Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 3
Eftir Clifford Simak HANN fann galdravélina úti í lyngmóa, þegar hann var að sækja beljurnar. Myrkrið var að smá- siga yfir trén, svo að hann sá hana ekki greinilega, og mátti heldur ekki eyða imiklum tíma í að athuga hana, því að Ebbi frændi hafði verið bálvondur, þeg- ar tvær kvígurnar vantaði, og ef hann yrði nú mjög lengi að finna þær, var Ebbi ekki til annars líklegri en hýða Ihann aftur, en af því góðgæti hafði hann þegar fengið nóg fyrir einn dag. Hann hafði nú þegar verið sviptur kvöldmatnum, af því að hann hafði gleymt að fara niður í lindina eftir vatni í fötu. Og svo hafði Emma frænka verið að rífast í honum allan daginn, vegna þess hvað hann reitti garðinn illa. „Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi séð annan eins ónytjung" grenjaði hún að honum, en svo bætti hún því við, að maður skyldi þó halda, að hann sýndi þeim hjónum eitthvert þakklæti fyrir að hafa tekið hann að sér og bjargað honum þannig frá munaðarleysingjahæl- inu, en það var nú ekki aldeilis því líkt — þakklæti var ekki til í honum, heldur gerði hann þeim allt til ama Og bölvun- ar sem hann gat, og væri svo blóðlatur í þokkabót — ja, hún vissi svei mér ekki hvað úr honum ætiaði að verða. ííann fann kvígurnar skammt frá valhnotulundinum, og rak þær svo heim og þrammaði á eftir þeim, með það helzt í huga að strjúka, vel vitandi þó, að hann hafði engan stað að leita til. Og þó mætti það vera vondur staður, sem væri verri en hjá þeim Emmu og Ebba, sem voru nú annars alls ekki frændi hans og frænka, heldur bara vandalaus hjón, sem höfðu tekið hann að sér. Ebbi frændi var rétt að .ljúka við að mjólka, þegar hann kom inn í hlöðuna með kvígurnar á undan sér, og ennþá var Ebbi bálvondur af því að hann hafði týnt þeim og ekki komið með þær heim með hinum beljunum. „Hana nú!“ sagði Ebbi. „Ég er nú búinn að mjólka mínar kýr og þínar líka, bara af því að þú taldir ekki belj- urnar, eins og ég hef sagt þér að gera alltaf, til þess að vera viss um, að enga vanti. Og í staðinn hefurðu ekki nema gott af að mjólka kvígurnar þær arna“. Nonni tók þrífætta mjaltakollinn og fötu og mjólkaði kvígurnar. Kvígur eru bæði fastmjólkar og óþægar og þessi sparkaði frá sér og velti Nonna niður í ræsið og setti fötuna um koll, svo að allt fór niður, sem í hana var komið. Þegar Bbibi frændi sá þetta, seildist hann eftir ólinni, sem hékk að hurðar- baki, og gaf Nonna nokkur högg með henni, ti'l þess að kenna honum að vanda sig betur, og hitt með, að mjólk væri sama sem peningar. Síðan lét hann hann ljúka mjöltunum. Þeir gengu svo inn í bæ og Bbbi frændi þusaði eitthvað um, að þessir krakikar gerðu meira ógagn en gagn, og svo mætti Emma frænka þeim í dyrun- um, til að áminna Nonna um að þvo á sér fæturna, áður en hann færi í rúmið — hana langaði ekki að láta ata öll sængurfötin út. ,,Ég er voða svangur, Emma frænka". „Þú færð ekki bita!“ sagði hún og ygldi sig 1 skímunni frá lampanum. „Kannske manstu betur, ef þú ert svangur, að gera það, sem þér er sagt að gera.“ „Bara svolítinn brauðbita!“, sagði Nonni. „Ég þarf ekkert smér“. „Þú heyrðir, hvað hún frænka þín sagði, kall minn. Þvoðu þér nú og komdu þér svo í bælið!“ „Já, og þvoðu þér almennilega!" bætti Emma frænka við. H ann þvoði sér því fæturna og fór í rúmið, og þegar hann lá þarna, minntist hann þess, sem hann hafði séð í lyngmóanum, en jafnframt mundi hann, að hann hafði ekki nefnt það einu orði, enda aldrei komizt að fyrir þusinu í Emmu og Ebba. Og nú einsetti hahn sér að segja þeim alls ekki frá þvi, því að það mundi hafa í för með sér, að þau tækju það frá honum, eins og allt annað, sem hann eignaðist. Og ef þau ekki tækju það, mundu þau bara skemma það, Og hvor- ugan veginn hefði hann neina ánægju af því. Eini hluturinn, sem hann réð yfir og kalla mátti eign, var gamli sjálfskeið- ungurinn hans, oddbrotinn á litla blað- inu. Hann óskaði sér einskis fremur í heiminum en að eignast nýjan hníf, í staðinn fyrir þann gamla, en hann var skynsamari en syo, að 'hann færi að nefna slíkt á nafn. Einu sinni hafði hann gert það, og þá höfðu þau hjónin ekki linnt látum, dögum saman, að halda yfir honum ræður um það, hvað hann væri varrþafcklátur og ágjarn — hann, sem hafði verið tekinn upp af götunni, en samt væri hann ekki ánægð ur og vildi nú láta þau eyða peningum í vasahníf. Nonni braut talsvert heilann um þenn an talsmáta þeirra, að hann hefði verið tekinn upp af götunni, þar sem hann hafði aldrei verið í neinni götu. Þegar hann nú lá í rúminu sínu og horfði út um gluggann á stjörnurnar, tók hann að brjóta heilann um, hvað þetta hefði eiginlega verið, sem hann sá í lyngmóanum. Hann mundi það ekki greinilega, vegna þess, að hann hafði ekki séð það almennilega, og hafði eng- an tíma haft til að athuga það nánar. En eitthvað var það einkennilegt og því lengur sem hann hugsaði um það, því meira langaði hann til að fara og skoða það betur. Hann skyldi athuga það vandlega á morgun. Undireins og hann gæti á morguiu En þá áttaði hann sig á þvi, að á morgun yrði alls ekkert tækifæri, því að Emma frænka mundi Skipa honum í garðinn, undireins og hann kæmi á fætur, og ekki hafa af honum augun meðan hann væri þar. Hann hélt áfram að velta þessu vandamáli fyrir sér, og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að ef hann vildi geta athugað þetta nánar, yrði hann að fara í nótt. H ann heyrði á hrotunum, að hjón- in voru sofandi, svo að hann skauzt fram úr rúminu, fór í skyrtu Og vinnu- buxur og læddist niður stigann, en gætti þess vandlega að stíga ekki á þær gólffjalirnar sem brakaði í. Niðri í eldhúsi steig hann upp á stól og seild- ist eftir eldspýtum, sem voru geymdar hátt uppi yfir eldavélinni. Hann tók fyrst handfylli, en skilaði þeim svo aftur að fáumi undanteknum, af því hann hann var hræddur um, að Emma frænka mundi verða þess vör, ef hann tæki of margar. Úti fyrir var grasið vott og kalt af náttfallinu, og hann bretti upp skálm- unum á vinnubuxunum, til þess að gera þær ekki gegndrepa, og lagði síðan af stað út í hagann. Þegar farið var gegnum skóginn, voru nokkrir draugalegir staðir á leiðinni, en hann var nú samt ekkert verulega hræddur, enda þótt ekki væri laust við, að ofurlítið færi um hann. Loks kom hann í lyngmóablettinn og nú var vandinn mestur, hvernig hann gæti komizt yfir hann, án þess að rífa fötin sín og stinga bera fæturna á þyrn- um. Hann fór nú að hugsa um, hvort þessi hlutur sem hann hafði séð, væri þar enn, og snögglega vissi hann alveg upp á hár, að svo var, því að hann fann eimhverja vinsemd streyma frá honum, rétt eins og hann vildi segja drengnum, að hérna væri hann enn, og hann þyrfti ekkert að vera hræddur. Hann kunni ekki meir en svo við þetta, þar eð hann var alls óvanur allri vinsemd. Eini vinurinn hans var hann Bensi, sem var á aldur við hann, en hann hitti Bensa aldrei nema í skólan- um og • ekki einu sinni alltaf, þvi að Bensi var oft veikur og varð þá að vera heima dögum saman, og svo átti Bensi heima í hina áttina frá skólanum, svo að hann hitti hann aldrei allt sumar- leyfið. En nú voru augun í honum farin að venjast dimmunni og hann þóttist sjá móta fyrir hlutnum, þar sem hann lá í lynginu. Hann fór að reyna að skilja, hvernig þessi hlutur gæti verið með vin- gjarnlegar hugsanir, því að hann þóttist viss um, að þetta væri bara hlutur, en alls ekki nein lifandi vera. Hann hefði áreiðanlega orðið dauðhræddur, ef hann hefði haldið hann vera lifandi. En hluturinn hugisaði enn vingjarn- lega til hans. Hann rétti fram hendurnar og reyndi að sveigja lyngið frá, svo að hann gæti troðið sér nær og séð hvað þetta var. Ef hann kæmist nógu nærri, gæti hann kveikt á eldspýtu og séð, hvað þetta væri. „Stanz!“ sagði vingjarnlegi hluturinn, og samstundis stanzaði hann, enda þótt hann væri alls ekki viss um að hafa heyrt orðið. S koðaðu okkur ekki vona vand- lega“ var enn sagt og Nonni var ofur- lítið utan við sig, því að hann hafði ekki verið að horfa á neitt — að minnsta kosti ekki gaumgæfi'lega. „Gott og vel“, sagði hann, „ég skal ekki glápa of mikið á ykkur“. Og svo fór hann að brjóta heilann um, hvort þetta væri einhverskonar feluleikur, eins og þeir léku stundum í skólanum. „Þegar við erum orðnir góðir vinir“, sagði hluturinn við Nonna, „þá getum við horft hvor á annan, og þá gerir það ekkert til, því að þá vitum við, hvernig við lítum út að innan, og hugsum þá ekkert um, hvernig við lítum út að utan“. Frmh. á bls. 4 Kjartan Ólafsson: Kvöl d I jóð 1 sumarkvöldsins söngvadýrð er sælt að unna þér. Mín fósturjörð, mitt fagra land, þér fléttar sólin geislaband og ástaraugum sér þín yndisgrund með gróinn sand er gull í hendi mér. Ég kem til þín mitt kæra land í kvöldsins hlýja lund. Við lóukvak, við lækjarnið, er ljúft að eiga stundarfrið og ganga á guðs síns fund, til hans ég minnar bænar bið, sem barn á óskastund. 21. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.