Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1961, Blaðsíða 6
878 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nýlendusaga frá Englandi Lærisveinar Tolstoys nefni á sögusvæðinu — og færðar fyrir því — að talið er — órækar sannanir. Aðalrökin eru þau, að sagan sé svo vel gjörð og rökræn, að ekki geti verið um raunsanna atburði að ræða. Minniháttar rök eru m. a. þau, að Þjóstarssona, Þorkels og Þorgeirs, sé ekki getið í öðrum sögum né ættskrám. Heldur virðast þetta veik rök til að afsanna atburði sögunnar. — Raunsannir atburðir eru sízt órök- rænni en tilbúnir atburðir í skáld- sögu. Og fulldjarft er að álykta að menn, sem ekki er getið í forn- sögum né ættartölum hafi alls ekki verið til. Þegar ein báran rís er önnur vís. — Sé ein fornsagan dæmd skröksaga er öðrum hætt, og hæg- ari eftirleikurinn. Og það stóð ekki á honum. Nú var það Njála sem varð fyr- ir vali. Barði Guðmundsson þjóð- skjalavörður gekk á troðna slóð. Hann leggur alúð við að sanna að Njála sé skáldsaga, ekki samt á örnefnum byggð, heldur á ýms- um viðburðum Sturlungualdar. Og hann gjörir betur. Hann leiðir fram höfundinn og ógildir allar fyrri tilgátur um höfund eða höf- unda hennar. Nýlega er kominn fram þriðji getfræðingurinn, Hermann Páls- son dósent. Hann fetar spor beggja, Nordals og Barða, og tek- ur Hrafnkels sögu til nýrrar at- hugunar. Sammála er hann Nordal um að hún sé skáldsaga, samt ekki aðallega eftir örnefnum heldur út af sögu Svínfellinga og Valþýfl- inga á Sturlungaöld — þar mun- ar miklu. — Og hann gjörir bet- ur. Hann finnur höfundinn og er þannig jafnsnjall Barða, en yfir- stígur Nordal í getspekinni. — Einn kemur öðrum meiri. — Það er mikið verkefni fyrir get- fræðina að snúa öllum fornsögun- F Y R IR skömmu gerði eg mér ferð til Whiteway til þess að komast eftir því hvernig væri um nýlenduna, sem fimm stjórnleysingjar, er töldu sig lærisveina Tolstoys, höfðu stofnað þar 1898. Þeir keyptu þarna 42 ekrur af ó- ræktuðu landi, svo sóttu þeir konur sínar og settust þar að. Eftir það söfnuðu þeir að sér öðrum „lærisvein- um Tolstoys", gerðu þarna vegi, ruddu akra og sáðu, girtu landið, reistu sér hús, bökunarhús, búgarð, skóla, sam- komuhús og prentsmiðju. Nýlendan átti að vera sjálfri sér nóg. Þeir komu þar upp iðnaði, skrautmuna- gerð úr málmi, vefnaði (og ófu á sænska vefstóla), leðurgerð og ilskóa- gerS. um í skrök og skáldverk og ógilda þar með allar frásagnir af mönn- um og atburðum á Söguöld. Frá annarri hlið — hlið skáld- menntanna — er einnig tekið að hafa fornsögurnar að skotspæni, en á annan hátt, sem eðlilegt er. Sitt er hvort fræðimennska og skáldmennt. Það er nóbels-skáldið H. K. Lax- ness, sem gerzt hefur brautryðj- andi á þessu sviði. Áður hafði hann valið sér að yrkisefni, að ófrægja íslenzkt þjóðlíf í skáld- verkum sínum. Hafa þau út- breiðst í þýðingum til annarra landa. Er það að vísu óskylt mál. En í framhaldi af því hefur hann nú aukið því við, að umrita eina fornsöguna í skopstíl og skrum- skæla bæði efni og mannlýsingar. Skáldverk hans hafa reynzt góð söluvara á erlendum bókmarkaði, og skáldið hefur áunnið sér mikið lof og ríkuleg laun. — Klæjar eyra illt að heyra. Eg hitti fyrst ilskósmiðinn, líklega seinasta manninn i Englandi, sem hefir ofan af fyrir sér með slíkri at- vinnu. Hann á heima í einkennileg- um litlum kofa, sem ekki sést frá þjóðveginum. Hann er skeggjaður og gráhærður maður, í grófgerðum, stykkjóttum vaðmálsfötum og með ilskó á fótum. — Já, eg var einn af landnemun- um, sagði hann. Það var Edward Carpenter sem taldi mig á að smíða ilskó. Hann átti hér heima og hann reyndi að lifa sem óbreyttur verka- maður. Hann stóð alltaf við bekkinn þarna og saumaði ilskó. Eg mundi eftir Edward Carpenter. Hann var fæddur 1844 og dó 1929. Hann var rithöfundur og skáld, og eftir hann er meðal annars „Towards Democracy“. Hann hafði orðið fyrir áhrifum frá Walt Whitman og William Morris. Aðrir hugsjónamenn höfðu einnig átt hér heima, og sjálf- ur Ghandi hafði dvalizt hér um hríð. — Hér var allt með öðrum svip þá, sagði ilskósmiðurinn. Eg var læknir nýlendunnar og starfaði auðvitað ókeypis. Og eg kenndi landafræði í skólanum. Og svo var skósmíðin. En nú er eg hættur henni, en þó ekki hættur að hugsa um fætur manna — eg stunda nú fótsnyrtingu. Annar gamall maður, sem eg hitti þama, hafði fyrrum verið í Doukho- bor-nýlendunni í Kanada. Þeir höfðu verið fluttir þangað frá Rússlandi og verið rúman mánuð á leiðinni með skipi. Hann sagði mér nokkuð af væring- um milli þeirra nýlendumanna og kanadiskra yfirvalda. Stjómin krafð- ist þess að þeir sendu böm sín í skóla. Mæðurnar mótmæltu með því að ganga allsnaktar í fylkingu til næsta þorps, en karlmennirnir mót- mæltu með því að kveikja 1 húsum og sprengja upp járnbrautarteina. Þriðja manninn hitti eg þarna og fylgikonu hans, því að hér eru engir löglega giftir. Hann kvaðst vera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.