Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1966, Blaðsíða 6
BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5 þess að afla yður óvina? — Sumir Norðnienn eru andstæðing- ar nýnorsku, en aliir lesa hana! Rit- háttur hennar er frábrugðinn, en það eru ekki svo ýkja mórg orð í nýnorsku, sem ekki eru til í ríkismálinu. Bók- menntagagnrýnendur taka ekki afstöðu til málsins, fordæma rithöfund ekki af því hann skrifi á þessu málinu eða hinu. Norskum rithöfundum er þetta meira tilfinningamál, en þó eru ekki Biargir öfgamenn í okkar hópi. — Veitir málið góða möguleika til bókmenntasköpunar? — Það hefur ekki nægilega mikinn orðaforða. Ég er nft gagnrýndur fyrir „ það, að mál mitt sé ekki nógu hreint og ómengað. En nýnorskan er mjög frjótt mál til notkunar í kveðskap. .Vinje og Garborg voru frábær nýnorsk skáld, og sömuleiðis yrkja nokkur prýðileg núlifandi skáld ljóð sín á ný- norsku. Og hún hefur auðgað ríkismál- iS að orðum, sem því hafa bætzt úr henni. E i u norskar bókmenntir einangr- aðar? Er fylgzt nægilega vel með því, sem er að gerast í heimsbókmenntun- um almennt? — Sænskar bókmenntir bera meiri keim af framúrstefnu en okkar bók- menntir. En það er erfitt að segja um, hvort slíkt er styrkur eða veikleiki. Oft r-eynist það svo, að sú bókmenntatízka, sem er allsráðandi í Paris, New York eða London, er aðeins stundarfyrirbrigði, Sem líður undir lok á skömmum tíma. — Hvaða rithöfundum hafið þér haft mestar mætur á, og hverjir hafa haft mest áhrif á yður? — Af norskurn rithöfundum hefur Knut Hamsun tvímælalaust haft mest áhrif á mig. Hvað hina klassísku snertir, býst ég við, að það hafi verið Ibsen og >— í minna mæli þó — Björnson. Ég er allvel kunnugur dónskum nútímabók- menntum. Martin A. Hansen var góður Vinur minn, og við komum oft í heim- sókn hvor til annars. Og ég hef kynnt mér verk Pouls La Cour, H. C. Branners og fleiri. Ég hef lengi fylgzt með sænsk- um bókmenntum af miklum áhuga — Eyvind Johnson, Ivar Lo Johannsson, Harry Martinson og nú upp á síðkastið hinni ungu skáldkonu Söru Lidman. l’yrstu ljóð mín voru ort undir áhrifum Edith Södergran og annarra finnsk- sænskra skálda. Bókmenntatilraunir ýmissa nútímahöfunda þykja mér mjög athyglisverðar — t d hjá Ionesco, Beckett og Osborne. Meðal þeirra ensku ^ hötunda, sem ég hef lesið verk eftir, eru D. H. Lawrence, Richard Hughes og Graham Greene. Á yngri árum mínum hafði bókin „Ðusty Answer“ eftir Rosa- mund Lehman mjög sterk áhrif á mig. — Hafið þér ferðazt mikið erlendis? I — Á árunum 1922 til 1939 skrifaði ég margar bækur, meðan ég dvaldi er- lendis, bæði í Suður Þýzkalandi, Ítalíu, Englandi, Frakklandi og Hollandi. En nú orðið finnst mér, þó að við ferðumst allmikið, kona mín og ég, að ég verði að koma heim til þess að skrifa. Allar bækur mínar, sem komið hafa út eftir Stríð, eru skrifaðar í Noregi. — S krifuðuð bér „Húsið í myrkr- inu“ hér í þessu húsi? — Já. Síðasta stríðsveturinn. Ég faldi hvern kafla jafnóðum og ég skrif- aði hann undir timburhlaða úti í báta- skyli. — Hver er þekktasta bók yðar? Hafið þér sjálfur mest dálæti á þeim, sem vin- sælastar hafa orðið meðal lesenda? — Det Store Spelet, Dei Svarte Hest- ene og Huset í Mörket hafa náð mest- um vinsældum í Noregi. Ein af skáld- sögum mínum var þýdd á þýzku þegar arið 1935. Eftir stríð hafa nokkrar bæk- ur mínar verið gefnar út á ensku, þýzku, frönsku, ítölsku, hollenzku og öllum Norðurlandamálunum. Hvað því við- kemur, að ég eigi mér mín „uppáhalds- börn“, þá eru þau fimm eða sex, en nöfnin eru leyndarmál! — Væri eitthvert kvæðasafn yðar meðal þeirra? — Það gæti hent sig, já. — Hafið þér ákveðna dagsskipan við ritstörf yðar? Hve langan tíma tekur það yður venjulega að skrifa skáld- sögu? — Ég hef aldrei unnið eftir klukku, heldur vinn ég óreglubundið. Ég fer snemma á fætur, en skriía mest á kvöld- in. Ég skrifaði „Brýrnar“ síðastliðinn vetur. Það tók mig fimm mánuði. „Klakahöllina", sem ég fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir, var ég aðeins fjóra mánuði að skrifa. — Eruð þér byrjaður á nýrri bók — eða eruð þér með eitthvert söguefni á prjónunum? — Ekkert í þá áttina. — Hvað veldur því, að þér búið svo langt frá Osló og öðru þéttbýli? — Ég á hús hér, og Þelamörk er heim kynni mitt. Húsið, þar sem ég fæddist og ólst upp, hefur verið í eigu ættar- innar í tíu ættliði. Ég var sá fyrsti, sem íluttist í burtu. Ég eftirlét það yngri bróður mínum og keypti þetta hús af einum frænda minna. — Finnst yður I>elamerkurbúar vera sérstök tegund af' fólki, frábrugðnir öðrum Norðmönnum? — Nei. Áður fyrr var Þelamörk ein- angruð frá öðrum hlutum Noregs, þar voru sérstakar siðvenjur hafðar í heiðri, og þar þróaðist sérstök alþýðumenning. En nú hefur þetta allt saman breytzt. Fólkið, sem ég skrifa um, er ekki frem- ur frá Þelamörk en einhverjum öðrum hluta Noregs. — Kúunna íbúar Þelamerkur að meta bækur yðar? Eða sannast hér hið forn- kveðna „Enginn er spámaður í sínu föðurlandi'7? — Það sýnir vinsamlegan áhuga. Mér er oft boðið að lesa kafla úr verkum minum við hátíðleg tækifæri. Fólk vill aldrei kaupa skáldskap, en það hefur ekkert á móti þvi að láta lesa hann fyrir sig! — Þér lítið úr fyrir að vera þó nokkuð yngri en 69 ára. Er það iðkun skíðaíþróttarinnar að þakka? — Ég hef aldrei mikill skíðamaður verið, lærði aldrei Þclamerkursvigið, og þegar ég slasaðist í skíðastökki sém drengur, gafst ég upp á öllu saman. Á æskuárum mínum urðu allir að ganga á skiðum á veturna, því að vegirnir voru liuldir af margra metra þykku snjólagi. Nú orðið sjá snjóplógar uin að halda veg unum snjólausum, svo að þörfin er ekki lengur sú sama og áður. Og í allan fyrra vetur steig ég aðeins einu sinni á skíði. — Er uppeldi norskrar æsku ekki eins strangt nú og það vai áður? Er of mikið lagt upp í hendurnai á unglingunum? — Allar aðstæður eru breyttar. Börn eru frjálsari núna, en mér finnst stund- um, að þetta frelsi ieið; af sér mikil vandamál fyrir þau. Samt er það eins og það á að vera, að unga fólkið beri sjálft ábyrgð á gerðum sínum. í gamla daga var það líka erfiðleikum bundið fyrir börnin að tala við foreldra sína um kynferðismál. Nú eru börn og for- eldrar nær því að vera jafningjar. — Og hvað uin stöðu konunnar? Skellti Nóra í „Brúðuheimilinu" hurð- inni of harkalega á eftir sér? — Þegar mikið er í húfi, er það nauð- synlegt. — Ber rithöfundum skylda til að reyna að hjálpa til við lausn heims- vandamálanna með skrifum sínum? — Rithöfundur verður að staa inne- for — skrifa það. sem hann eða hún truir á af hjartans sanntæringu og vill styðja. Það er hið eina rétta, sem hverj- um ríítiöfundi ber að gera. Ritverk geta haft boðskap að flytja, en það má um- fram allt ekki trana honum fram. — Hvað um bókmenntir á stríðstím- um? Geta þær haldið áfram að vera bókmenntir, þegar þær eru miðaðar við áróðursgildi? — Slíks eru dæmi, þótt þau séu fá. Stríðs-ljóð Nordahls Griegs t. d. — Ef þér yrðuð að segja, að þér væruð áróðursmaður, hverju telduð þér yður reka áróður fyrir? — Gegn hvers konar hernaðarstefnu. — Hvað getið þér sagt mér um fjár- hagslega aðstöðu rithöfunda í Noregi? Veitir ríkið þeim nægilegan stuðning? — Ríkisstjórnin hetur látið þessi mál .mjög til sín taka síðustu tvö árin og mikið hefur áunnizt. Stofnaður hefur verið svonefndur Menningarsjóður, sem veitir 40 rithöfundum námsstyrki að upphæð 15,000 eða 20,000 kr. á ári í þrjú ár. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvaða áhrif þetta hefur á bók- rnenntir okkar. Einnig var sett reglu- gerð fyrir ári síðan, sem kveður á um, að ríkið kaupi 1,000 eintök af hverri út- gefinni bók til dreifingar í almennings- bókasöfn. Ágóðinn af þessum bóka- kaupum er notaður til að greiða rithöf- undum eftirlaun, eða ekkjum þeirra, og til að hjálpa rithöfundum, sem eiga í eifiðleikum. — Hvaða rithöfundar ættu að fá ríf- legastan stuðning, finnst yður? — Ég held, að það sé aðalatriðið að styrkja eldri rithöfunda — þeir verð- skulda það fyrir verk sín á yngri ár- um. — Hafið þér nokkurn tíma verið fá- tækur sjálfur? — Nei. En svo árum skipti hafði ég hverfandi litlar tekjur af bókum mínum. — Hafið þér áhuga fyrir rússneskum nútímabókmenntum? — Ég hef aldrei lesið neitt eftir Sjolokhov. „Sívagó lækni“ eftir Paster nak las ég. Mér þótti sagan of löng sem skáldsaga, en dáðist að hugrekki hans. Mér finnst siðferðilegt hugrekki jafnvel mikilsverðara en líkamlegt hugrekki. — Hvað finnst yður um fangelsun Sinjavskys og Daniels? — Það er afleitt mál. Norska rithöf- undasambandið hefur sent mótmælaorð- sendingu til Moskvu vegna þess. — Trúið þér á þróun mannkynsins í framfaraátt? Eða álítið þér, að mannleg náttúra sé jafn óbreytanleg og náttúran sjálf? — Þegar svo margir líta svartsýnis- augum til framtíðarinnar, finnst mér ég verða að spyrna á móti. Náttúran er óblíð, og stundum miskunnarlaus, en við sjáum svo ótal mörg dæmi kærleika og bróðurþels hjá mönnunum. Ég hlýt að vera bjartsýnismaður. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 þörfum, hvað sem borgarstjórinn okkar og verkfræðingar hans segja. Þetta var hið mesta hrós, sem nokkur þeirra hafði heyrt af vörum Björns, og jafnframt hið stærsta fórnarboð, því enginn þekkti dæmi til þess, að honum hefði fyrr í huga komið að framlengja kaffihlé um mínútu, svo nákvæmur var hann í starfi sínu. — Já, drengir mínir, sagði Jón, sagan lifir og ferskeytlan líka, en látum þetta nægja í bili. Skurðskömmin er víst far- in að búast við okkur. BANNISTER Framhald af bls. 9 að berjast fyrir lífi sínu. En nú, þegar maðurinn hefur sigrast á svo mörgum hættum, sem náttúran veldur honum, leitar hann eftir frekari áreynslu. Thoreau skrifaði einhvern tíma: „Meiri hluti allra manna lifir í kyrr- látri örvæntingu". Ég held, að íþróttir, og ekki endilega á alþjóðamælikvarða, geti svalað þeirri frelsisþrá, sem er orðin manninum því nauðsynlegri, sem þjóðfélag vort og vinna er orðið reglu- bundnara og vélrænna. Ég held að þessar sálrænu staðreynd ir séu hreyfiaflið að þessari alheims- byltingu í íþróttunum síðasta áratuginn. Þær hafa valdið þessum áhuga á þjálfun sem engin hvatning yfirvalda né ríkis hefði getað áorkað. M iklir iþróttahæfileikar, eins og aðrir óvenjulegir erfðaeiginleikar, góðir eða vondir, koma ekki fyrir nema hjá lítilli hundraðstölu þjóðanna, líklega innan við 1%. En í dag af því að í- þróttakeppni er orðin almennari og iðkuð í æ fleiri skólum, finnast þessar undantekningar með nýju afbrigði af lögmálinu um eðlilegt úrval. Hin hræði lega hugmynd um kynbætur íþrótta- manna hefur sem betur fer enn ekki orðið að veruleika. Fyrir þrjátíu árum höfðu ekki nema fáir möguleika á því að komast að hæfi leikum sínum, en nú á dögum geta öll þessi meistaraefni úr raunverulegum mannfjölda 800 milljóna átt þess kost. Og ef menn uppgvötva ekki sjálfir hæfileika sína, er þjálfarinn vís til að gera það. í vanþróuðum löndum gerir hungrið og baráttan fyrir frumstæðustu nauð- synjum það þýðingarlaust að hlúa að hæfileikamönnum til íþrótta, en þetta vandamál getur orðið leyst á næsta áratug. Þannig eru íþróttirnar, sem einu sinni voru forréttindi hinna fáu og auðugu, orðnar almenningseign. Að þetta sé þann ig, og að nógu mörgum finnist þjálfun á ýmsum stigum betri en bara að horfa á, er nauðsynlegt, ef okkar núverandi, vélvæddu þjóðfélög eiga að halda vitinu Metasetningar og enn strangari æfinga- töflur munu halda áfram að vera tjáning þessarar þjóðfélagsstefnu. ÞÆR CÖMLU SYNDIR Framhald af bls. 15 frá þingmennsku 1919. Jakob Möller var í augum okkar ungu mannanna nýi tíminn, ímynd frelsis og framfara, við gerðum uppreisn gegn íhaldinu. Þó ég hefði ekkj atkvæðisrétt 1919, hefi ég aldrei verið pólitískari, né smalað betur Ég bað vini mína konur og menn, og þeir voru margir að kjósa Jakob fyrir mig. Án mín hefði sú kosning farið öðruvisi, því ekki hafði Jakob nema 6 atkvæðí yfir. En margir okkar strákanna urðu drykkjumenn upp úr drabbinu, sumir biðu þess aldrei bætur. Smyglið ágerð- ist, bruggið byrjaði, sviksemi var allstað ar og ekkert hamlað á móti. 1918 var ég kominn á tæpasta vaðið, ég var beðinn að hætta og lofaði að reyna. Eftir þrjár vikur sveik ég, en lofaði að reyna aftur. Mikið grét ég næstu átta vikurnar ég átti svo bágt, en með Guðs hjálp og húnvetnska þráans hafði ég það. Þó langar mig í brennivín enn, eftir nær fimmtíu ár. Hannes Jónsson. Maríugerffi í Jarðabók Árna og Páls segir svo um Háls í Fnjóskadal: „Maríugerði heitir örnefni og lítil girðing fyrir neðan staðartúnið. Aldri atla menn þar hafi bygt verið, en um fáein ár hefur einn fátækur maður verið hér við húsnæði en flakk á surnur". 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. október 1960

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.