Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 7
f MÖRG ár hafa óbyg'gðaferð- ir verið í tízku og mörg okkar eiga ógleymanlegar minningar frá ýmsum stöðum á hálend- inu. Oftast eru þetta skemmtiferð ir, þar sem við njótum hrein- leika örsefanna og fagurs eða Ihrikaiegs umhverfis, án þess að reyna alvarlega að kynn- ast náttúrunni eða rannsaka einhver ákveðin atriði. Þó eru alltaf einhverjir sean fara á jökla og í óbyggðir til að rann eaka eða msela einhver sér- Btök fyrirbseri. Meðal þeirra eru Ihópar enskra ungmenna á veg- um Brathay Hall. Þessir hóp- ar ganga undir nafninu Brathay Exploration Group og fara í Ikönnunar- og rannsóknarferðir til fjölmargra landa. Til íslands hafa slíkir hópar komið í nokk ur skipti og síðustu tvö árin í samvinnu við íslendinga. í sumar voru hér tveir hópar frá Brathay, og við áttum tal við fararstjóra annars hópsins, Bob Rae, til að forvitnast um Iþessa starfsemi Brathay Hall er £ vatnahéruð um Englands, þar sem haldin eru námskeið fyrir pilta 15— 19 ára, úr skólum og frá iðn- aðar- og verzlunarsamtökum. ESSI námskeið eru þann- ig sniðin, að piltarnir fá tæki- færi til að „finna“ sjálfa sig og uppgötva dulda hæfileika. Piltarnir taka þátt í mörgum ólíkum greinum, meðferð og eiglingu báta, fjallgöngum og útilífi, málfundahópum, list- og leikstarfsemi og fleiru. Nám- Bkeiðin eru erfið og tilgangur þeirra er að reyna til fulls al- hliða hæfileika og getu pilt- anna. Árangur þessara fjögurra vikna námskeiða er fyrst og fremst aukin vellíðan og sjálfs- traust piltanna og margir þeirra halda heim með aukið víðsýni og ný áhugamál, sem þeir iðka síðar í tómstundum. Brathay landkönnunarhóparnir eru ein mitt sprottnir úr þessum jarð- vegi. Þeir sem hafa sótt nám- skeiðin eru taldir æskilegir þátt takendur í könnunarferðunum, sem farnar eru um England eða til annarra landa. Árið 1963 fóru t.d. könnunarhópar til ís- lands, Noregs, Uganda, Júgó- slavíu og Shetlandseyja. Verk- efnin voru margþætt, t.d. mæl- ing skriðjökla, fuglafræði, forn fræði, lífsskilyrði og lifnaðar- hættir fólks í ólíkum löndum. í sumar fóru tveir hópar til ís- lands, annar kannaði fuglalíf á Skeiðarársandi en hinn eystri skriðjökulinn við Hagafell, syðst í Langjökli, og afstöðu hans í dag, miðað við fyrri ár. í þessum hópi voru þrír íslenzk ir piltar. Þessi hópur hlaut verð mæta reynslu og lauk að mestu sínum verkefnum, og vonandi reynist mögulegt að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og að halda áfram þeirri samvinnu sem nú er hafin. íslendingarnir voru Ólafur Dýrmundsson, Gísii Þorsteins- son og Gylfi Knudisen og við forvitnumst um, hvers vegna þeim datt í hug að taka þátt í þessu. —Ja, það var eiginlega til hressingar og til að skoða staði sem við höfum ekki séð áður, og auðvitað lika vegna þess, að ferðin var okkur að kostnaðar- lausu, og svo til að æfast í mál- inu. — En þið voruð í skóla. — Já, við vorum allir saman í 5. bekk menntaskóians. UöFDUÐ þið gagn af ferð inni með tilliti til þess sem þið hafið lært, t.d. í jarðfræði? — Já, við rákumst á ýmis- legt sem við lærðum um í jarð fræði og náttúrufræði og sáum dæmi. — En ferðin sjálf? — Við fórum 10. ágúst ósamt Bob Rae og 8 öðrum Englend- ingum og komum aftur 22. ágúst. — Verkefnin? — Fyrst var hópnum sikipt í þrjá smærri hópa, sem hver hafði sitt ákveðna verkefni. Fyrst var umhverfið athugað og unnið að mælingum á jöklinum og hvað ísinn hefur hopað mik ið síðustu ár. Þá voru merktir steinar settir í beina línu frá norðri til suðurs með 150 metra mUlibili á 4 km kafla á jöklin- um og á að vera hægt að sjá hreyfingu jökulsins eftir þeim og verður það væntanlega mælt næsta sumar. Við urðum að bera grjótið í bakpokum upp á jökulinn. Þá vann einn hópur- inn að því að mæla og kort- leggja Hagavatn og afstöðu þess til jökulsins, mældi jafruvel út gamlar vörður og steina til að sjá hvað jökullinn hefði hopað rnikið. Þá átti að setja merki- stengur í jökulinn og bora fyrir þær með sérstökum boir, en eftir ógurleg átök bognaði borinn og varð ónothæfur, enda er jökull- inn eins og klöpp þarna. — — En gisting, voruð þið í skálanum? — Nei, flestar næturnar vor- um við í tjöldum á grund skammt frá skálanum og tveir hópanna gistu reyndar í 3 næt ur uppi í Jarlhettudal rétt á móti Tröllhettu, 4—5 km. frá Hagavatni, en þaðan var aðeins 20 mínútna gangur á jökulinn — erfiðast var að finna þarna lindarvatn til drykkjar, en loks fannst lind um hálftíma gang frá skálanum. — En eldamennskan og fæðið? ■—F ÆÐIÐ var mest þurrkað- ur dósamatur og bacon og mik- ið brauð. Morgurumatur var hafragrautur og bacon, en há- degismatur enginn, en við höfð um alltaf nesti, hrökkbrauð, skraut-„biskwy“ og súkkulaði og „fjallafæðu“ en á kvöldin var stórmáltíð og var skipzt á um að elda, tveir og tveir í einu. Einu sinni söltuðum við hafra- grautinn og Skotinn í hópnum hafði aldrei smakkað annað eins ágæti. — Og þið hafið gengið mikið? — Já, alltaf gangandi, t.d. fórum við sex niður í Hauka- dal, fyrst var gengið upp með „Farinu“ sem fellur úr Haga- vatni og yfir á brúnni og þaðan suður yfir sanda og Sandfell. 7 tíma ganga með drápsklyfjar, tjöld og allan útbúnað til þriggja daga. Þar fengum við leyfi bóndans i Helludal til að tjalda í túnfætinum og kynna okkur búskaparhætti þar, en einn Bretinn hafði sérstakan á- huga á slíku. — Eru Bretar göngumenn? — Þeir hafa annað göngulaig, þeir hvíldu aldrei á göngu og drukku t.d. ekki kalt vatn með nesti lengi framan af, en tóku það svo upp eftir okkur. — En umgengni í svona feirð- um? — Það var alltaf skilið vel við, t.d. gengum við yfir allt tjaldsvæðið í lokin og Gylfi, sem þá var „ruslamálaráð- herra“ sá um að allt rusi yrði grafið. — Og hvernig fannst ykikur ferðin í heild? — Hún var ágæt, við fengum ljómandi veður, mest af tíman- um, og Englendingarnir reynd ust góðir félagar. — Munduð þið fara aðra slika ef þið ættuð kost á því? — Já, tvímælalaust ef aðstæð ur leyfðu. Annars skruppum við upp eftir nú í haust og þá var margt breytt, t.d. var jökul- afrennsli í sumar, að mesfbu þurrt núna. — Við kveðjum þá ólaf, Gísla og Gylfa að sinni. Næsta sumar eiga eflaust aðrir ungir menn kost á slíkri ferð og hver veit nerna þetta sé upphafið að því að íslenzk ungmenni fái svipaðar aðstæður og ensku pilt arnir í Brathay Hall. Bob Rae og aðstoðarforingi hans. fnikið kenningar hinna æðri trúar- fcragða um hana.“ (Kirkjuritið, 29. árg. bls. 102). F;g hef nú að nokkru rakið hugsun- •rgang Sohjelderups og þær staðreynd- ir og rök, sem koma fram í þessu stór- tnerka riti hans. Framsetning hans er ljós, ógeigul rökvisi helzt í hendur við hleypidómaleysi og vísindalegt víðsýni. Betri og traustari leiðsögumann getur sá trauðlega kosið sér, sem svipast um á mörkum hins óþekkta og leitar skiln- ings á hinu mikla og eilífa undri: sál mannsins. Af þessum ástæðum hygg ég, að fáar bækur eigi betra erindi til ís- lenzkra lesenda en Furður sálarlífsins. Þýðendur hafa leyst prýðilega af hendi vandasamt verk, svo að bókin er læsileg í íslenakum búningi. Nokkur nýyrði koma þar fyrir, og virðast mér þau yfirleitt vel heppnuð, svo sem dulai'sálfræði, eftirsefjun, geðynging, hugmegin. Fáeina hnökra hef ég rekið mig á, en hirðf ekki að fara í sparða- tíning. Nokkurrar ónákvæmni og ósam- ræmis gætir sumá staðar í þýðingu hug- taka, t. d. er „automatisk“ og „spontan“ hvort tveggja þýtt með „ósjálfráður“. En um ,.spontan“ hefur alllengi verið haft orðið „sjálfkvæmur“. Þarflaust er að nota í fræðimáli orðskrípið „svindl“, þar sem við höfum um þetta hugtak gömul og töm islenzk orð, eins og „svik“ og „blekking“. Neðst á bls 234 hefur slæðzt inn málvilla, vafalaust af óaðgætni. Flkki kannast ég við orðasambandið „að gefa sig til kynna um einhvern" (bls. 193). En í heild er þýðingin vönduð og ná- kvæm. Prófarkalestur er góður, en einni prentvillu tók ég eftir, sem móli skiptir, og þyrfti að leiðrétta. Á bls. 100 í annarri línu að neðan stendur: 83%. svaranna urðu rétt fyrir 10 ára aldur- inn, en á að vera: 93% o. s. frv. — Öll útgerð bökarinnar er smekkleg og vönduð. 2. tölublað 1964. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.