Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1965, Blaðsíða 9
.kaflega fannst mér það hlá- legur endir á tóbaksauglýsingaskrafi hæstvirtra alþingismanna, hvernig eins og setti að þeim tóbakshósta þegar á hólminn var komið, og hvern ig tóbakstölurnar eins og byrjuðu að standa í þeim blessuðum, og hvernig þeir skutu sér að lokum undan á- byrgð í málinu með því að vísa því hóstandi og hummandi til ríkisstjórn- arinnar, sem ég hélt satt að segja að hefði öðrum hnöppum að hneppa heldur en að melta með sér tóbaks- lög sem öðrum hefur orðið óglatt af. Ég skil ekki rétt vel rök hæstvirtra alþingismanna sem eru á móti því að banna tóbaksauglýsingar, og ég hygg að fleirum sé líkt farið. Ég hjó til dæmis eftir því að einn þingmað- ur sem var á móti banni sagðist samt ekki vilja leyfa brennivínsauglýsing- ar í blöðum og útvarpi. Mér virðist sanngjarnt að draga þá ályktun af afstöðu þingmannsins að hann gruni í fyrsta lagi að fleira fólk muni drekka sig oftar fullt ef brennivíni sé haldið að því í auglýsingum, og í öðru lagi að hann sé heldur á móti slíkri þróun, sem er vitanlega lofs- vert. En er þingmaðurinn þá fremur hlynntur því heldur en hitt að almenningur svæli tóbak? Eða hefur hann að vandlega ígrunduðu máli komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að þó að fimm dálka brennivínsauglýs- ing kunni að draga þann dilk á eftir sér að húsbóndinn fari á grenjandi túr, þá hafi firmm dálka sígarettu- auglýsing ekki sambærileg áhrif á son hans óþroskaðan. Ég held (með leyfi hæstvirts for- seta) að þingmaðurinn sé úti að aka. Ég held að strákur sem fær tóbaks- auglýsingar með morgunmjólkinni muni fremur byrja að stelast í síga- rettur pabba síns heldur en strákur sem fær bara annað glas af mjólk. Tóbaksframleiðendur eru ekki að auglýsa vöru sína einungis til þess að sýna fólki fallegar glansmyndir. Þeg- ar tóbaksframleiðandi rekur síga- rettu upp í túlann á kappaksturs- hetju löðrandi í karlmennsku og skrifar undir fyrir milljón dali: „Tom Swift Tottar Vitanlega Tops!“ þá er tóbakskallinn ekki að reyna að telja fólki trú um að kappakstur sé heilsusamleg íþrótt. Hann er að reyna að kenna fólki að reykja. Ég er efins um að það séu til harðari bissnesmenn í kaupsýsluheiminum heldur en tóbakskaliarnir. Þeir vita hvað þeir syngja þeir fuglar. Mér hefði fundist þingmennirnir okkar svalari kallar ef þeir hefðu bannað þennan söng hér um slóðir. inu sinni sagði útlendingur við mig dálítið íbygginn á svipinn að hann hefði einu sinni verið stadd- ur inni í íslenskum skógi og litið upp í loftið og séð milljón handtök fyrir ofan sig. Um daginn verður mér litið út um gluggann minn aust- ur yfir mólendið þar sem krakkarnir brenna sinu á vorin og tek þá í fyrsta skipti á mörgum vikum eftir trön- unum eða hjöllunum sem klæða mel- hryggina þar austur af eins og brunn ITOM S'JVIFT TOTMR konar erindagjörðum. Það var að hengja upp fisk í gjólunni. Seinna fékk ég mér heilsubótarlabbtúr þarna inneftir, þó að ég skildi nærsýnisgler- augun að vísu eftir heima. Mér finnst þau vilja skríða fram á nefið þegar ég er á rölti, þó að það sé vísast nef- inu á mér að kenna fremur en Op- tik. Þá stundina var skógurinn mann- laus. Það er aldeilis lýgilegt hvað gras verður grænt í fiskhjöllum. Ekkert gras í veröldinni lifir við aðrar eins allsnægtir. Þar drýpur smjör af hverjum fiski og beint ofan í grasið. Það var samanbrotinn gulur stakkur í grasinu yst í skóginum, og það hafði verið lagður steinn ofan á hann miðj an til þess að hann fyki ekki út í buskann. Hann var hráblautur og fiskurinn fyrir ofan hann var það líka. Það sá ég þó að nærsýnisgler- augun lægju ofan í skúffu heima. inn skógur. Ég þóttist sjá til manna- ferða í skóginum, og þegar ég setti upp nærsýnisgleraugun sem ég keypti hjá Optik'um árið, þá sá ég að þar var komið nákvæmlega sama fólkið eins og í fyrra og hitteðfyrra, eða að minnstakosti nákvæmlega samskonar fólk í nákvæmlega sams- konar flíkum og í nákvæmlega sams- um skjólborðum, út á afleggjarann sem liggur upp að hjöllunum. Ég mætti honum í brekkunni. Hann var sléttfulíur af rennblautum fiski og stundi undir farginu. Bílstjórinn húkti fram á stýrið með þjáningar- svip. Allir góðir bílstjórar finna til með bílnum sínum. Við hlið bílstjór- ans sat kona sem ég hefði haldið að væri nálægt fertugu, og við hlið henn ar sat önnur kona sem ég gæti trú- að að væri á svipuðum aldri. Konan sem sat næst bílstjóranum var með mislitan klút á höfðinu og í köflóttri skyrtu, og konan sem sat næst dyr- unum var líka með mislitan klút á höfðinu og líka í köflóttri skyrtu. Þær hefðu getað verið tvíburar þess vegna. K„ En ég dró þá ályktun af þessu allt um það eins og hver annar lögreglu- spæjari að fólk hefði verið að vinna þarna fyrir stundu og haldið þvinæst í bæinn að spyrða meiri fisk og kæmi síðan eflaust uppeftir aftur að hengja hann upp í gjólunni. Rétt sem ég var að leggja af stað heimleiðis, beygði vörubíll með há- Lonurnar þjáðust ekki með bílnum eins og bílstjórinn, heldur lutu yfir eitthvað sem virtist liggja á hnjánum á þeim, þó að nú hefði komið sér betur að vera með nær- sýnisgleraugun góðu. Ég giska á að þær hafi verið að Skoða blöðin. Þeg- ar ég sneri mér við og horfði á eftir vörubilnum, sá ég þær á vangann í beygjunum. Þær litu upp um leið og bíllinn sveigði inn í hjallana, og á samri stundu sem hann nam stað- ar hjá trönunum, þá opnuðu þær dyrnar sín megin og stigu út. Þær voru báðar í buxum og stígvélum og hefðu getað verið tvíburar þess- vegna. Önnur gekk rakleitt út í grasið þar sem stakkurinn lá og tók grjótið ofan af honum og hristi hann úr brotunum og kafaði inn í hann, en hin var allt í einu komin í olíu- pils og einhverskonar blússu sem ég sá ekki hvar hún gróf upp. Síðan stigu þær upp á eitthvað sem var utan á stýrishúsinu og bröltu þaðan upp á bílpallinn, og síðan óðu þær út í fiskinn og byrjuðu að hengja upp fisk í gjólunni. Ég heyrði til þeirra neðan frá veg- inum að þær kölluðu til bílstjórans og báðu hann að hnika bílnum lengra inn í skóginn. Þær stóðu gleitt í fisk- inum og beygðu sig fram og héldu sér í skjólborðin á meðan. Síðan hélt ég heimleiðis, og þegar ég kom heim, var vörubíllinn einmitt að síga niður brekkuna. Ég sótti nærsýnisgleraug- un og fór aftur út á tröppur, og þá var skógurinn mannlaus aftur. Síð- an verður mér oft litið út um glugg- ann minn austur yfir mólendið og verður þá tíðum hugsað til orða út- lendingsins sem ég nefndi í upphafi, sem gekk einu sinni inn í einn af þessum íslensku skógum og stóð þá allt í einu undir himinhvolfi sem var ekkert nema fiskur. Ég kalla hann naskan, ókunnugan manninn, að sjá líka þessi milljón handtök. Hve marg ir Reykvíkingar, sem eru nær helm- ingur þjóðarinnar, sjá fólkið sem gengur til vinnu í skóginum? Og hve margir kunna að meta þessi milljón handtök? Hann útvegaði okkur lán, sem nægði til þess að við gátum staðið straum af þeim kostnaði, sem okkur bar. Það var almenn ánægja þegar búið var að koma skólanum upp. Hann var eins og fyrr segir reistur í landi Ær- lækjar og hlaut nafnið Lundur. Hann fékk rafmagn frá eigin vatnsaflsstöð um leið og hann var byggður. Skaftfell- ingurinn Skarphéðinn Gíslason á Vagns- Btöðum í Suðursveit reisti hana. Við héldum fjölmenna vígsluhátíð, þegar skólinn tók til starfa. Það var haustið 1928. Fyrsti sfcólastjórinn var Dagur Sig- urjónsson frá Litlu-Laugum. Hann var við skólann í mörg ár og reyndist okk- ur hinn farsælasti forstöðumaður. Á sumrin rak hann í skólanum dvalarheim ili fyrir kaupstaðabörn. Ætli það sé ekki einn fyrsti skólinn, sem notaður var til þess á Norðurlandi? — Kom ekki til orða, að fleiri sveit- ir stæðu að skólanum? — Jú, það var rætt við Kelduhverf- inga, en við komum okkur ekki saman um staðinn, svo að ekki varð úr því. En börn frá nokkrum efstu bæjum í Keldu- hverfi sóttu lengi að Lundi. En nú eru þeir Kelduhverfingar fyrir löngu búnir að koma upp sínum skóla, og nú eru þeir farnir að reka unglingaskóla í Skúlagarði. Þetta er líka blómleg sveit og fjölmenn — ein af þeim fáu þar sem býlunum fjölgar og unga fólkið sezt að heima í stað þess að flytja til sjávarsíðunnar eins og víðast hvar annars staðar. Hér látum við .Benedikt staðar num- ið í spjalli okkar um framkvæmdir og félagsmál í Axarfirði meðan hann stóð þar framarlega í starfi. — En það hljóta allir að vera sammála um, að bygging heimavistarskólans á Lundi hafi á sín- um tíma verið mikið Grettistak, ekki sízt þegar þess er gætt, að hér var að vissu leyti um brautryðjendaverk að ræða og að baki þessarar framkvæmd- ar stóð fámennt hreppsfélag í útkjálka- sýslu. En skólastofnun þessi sýndi þá líka vel, yfir hverjum mætti samhugur og samtakamáttur fólksins býr, þegar því bregzt ekki fórnfús og framsýn forusta. G. Br. 19. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.