Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1964, Blaðsíða 12
Stratford við Avon. Þetta er Shakespea re-leikliúsið, sem verður miðdepill hátíð ahaldanna vegna 400 ára afmælisins. Shakespeare Framhald af bls. 1 úm heimi. Allt í kring um hið unga skáld voru „heimar umræðuefnis" að opnast og hvetja hann til sjálfstæðra uppgötvana og tilrauna. En þeir opn- uðust líka öðrum skáldum, og aðeins Marlowe er hæigt að nefna í sömu and- ránni og Shakespeare. Jaínvei það, sem honum sjálfum kann að hafa fundizt standa sér fyrir þrifum, varð hvati snilligáfu hans. Listasigrar hans voru í Lundúnum, en rætur hans, fjölskylda, eignir og borgaralegur metn- aður var í Warwickshire. Frá bernsku hans í sveitinni stíga upp í skáldskap hans hrífandi myndir úr sveitalífinu. Þeim skýtur snögglega upp — einkenni- legum og lifandi, í umhverfi, sem er fjarlægt öllu sveitalífi — svo sem í ræðu hins útskúfaða Wolseys kardínála um sálarástand mannsins. Vökull skoð- andi, sem brauzt til Lundúna, hefði hæglega. getað gleypt í sig nýjan lær- dóm og stælt hátíðlegan háskólastil. En hann hefði ekkert getað náð i, sem komið gæti í staðinn fyrir bernskudag- ana, sem lifaðir voru í umhverfi, hljóðum, litum og ilmi enskra sveita. F argið, sem Shakespeare þjáðist svo mjög undir — þráin eftir að gerast leikhúsmaður — varð snilligáfu hans að engu minna gagni. Flesta hinna yngri gáfnaljósa skorti festu til að ljúka verk- um sínum í tæka tíð, í leikfélagi, sem vel gat átt tilveru sína undir því, að leikrit væri tilbúið á réttum tíma. Með- an Shakespeare stóð upp á sitt bezta, samdi hann þrjú og fjögur leikrit á ári. Hefði hann kannski skapað svo mikið og náð svona undursamlegri leikni, ef hann hefði — eins og svo margir aðrir — verið viðvaningur, menntaður aðals- maður, sem hékk aftan í öðrum, eftir því sem bezt 'vildi verkast? En ef út í það er farið, voru mörg skáld þessa tímabils fædd í sveitinni, en komu sér til Lundúna, unnu með leikfélögum og áttu aðgang að hinni óviðjafnanlegu tungu þessa tímabils. En samt eru þeir við hliðina á Shakespeare eins og hunda- þúfur við hliðina á eldfjalli. Andspænis þessum risavöxnu afrek- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um geta menn auðvitað bæði rannsak- að, skýrgreint, valið úr, og borið saman. Sumir munu leggja aðaláherzluna á hið óviðjafnanlega hugarflug hans — sem nær út fyrir sérstakar samlíkingar eins og „lífið er ekki annað en skuggi á gangi“ og „fallvölt dýrð apríldagsins" — allt til þess að geta gefið heilum leik ritum sérstakan tón eða ljóma: siifur- gljái tunglsins í ,,Hamlet“, gullna mistrið i „Ofviðrin,u“, glampinn af kyndlum og stjörnum fyrir hina stjörnuhrelldu elsk- endur í „Rómeó og Júlíu", hinn óhugnan legi vaxandi blóðþefur í „Macbeth" — „nú finnúr hann launmorðin loða við hendur sér“. A. ðrir munu leggja mesta áherzlu á þennan ótrúlega hæfileika til að skapa svo samsettar persónur, að við þykj- umst þekkja þær, án þess að nokkurt leikhús komi þar við sögu, og leikdóm- ararnir freistast til að skrifa langar rollur af persónulýsingum — sbr. Ham- let — og kafa enn dýpra í leyndardóma hins dularfulla lífs þeirra. Enn aðrir munu undirstrika dramatíska leikni hans og dáleiðsluvald á áhorfendum — og það ekki í meistaraverkunum einum saman. Æsku- og viðvaningsverk eins og „The Comedy of Errors“ hefur ný- skeð, við ágæta uppfærslu í Lundúnum, sýnt sig að vera fyrsta flokks skopleikur og samtímalýsing. En hvar sem áherzlan er á lögð, eða skýringarinnar leitað, hvað sem rannsókn á umhverfi eða þjóð félagsháttum leiðir í Ijós, og hvernig sem reynt er að skipa höfundinum í flokk eða draga hann í dilk, verður mönnum ekkert ágengt í viðureigninni við snillinginn. Hann þarf ekki að „þola spurningar okkar — hann er frjáls“. En þó værKef til vill ekki úr vegi að koma með eina spurningu — ekki svo mjög um Shakespeare sem um okk- ur sjálfa. Enda þótt frsagð hans hafi far- ið sívaxandi, hefur hún aldrei verið í öðru eins háflæði og nú. Þrátt fyrir sanngjarna gagnrýni dr. Johnsons, fannst hinni regluföstu átjándu öld hann dálítið grófur. Og hann var v@nd- lega „hreinsaður“ fyrir tilverknað pen- píulegra nítjándu aldar manna. Tolstoy gat ekki þolað hann. Shaw taldi — auðvitað — sjálfan sig meiri leikrita- höíund. Og leikrit hans voru ekki leik- in neitt líkt því eins oft og nú gerist á fyrstu tugum þessarar aldar. Hvað hefur gerzt, og hver er ástæðan til þess, að við metum hann svo miklu meir nú á dögum? E f til vill er þarna um að ræða eina tæknilega ástæðu. Svo er fyrir að þakka brautryðjendastarfi manna eins og Granvilles Barkers og vand- legum rannsóknum Shakespeare- fræðinga (einkum megum við þar vera þakklátir Leslie Hotson, snjallasta uppgötvara í þeim hópi), að við þekkjum og - skiljum miklu betur en áður leiktækni Elízarbetartíma- bilsins. Með því að losa nútímaleikhús- ið við „myndaramma“-sviðið, með því að setja upp framsvið og gera tilraun- ir með hringsvið, hefur leiksvið Shake- speares aftur öðlazt hreyfanleik, kraft og nánd. Þessi tækni stendur nær kvik- myndunum en er þó meira lifandi. Hún getur tekið sálfræðina sér til aðstoðar. Hún getur steypt sér á kaf í draum og þjóðsögu. Hún rýr sviðið öllu óþörfu skrauti og leikurinn íklæðist aftur skáld skapnum. Allt þetta ljær meistaraverk- inu frá 1600 nýtízkublæ, eða kannski er réttara að segja, að hún hrífi það út úr stað og stund yfir á mannlegt svið. En það er fleira en breytt tæfxni, sem nefna má til skýringar á auknum vin- sældum Shakespeares. Ef dæma má út frá leikritahöfundum okkar tíma —. Brecht, JJeckett, Ionesco, Dúrrénmatt — þá liggur mikil villimennska, innilokun- arkennd, örvænting og vaxandi meðvit- und um tilgangsleysi til grundvallar hin- um hagraenu flækjum velgengnislífs okkar. Það er hægt að leika sumt af mestu harmleikum Shakespeares í þess- um vonleysisdúr. Othello, ílæktur í þýð- ingarlausum lygavef; Lear verður eins mjög fyrir svikum af vitskertum reiði- köstum sínum eins og af hinum grimmu dætrum; Troilus táldreginn af hóru; Hektor brytjaður niður af stormsveitum Akillesar; Tímon, raunverulegt fórnar- dýr sinna eigin formælinga — allt þetta er hægt að leika í hinum nýja dúr „ab- súrdleikhúsísins". Og raunverulega hefur nýlega verið í Lundúnum mjög velheppnuð sýning á „Lear konungi“, leikin sem einskonar „Endgame" (Becketts) með því að nema á brott alla „aðkenningu af frels- un", og láta Lear vera jafnsekan dætr- um sínum, Kent uppivöðslusaman bjána, Edgar og Kordelíu vesældarlega mátt* leysingja og lokabrennuna tilgangslaust ofbeldisverk. Þetta var geysi-áhrifamik- ið. Það var ekki hægt að segja, að þetta væri ekki Shakespeare. Og heimur, sem átt hefur Belsen og Auschwitz, fer ekki að pína okkur til andmæla. essi kynslóð hefur „étið nægju sína af hryllingi". Biksvört örvænting hinna miv.lu harmleika er okkur ekkert framandi, og jafnvel þótt við förum af slíkum sýningum engu vonbetri, örugg- ari eða huggaðri en við komum inn, könnumst við að minnsta kosti við þær sem rétta mynd. Við vitum, hvernig á- standið er í einræðisríkjunum. Hvað snertir nítjándu aldar menn- ina, þá lágu slik grimmdarþjóðfélög að baki þeim, neðar í brekkunni, sem fram- sæikin þjóðfélög hafa getað klifið, með góðum árangri. Við höfum lifað þetta UPP aftur, og fyrir skuggalega reynslu okkar lifir Shakespeare enn með okk- ur. En okkar tími er alls ekki eingöngu — og ekki einu sinni fyrst og fremst —• „Nornimar þrjár“. Þetta málverk eftir Johann Heinrich Fuseli (1741-1825) var innblásið af „Macbeth" og er nú í Shak espeare-leikliúsinu í Stratford viS Avon 14. tölublað 1964 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.