Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1966, Blaðsíða 8
Að 1>'V0 borð er „hagnýt æfing“ sem börnum er kennd. SJÁLFSNÁM Framlhald af bls. 1. fram; að örva þau í þá átt er sama sem að ala á skapveiluim hjá þeim. Með áhöld sem aðalundirstöðu kennsl- unnar starfar Montessori-kennarinn svo að lítið ber á, og dregur sig í hlé, en það er einmitt þriðja grundvallaratriði kennsiunnar. Aðalihlutverk Montessori-kennarans er ek'ki að „kenna“, heldur að kanna áhugamál 'hvers einstaks barns, greind- arstig þess og heppilegustu leið þess tii þroska. Svo leiðir hann barnið að þeim áhöldum og æfingum, sem uppfylla bezt áhuga þess og þarfir. Þar sem börnin vinna án stöðugs eftirlits getur nem- endafjöldi hverrar deildar farið upp í 40, en þá heifur kennarinn nokkra að- stoðarkennara sér við hlið. „Maður er ekki það sem hann er vegna kennaranna, sem hann hefur haft, heldur vegna þess, sem hann hefur gert“, sagði Montessori. Hún hélt því fram, að í hsesta lagi ætti kennarinn að skipta sér af hlutunum svo að sem minnst bæri á til þess að tryggja góðan árangur og afköst hjá börnunum. A.uðvitað getur engin kennsluað- ferð tryggt, að afskiptin verði þannig. Það næmi hvilir á persónuleika en ekki forskrif'tum. Samt er það svo, að þegar Montessori-kennarinn er bœði veillærð- ur í sinni grein og persónulega aðlað- andi fyrir börnin (og slíkir sameinaðir eiginleikar eru engu algengari hjá Montessori-kennurum en öðrum kennur- um), þá er árangurinn eftirtektarverður og ánægjulegur. Um það bil fjórða hvert barn í venju- legum Montessori-bekk er læst tæpra sex ára gamalt, og þau eru jafnvel fleiri, sem geta iagt saman og dregið frá lang- ar tölur. Thomas Laughlin, fyrrum kvik- myndaleikari sem stofnaði Soffíuskóil- ann í Santa Monica, heldur því fram, að fimm ára börn hjá sér séu farin að læra bókstafareikning. Hann segir, að áður en þau fari í fyrsta bekk séu þau farin að „orðgreina setningar, semja tónlist og taia frönsku“. Tólf ára göm- ul geta þau verið búin að læra allt það, sem 18 ára unglingur hefur lært í venju- legum amerískum gagnfræðaskóla, og margir 'hafa lært það sem svarar til stúdentsprófs. Þetta er ihin glæsilega — og stundum nokkuð ýkta — mynd af Montessori-kerf inu, sem hefur gengið svo mjög í aug- un á hærri miðstétta- og hástétta-for- eldrum. En lærdómsafrek Montessori- nemenda eru misjafnari og ekki jafn sjálfkrafa og Laughlin gefur í skyn, þeg- ar af þeirri ástæðu að áhangendur stefn- unnar hafa ekki það mikinn áhuga á að „flýta“ lærdómnum svo mjög. En með Iþví að koma í svona skólastofu má bezit sjá, hvað og hvernig börnin læra í raun og veru. A skóla Báls postula í 60. vestur- stræti á Manhattan eru 17 börn, sem stunda nám si'tt, hvert við sína mottu eða borð. Aldurinn er frá hálfu fjórða til fjögurra ára. Skólastofan er þögul og höfð fátækleg af ásettu ráði. Lágt en einbeitt segir andrúmsloif'tið þarna: Lærðu! Robert, 4 ára, er að ýta löngum, brún- um kubibum eftir gólfinu og skella þeim saman, Kennarinn, ungfrú Elizabeth Stock, leggur kubbana vandlega niður eftir stærð, heldur svo höndunum að myndinni og jafnar hliðarnar. Þegar kubbarnir eru komnir í rótta stellingu, tekur hún þann þynnsta og rennir hon- um, hægt og vandlega — „gengur upp tröppurnar". Síðan tekur hún myndina sundur, stykki fyrir stykki, og lætur svo drenginn um að setja hana saman af'tur. Hvað er nú Robert að læra? Með því að greina sundur stærð, þyngd og þykkt, er hann að lsera undirstöðuatriðin undir reikning. Betty, þriggja ára, er önnum kafin við endui'tekningar. Hún setur ljós-rautt handklæði rétt hjá Iftla- borðinu sínu, setur svo kyrfilega sápu, þvoittaskál, könnu og bursta á handklæðið. Hún hellir varlega úr könnunni í skálina, sápar burstann, hristir af honum, og með stórum hringlaga hreyfingum skúr- ar hún borðið, sem reyndar er þegar hreint. Þegar hún 'hefur þakið borðið með sápuklessum, dýfir 'hún svampin- um í, kreistir úr 'honum vatnið og þvær skipulega sápuna af, fyrst í lóðrétta stefnu, síðan lárétta. Rótt hjá henni er drengur að bursta skóna sína, og á'höld- in 'hans eru dreifð um hvítt pappírs- 'blað, svo að fiann geti séð, hvenær áburðurinn „hittir framhjá“. „Börnin hafa frjálsar hendur um að, velja, að hverju þau vilji vinna“, útskýrir ungfrú Stock. „En samt verða þau að fara að tilteknum reglum. Til þess er ætlazt, að börnin ncti hvern 'hlut á þann hátt, sem honum er ætlað — geri þau það ekki, eru þau látin leggja hann frá sér. Og eins verða þau að ljúka sjálfvöldu verkefni, áður en þau fá að taka til við annað“. Meðan hún talaði var lítil stúlka, sem hafði verið að klippa pappír, að sópa snifs- unum niður í ruslakörfu. Þegar við gengum um herbergið, tók- um við eftir því, að mörg taörnin höfðu skipt um verikefni. Barn, sem áður hafði verið með stafi úr sandpappir, var nú að reyna að ráða þrívíddargátu. Dreng- urinn, sem hafði verið að bursta skóna sína, var nú að bera saman litlar lita- töflur. s LJtundum kallar kennarinn nokkur börn saman til þess að sýna þeim eitt- hvað nýtt, en mestmegnis snýr þó kennslan að einstaklingnum og síður að hópnum. „Eftir að ég hef útskýrt not hvers einstaks hluta af áhaldinu", segir ungfrú Stock, „geta börnin sjálif sagt til um, hvort þau hafi það ré'tt,- Þessi áhöld eiga að vekja hjá barninu löngun til að leiðrétta sínar eigin villur. Þér sjáið því, að Montessori er raunverulega ekki kennsluaðferð, heldur aðferð til þess að gera nám auðveldara". Á hverjum degi æfa nemendurnir sig í því að sitja, standa á fætur, flytja stóla til og laka dyrum, Við lok skóla- tímans er stofan eins snyrtileg og hún var um morguninn. Olíkit hinu strang-reglubundna andrúmslofiti í Páls-skóilanum, er hið „undirbúna umhverfi“ í Whitby-skólan- um í Greenwyoh, Conn., öllu frjálslegra. Skólastofan er björt og skemmtilega skreytt. Krak'karnir liggja á gólfinu, safnast í 'hópa við borð eða ganga um stofuna eins og hver, vill. Þessi skóili er amerísk útgáfa af evr- ópsku kenningunni. Hann leggur áherzlu á kenningar kvenlæknisins, en velur auk þess úr reynslunni heima fyrir. Þannig hlusta þarna þrjár litlar stúlkur á söguna um Pétur kanínu af plötu, með mikilli eftirtekt, en í hinum enda stofunnar eru tveir drengir að telja vandlega perlur. Þeir festa merki eftir níundu hverja perlu, og ráða þann- ig bráðlega við margföldun upp í 270. Er þetta allt Montessori? „Nei“, svar- ar kei-narinn, ungfrú Lesley Ann Bruce, „þar undir heyrir ekki nema sameigin- legt og óiháð verk. En við trúum, að allt 'hitt sé í samræmi við kenningar Montes- sori í breiðasta skilningi — að koma barninu snemma upp á það að læra sjálft.“ í Montessori-bekk í Washington D.C. eru 35 börn og 2 kennarar og þar tekur hálfs sjötta árs gömul stúlka sundur samsett kort úr tré af austur-hálfkúlu jarðar. Hún festir með mikilli ná- k'væmni ofurlítil merki við hin ýmsu lönd og nefnir nöfn þeirra, hvers um sig: „Ceylon, Sýrland........“ Næst 'henni er önnur stúlka, fjögurra ára, sem tekur út 10 orð, sem enda á „it“, og leggur á mottuna sína og no't- ar rauða og bláa pappabóikstafi. Fimm ára drengur rennir fingrinum yfir þrí- hyrnd stykki, og kemur þeim svo rétt fyrir á fjöl um leið og hann tautar fyrir munni sér: „Jafnarma.........jafn- hliða". Á annarri mo'ttu er fimm ára drengur að greina sundur nokkra sí- valninga og ber þá upp að eyranu, trl ‘þess að greina hin mismunandi hljóð í þeim. „Þetta er hreinræktaðasta Montes- sori“, útskýrir kennarinn ungfrú Sybil Devereaux. „Um allan heim eru börn að gera þetta sama og þér sjáið hér í Monit- essori-skólastofum. Aðferð okkar stefnir að því að hjálpa til lífsins, og líf oig fólk er í stórum dráttum ei'tt og það sama um allan heim.“ M iTJ.aria Montessori dó árið 1952 og hafði þá séð kenningar sínar festa ræt- ur og þróast í Vestur-Evrópu (einkum í Hollandi), í Indlandi og víðar. í Banda- ríkjunum hélt hún víða fyrirlestra og dró jafnan að sér húsfylli, og um 100 Montessori-skólar stóðu þar í blóma ár- ið 1915. En fáum árum síðar var hreyf- ingin dauð . Aðalástæðan til þess, að hreyfingin fór út um þúfur, var andstaðan af hendi áhangenda Johns Deweys, einkum þó Williams Heards Kilpatricks frá kenn- aradeild ColumhiaHháskóilans. Kilpa- trick hélt því fram, munnlega og skrif- lega, að það, sem gott kynni að vera í Montessori-kenningunni, væri þegar komið fram í kenningum Deweys. Það, sem nýtt var í þeim, var gagnrýnt sem sérlega strangt og sálfræðilega úrelt. Samskonar andstöðu gætir gegn end- urvakningu þeirri, sem nú er á ferðinni, á Montessori-kenningunum, en hún hef- ur vakið hjá amerískum uppalendum Drenghnokki lærir að þekkja tölustafina með því að telja kubbana sem liggja hjá hverri tölu. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.