Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1962, Blaðsíða 2
l/[ orguninn eftir að Kennedy
17 ® hafði hlotið útnefningu
sem forsetaefni Demókrataflokks-
ins, hringdi hann í Adlai Stevenson
og kvaðst vilja eiga tal við hann.
„Ég ætlaði mér að koma“, svaraði
Stevenson. „Ég er á fundi til að
þakka þeim, sem studdu mig. Ég
skal koma eftir hádegið".
„Nei“, sagði Kennedy ákveðinn.
„Ég vil fá að tala við þig strax. Ég
hef fréttir að færa“.
Stevenson kom til hótelíbúðar
Kennedys til hádegisverðar, og þá
var honum sagt, að forsetaefnið
hefði kosið Lyndon B. Johnson fyr-
ir varaforsetaefni.
Stevenson vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið. Kennedy og Johnson höfðu
átt í miklum deilum. Þeir höfðu ekki
sparað stór orð hvor um annan í einka-
samræðum, meðan þeir börðust um út-
nefningu. „Hversvegna?" spurði Steven-
son. „Eftir öll orð ykkar hvor um ann-
an?“
Það kom stálglampi í augu Kennedys
og hann svaraði: „Vegna þess, að ég
ætla að vinna, og Lyndon getur unnið
stuðning Suðurríkjanna".
„Vegna þess, að ég ætla að vinna ..."
Þetta var hlutverk Johnsons í kosninga-
baráttunni, og hið sama hlutverk hefur
hann sem varaforseti. Fyrst var að
vinna kosningabaráttuna, og nú að
vinna stuðning þingsins við frumvörp
stjórnarinnar.
Lyndon Johnson er einskonar eft-
irlitsmaður forsetans í þinginu. Hann
var fyrst og fremst mikill skipuleggj-
andi, þegar hann var öldungadeildar-
þingmaður, og það er hann enn. Hann
er veigamesti hlekkurinn milli forset-
ans og þingsins. Hann er önnum kaf-
inn, eins og sjá má á því, að meðan
hann var aðeins venjulegur þingmaðui-
hafði hann 5 herbergi undir skrifstofur.
Þegar hann varð leiðtogi meirihluta
öldungadeildarinnar bætti hann við sig
tveim herbergjum, og þegar hann varð
varaforseti bætti hann við sig þrem
herbergjum.
Johnson er valdamikill maður, og
sumir óttast að hann sé of valdamikill,
og líta svo á, að bann sé að reyna að
vera einskonar aukaforseti. En þessir
menn vanmeta bæði Kennedy og John-
son. Kennedy ætlar sér nefnilega að
vera „sterkur“ forseti, og Johnson þekk-
ir vel valdsvið þingsins og takmarkanir
þess.
Tvö mikilvæg embætti, sem Johnson
hefur á hendi eru formannsstöður bæði
í geimferðanefndinni og í nefndinni,
sem lítur eftir að ekki sé beitt kyn-
þáttamisrétti í ráðningu í störf, sem
heyra undir ríkisstjórnina.
Johnson notar þessar formannsstöður
stöðugt til að halda uppi hagkvæmum
áróðri fyrir stjórnina, og einkum og sér
í lagi fyrir Lyndon B. Johnson.
Johnson er vitur og fyndinn maður,
sem ekkert virðist óttast. Orsökin er hið
nærri takmarkalausa sjálfsálit hans.
Johnson þekkir ekki orðin „ég get
ekki“. Honum finnst ósigur aðeins vera
fyrirbrigði, sem kenirir honum hvernig
á að vinna næst.
Hins vegar leitar Johnson alltaf
ráða hjá þeim, sem bezt vita í hverju
máli, og hann hefur heilan hóp sér-
fræðinga sér til hjálpar. Þeim á hann
að mörgu leyti að þakka velgengni sína
í öldungadeildinni. Hann veit alltaf, um
hvað hann er að tala, enda þótt hann
hafi ekki myndað sér álit einn og ó-
studdur.
Oft er rætt um, hvort Johnson sé
frjálslyndur eða íhaldssamur. Hann læt-
ur þó ekki draga sig í dilka til lang-
frama. Eitt sinn sagði hann: „Ég er í-
haldssamur, frjálslyndur, Texasbúi,
skattgreiðandi, verzlunarmaður, neyt-
andi, foreldri og kjósandi. Ég er ekki
eins ungur og ég var áður, né eins
gamall og ég á eftir að verða“.
Stefna Johnsons er einmitt sú, að
beita þeim ráðum, sem bezt duga til
lausnar vandamálum hverju sinni.
Hann ritaði eitt sinn í „Texas Quarter-
ly“:
„í fyrsta lagi trúi ég, að í okkar þjóð-
skipulagi hafi hver einasti Bandaríkja-
maður sitt til málanna að leggja, og
eigi heimtingu á að hlustað sé á hann.
í öðru lagi álít ég, að þjóðin eigi til
lausn á hverjum þjóðarvanda. Samfara
þessu tel ég, að ekki þurfi að vera tvær
hliðar á hverju máli.
í þriðja lagi tel ég, að æðsta markmið
stjórnarstefnunnar eigi að vera að láta
auðæfi okkar, bæði mennina og nátt-
úruna, nýtast til fulls. Aðeins eitt er
þessu æðra: Að vernda óumdeilanleg
mannréttindi okkar.
í fjórða lagi álit ég sóun á auðlind-
um, mannsiifum og tækifærum vera
versta óvin þjóðar okkar, og eitt þýð-
ingarmesta verkefni stjórnarinnar vera
að koma í veg fyrir hana“.
J[ ohnson kom til Washington 1932
sem ritari þingmannsins Richards Kle-
berg, og Roosevelt forseti tók hann upp
á arma sína. Johnson varð stjórnandi
Texasdeildar National Youth Admini-
stration 1935 og þingmaður í fulltrúa-
deildinni 1937.
Johnson harmaði Roosevelt mjög. —
Hann ritaði í New York Times: „Hann
var mér eins og faðir og talaði alltaf
þannig við mig. Hann er sá eini maður,
sem ég hef þekkt, sem aldrei hræddist.
Hvað, sem um var rætt við hann á
stjórnmálasviðinu, var aðeins eitt sem
réði afstöðu hans. Margir nefndu það
lýðskrum, en ég veit að aðeins eitt
vakti fyrir honum: Að gæta hags al-
mennings“.
Eftir dauða Roosevelts fann Johnson
sér annan „föður“: Sam Rayburn, for-
mælanda demókrata í fulltrúadeildinni.
Rayburn kom Johnson til að flytjast í
öldungadeildina. Hann reyndi fyrst
1941 og varð annar af 29 frambjóðend-
um. Kosningu hlaut hann 1948 með 87
atkvæða meirihluta. í næsta sinn varð
meirihluti hans 335.000 atkvæði.
í deilum er Johnson ákaflega rólegur,
og Texasdrafandinn í mæli hans verður
enn meira áberandi. Við undirmenn
sína er hann vinnuharður, og ekki síð-
ur við sjálfan sig. Eitt sinn var einn af
aðstoðarmönnum Johnsons spurður,
hvernig hann færi með vinnufólk sitt
á búgarðinum. „Hann þrælkar þeim
ekki meira út en okkur“, var svarið.
Johnson er mikill skartmaður. öll
föt hans eru saumuð eftir máli og silki-
skyrtur hans bera fangamark hans. —
Johnson telur sig einn af fremstu
mönnum heimsins í listinni að hnýta
hálsbindi, og eitt sinn kallaði hann alla
samstarfsmenn slna fyrir sig, stillti
þeim upp og sýndi þeim, hvernig þeir
ættu að hnýta bindin sín.
Hann hugsar líka mikið um að kona
hans og dætur séu vel klæddar. Hann
stanzar oft og kaupir handa þeim hluti,
sem hann sér í búðargluggum.
Kosningaaðferðir Johnsons gefa góða
mynd af honum. Þar blandast saman
nákvæmni, hressileg alþýðlegheit, slung-
in stjórn og meðfæddir leikarahæfi-
leikar.
Hlutverk Johnsons í kosningabarátt-
unni 1960 var að halda Suðurríkjunum,
og það gerði hann, án þess að beita
yfirdrepsskap. Hann gat staðið upp og
sagt: „Ég segi yður, að við munum
vernda rétt hvers einasta Bandaríkja-
manns án tillits til kynþáttar hans, trú-
ar eða heimahéraðs".
í hverju héraði gat hann rabbað við
heimamenn á þeirra eigin mállýzku. En
að baki vingjarnleikans var ýtrasta ná-
kvæmni í öllum smáatriðum. Ræðu-
stóllinn varð að vera nákvæmlega 52
þumlunga hár, þegar hann talaði.
Hljómsveitin varð að þruma fyrsta tón-
inn í „The Yellow Rose of Texas“ á
sömu sekúndu og hann lauk máli sínu.
Lestin varð að byrja að hreyfast meðan
hann kvaddi.
Johnson er fæddur stjórnmálamað-
ur. Faðir hans var á fylkisþingi Texas,
þegar Lyndon fæddist 27. ágúst 1908.
Sagt er, að faðir hans hafi þotið út úr
húsinu, þegar drengurinn var fæddur
og hrópað: „Rétt í þessu var banda-
rískur öldungadeildarþingmaður að
fæðast“.
Hvort sem þetta er satt eða ekki hef-
ur Lyndon Johnson áldrei dottið í hug
að verða annað en stjórnmálamaður.
Hann vann fyrir sér samhliða námi og
stundaði um 50 störf í allt. En ekkert
þeirra vildi hann gera að framtíðar-
starfi sínu. Það sem hann veit um ann-
að en stjórnmál, hefur hann kynnt sér
til þess eins að geta hafið samræður, er
síðar mætti beina að stjórnmálum.
(„Hver er Lana Turner?“ sagði hann
eitt sinn).
Johnson er auðugur maður. Hann á
hlútabréf í olíufélögum, hinn stóra
LBJ-búgarð, og kona hans, Claudia
Alta (í daglegu tali nefnd „Lady
Bird“), er stjórnarformaður í The LBJ
Company, sem rekur sjónvarps- og út-
varpsstöðvar.
Johnson hefur einu sinni sagt orð,
sem honum koma illa nú. Árið 1955
fékk hann hjartaáfall, sem hann lýsti
með stórum orðum og 1958 sagði hann:
„Ég býst ekki við að nokkur Suður-
ríkjamaður verði forsetaefni á- mínum
dögum. Ef svo fer verður hann ekti
kosinn“.
að var áður en hann ákvað að
reyna að verða forseti 1958. f dag segir
hann að hjartaritið sýni, að hjarta hans
sé í ágætu lagi. Hann gætir þess nú
einnig að vara við fordómum gegn
landshlutum, ekki síður en gegn litar-
hætti eða trúarbrögðum.
í varaforsetaembætti sínu stefnir
Johnson alltaf hærra. Hann er alltaf að
mæla gegn því, að hann sé fyrst og
Framh. á bls. 7
Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýslngar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: ASalstræti 6. Simi 22480.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27. tölublað 1962