Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 14
aS drepa mig. — Já, það geri ég með ánægju, sagði €g- — Það er ágætt, sagði hann. •— Þá kæri ég hann fyrir banatilræði við mig, og þú staðfestir það með þínum fram- burði, þegar til kemur. — Sjálfsagt. Það er sannleikur. — Þá er ekkert að vanbúnaði, sagði Eiríkur. — Væntanlega ekki, sagði ég. — En þó mun ég láta dálitla skýringu fylgja framburði mínum. — Hvaða skýringu? spurði hann. — Ég segi eins og satt er, að Þor- steinn hafi verið svona harðhentur við að bjarga frá dauða mesta ómenni, sem nokkurntíma hefur fæðzt á þessu landi. Andlit Eiríks teygðist allt, svo að ég held, að hann hafi stutta stund verið óþekkjanlegur maður. Það urðu engar kveðjur á milli akkar. Eftir þetta hef ég alltaf fundið ein- kennilega kuldabylgju fara um mig, þegar ég hef verið í návist Eiríks. ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 4. Þegar útvegsbændur í Reykjavik tóku upp þann sið að hafa viðlegu „suður með sjó“ á vetrarvertíðum, gátu þeir ekki fengið þar neitt eldsneyti og urðu því að flytja mó suður þangað. Voru það ótaldir skipsfarmar af mó, sem þá voru fluttir héðan til verstöðvanna þar handa skipshöfnum á Reykjavíkurbát- um. Það var í einni s.líkri móflutninga- ferð út í Voga, að þeir Þórður Torfa- son í Vigfúsarkoti og Jóhannes Ólsen í Hjallhúsinu urðu að lenda hjá Auðnum á heimleið, gengu heim að bænum, en þar varð öll skipshöfnin, 9 menn, fyrir eldingu; létust þrír þeirra, en aðrir fengu örkuml. Þetta gerðist í marz 1865. Seinna var það, er Strandarmenn höfðu fengið eldavélar, að þeir keyptu mikinn mó af Reykvíkingum árum sam- an. Sóttu þeir hann sjálfir á sínum bát- um, og voru þetta hagkvæm viðskipti. Ekki verður til fjár metinn sá hagn- aður, sem Reykjavík hefir haft af mó- námum sínum um aldir. Er hætt við að nefna þurfi nokkuð háa tölu, ef miða ætti við núgildandi verðlag. Og þó hefir hinn óbeini hagnaður orðið langtum meiri. Það er t. d. mjög mikið vafamál að hægt hefði verið að stofna hér til verksmiðjuþorps, ef ekki hefði verið gnægð eldsneytis í landi jarðarinnar. Og mundu mónámurnar ekki einnig hafa átt sinn stóra þátt í því, að Reykjavík koðnaði ekki niður um leið og verk- smiðjurnar liðu undir lok? Og mikinn hluta 19. aldar drógu þær mjög úr því böii, sem atvinnuleysi er samfara. Þá nutu menn eigi aðeins þess hagræðis að geta sjálfir aflað sér eldsneytis með litlum kostnaði, heldur hafði beinlínis fjöldi manna atvinnu og lífsuppeldi af rnótekjunni. Þessa hefir ekki verið gætt sem skyldi, þegar ritað hefir verið um Reykjavík og kjör manna þar, og nú er ailt orðið um seinan að afla heimilda um þetta efni. En eitt ljóslifandi dæmi höfum vér þó um það, að einu sinni björguðu mó- námurnar blátt áfram Reykvíkingum á örlagatímum. Það var á fyrri heimsstyrj aldarárunum, þegar ráðizt var í hi’ð mikla mónám í Kringlumýri. Um það eru margar heimildir og skal ég því fara fljótt yfir þá sögu. V eturinn 1916-1917 voru mikil vandræði í Reykjavík vegna eldsneytis- skorts. Bretar höfðu kippt að sér hend- inni um kolasölu hingað. Bandaríkin fóru í stríðið og vegna þess töfðust von úr viti olíuskip, sem þaðan áttu að koma, en afleiðingin varð sú, að hér varð olíulaust þegar kom fram á vorið. Var ástandið þá orðið svo ískyggilegt, að bæjarstjórn taldi sér skylt að reyna Bylting í bdkagerö Fyrir um það bil tíu árum var merkilegt tímarit stofnað í Bandaríkjunum. Þar voru engar prentaðar blaðsíður. Eina skrifaða orðið var á nafn- miðanum. Áskrifendurnir voru læknar, sem þurftu að fylgjast með framförum í læknislistinni, en höfðu lítinn tíma til að lesa öll hin fyrirferðarmiklu rit, sem út komu á því sviði. En „Hlustunarúrvalið" kom þá til sögunnar sem einstæð lausn á þeim vanda. Það var segulband með klukku stundar hlustunarefni á viku. Lækn- irinn gat hlustað meðan hann var að raka sig og klæða eða hvíla sig, eða líka gat hann hlustað á ferðum sin- um, ef hann hafði áhald í bílnum. Þetta „Hlustunarúrval" var meðal hinna fyrstu margra nýjunga, sem gerðu byltingu í að varðveita og flytja upplýsingar og fróðleik. Nú er þetta ekki lengur nein furðu- leg nýjung og nýlega hóf annað læknatimarit göngu sína í New York, sem er eingöngu prentað á mynd- ræmu, án þess að vera áður prentað á pappír. Microfilm Journal of Legal Medi- cine, sem ekki er hægt að lesa nema með áhaldi, flytur fróðleik á þröngu sviði, sem annars yrði ekki gefinn út, vegna þess, hve dýrt er að prenta hann á venjulegan hátt. Þetta rit sneiðir hjá setningu, myndamótum, prentvélum og pappír. Samt er hægt að ná næstum hverju sem er á míkrófilmu — handskrifuðu, vélrituðu og prentuðu efni, ijós- myndum, kortum, reikningum og öll- um öðrum listaverkum, sem hægt er að framleiða í svart-hvítum lit. Auk nýjunga, sem eru að gerast, hefur rit þetta upp á að bjóða tor- gæta og uppselda klassíska texta, sem geta vakið eða endurvakið á- huga. Áskrifendur þess eru meðal annars 80 stofnanir í 38 löndum. Útbreiðsla og velgengni slíkra út- gáfna var nýskeð athuguð hjá Batelle Memorial Institute í Columbus í O'hio fyrir hönd Bókasafnarannsóknarstöðv arinnar í Washington. Þeir, sem rannsökuðu málið þar, voru svo djarfir að koma með spá- dóma um, að bókahillur í heimahús- um mundu í framtíðinni verða fullar af svona „dvergbókum", tímaritum og dagblöðum, sem allt væri prentað á lítil, gagnsæ plastkort. Biblían hefur þegar verið pren’tuð á þennan hátt. Venjulegur maður gæti haft efni á að eiga margar alfræðibækur, og auk þess geysistórt bókasafn, sem samanlagt tæki ekki meira rúm en venjulegur skjalaskápur. Svona dvergbækur mætti prenta fljótt og ódýrt. Bók, 240 venjulegar blaðsíður að stærð, gæti komizt fyrir á þrem plastkortum 3x5 þumlunga að stærð. Venjulegar vélar, eins og nú eru til, gætu framleitt 20.000 slíkar bækur á einni mínútu. E n stærstu framfarir í þessari byltingu í fróðleiksmiðlun hafa orð- ið á sviði hraðans, sem hægt er að senda slíkt með milli staða. Tvö elektrónísk kerfi, sem nýlega hafa verið uppfundin í Bandaríkjunum, gera það að verkum, að flugpóstur er í samanburði við þau eins og ríð- andi sendiboði forðum daga er við flugpóstinn. Áhald, sem kallast „LDX“, fram- leitt af Xerox Corporation í Rochest- er, N. Y. getur endurtekið á nokkrum sekúndum á venjulegan pappír hvaða handskrifað, vélritað eða prentað bréf, teikningu eða kort, um hvaða vegalengd sem vera skal, en til slíkra hluta eru öll áhöld þegar til. Síðan, sem á að endurtaka, er sett inn í áhald, sem líkist venjulegum skrifstofu-fjölritara. Eftir það er sendingin sjálfvirk. Móttökuvélin kemur með nákvæma eftirmynd og getur framleitt allt að átta fetum af efni á mínútu hverri. Á sama hátt hafa Bell-símarann- sóknarstöðvarnar í New York fram- leitt hraðgenga endurtekningarvél, sem getur skilað allt að 16 blaðsíðum á mínútu gegnum símalínur, sem hafa 16 talrásir. Upptakarinn á vélinni hreyfist yfir hvern blett á hverri blaðsíðu, fram- leiðir jákvæða og neikvæða spennu, eftir því hvort „augað“ á honum lend ir á svörtu eða hvítu. Og það finnur breytinguna frá svörtu til hvíts með millibili allt niður í hundraðasta hluta úr þumlungi. heimssýningunni i New York fór fram fyrsta sýningin á raf- reiknum, sem skiptast á upplýsingum yfir þúsunda mílna vegalengd eftir símalínum, og vélarnar prentuðu svör in við spurningunum, allt upp í 300 stafi á sekúndu. Samskonar vélar útvega vísinda- mönnum og kaupsýslumönnum saman teknar skýrslur um fjarlægar athafn- ir, næstum í sama bili og þær gerast. Með þessari notkun segulbanda og myndræmu getur sá tími nálgazt, að því er sumir vísindamenn telja, þeg- ar „pappirsgögn" verða ekki lengur á pappír. Og mestu talsímanotendurn- ir geta orðið vélar en ekki menn. að bæta þar úr. Varð það að ráði að bærinn léti taka upp mó í stórum stíl. Mónáman í Kringlumýri varð þá fyrir valinu, því að vitað var að þar var mjög djúpur mór, 14—16 skóflustungur á allt að 160 dagsláttna svæði, en fram að þessu hafði lítið verið að því gert að taka mó í Kringlumýri. Byrja var á því að ræsa fram mýrina og gera þar akvegi. Og svo hófst mótekj an. Unnu að henni 250-300 menn þetta sumar. Kom það mörgum vel að fá þar vinnu, því að atvinnuleysi var mikið í bænum. Þetta sumar voru framleiddar þarna 2000 smálestir af þurrkuðum mó og 500 smálestir af eltimó, sem unninn var í vélum. Mórinn var allur þurrkað- ur þarna innfrá, en í september hófst flutningur á honum til bæjarins. Um það sagði Knud Zimsen borgarstjóri svo: „Mátti þá dag eftir dag sjá vagnalestir þokast upp og niður Háteigsveg. í fylgd með þeim var aldrað fólk og ungt, kon- ur og karlar, og í þeim hópi voru ýmsir menn, sem síðar hafa orðið ráðherrar, lögmenn og skólastjórar. Allir, sem þvi máttu við koma, reyndu að flytja mó- inn sinn sjálfir, því að með því móti varð hann ódýrari“. N æsta sumar var svo haldið áfram mótekjunni og veittist nú auðveldara en áður vegna þess að búið hafði verið í haginn sumarið áður. Nú var mýrin miklu þurrari en þá og þurrir vegir komnir um hana þvera og endilanga. Byrjað hafði verið að taka móinn neðst í mýrinni og var þarna komin hin stærsta mógröf, sem sézt hefir á íslandi, eða um þrjár dagsláttur að flatarmáli. Þarna voru nú enn þetta sumar teknar upp 2000 lestir af þurrum stungumó, og veitti ekki af. Jafnframt þessu mónámi voru bæjar- búar hvattir til þess að taka upp mó sjálfir og var þeim visað á mónámurnar í Raúðarármýri og Fossvogi. Menn brugð ust vel við þessu, enda var þeirra þægð- in, og er mér nær að halda að mótekja einstaklinga hafi ekki orðið öllu minni heldur en mótekja bæarins. Öllu var þessu brennt næsta vetur og ennfremur 500 lestum af mó sem komu frá Álfs- nesi. Þetta bjargaði í þeim hörmungum, sem þá stóðu yfir. Stríðinu lauk í nóvember 1918, en þrátt fyrir það var hér hörgull á kol- um næstu árin. Var því mótekjunni í Kringlumýri haldið áfram um fjögur ár enn. Mörgum, sem vanizt höfðu kolakynd- ingu, þótti mórinn hitalítill, enda voru ofnar gerðir fyrir kolabrennslu, en ekki móbrennslu. Á þessu réðu menn bót á þann hátt að rífa hinn eldtrausta múr innan úr ofnunum. Við það varð eld- holið miklu stærra en áður, svo að meira var hægt að láta í þá af eldsneyti og þeir hitnuðu fyrr, og stundum hitnuðu þeir svo mjög, að þeir urðu rauðglóandi. Eftir að ofnunum hafði verið breytt þannig, voru þeir kallaðir móofnar. Hér lýkur þessari frásögn um hlunnindi Reykjavíkur af mónámi. Þær gerðu það ekki endasleppt við okkur mónámurnar, og lengi má bærinn minn- ast þeirra, þótt nú sé viðhorfið annað, þegar menn þykjast öruggir um alla framtíð, þar sem þeir hafa fengið raf- magn og hitaveitu. Mómýrarnar eru gleymdar. Byggðin kreppir að þeim og þokast út á þær. Þó er hér enn mik- ill mór í jörð. Á hann allur að fara for- görðum? HAGALAGÐAR Þungar búsifjar Tildrög þess að Þórður (Magnús- son alþm.) hætti búskap í Hattardal voru þau að sögn kunnugra að hann missti mikinn hluta fjár síns 1882 eða 1883. En svo var mál með vexti, að á Hvalveiðistöðvunum á Langeyri og Dvergasteinseyri var miklu af hval- kjöti og öllum innýflum úr hvölum Eleygt í sjóinn. Barst þessi úrgangur á fjöru í Álftafirði, úldnaði þar og varð banvænn fénaði, sem sótti mjög í hvalþjósurnar. Drapst mikið af sauð £é Álftfirðinga af þessu hvaláti. (Ársrit Sögufél. ísf.j Sögulegur viðburður f þingbyrjun gerðist sá sögulegi við burðuir, að kosning Sveinibjarnar saupmanns Jacöhsen sem þingmanns Reykvíkinga árið áður var af þing- inu úrskurðuð ólögmæt með því að hann var ekki búsettur í ríkjum Dana jonungs heldur á Bxetlandi (og það lonum jafnframt til foráttu fundið, ið hann hefði orðið gjaldþrota). Tók því sæti hans Magnús Jónsson í Bráð- ræði. (Árbækur Reykjavíkur 1866) 35. tbl. 1965 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.