Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Blaðsíða 13
íkringum okkur Eftir Árna Waag Fyrir skömmu komu nokkur hreindýr flugleiðis frá Egils- stöðum hingað á höfuðborgar- svæðið og er það í fyrsta skipti, sem hreindýr sjást á þessum slóðum um margra áratuga skeið. Dýr þessi verða nú fram vegis til sýnis í Sædýrasafn- inu í Hafnarfirði. Á hverju ári er hreindýra getið í fréttum hér á landi, einkum í sambandi við veiðar þeirra austanlands og einnig þegar þau leita til byggða í harðærum. Fæstir hafa þó séð þessi merkilegu heimskautadýr. Ber að þakka forráðamönnum safnsins þetta framtak. Eins og kunnugt er, eru hreindýrin hér á landi afkom- endur þeirra dýra, sem flutt voru inn frá Norður-Noregi á síðari hluta 18. aldar. Árið 1771 var þremur hreindýrum sleppt einhvers staðar í Bang- árvallasýslu. Arið 1777 voru 23 dýr sett á land í grennd við Hafnarfjörð, og tóku þau sér bólfestu í Bláfjöilum, Ilengli og HREINDÝR liiB-feÁ :: " 1 : " £ Éjjj i - ját..ýjj ijÁj-i... ■ BPjk® i ~~7~ gj. Fagurlcga hymdur hreintarfur. Lappar með hreindýr vafalaust víðar á Reykjanes- skaga. Sumarið 1783 var nokkr um hreindýrum sleppt á Vaðla- heiði. Árið 1787 var svo loks komið með 30 dýr og þeim að öllum líkindum sleppt í Múla- sýslum. Siðan hafa hreindýr ekki verið flutt til landsins. Öll þessi hreindýr hafa án efa verið tamin. Þrátt fyrir það hafa þau þrifizt hér vel og fjölgaði þeim fljótt og mynduð ust hjarðir á ýmsum þeim svæð- um, sem þeim var sleppt á. T.d. er talið að stofninn á Vaðla- heiði væri 300—400 um 1790. Fjölgunin var það ör, að ástæða þótti til að fækka þeim, og var þeim sagt stríð á hendur um 1850. Þá hurfu þau víða frá þeim stöðum, þar sem þau höfðu verið algeng áður. Þá var tekið til við að friða þau aftur og upp úr aldamótunum má segja, að þau hafi verið friðuð að meira eða minna leyti síðan. Að vísu hafa verið leyfðar tak- markaðar veiðar á törfum á þessu tímabili og er svo enn. Þótt hreindýr séu prýðilega út búin til kaldrar heimskauta- veðráttu og þoli kulda ótrú- lega vel, þá hefur hin rysjótta tíð hér á landi einkum á suð- ur og suðvesturlandi vafalaust tekið drjúgan toll af hreindýra stofninum. Athyglisvert er, að í dag eru heimkynni íslenzkra hreindýra nær eingöngu á svæð inu fyrir norðaustan Vatnajök ul, en þar fellur einna minnst úrkoma á íslandi, eins og kunn ugt er. Hreindýrið er að mestu kulda beltis- og heimskautadýr, en heimkynni þess eru landssvæð- in allt í kringum Norðuríshafið. En þau ná einnig til hluta barr skógabeltisins bæði í Síberíu, Alaska og Kanada. Hreindýr eru á Svalbarða, Novja Semlja, á eyjunum norður af Kanada ag á norðvesturlhiomi Græn- lands á 80° n.br. Villt hreindýr eiga einnig heimkynni sín m.a. umhverfis Baikalvatn (52° n. br.), á Nýfundnalandi og víð- ar í Kanada, allt suður að 50° n.br. Hreindýrin hafa auðsjáan lega mjög mikla aðlögunarhæfi ieitoa, þair seim miuiniur á veðurfari á nyrztu og syðstu mörkum heimkynna þeirra hlýt ur að vera mjög mikill. Ann- ars getur verið erfitt að átta sig á náttúrulegum heimkynn um villtra hreindýra, því að menn hafa verið að flytja þau á milli landa og þau blandazt tömdum dýrum. í Evrópu finn- ast villt hreindýr aðeins á Hard angervidde og í Dofrafjöllum í Noregi. Þau eru þó talin vera eitthvað blönduð tömdum dýr um. Almennt er álitið, að ein teg- und hreindýra sé til í heimin- um. Vegna hinnar griðarlegu útbreiðslu þeirra og einangrun ar hafa myndazt mjög margar deilitegundir, rúmlega 20 tals- ins. Hreindýr teljast til hjarta- ættar, og eru því skyld krón- hjörtum, elgdýrum, rádýrum o. fl. Eitt aðaleinkenni dýra af hjartaættinni eru hin marg- greindu hoi*n, sem þau fella á haustin. Ættingjar hreindýra geta þó ekki státað af eins stór um og fallegum hornum og hreindýrið. Bæði tarfar og kýr eru hyrnd, en á meðal annarra tegunda af hjartaættinni eru það aðeins tarfamir, sem eru hyrndir. Hreindýrahorn eru mjög misjöfn að gerð og eru t.d. horn kanadiskra skógar- hreinsins lítið greind. Hreindýrið getur talizt stórt dýr, en stærðin er mjög mis- munandi. Lengd stærstu deili- tegundanna getur t.d. náð meir en 200 cm., en lengd þeirra minnstu er innan við 170 cm. Hæð þeirra stærstu er 115 cm., en þeirra minnstu 67 cm. Hrein dýr eru lágfætt ef borið er sam an við flest önnur dýr af hjarta ættinni og bera höfuðið lágt, líkt og nautgripir. Höfuðið er stórt og eru granir hærðar. Að alháralitur hreindýra er grá- brúnleitur með rjómagulu ívafi og hvítleitur á kviði. Tamin hreindýr eru þó mjög mismun- andi að lit. Ekki þarf að at- huga feldinn nema skamma stund til þess að ganga úr skugga um að hreindýr hafa sérhæft sig heimskautalofts- lagi. Hárið er mikið, mjög þétt og fyllt lofti. Á veturna verða hárin á feldinum yfir 4 cm. að lengd. Auk hins þétta felds safnast svo oft 8—10 cm þykkt spiklag undir húðinni. Þar sem svitakirtlar hreindýra eru fáir og lítt þroskaðir, þá nota þau munninn til að kæla sig líkt og hundar gera, þegar þeim verður of heitt. Af þess- um sökum er einnig feldur hreindýra mjög þurr. Þegar Ro bert Scott lagði í hinn fræga Suðurpólsleiðangur sinn hafði hann bæði hesta og hreindýr með sér. Hestarnir svitnuðu svo að það hlóðst á þá klakabrynja og þeir hreinlega frusu í hel, en hreinidýriin voru alltatf skráþurr. Þaið miá segja, að eitt mesta vandamál hreindýra sé að losa sig við hita þann í líkamanum, sem umfram er. Fætur hreindýra eru fremur lágir, en sterklegir. Klaufirnar, bæði lág- og aðalklaufir, eru langar og jafnframt breiðar og eru þær einkar hentugar dýr- um, sem halda sig mikið í snjó og mýrarfenjum. Lyktarskyn hreindýra er mjög þroskað, og er það skiln- ingarvit, sem þau nota mest til að varast óvini. Þá er ennfrem- ur talið, að þau geti fundið lykt af skófum og öðrum gróðri gegnum þykkt snjólag. Um fengitímann nota tarfarnir mjög lyktarskynið til þess að hafa upp á kúm. Þeir eru fjölkvænis dýr og berjast mjög um það leyti, þótt hreindýr séu annars sérstaklega gæflynd dýr. Með- göngutíminn er TV2—8 mánuðir. Langalgengast er, að hreinkýr in fæði einn kálf. Mjög sjald- gæft er, að tvíburar fæðist á meðal hreindýra. Hreinkálf ar eru 5—10 kg. að þyngd við fæð ingu og bæta við þyngd sína 300—550 g á dag fyrstu 4 mán- uðina. Þeir eru venjulegast á spena sumarlangt og eitthvað fram á veturinn. Fæða hreindýra er margvís- legur æðri og lægri háfjalla- gróður. Á sumrin taka þau til sín æðri plöntur, einkum runn kenndar plöntur s.s. grasvíði, bláberjalyng, ennfremur gras- og hálfgrastegundir. Ingvi Þor steinsson magister, Arnþór Garðarsson dýrafræðingur o.fl. hafa gert athuganir á sumar- beit hreindýra s.l. tvö sumur. Kom í ljós, að 60% atf sumar- fæðu íslenzkra hreindýra er grasvíðir, bláberjalyng og aðr- ar trékenndar plöntur, en 40% jurtkenndar plöntur, einkum língresi, vinglar og hálfgrös. Niðurstöður þessarra athugana munu þeir félagar birta í Nátt- úrufræðingnum á næstunni. Á veturna lifa hreindýr mjög mik ið á skófum s.s. fjallagrösum, hreindýramosa o.fl. Hreindýr eru mjög félags- lyntd dýr og eru í hópum. Sums staðar fara þau langar ferðir á milli sumar- og vetrarhaga. Má þar til nefna skógarhrein- inn í Kanada. Hann fer fleiri hundruð km bæði vor og haust og lætur ekki straumhörð stór- fljót aftra sér. Frá ómunatíð hafa hreindýr verið nytjuð af þjóðum þeim, sem búa nyrzt í Evrópu og Asíu Fyrir þjóðir eins og Lappa, Samojeda, Tungúsa og aðrar Síberíuþjóðir voru hreindýrin þeim allt. Hreindýrin voru höf ð til frálags og bókstaflega hvert tangur og tetur notað af þeim. Sumar þjóðirnar átu meira að segja gorið úr vömbinni og kom það í staðinn fyrir græn- meti. Fríða Guðmundsdóttir MINNING Á mildu sumri fyrst ég fann þig, vinur, það kvöld gekk sólin ekki til viðar, því þá var upprtoa lífs míns. Þú beindir huga mínum til himins í bæn um eilífa sól, sem vermir unga og leitandi sál. Vinur, þú varst g'leði mín og hamingja, auður hjarta míns, logi í æðum mínum, upphaf sælu minnar. Vinur, hvar eTtu? Ljós augna minna daprast, það dimmir og sól sezt. —______________________________ 5. apríl 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.