Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 11
Frú Guðrún Þórðardóttir og Guðmundur L. G. Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari, í liópi íerðafélaga í Genf. Síðastliðið sumar_ á- kváðum við hjónin að skreppa í kynnisferð til meg- inlands Evrópu. Þetta var lang- þráður draumur, sem loks skyldi -rætast. Eftir að hafa leitað upplýsinga um ferðalög hjá ýmsum aðilum varð fyrir valinu hópferð Ferðafélagsins Útsýnar til Mið-Evrópu. Hún virtist okkur langgirnilegust af þeim ferðum, sem í boði voru, enda rættist það, og varð ferð- in okkur til óblandinnar ánægju og fróðleiks. Ferðin hófst hinn 10. ágúst og stóð í tæpar þrjár vikur. Þátttakendur voru 30, og flugu fyrst til Kaupmannahafnar með vél Flugfélags íslands. Þar dvaldist hópurinn nokkra daga í góðu yfirlæti, en síðan brugðum við okkur upp í há- loftin á nýjan leik og fhigum með Caravelle-þotu til DiisSel- dorf í Þýzkalandi. Þetta var fljót og þægileg ferð, og neytt- um við dýrindismáltíðar á leið- inni. Við gistum tvær nætur í Köln, skoðuðum borgina og gerðum þar góða verzlun. Leiðin frá Köln suður Rín- ardal um Heidelberg, Svarta- skóg og Sviss er einhver hin fegursta, sem hugsazt getur. Þess nutum við vel, því að nú var farið landveg í hæfi- legum áföngum og veðurguð- irnir voru okkur einkar hlið- hollir, glaðasólskin dag hvern og þægilegur hiti. Við stönzuð- Nokkur Ameríkuríki hafa ákveðið að efna til sameig- inlegrar frímerkjaútgáfu 17. ágúst n.k., sem verður nokk- urskonar hliðstæða við Evrópu-útgáfuna. Lönd þau, er þegar hafa tilkynnt um þátttöku eru: Bandaríkin, Salvador, Costa Rica, Pan- ama, Canal Zone, Nic- aragua og Honduras. Gert er ráð fyrir, að mörg muni enn bætast í hópinn. Hvaða mótív verður notað, hefur enn ekki verið tilkynnt utan þess, að ákveðið er að það verði það saana fyrir öll löndin. Á síðastliðnu ári var minnzt 100 ára afmælis Akur reyrar sem kaupstaðar og var þess þá vænzt að gefið um í Bonn og skoðuðum m.a. fæðingarstað tónsnillingsins Beethovens. í Koblenz snædd- um við Ijúffengan hádegisverð og sigldum síðan á Ríri með stærstu Rínarferjunni „Deutschland“ fram hjá Lorel- Ferðin mín ey-klettinum og gistum í hinu yndislega, glaðværa þorpi Rúd- esheim. Við höfðum gaman af að sjá, hve innilega fólk kunni að skemmta sér á sumum skemmtistöðunum í Drossel- gasse. Næsta dag ókum við til Heidélberg og gistum í hiriu glæsilega Hótel Stiftsmúhle, sem stendur á fögrum stað niðri við ána Neckar. Einn feg- ursti spotti leiðarinnar var Tal- erstrasse, frá Baden Baden upp til Freudenstadt og nágrenni Triberg. Schaffhausen-fossarn- ir í Rín voru skoðaðir, og síð- an haídið inn í Sviss til Zúrich. Næsti viðkomustaður var Luz- ern, og fannst okkur náttúru- fegurðin við Vierwaldstatter- vatnið óviðjafnleg, einkum leið in frá Kússnacht meðfram vatn inu til Brunnen. — Fjalla- dýrðin í Berner Oberland verð- ur okkur e.t.v. ógleymanlegust, yrði út frímerki til að minn- ast þessa merkisafmælis. Svo varð þó ekki, en mun nú vera að komast skriður á málið og er þess vænzt að merkið komi út i sumar. Nánar verður væntanlega unnt að skýra frá þessu inn- an skamms. Póststjórnin mun nú hafa ákveðið að birta innan skamms upplög þeirra frí- merkja, sem út voru gefin á síðastliðnu ári. Eins og menn ef til vill muna, var á þetta má'l minnzt hér í þættinum nýlega og jafn-. framt hvað það skaðaði ís- lenzka frímerkjaútgáfu að gefa ekki upp upplögin. Væntanlega verður nú aftur horfið að þvi að tilkynna um upplögin jafnóðum og merkin koma út. Dagana 5.—13. október verður haldin stór frímerkja sýning í Gautaborg í tilefni 45 ára afmælis Göteborgs og hennar nutum við í ríkum mæli þá 3 daga, sem við dvöld- umst í Interlaken. Þar er ágæt- ur útibaðstaður, sem við not- uðum óspart, enda var hitinn um 30 stig og húðin fljót að taka lit þarna í fjallasólinni. Interlaken er yndislegur bær, sem býður upp á flest það, sem ferðamenn þrá, enda eru gisti- húsin ávallt yfirfull. Genf er einnig mjög falleg borg, borg hinna mörgu ráð- stefna. Þar gistum við tvær nætur og skoðuðum m.a. höll Þjóðabandalagsins, sem nú er aðsetur Sameinuðu þjóðanna. Eftir klukkustundarflug frá Genf vorum við komin til Parísar. Við skoðuðum hinar fögru og merku stórbyggingar borgarinnar, s.s. Notre Dame, Sacré Cæur, Sigurbogann, Óperuna, Louvre og margt fleira, einnig hina glæsilegu höll og garða í Versölum. Eng- um þurfti að leiðast á kvöld- in, því að nóg er í boði af hvers konar skemmtunum, og voru margir helztu skemmtistaðirn- ir heimsóttir. Frá París var haldið heimleiðis með viðkomu í London, og þannig lauk þess- ari viðburðaríku og skemmti- legu ferð. Af hálfu Útsýnar hafði greinilega ekkert verið til sparað að gera ferðina sem ánægjulegasta og hugsað fyrir hverjum hlut af þeirri forsjá og hugkvæmni, sem aðeins reyndum ferðamönnum er lag- in. —• Filatelistförening. Sýningin hefur hlotið nafnið Nord ö3. og verða þar sýnd söfn í um 350 sýningarrömmum. Sýn- ing þeasi mun verða sú stærsta sem hingað til hef- ur verið haldin í Vestur- Svíþjóð. Edgar Mohrmann & Co. héldu 113. uppboð sitt á frí- merkjum dagana 5.—8. marz s.l. Samtals munu hafa ver- ið seld frimerki þar fyrir ca. 1 milljón þýzkra marka. Það sem íslenzkir frímerkja- safnarar hafa án efa mest- an áhuga fyrir, er að vita verð það sem fékkst fyrir eitt sett af Hópflugi ítala á bréfi, en það var slegið á 1150,00 mörk eða um 12500,00 krónur. Eitt ónotað eintak af 1 penny Mauiritus 1847 var selt á uppboði i London 21. roarz s.l. fyrir 8.500 pund eða um 1 milljón krónur. m JLJ Jóhann Hannesson: ST. X . |||| ÞANKARÚNIR Homo, sanus s/Ve insanus? t^-ómverjar hafa axfleitt oss að orðtæki, sem orðið er að kjörorði íþróttamanna; Heilbrigð sál í hraustum líkama, mens sana in corpore sano. Frá fornöldinni er einnig hin háleita hugsjón læknislistarinnar: Salus aegroti suprema lex — heilsa sjúklingsins er æðsta lögmál. Nihil nocere, að valda engum skaða, er sígild regla, sem telst vera arfur frá Hippókratesi, og hefir gildi langt út fyrir svið læknislistarinnar, ætti m.a. að vera kjörorð einnig í uppeldisvísindum og velferðarmálum. Vér höfum á grundvelli hins gamla menningararfs sett mark- ið miklu hærra en fornaldarmenn. Vér tölum um lýðræði hjá Grikkjum, en gleymum oft að það náði aldrei til meira en eins áttunda hluta' fullvaxinna manna. Hins vegar stefnum vér að því að öllum líði vel í velferðarríkjum vorum — og árang- urinn er, þrátt fyrir annmarka, mikið fagnaðarefni. ^itrir menn draga þó í efa að vér stefnum að endanlegu velferðarmarki og benaa á eftirfarandi sjúkdómseinkenni með velf erðarþ j óðum: Lönd Sjálfsmorð Morð Alls Tala drykkjusjúkl. Danmörk' 35,09 0,67 35,76 1,950 Sviss 33,75 1,42 35,14 2,385 Finnland 23,35 6,45 29,80 1,430 Svíþjóð 19,74 1,01 20,75 2,580 Bandaríkin 15,52 8,50 24,02 3,952 Frakkland 14,83 1,53 16,36 2,850 England & Wales 13,43 0,63 14,06 1,100 Astralía 13,03 1,57 14,60 1,340 Kanada 11,40 1,67 13,07 Skotland 8,06 0,52 8,58 Noregur 7,84 0,38 8,22 1,560 Spánn 7,71 2,88 10,59 ítalía 7,67 7,38 15,05 500 Irland (lýðv.) 3,70 0,54 4,24 Hér er miðað við tölur á eitt hundrað þúsund fullorðinna íbúa. Heimild er Eric Fromm: The Sane Society, en tölunum hefir verið þjappað saman og hans heimildir eru World Health Organization og eiga við áratug á undan þeim, sem vér lifum á nú. Úrskurður hans er sá að velferðarmaðurinn sé ekki heil- brigður, og þurfi að leita sér lækninga. Þ að má með sanni segja að ofangreind röksemd sé „köld“, en hún mun nálgast það að vera rétt. Hún gefur því mikið til- efni til umhugsunar þeim, sem yfirleitt hugsa um heillir sinn- ar þjóðar. Því stefnan hjá oss er í stuttu máli að líkjast öðrum. Hinar raunverulegu tölur hjá oss eru að miklu leyti trúnað- armál lækna, presta, hjúkrunarkvenna og aðstandenda — og e.t.v. er bezt að þær fari ekki lengra hvað „hitamæli óham- ingjunnar“ snertir, en hann er fyrsta talnaröðin fremur hin- um. Ekki ber að stefna burt frá þeim velferðarvegi, sem vér höfum gengið inn á, heldur keppa eftir því að verða sannari velferðarmenn en vér erum nú, bera ávexti samboðna iðr- uninni. E.t.v. koma þessar línur fyrir augu einhvers, sem er óhamingjusamur mitt í velferð sinni. Lækningaráð: Gakk inn í þau góðu verk, sem ógerð eru og bíða, verk sem komið er í eindaga með að vinna, fyrir vora þjóð eða aðrar. Vera má að þar sé að finna „lykil að undursamlegum vísindum“. Kaupandinn var japanskur vefnaðarvörukaupmaður K. Hiroyuki. Þegar umrætt frí- merki var selt 1957 var það slcgið á 4.500 pund. Það er nú talið að um 150 póstetjórnir muni gefa út frímerki i sambandi við herferðina gegn hungurs- neyð. Verður þetta því um- fangsmasta frímerkjaútgáfa til þesisa FK 17. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.