóa. En ekki var hægt að koma skipun- um á land, nema fylgdist að stór- streymi og gott veður. Þetta drógst því á langinn. Mér voru fengin ýmis störf, svo sem að grafa upp fjörumaðk til beitu, mala rúg, vera í snúningum úti og inni og fara sendiferðir. Stundum fór eg á selaveiðar með Magnúsi, eða þá í fiskiróður, en það var sjaldan, því að gæftir voru stopular. Allan þenna tíma kvald- ist eg af óyndi, og stundum hvarfl- aði að mér að strjúka. En tvennt hamlaði mér frá því. Fyrst var nu það, að eg átti ekki einn einasta eyri, og í langa strokuferð getur maður ekki lagt peningalaus. Hitt reið þó aðallega baggamuninn, að eg óttaðist háðsglósur jafnaldra minna ef eg kæmi sem strokumað- ur heim úr verinu, án þess að hafa lent í nokkurri karlmennskuraun. Eg reyndi því að herða upp hug- ann og láta sem ekkert væri. Það styrkti mig í þessum ásetningi, að húsbóndi minn var mér alltaf góð- ur. Hann var að vísu fálátur, en aldrei orðvondur né önugur. Hann var góður skotmaður og yfirleitt mikill aflamaður. Og nú kom að þeirri stund að stóru skipin skyldi sett á land. Þá höfðu gengið útsynnings stórviðri undanfarna daga, en nú var kom- inn hægur norðaustlægur vindur. Enn var þó veltibrim og skýafar mikið frá útsuðri til landnorðurs. Háflæði var árla dags og voru menn því snemma á fótum. Var ætlan manna að koma báðum skipunum á land þenna dag. Jón Sveinbjörnsson, bróðir Einars í Sandgerði, var valinn til þess að stýra þeim upp í vörina. Var það mikið vandaverk, því að vörin var þröng og sker á báða bóga, en brim og útsog milli skerjanna. Svo reru þeir bræður Jón og Einar og nokkrir fleiri menn út í „Huginn“, og skömmu seinna komu þeir siglandi á honum beint upp í vörina og gekk allt að óskum. Nú þurfti að koma skipinu þegar í stað upp úr vörinni, því að þangað skyldi „Hafrenning“ siglt með kvöldflóðinu Setning gekk vel og var henni lokið um kl. 2. Á þriðja tímanum fórum við fimm út í „Hafrenning“ Voru þrír fullorðnir: Jón Sveinbjörnsson, Magnús Jónsson, eigandi bátsins, og Magnús Eyólfsson í Krókskoti þar í hverfinu. Sá fjórð; var Þor- lákur Jónsson frá Sandgerði, i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.