Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1969, Blaðsíða 4
HVER ERU BEZTU BLÖÐ HEIMSINS? Ný bók effir John C, Við jlest dagblöð heimsins tíökast „gusuleg, yfirborðs- kennd og hugsunarlaus blá- þráðarblaðamennska", sem hefur ekkert að bjóða lesend- um annað en „ómerkilegt sam sull af ólíkasta smœlki“. John C. Merrill, prófessor í blaða- mennsku við Missouri-háskóla fellir þennan harðorða dóm yfir heimsblaðamennskunni í heild í nýrri bók, þar sem hann kemst engu að siður að þeirri niðurstöðu, að fjöldi hinna „alvarlegu, menntunar- sinnuðu rita meö heimsborg- araleg sjónarmið“ fari sífellt vaxandi. Þessi blöð mynda það sem hann kallar „Úrval heimsblaðanna“ en það er ein- mitt titillinn á bók hans. Merrill tínir ekki aðeins til helztu dagblöðin með nafni heldur skipar 100 þeirra í stig lœkkandi „dagblaðapíra- mída“. Merrill, sem 44 ára gamall, hefur doktorsgráöu í fjölmiðl- unartœkni frá heimspekideild háskólans í Iowa og hefur unnið í þrjú ár að álitsgerð sinni um erlend dagblöð og meðal annars heimsótt rit- stjórnarskrifstofur margra þeirra. Hann skilgreinir úrval ið sem „ábyrgu blöðin, upp- lýstu blöðin, alvarlegu blöðin og blöð, sem alvarlega þenkj- andi fólk og skoðanaleiðtogar allra landa taka alvariega". Sú skilgreining nœr jafnt til hinna bundnu blaða alræðis- þjóðfélaga og þess bezta í hin um frjálsa vestrœna blaöa- heimi. 1 bók Merrills er að finna stuttorðar lýsingar á 40 dagblöðum en gildi hennar liggur í mati hennar á blöð- unum. í píramídanum komast tíu blöð í „fyrsta úrválsflokk", 20 blöð í „annan úrvalsflokk“ 30 blöð í „þriðja úrvalsflokk“ og 40 blöð „undir-úrvals- flokk“. Hér fer á eftir mat Merrills á verðleikum tíu beztu blaðanna: The New York Times Stolt, nærri hrokafullt dag- blað, sem lesið er af sérstök- um hópi forustumanna um heim allan. Ekki geðjast öll- um að því en enginn getur virt þaö að vettugi. Enda þótt orðstír þess sé sennilega meiri en raunveruleikinn gefur til- efni til, er það öllum blöðum fremra hvað snertir víðtœka öflun frétta og sjónarmiða. Gjörhyglin er helzta aðals- merki þess og það er sá mœli- kvarði, sem öll önnur amerísk blöð eru miðuð við. Neue Zurcher Zeitung (Zúrich) — Sérstæðast, al- Merrill svarar þeirri varlegast, ábyrgast og álþjóð- legast. Frá hefðartindi sínum í hinu frelsisunnandi landi virðir það fyrir sér heiminn af köldum skilningi áhorfand- ans. Le Monde (París) — Miskunnarlaust rökhyggjublað og hefur gert einna minnstar tilslákanir í átt til nútíma blaðamennsku. Blað túlkunar, bollalegginga og raunsærrar ályktunar og býr yfir dularfullum hœfileik um til að sjá fyrir um gang mála. Það er stillt, asalaust og fylgir sjálfu sér samkvœmri og skynsamlegri eilítið vinstri eimaðri línu. The Guardian (Manchester/London) - Afl váki hinnar ósamræmdu, brezku þjóðarvitundar og full trúi vits og þekkingar í brezkri framfara- og frjáls- hyggju. Þetta er ekki blað sem hlýtur hlutleysisviðbrögð hjá lesendum sínum, það hefur dregið úr áherzlu á fréttir fyrir aukna gagnrýni, túlkun skoðana og stjórnmála leg deiluefni. DAG- spurningu The Times (London) — Virðulegt og kurteist, snyrtilegt og vel rit- stýrt, prýðilega skrifað með mjög fáguöum og skarp- skyggnum ritstjórnargreinum. The Times er ef til vill það blaðið, sem kemur einna auð- veldlegast fram í hugann, þegar hann beinist að gœðum í daglegri blaðamennsku. Pravda (Moskvu) — Án efa róleg- asta, skilmerkilegasta og áhrifamesta blaðið í Sovétríkj unum og ef til vill i heimin- um. Sem vörður flokkslínunn ar tekur það afstöðu til allra almennra málefna og önnur málgögn lúta forystu þess. Jen-min Jih-pao (Peking) — Fyrst og fremst málgagn valdhafanna og gríp ur stundum til ýkja, hálfsagna og beinna falsana. Er meira fréttatafla stjórnarinnar en dagblað, en nœr sennilega til fleiri lesenda en nokkurt annað, sem gefið er út á jörð- inni. Framh. á bls. 15 Umhverfi, eins og hús, tré, girðingar, fólk, hreyfist, ef þaS hreyfist, alltaf handan gler- rúðu. Fyrir framan leiktjalda- legt útsýnið snýst fitugljáandi svart stýrið, ef það snýst, með sprungnum flautuhnappi í miðj unni. Við hliðina á því vex úr blikkhúðuðum, titrandi kjarnanum stöng með hnúði, hún heitir gírstöng og er slit- in og máð af óteljandi hand- tökum eins og forn nauðsynja- hlutur. Upp úr gúmmíklæddu gólfinu vaxa þrír sveppir: kúppling, hemlar og bensín- gjöf, hversu fast sem er stigið á þá, lyfta þeir höfði aftur, gjörólíkt fólki, það er erfiðara að gera út af við þá en mann- fólkið. Einn sveppurinn virðist þó oft fæðast vanskapaður: hemlarnir. Það verður að gera við heml- ana. Aftur og aftur. Þó er það augljóst, að sökin loðir við ökumanninn eins og seig smurningsolía. En um það er aldrei talað, ekki heldur á viðgerðarverkstæðinu. Getur verið, segja þeir í huganum, að hann stígi of fast, stígi ofsa- Iega á sveppinn, þegar eitthvað í umhverfinu, hinum megin rúðunnar, fyrir framan nefið á honum, komi honum til þess. Þá verður að gera við heml- ana, hann segir það sjálfur á verkstæðinu, önugur, eins og vélin sé fjandmaður hans, af því að hann traðki á henni: Hann, húsbóndi hennar, öku- maðurinn, yfir henni árum sam an í stýrishúsinu, skilinn frá umhverfinu, frá eðlilegri sveigju trjánna í vindinum, skil inn frá þöndum pilsunum, það- an sem leggir í dökkum sokk- um koma, fara, koma, fara. Betra að horfa beint áfram, þá fer umhverfið brátt að fljóta til hægri og vinstri með jöfn- um hraða eins og vatn, þá virð- ist jafnvel mjög mikilvægt tak- mark bíða hans, þar sem á- fanganum lýkur, en þegar þang að er komið, reynist það vera ein vöruskemma, ein lík ann- arri, í þeim eru kassar með ein- hverju innihaldi, sama var hon um, hvað það var. Kössunum er lyft á vörubílinn, eftir það rennur sama umhverfið fram- hjá í öfuga átt á báðar hliðar. Hann, bílstjórinn, starfsmaður flutningafyrirtækis frá ómuna tíð, piparsveinninn, sem ætlar ekki að kvænast, sem er stöð- ugt á leiðinni, sérstakur ein- staklingur með sérstakt nafn (Morges eða Korges eða þess háttar), fyrir framan það hefur hið algenga Ewald staðið síð- astliðin fjörutíu ár, hann ekur hingað og ekur þangað og heldur oft, að hann viti hvern- ig og hvers vegna. Oft hefur hann samt ekki minnstu hugmynd um, hvers vegna hann hangi í þessari há- vaðasömu vél, haldandi í stýris- hjólið, þegar hann gæti eins verið múrarinn þarna á vinnu- pallinum eða maðurinn, sem skreytir verzlunarglUggana. Hann veit ekki, hvað olli því, að hann varð hann, livaðan það, sem kallað er persónu- leiki komi, og hvort það sé ekki eins konar sjúkdómur. Eins konar innri vöxtur, eins og horn, sem myndast, án þess að cigandinn viti til hvers. Furðuverk tilverunnar í mynd biistjórans Torges, hugsar hann oftast um skamma stund, því að brátt rofnar hin barns- lega undrun hans yfir sjálfum sér af rauðu Ijósi, viðvörunar- merki heyrist, eða fótgangandi þeytist frá. Af þessu ieiðir smám saman, að hin sígilda setn ing heyrist á verkstæðinu dag nokkurn eftir vinnutíma: Það verður að gera við hemlana. Svona ekur hann. Og eftir margra ára sundurslitna undr- un: að ég sé einmitt ég, byrjar tímabil spurningarinnar: Hvers vegna er ég Ewald Borges? Hvers vegna er hann, sem þó bjó yfir ýmsum möguleik- um, finnst honum, lokaður inni í þessum Korges, sem svo er lokaður inni í stýrishúsi með tvennum dyrum, settum votu stýrishjóli og þremur pedölum. Slíkar spumingar breyta um- hverfinu. Rólegur straumur þess fer fram hjá rúðunni verð ur rykkjóttur, beygjur með snöggri sveiflu í nýjar götur, ný húsaleiktjöld Eitt sinn svo að munaði hársbreidd fram hjá ljósastaur: Skollans járnarusl að troða þér í veg fyrir mig. Spurning, sem gerir gamlan þriSSja og hálfs lítra vörubíl að óðum geithafri, sem hann þeysist á gegnum þröngar göt- ur. Svei því, ef einhver ■ kem- ur úr þrengslunum, einhver, sem hann getur ekki séð, úr því að hann hefur orðið hann sjálfur. Aðra eltir hann, æðir á eftir fómardýrinu, hrað- ar, hraðar, svo að drynur í vélinni: Seifur ekur á þig, fót- gangandi, Seifur hinn öfund- sjúki, sem alltaf vildi vera annar, og iltki sá, sem hann var. Hvers vegna svaf hanh annars hjá Evrópu eins og uxi, eins og ekki-hann? Hvers vegna þá ekki eins og vörubíll eins og fergengishreyfill? Og í mynd hvers hafði hann lagzt með Ledu, eðlað sig með Maju, íó og öðrum Grikkjastúlkum, svarthærðum, stórmynntiim, með stærðar hárbrúska undir höndunum og annars staðar? Schorges hafði sjálfur séð þær, þessar dauðlegu, og þegar um- hverfið handan við rúðuna breyttist í landslag, skóglaus fjöll Þessalíu, ólívulundi Att- íku, glampa á sjónum báðum megin við Korintueiðið. Þá var vörubíllinn grágrænn eins og einkennisbúningur bílstjórans, sem hafði skift um hann, öl- vaður af framandi víni og framandi sól. Hann var næstum guð, sem hafði eldinguna að vopni, en þó sigraður af þeim, sem er guðunum máttugri: manninum. Hann þýtur áfram. Þó skort- ir hann hugrckki til að hafa fótinn kyrran á benzíngjöfinni, þar til hann verður að beina- hrúgu: Á seinustu stundu skreppur fóturinn af, eftir það verður að gera við liemlana fyrr. A verkstæðinu lýsir Forges því yfir, að bíllinn sé kominn til ára sinna: stálið er farið að Iáta undan. Og bifvélavirk- inn, sem hefur heyrt þessa setn ingu alloft, virðir Phorges fyr- ir sér, áður en hann lítur und- ir vagninn: Efnið í þér góð- urinn, yngist nú ekki heldur. Öskuhaugarnir bíða okkar allra. í því umhverfi, sem alltaf bíður hans eftir vinnutíma, handan allmargra glugga, hurða, hliða og ganga, leitar &JK EljcJírtoíJorkEimes lí~5Bm, r r»lOAr.lA»V míiMrnkW THE TIMES r ?*!!>■ JVtvrt J6 ‘TíttírViK ABC ZHI£±oy stiiAMi M.KK\ he HáJLLH* ixsf.hu áx° XlV v 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.