Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 15
A erlendum bóka- markaði The Americans I. The Colonial Experience. Daniel J. Boorstin. Penguin Books 1965. 7/6. S ú nýlenda Evrópumanna, sem átti eftir að móta heimssöguna mest á 19. og 20. öld, var nýlenda Englendinga á austurströnd Norður-Ameríku. Bók Boorstins um mótun Bandarikjanna á nýlendutímanum er ein sú bezta, sem um þessi mál fjallar. Höfundur skiptir þessum fyrri 'hluta ritsins, „The Colo- nial Experience", í þrjá hluta, sem skiptast í kafla. Þetta eru hugleiðingar um sögu þeirra atburða og aðstöðu, sem mótuðu hugsunarhátt og mat manna á verðmætum í Nýja heimin- um. Arfleifð pílagrímafeðranna var ensk, en arftakarnir mótuðust við aðrar forsendur og því verða öll viðbrögð manna og hugsunarháttur annar en í Gamla heiminum. Höfundur rekur þessa þróiun í lagasetningu, tungu, stjórnmál- um, trúarbrögðum, vísindum og mennt- un. Landið var vítt og landrými nóg og framleiðslugetan mjög mikil. Á sautj- ándu öld var hleypt upp miklum búum, einkum í Virginiu, og afurðirnar voru seldar úr landi. Tóbaksrækt, rekin með þrælum, varð bráðlega mjög viðamikil í Suðurríkjunum, og minntu þessi stór- bú um margt á stórbúskap Rómverja og höfuðból miðalda. Hér var allur rekstur mun stærri í sniðum en í Evr- ópu, eigendurnir urðu einnig að vera kaupsýslumenn. Hugleiðingar höfundar um áhrif sérttrúarbragða á mótun þjóð- arinnar eru mjög eftirtektarverðar og koma heim við sko'ðanir Webers um þau efni. Bókin er ágætlega skrifuð og vandað til allra heimilda. Höfundurinn er einn fremsti sagnfræðingur í Bandaríkjunum og vinnur nú að ritstjórn „Chicago History of American Civilization“, sem á að koma út i tuttugu bindum. Bóka- skrá fylgir, sem er sextíu og sjö þétt- prentaðar síður, og registur. Weltgeschichte. Albrecht Weber. Philipp Reelam Jun. Stuttgart 1966. DM 32.80. R eclam-útgáfan hóf fyrst útgáfu svonefndra vasabrotsbóka, „Recclams Universal Bibliothek", en til þeirrar út- gáfu var stofnað 1867 og útgáfan því hundrað ára um þessar mundir. Útgáf- an ber nafn stofnanda síns Antons Philipps Reclams og er talin stofnuð 1828, Þessi útgáfa varð fyrst til þess að gefa út úrval heimsbókmennta í mjög ódýrum útgáfum. Alls hafa nú komið út rúmlega tíu þúsund rit, og telst „Weltgeschichte“ eftir Albrecht Weber númer 10037-54. Rit þetta er 1383 blaðsiður; í því eru 30 teikningar, 54 uppdrættir og 64 myndasíður; auk þess fylgir bókaskrá og registur. Þetta er yfirlitsrit. Höfund- ur segir í formála að í fyrstu hafi sag- an gerzt á nokkrum sundurskildum svæðum, en eftir því sem tímar liðu 'hafi sviðin orðið færri, og nú sé svo komið að sviðið sé eitt og allir taki þátt í leiknum. Höfundur skrifar sög- una frá sjónarmiði Evrópumannsins, enda hafa Evrópuþjóðir mótað mjög alla sögu, oft með yfirgangi og þrúgun. En Evrópa hefur einnig veitt öðrum þjóðum hlutdeild í vísindum og tækni, sem er grundvöllur betra lífs en þessar þjóðir áttu völ á fyrr. Veraldarsaga, sem sett er saman af einum manni, hlýtur alltaf að verða meira og minna persónuleg, og það fer eftir höfundinum hvort sagan verður eftirtektarverð og vekjandi. Oft eru slík rit skemmtilegri því persónulegri sem þau eru. Þessi bók er lipurlega skrifuð og ýmsar mannlýsingar höfund- ar lifandi og skýrar. Síðasti hluti rits- ins „Die eine Welt der Massen“ er sá kafli bókarinnar, sem fjallar um tíma- skeiðið frá 1914 og allt til 1965, og er tímabær hugvekja. The Colonial Empirés. A Com- parative Survey from the Eigh- teenth Century. D. K. Fieldhouse. The Weidenfeld and Nicolson Uni- versal History 29. Weidenfeld and Nicolson 1966. 63.00. „T he Colonial Empires" kom út á þýzku í fyrra hjá Fischer-útgáfunni sem eitt bindi mannkynssögu, er alls verður þrjátíu og fimm bindi. Weiden- feld and Nicolson gefur einnig út sömu sögu á ensku og er hér komið fyrsta bindið, sem telst tuttugasta og nrunda í bindaröðinni, en þessi saga verður alls þrjátíu og fim-m bindi eins og hjá þýzku útgáfunni. Hin nýja veraldarsaga á að spanna allan heiminn, án þess að leggja sérlega áherzlu á þróun mála í Evrópu. Hingað til hefur veraldarsagan oftlega verið eingöngu rituð frá sjónarmiði Evrópubúans. Evrópa hefur vissulega verið miðstöðin þaðan sem áhrifin kvísl- uðust. En aðrar álfur og þjóðlönd eiga sér einnig sögu, og msð þessari mann- kynssög.u á að gera þeirri sögu jafn- hátt undir höfði og Evrópusögunni. Þessi stefna hefur verið upptekin á síðari árum og gerir söguna miklu veigameiri og yfirgripsmeiri en áður. Höfundur þessarar bókax hefur kennt við ýmsa háskóla á Englandi og segir í formála, að hann hefði ekki sett sam- an bók sem þessa af sjálf-sdáðum, en vildi þó ekki skorast undan því, þegar þess var farið á leit við hann. Ritinu var stakkur skorinn af útgáfunni og hefur höfundur þurft að takmarka sig mjög. Ritið fjallar um nýlendur evr- ópskra þjóða allt frá því á 18. öld. Höf- undur skiptir bókinni í tvo aðalkafla, nýlenduveldin fyrir og eftir 1815. Þetta er útþenslusaga Evrópu. Þýðing nýlendna fyrir Evrópuþjóðir og alla þróun mála í Evrópu og á nýlendu- svæðunum var stórkostleg. Adam Smith segir um 1770, „að fundur Ameriku og siglingin fyrir Góðrarvonarhöfða séu merkustu atburðir mannkynssögunnar11. Smith leit á þessa atburði frá Evrópu. Það voru fleiri þjóðir en Evrópubúar, sem stofnuðu nýlendur og ráku uian- ríkisverzlun. En þessir atburðir breyttu hagkerfi Evrópu, og í þessu riti segir höfundur þá sögu og síðan sögu ný- lenduafsalsins, sem er nú að gerast. Bókin veitir greinargott yfirlit urh þessa sögu. Bókiimi fylgja myndir, athuga- greinar, bókaskrá og registur. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15 j 1. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.