Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1963, Blaðsíða 16
er nú 1 fullum undirhúnlngi ÞAÐ er margvíslegri áhættu og erfiðleikum bundið að lenda á tunglinu, og því verð- ur að reyna og prófa vandlega allar aðferðir og áhöld þar að lútandi. Þetta er gert í LANG- LEY, rannsóknarstöð NASA í Bandaríkjunum, þar sem margar óvenjulegar fýrirætl- anir þeirrar stofnunar eru undirbúnar og framkvæmd- ar. IHampton í Virginíu er verið að koma á fot stöð við rannsóknarstofnun NASA, Langley, Þegar hún er tilbúin, síðla þessa árs, getur hún orðið tæki til þess að leysa ýmis vandamál, sem verkfræðingar og vísindamenn eiga við að etja við tilraunir sínar til að láta stjarn- fara lenda á tunglinu, einhvern- tíma á þessum áratug. Eitt atriðið í þessari nýju stöð verður tveggja manna rannsókna- geimfar, sem hengt er upp í tuttugu hæða stálgrind, 400 feta langa. Flug- mennirnir í geimskipinu munu nota eldflaugar við margvSslegar tilraun- ir til að nálgast og lenda á yfirborði tunglsins. Sérstök lyfta á að bera fimm sjöttu hluta af þunga geim- farsins, til þess að eftirlíkja aðdrátt- arafl tunglsins, en aðeins einn sjötti hluti kemur í stað aðdráttarafls jarð- ar. Langley-rannsóknarstöðin er aðal- tilraunastöð NASA og fæst við marg- ar svona óvenjulegar tilraunir, sem nauðsynlegar eru sem undirbúningur að flugi manna út um geiminn, svo og mannlausra geimfara. S íðan stöð þessi var reist, árið 1917, hefur hún átt merku hlutverki að gegna um framfarir í flugi og geim rannsóknum. Margir helztu vísinda- menn stjórnarinnar hafa fengið fyrstu kennslu sína þar. Stöðin er kennd við dr. Samuel Pierpont Langley (1834-1906), amerískan vísindamann, sem var sérfræðingur í sólargeislun og brautryðjandi í fræðimennsku á sviði vélflugs. Stöðin byrjaði smátt — með einum blástursgöngum og fáeinum starfs- mönnum, en er nú orðin einihver frómsta vísindastofnun Bandarikj- anna, með næstum 4000 starfsmönnum og 250 milljón dala virði í áhöldum. Visindamenn hennar, verkfræðingar og hjálparlið þeirra leggja nú vax- andi mikilvægan skerf til tunglrann- sókna Bandaríkjanna, og annarra vís- indarannsókna á geimnum, svo og framfara í flugmálum. Upphafsmennirnir að hugmyndinni um Mercury-geimfarið, visindamenn- irnir í Langley, hafa á síðustu þrem- ur árum eflt mjög tæknilegt hugvit á sviði geimferða, vandamála þeirra Fingur verkfræðingsins bendir á eldri gerð af tveggja manna tungl-lendingar- tæki, sem verið er að útbúa, til þess að menn geti lent á tunglinu. Líkön í fullri stærð eru í smiðum og til reynslu x geimlendingastöð Langleys I Langley-stöðinni er rannsóknarstöð fyrir hávaða, þar sem eldflaugar, geimfara- líkön og flugvélar eru látnar verða fyrir háum hljóðum og hita, allt að 1500°F. Klefinn á myndinni er fóðraður klossum til að draga sem mest úr hávaðanum, meðan á tilraununum stendur. og framtíðarvona. Þeir hafa fundið upp mikirnn hluta þeirrar fræðigrein- ar, sem lýtur að nothæfum geim- stöðvu'm, Scout-geimfarið, sem geng- ur fyrir föstu eldsneyti, og notað er við rannsóknir — og auk þess fjöld- ann allan af stöðvum á jörðu niðri, til tungh’annsókna. eir leggja fram undirstöðuþekk- inguna, sem verkfræðingar ruota til að byggja hið raunverulega lending- artæki — „veggjalúsina" — sem nota skal við fyrstu lendingar Bandaríkja manna á tunglinu. „Veggjalúsin" eða réttara sagt tunglrannsókna-farið, verður flutt, ásamt þriggja manna Apollo-geimfari, og komið á braut um tunglið. Síðan á það að flytja tvo geimfara frá Apollo-farinu og nið- ur á yfirborð tunglsins, framkvæma lendingu og rannsókn, og flytja síð- an mennina i Apollofarið á braut þess um tunglið. Þegar tilraunatæki af þessari gerð er tilbúið, verður því komið fyrir í lendingarstöðinni í Langley, til at- hugunar og tilrauna. Tvær aðal-eld- flaugar munu draga úr ferð þess á niðurleiðinni, en kerfi af smærri eld- flaugum verður notað til að stýra ferðinni, en jafnvægistæki til að taka af veltur og halla. Geimstöðvar, sem NASA telur nýti- legustu og ódýrustu aðferð til að koma í kring mönnuðum geimferðum, hafa verið athugaðar árum saman af vís- indamönnum í Langley. Geimstöðvar þessar eru þannig Ihugsaðar, að þriggja manna Apollo- far sé sent á braut um jörðu að nokkru leyti, og siðan skotið í átt- ina til tunglsins. Þá kemst það á brjut um tunglið, en „veggjalúsinni“ er * síðan flogið niður að yfirborði tungls og lent þar. En mótið á sér stað, þegar veggjalúsin kemur aft- ur til Appollofarsins. K^annsóknarstöðin fæst einnig við að útbúa tæki til að tengja sarnan geimförin, þegar þau mætast aftur. Þessar rannsóknir snúast mest um það að geta tengt þau saman, meðan þau eru á braut. Þessi útbúnaður er hýst- ur í risastóru flugvélarskýli, og þar er geimskip, sem hangir í hjólaút- búnaði, festum í rennibraut uppi yf- ir því. Við hinn endann á rennibraut- inni er fest annað geimfar. Flugmað- ur stjórnar svo tækjunum, sem tengja þau sarnan. En þegar geimfararnir eru lentir á tunglinu, hvernig snúast þeir þá við þyngdarleysinu? Vísindamennirnir í Langley eru að reyna að svara þeirri spurningu með einföldu áhaldi, sem þeir hafa komið fyrir á hlið flugskýlisins. Og svo sem til að sanna, að ekki séu allar rann- sóknir geimaldarinnar ofiboðslega dýrar, hafa þeir kostað 10 dölum í tré, kaðal og dúk tij að búa út „tungl- gengil“. (Sjá Science Horizonis, jan. 1963). Heilt kerfi af köðlum heldur uppi þunga mannsins og lætur hann ganga, stökkva og hoppa í „ójarðnesku" um- hverfi. þessar tilraunir gefa vísinda- mönnunum 'hugmynd um getu manns- ins til að hafa vald yfir hreyfingum sínum, þegar hann er íiklæddur geim- föturn og hverskyns varnartækjum. En í hinn endann á fjárhagsáætl- uninni kemur svo tólf milljón dala by.gging til rannsókna á geimgeisl- un, sem verið er að áforma í Langley. Þessi rannsóknarstöð, þar sem meðal annars verður cyclotron, verður not- uð bæði sem menntastofnun til fram- haldsnáms fyrir upprennandi vísinda- menn og rannsóknarstöð til að fram- leiða geimgeislun, til frekari rann- sókna á því fyrirbæri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.