Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 9
kjarnasýrur — og vlrðast hún sannast af tilraunum, sem gerðar hafa verið með minnis-yfirfærslu. Skammvinn minnisat- riði, eins og t.d. símanúmer, sem fund- ið er í skránni og gleymt síðan— virð- ast vera rafmagnsáhrif, sem fara rétt sem snöggvast gegn um tauganetið. Öll minnisatriði byrja sennilega þannig, að þau, sem ætluð er að verði varanleg, halda áfram að ganga þangað til þau komast í efnasamband og geymast þann- ig. Það virðist líklegt, að rafmagns- verkanir, sem verða ef til vifl til gegnum efnaáhrif, skilji eftir einhver áhrif á KNA, eða þá eggjahvítuagnir, sem RNA framleiðir. Að minnsta kosti breytist rafmagns- minnið í efnaminni, sem hægt er að endurtaka nákvæmlega, meðan veran lifir. DNA virðist ekki koma beinlínis við sögu í þessari atvikakeðju. En samt getur það gert grein fyrir ósjálfráðri hegðun, sem útskýra mætti sem erfð frá foreldri til afkvæmis. x. in nýja tækni við minnisyfirfærslu gæti orðið ómetanlegt tæki til þess að ákvarða, hvernig minnið geymist. Og áður en lýkur, gæti það einnig orðið til skýringar á öðru, sem er enn éljósara: móttöku fræðslunnar. Sé gengið út frá að efnafræðilega kenningin um minnið sé í höfuðatriðum rétt, er samt sem áður enn mörgum spurningum ósvarað. Eru minnisatriðin geymd í RNA sjálfu eða í eggjahvítuefnunum eða ögnun- um, sem það sjálft framleiðir? Verkar efnið eins og gataspjald, þar sem hvert minnisatriði er táknað með vissu gata- kerfi? Eða verka þessi efnasambönd eins og eins konar slökkvarar, sem breyta jafnvæginu í tauganetinu, til þess að auðvelda straum rafmagns- áhrifa, eftir sérstökum leiðum? F yrstu tilraunir til minnisflutn- ings gáfu til kynna, að RNA sé geymslu staður fyrir minnið. Árið 1953 tóku sig til tveir sálfræðikandídatar við Texas- háskóla, James V. McConnel og Robert Thompson og fóru að kenna smáormum, sem kallaðir eru planaríanar. Þeir vöndu ormana við að búast við losti, hvenær sem þeir sæju ijósblossa. Og lostið virtist koma ormunum til að hringa sig upp. Eftir margar tilraunir virtust ormarnir vera orðnir álíka tamdir og hundar Pavlovs: þ.e. þeir hringuðu sig upp við blossana, jafnvel þótt ekkert lost fylgdi á eftir. Þegar svona ormar eru skornir sund- ur, deyja þeir ekki. Hvert stykki verð- ur aftur að heilum ormi. McConnel fann það út með hjálp stúdenta, að allir svona „endurfæddir“ ormar, hvort heldur þeir komu frá höfuðenda eða halaenda varðveittu þessi ósjálfráðu viðbrögð. Hann gekk nú feti framar og gaf „óæfðum“ ormum bita af hinum, sem æfðir voru. Svo merkilega vildi til, að þessir óæfðu kanníbalar virtust fá minnið með fæðunni. Það þurfti aldrei að gefa þeim lost, því að þeir hringuðu sig upp, ef aðeins blossaljósinu var beitt. t frá þessu ályktaði McConnel, að langminni geymist ekki aðeins í hin- um frumstæða heila þessara orma, held- ur í einhverju efni, sem berst um allt taugakerfið. Aðrir vísindamenn létu síðan sundurskorna orma „endurfæð- ast“ í vatni, sem var blandað „ribonu- clease“, en það er enzým, sem eyðir RNA. Með þessari aðferð urðu höfuð- endarnir að fullkomnum ormum, en hinir endurfæddu halaendur svöruðu ekki áhrifum ljóss. Þetta gaf til kynna, að annað hvort heilinn eða RNA geymdu ininnið. í nokkur ár voru planarían-ormar og vísindamenn, allt frá gagnfræðanemum til Nóbelsverðlaunahafa, að fræða hvor- ir aðra í talsverðum mæli. En gat árangurinn af þessu átt við minni hjá seðri dýrum? Vitanlega var ekki hægt að láta mýs eða menn éta hvora aðra. Blóðheit dýr eru að því ólík ormunum, að þau melta fæðuna of rækilega. Þessi elektróniska eftirlíking af mannsheilanum, gerð í Ameríku af TJpjohn-fyrirtækinu, sýnir, hvernig hugsanir þróast, hvernig hugurinn E n ef minnið þoldi ekki að verða étið, mátti ef til vill sprauta því eins og bóluefni. Þessi hugmynd varð til þess, að hópur manna í UCL.A, undir forustu sálfræðingsins Allans L. Jacobs- sons, hóf nýjan tilraunaflokk um minn- isflutning fyrir tæpu ári. Fyrsta tilraun- ín var einföld. Rotta var tamin í kassa, þar sem bolli stóð í einu horninu. Henni var kennt, að í hvert sinn, sem hún heyrði smell, datt matarpilla niður í bollann. Eftir að nokkur dýr höfðu ver- ið vanin við að hlaupa að bollanum, þegar smellurinn heyrðist voru þau drepin og heilinn tekinn úr þeim. Vef- irnir voru síðan malaðir og efnahreins- aðir þannig, að eftir varð kjarni með tiltölulega miklum RNA í, en þó fleiri efnum. Þessu var svo dælt inn í magann á óæfðum rottum. Arangurinn varð eftirtekarverður; Þessar rottur sýndu greinilega tilhneigingu til að nálgast bollann, þegar þær heyrðu smell. Væri þetta tekið trúanlegt, sýndi tilraunin, að þetta kjarnaefni „myndi“ þýðingu bendingarinnar. Jacobsson og hans menn fylgdu brátt á eftir uppgötvun þessari með marg- vílegum öðrum tilraunum. Þeir kom- ust að því, að efni úr rottum, sem höfðu vanizt smellinum, komu óæfðum rott- um til að svara smellunum en ekki blossa. Á sama hátt komu efni úr rott- um, sem vanar voru blossanum, æfð- um rottum til að svara ljósmerkinu, en öðru ekki. Þeir gengu meira að segja svo langt að venja hamstra við smell- ina, og fluttu svo þessa „fræðslu" í rotturnar me'ð innspýtingu efna úr heil- anum. En samtímis voru aðrir vísindamenn að gera tilraunir með sjálfstæðum af- brigðum. Georges Ungar í Baylor-há- skólanum kenndi rottum að látast ekki heyra glyminn í hamarshöggi í stál- plötu, sem venjulega gerir þeim, er heyra, hverft við. Og honum tókst að yfirfæra þetta viðbragðsleysi fyrst til annarra rottna og síðan til músa. S ívaxandi fjöldi tilraunamanna er kominn inn á þetta svið minnis-flutn- ings, með alls konar tilraunadýr, sem tamin eru á margvíslegan hátt. Til dæm- is hefur rottum verið kennt að synda að þurrum palli í völundarhúsi, sem fyllt var vatni. Dúfum hefur verið kennt að svara ýmislega litu ljósi, sem lofar fæðu af mismunandi magni. snýst við því, sem sést og heyrist daglega, og hvernig hann framkallar endurminningar. Skýrslur hafa borizt um innspýtingu lifrarkjarna í viðbót við eða í staðinn fyrir heilakjarna. En nokkrir vísindamenn hafa geng- ið að málinu frá hinni hliðinni. í stað þess að auka minnið með kjörnum hafa þeir dregið úr því með því að spýta inn efnum, sem eyða samsetningu RNA eða eggjahvítuefnis eðc hvort tveggja. Til dæmis hefur Bernard Agranoff við Michiganháskólann kennt gullfiskum að synda yfir milligerðir í kerinu þeirra, til þess að forðast raflost, er fylgir ljósi, sem kveikt er. Venjulega ráða þeir við þessa þraut eftir endurteknar tilraunir í einn dag og muna, hvernig þeir eiga að sleppa við lostið, þremur dögum síðar. Sennilega hefur skamm- vinnt raf-minni þróazt á meðan í lang- varandi kemiskt minni. En ef Agranoff — snemma á þessum þróunarferli — spýtir ofurlitlu puromycini í hauskúp- fisksins, stöðvast þróunin, og fiskurinn svarar neikvætt við tilrauninni þremur dögum seinna. Puromycin er antibíótik, sem hefur þann einkennilega eiginleika að eyða samsetningu eggjahvítuefnis og RNA. Rannsóknir eftir þessum leiðum hjálpa til að mæla tímann, sem þarf til þess að gera grein fyrir varanlegu minni. D. J. Albert, einnig frá Michig- an, hefur beitt dálítið annarri tækni: að lama starfsemi annars helmings rottu heila, en temja hinn helminginn sám- tímis. Fljótlega eftir að hann leyfir deyfða helmingnum að „vakna“ fer hann samstundis að taka til sín upp- lýsingar frá tamda helmingnum. Albert er nú farinn að trúa því, að þróunin verði í þremur stigum: hið fyrsta tekur nokkrar mínútur, hið annað eina eða tvær klukkustundir og hið þriðja allt að fimm klukkustundum. Seinlæti þriðja stigsins gæti gefið til kynna, að RNA (eða eitthvert annað efni) síist raunverulega gegnum heilann og beri minnið með sér. A rangurinn af minnisflutningi hefur ekki verið alls kostar uppörvandi. Ýmsir vísindamenn hafa árangurslaust i'eynt að endurtaka tilraunir Jacobsons. Enda þótt þeir hafi reynt að fara að alveg eins og hann, þá getur verið, að þeir hafi notað eitthvað aðra aðferð við að undirbúa kjarnana eða temja dýrin. Þar sem kjarnarnir eru frekar óákveðnar blöndur, með hundruðum efna í, sem óhugsandi er að greina nákvæmlega, væri það i rauninni furðu- legt, ef nokkrar tvær tiiraunir gæfu sama árangur. Frank Rosenblatt við Cornell-háskól- ann er sannfærður um, að enn sé eitt- hvað tilviljunarkennt við hverja vel- heppnaða tilraun til minnisflutnings. Við tilraunir sínar með rottur hefur hann tekið eftir því að stundum tekst minnisflutningurinn í ríkum mæli, en stundum alls ekki, rétt eins og kúabólu- setning kemur ekki alhaf út, eins og það er kallað. Hann grunar, að heili dýrsins þurfi að vera i óeðlilegu ástandi til þess að geta tekið hinu nauðsynlega efni í kjarnanum. Fyrirbæri, sem enn veldur heilabrotum og kallað er „blóð- vörn heilans" aftrar venjulega mörgutn efnum í blóðrásinni frá að komast inn í æðarkerfi heilans. Það er yfirleitt ósigrandi fyrir stórar frumagnir, eins og þær, sem virðast standa í sambandi við minnið. En smávægilegar heilalam- anir, sem ef til vill stafa frá vægum sótthita, geta valdið leka á þessari girð- ingu. Það er eftirtektarvert, að sumar hinna furðulegustu tilrauna Rosenblatts í sumar sem leið urðu samtímis hita- bylgju og bilun á lofthreinsuninni, þeg- ar rotturnar hans voru við bága heilsu. S ennilega kostar það nokkur ár og miklar nákvæmar tilraunir að sanna, að minnisflutningur sé annað en til- viljun, og að læra að endurtaka hann, hvenær sem vera skal. Fyrsta skrefið verður að endurtaka frumtilraunirnar með miklu meiri dýrafjölda en hingað til. Einnig er nauðsynlegt að staðla öll skilyrði — svo sem útbúning kjarn- anna, umhverfið í rannsóknarstofunum og jafnvel meðferð dýranna, áður en farið er að temja þau. Slíkar aðferðir gætu gefið eitthvað fast undir fótinn við tilraunir til minn- isflutnings. Og verði svo, geta vísinda- mennirnir gengið öruggir að verki við að greina nákvæmlega, hvernig minnið geymist. Og í rauninni getur það geymzt á ýmsan hátt, eftir því um hvaða minn- isefni er að ræða. Ungar hefur til dæm- is grun um, að lítil ögn af eggjahvítu- efni geti haft inni að halda nægilegt minni til að gera dýri kleift að skipta sér ekki af miklum hávaða, en til flókn- ari verka kunni að þurfa heilar frum- agnir af eggjahvítuefni eða jafnvel RNA. En það verður erfitt að sannfæra efa- semdamennina. Eins og sumir hafa bent á, er saga líffræðinnar krök af upp- götvunm, sem hafa reynzt ómerkar. En hver sem lokadómurinn kann að verða um minnisflutning, er það næst- um öruggt, að vísindin græða á þess- um nýju tilraunum. Hinn ögrandi árang ur, sem hingað til hefur orðið, hefur freistað heilla hópa vísindamanna til að rannsaka málið frá öllum hliðum. Og góðar horfur eru á því, að sumir þeirra muni öðlast nýja innsýn í sambandið milli heila og hegðunar. Og það er ekki nema vel hugsanlegt, að einhver þeirra muni finna örugga og virka leið til að stjórna varðveizlu og endurheimt minnisins. 13. nóvember. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.