Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.07.1967, Blaðsíða 13
Grunnmynd hofsins á Hofstöðum í Mývatnssveit, sem Daniel Bruun og Finnur Jónsson grófu upp 1908. Helzta niðurstaða hans um þessa guðs- dýrkunarstaði er sú, að hof og- guðs- dýrkunarhús geti hafa fyrirfundizt hér á Norðurlöndum í heiðni, en trúariðk- anir norrænna heiðingja hafi þó í flest- um tilfellum farið fram undir opnum himni eða í gildaskálum stórbýlanna. í sambandi við hörginn telur höfundur um þróun að ræða, er fyrir kemur, að helgistaður úti í náttúrunni er settur undir þak. Næsti kafli í ritgerð Olsens fjallar um hofið í Uppsölum, en. því er allivel lýst í riti Adams af Bremen. Margar ■tilraunir hafa verið gerðar á liðnum öldum til að gera sér grein fyrir því, hvernig þetta hof 'hafi litið út, en því fer fjarri að fræðimenn séu á einu máli um það. í sambandi við hofið í Uppsöl- um vikur höfundur að rannsóknum á Sæbóli í Haukadal, en einstaka fræði- menn hafa viljað sjá líkindi raeð hugs- anlegri endurgerð af Uppsalahofi og hoftóft þeirri, ferhyrndri, sem talin er vera á Sæbóli. Vitnar hann hér m.a. í Kristján Eldjárn og telur í framhaldi af því, að tóftin á Sæbóli geti verið bæn- hústóft, en segir síðar, að þar geti einn- ig verið um að ræða tóft eftir hesthús og goðastallurinn, sem er talinn hafa verið í enda 'hofsins, sé þá sðeins venju- legur hesthússtallur. Þegar að því kemur að fjalla um aðra vitnsburði fornleifafræði, Andre arkæologiske vidnesbyrd, verða fyrst fyrir frásagnir um íslenzkar hoftóftir. Elzt þessara frásagna er frásögn Lax- dælu af hofi Hrúts, en þar segir, að þeg- ar Hrútur hafi setzt að á Hrútsstöðum, hafi hann reist hof þar í túninu og sag- an bætir við: sér þess enn merki. Þá er rakin saga margra hoftófta á íslandi á síðustu öld og öndverðri þessari, getið rannsókna Sigurðar Vigfússonar, Bryn- jólfs Jónssonar, Daniel Bruuns og Einns Jónssonar. Staðnæmist Olscn eink- um við uppgröft Daniels og Finns af hoftóftinni á Hofstöðum 1 Mývatns- sveit, en sú tóft hefur af mörgum við- urkenndustu fræðimönnum verið talin eina örugga hoftóftin á íslandi. Lýsir Olsen því, að hann hafi að tillögu Kristjáns Eldjárns, gert rannsóknir á þessari hoftóft 1965. Auk fornleifa- rannsóknanna á íslandi, fjallar höfund- ur í þessum kafla einnig um rannsóknir í Noregi, SvJþjóð og Danmörku. Siðasti kafli bókar dr. Olsens heitir Ilultsted og kirke. Víkur hann þar að tengslum heiðinna og kristinna guðs- dýrkunarstaða og nefnir í því sam- bandi, að eins og sýnt hafi verið fram á fyrr í ritgerðinni, hnígi öll rök að því, að kirkjan í Gömlu Uppsölum sé reist á grunni heiðna hofsins þar. En hann bæt- ir því við, að Uppsalir séu líka eini stað- urinn á Norðurlöndum þar sem hægt hafi verið með líkindum, sem jaðri við fullvissu, að slá því föstu með upp- greftri, að guðsdýrkunarstaður hafi haldizt frá heiðni til kristni. Hins vegar er Olsen varkárari gagnvart örnefnum sem sönnunargögnum um kirkju á hof- rústum, en sem kunnugt er hafa ýmsir fræðimenn lagt mikið upp úr heiðnum. örnefnum á kirkjustöðum, sem þeir telja að sýni, að kirkjur hafi komið í stað hofa og menn hafi gengið sömu götur til kirkjunnar og þeir gengu til hofsins fyrr. Meginniðurstaða Olsens er sú, að full- nægjandi rök vanti til að hægt sé að fullyrða með nokkurri vissu, að fyrstu kirkjur á Norðurlöndum hafi verið reistar á hofrústum. Hér hefur verið stiklað á stóru í dokt- orsritgerð Olaf Olsens. Eins og sagði í upphafi, er hér um að ræða yfirgrips- mestu og ítarlegustu rannsókn, sem gerð hefur verið á guðdýrkunarstöðum og helgihaldi í heiðni og kristni á Norðurlöndum. Vísindaleg nákvæmni og hlutlægt mat gera bók þessa að undirstöðuriti um þennan þátt kristni- töku Norðurlanda. Er efnismeðferð dr. Olsens einkar örugg og sérstaklega fróð- legt að lesa um öll atriði, sem snerta fornleifafræði, en þar er hans sérsvið eins og áður hefur verið nefnt. Afstaða hans gagnvart rituðum heimildum get- ur á stundum orkað meira tvímælis. En eitt er víst: hann leggur hvergi meira upp úr rituðum heimildum en efni standa til. Það er út af fyrir sig örugg afstaða, þó að ekki sé alltaf víst að það sé eina rétta heimildamatið. En þessi afstaða Olsens veldur því, að fáum at- riðum í riti hans mun verða hnekkt. Jón Hnefill Aðalsteinsson. FRÉTTABLÖÐ Framhald af bls. 7. gefa út blöð, er litu svo út sem hand- skrifuð væru. Hélzt þetta löngu eftir að tekið var að prenta flestar veiga- miklar fréttir. Um fréttaöflun. Meðan enginn var sími og póstþjón- usta mjög ófullkomin, var fréttaöflun flókið mál. Fréttir voru margar háðair skipakomum frá öðrum löndum. Stór verzlunarfyrirtæki greiddu þá mjög fyr- ir fréttaflutningi, með því að skrifa ýmis tíðindi í verzlunarbréfum til við- skiptavina eða útibúa sinna, og hjá þessum aðilum gátu blaðamenn oft feng- ið þær. Kaffihús voru miðstöðvar blaðamanna, einnig rakarastofur og réttarsalir í borgum. Opinberar heng- ingar voru mörgum kærkomin tæki- færi til að afla frétta. Ymsir menn, sem ekki voru hengdir sjálfir, dvöld- ust lengi dags við aftökustaðina, sér og öðrum til hre&singar og ánægju, og höfðu með sér nesti og tóku menn tali. Þegar Karl I var tekinn af, greindu blöðin nákvæmlega frá þeim atburði, þótt lítil væru. Blaðamenn sögðu svo greinilega frá daglegu lífi fyrirmanna að auðið var að vita hvernig þeir vörðu timanum daglega. Þá hafa margir emb- ættismenn verið samvizkusamir og var- ið vel tíma sínum. En sumir þeirra svikust um að borga blöðin, og um það þögðu blaðamenn ekki, heldur prent- uðu nöfn óskilvísra kaupenda af mik- illi nákvæmni í blöðum sínum. (Mætti e.t.v. grípa til þess hér ef eitthvert blað skortir efni). Þegar póstmál komust í fast horf, létt- ist mjög fréttaöflun. Það varð blöðum hagstætt þegar framfarir urðu í skipa- smíðum og siglingum. En bylting varð í þessari grein þegar síminn kom til sögunnar, og var þaðan í frá auðið að halda uppi alþjóðlegri samvinnu í frétta- dreifingu. Frá miðri 19. öld tóku að þróast alþjóðlegar fréttastofnanir, sem nú eru heimsfrægar. Fréttir fylgdu verzlunarleiðum og urðu að verzlunar- vöru. Þann 15. júlí 1859 skiptu þrír menn hnettinum á milli sín, þeir Reuter, Wolff og Havas, og gerðu sátt- mála um fréttamiðlun (Steed, 201—202). Framhald. SVIPMYND Framhald af bls. 3. en tómstundagaman áður fyrr. f fjögur ár samfleytt bjó hann um borð í snekkju sinni og gerði þá víðreist. Og hann hefur einnig búið í sveit, öll seinni stríðsárin bjó hann á búgarði í Con- necticut í Bandaríkjunum. Yfirleitt þarf Simenon að reyna allt á sjálfum sér persónulega, vera á sífelldum ferða- lögum, kynnast nýjum stöðum og mönn- um. „Til þess að geta lýst bankastjóra verð ég að hafa snætt með honum morg- unverð í náttfötum og innislopp“. Sime- non líkir sjálfum sér við svamp, sem drekki í sig áhrifin frá umhverfinu. Að sama skapi virðist honum um megn að beita eigin persónuleika og smekk á tunhverfið eða hefur a. m. k. ótrú á því. Þannig er skrifstofa hans afar ópersónuleg og minnir frekar á glugga- sýningu í húsgagnaverzlun en íveru- herbergi, á skrifborðinu er enginn óþarfur hlutur, einstök snyrtimennska einkennir herbergið allt. Hins vegar sýna málverkin í húsi hans, að hann hefur dálæti á nýjum stefnum í málara- list. Hann á mikið og gott málaverka- safn og eru margir listmálarar samtím- ans nánir vinir hans. Hins vegar segist hann aldrei lesa skáldrit annarra höf- unda; gripi hann í bók sér til skemmt- unar, kjósi hann helzt að lesa æviminn- ingar. Sjálfur hefur hann skrifað eina slíka bók, en þar fjallar hann ekki urn eigin æviminningar, heldur æviminn- ingar Maigrets. S imenon var kjörinn í Konung- legu belgísku akademiuna árið 1952 og hann hefur verið sæmdur orðum og honum hefur verið sýndur margs kon- ar sómi. En líklega munu flestir les- enda hans minnast hans fyrst og fremst fyrir leynilögreglusögur hans og hinn snjalla leynilögreglumann Maigret. hagalagdar Að gjalda Torfalögin. Þjóðsögur hafa myndazt um Torfa (í Klofa), svo sem títt er um afreks- menn. Alkunn er sagan um búferla- flutning hans upp undir Torfajökul til að firrast plág-unni síðari. Þá er og þekkt sagan um garð þann er hann hafi látið hlaða heiman frá Klofa og út á Skarðshálsa, sem eru norður af Skarðs- fjalli, til þess að geta komið sauðum sínum á haga í snjóalögum, og skyldi hver, er þar fór um leggja þrjá hnausa í garðinn. Höfðu þeir þá „goldið Torfa- lögin.“ Hafa menn talið sig sjá minjar um þennan garð. (Arbók Ferðafél.) Horfði til Jökulsins. í þann mund var það siður sumra mætra manna að ganga niður að sjó, þegar komið var úr fiskiróðri og vita hvernig hefði aflazt. Má þar til nefna Árna Thorsteinsson landfógeta, Óla Fin- sen póstmeistara og Lárus Sveinbjörn- sen háyfirdómara. Steingrímur Thor- steinsson skáld gerði sér tíðförult nið- ur að Steinbryggju og horfði mjög til hafs á Snæfellsjökul. En hann leiddi sjómenn meira hjá sér heldur en hinir fyrrtöldu. (Lifnaðarhættir í Reykjavík.) Ógæfu-afli. Tóku Akurnesingar, ásamt fleiri út- vegsmönnum, það neyðarúrræði að vera á hnotskóg og fá farma í skip sín af því, sem út var kastað af togurunum. En til þess að hafa Englendinga góða þurfti að hafa í förinni vindlakassa og vin, sem þá fékkst með lágu verði sam- anborið við það, sem nú er. Voru þessar vörur þá nefndar ,,trollarabeita.“ Aldrei hefur fiskur verið jafnfljóttekinn, og aldrei hefur fiskur verið fluttur á land á Akranesi sem jafnmikil óblessun hefur fylgt. Nokkrir efnilegustu formenn þar urðu hóflausir drykkjumenn. Gekk því mikið af þessum afla í sukk og svall, sem bakaði sumum efnilegustu mönnun- um ævitjón, er þeir voru í blóma lífs- ins. En sem betur fór breyttist þetta fljótlega aftur í betra og menningar- legra horf. (Úr byggðum Borgarfjarðar.) Þú ert full, Gunna. Guðrún, dóttir sr. Páls skálda, fékk sér stundum í staupinu og var þá kát og orðheppin, ef hún var ávörpuð. Eitt sinn hitti Jón Borgfirðingur hana góð- glaða fyrir framan Temperance hótelið á Vesturgötunni og segir við hana: „Þú ert full, Gunna“. Farðu heim.“ Þá svar- ar Gunna: Þú hefur langar loppur, ljótur og tannhvass. Þú ert kvennakoppur. Kysstu á hundsrass. (Lifnaðarhættir í Reykjavík.) Kláðinn var lífseigur. Allt þetta ár var kláðamálið einna efst á dagskrá í höfuðstaðnum. Olli því það, að jafnvel einn af embættismönn- um og atkvæðamestu borgurum bæjar- ins, Halldór Kr. Friðriksson, sem átti nokkrar kindur (um tuttugu fjár), hafði harðneitað að taka tillit til niðurskurð- arsamþykktar hins „almenna fundar Sunnlendinga“ árið áður og skera nokkrar kindur, sem grunaðar voru um kláða. Aftur hafði hann hlýtt í fyrstu fyrirskipunum um baðanir kinda sinna. En er kláðinn reyndist ekki horf- inn með öllu, er féð var skoðað, og ný böðun var fyrirskipuð, þá neitaði skóla- kennarinn alveg að gegna þeirri skipun, með því að hann hefði þegar gert skyldu sína, svo að lögreglustjóri, Árni Thorsteinsson, sem var oddviti „fjár- kláðanefndar" hér í bæ, lét með valdi taka kindurnar og baða þær. (Árbækur Reykjavíkur.) Trú til dauðans. Einu sinni var hjá mér öldruð vinnu- kona, sem Hróðný hét ... Hún hafði verið ógift alla ævi, en þjónað öðrum af mikilli trúmennsku og var orðin út- slitin. Af fátækum frænda sinum tók hún pilt til fósturs og annaðist hann þangað til hann var orðinn fleygur og fær. Var hún því öreigi í ellinni. Fyrir sér vildi hún vinna, meðan þess væri kostur. Var hún í fjósi og hirti kýr með þrifnaði og umhyggju. Síðari hluta vetr- ar bilaði heilsa hennar með öllu. Bjóst hún þá við dauða sínum og þráði hvíld- ina. Við fjósverkum hennar tók þá ung- lingspiltur, sem hún áminnti stöðugt um að fylgja öllum þrifnaðarreglum, sem hún taldi nauðsynlegar. — Síðasta morguninn, sem hún lifði, segir hún við fjósamanninn: „Heldur þú nú, Balli minn, að þú hafir borið nógu vel undir kálfinn?“ — Eftir fáar mínútur gaf hún upp andann. Slík hjú skeika ekki af þeim vegi að vera trú til dauðans. (Úr byggðum Borgarfjarðar.) 2. júlí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.