Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 9
GARBO Við komuna til New York. bakstursvörur. Var það einnig gamanhlutverk. Greta hafði ákaflega gaman af þessari nýju reynslu sinni í kvikmyndaleik. Nokkru siðar komst hún að því, að Erik Petschler forstjóri, sem var í heimsókn hjá PUB, hugðist gera kvikmynd. Greta hugsaði sig ekki um tvisvar, heldur lét til skarar skríða og náði tali af Petschler. Hún fór með stutt kvæði fyrir hann og að því búnu fékk hún smáhlut- verk. Petschler var nokkurs konar skandinavísk útgáfa af Marck Sennett og mynd hans var gamanmynd. Greta þurfti nú ekki frekari örvunar við. Hún ákvað að leggja fyrir sig kvikmyndaleik. í>egar hún sagði upp hjá PUB gaf hún upp þá ástæðu fyrir uppsögn'inni, að hún hygðist „fara út í kivikmynidir11. Petisch- ler réð hermi beilt oig eklki leið á löngu þar til hún komst á Konunglegu akademíuna. Hún tók námið alvarlega og lék nokkur minni háttar hlut- verk í leikhúsi akademíunnar. En um það leyti, sem fundum þeirra Stillers bar saman benti enn ekkert ti'l þess, að hún væri búin óvenjulegum hæfi- leikum. Faðir Stillers var Gyðingur og hafði þjónað í tónlistardeild rússneska hersinis. Hann hafði gengið að eiga dóttur gyðinga- læknis frá Póllandi. Þau sett- ust að í Helsinki og þar fædd- ust þeim sex börn. Mauritz var sá fjórði í röðinnii. Þegarhann var þriggja ára dóu báðir for- eldrar hans með fárra mánaða millibili, faði hans úr veiikind- um, en móðir hans féll fyrir eigin hend'i. Börnunum var holað niður hjá ýmsum fjölskyldum. Maur- itz var komið fyrir hjá hatta- gerðarmanni að nafni Katz- mann. Var drengurinn snemma gerður að sölumanni. En ekki þótti honum takast vel upp í starfi sínu og sjálfur mun hann aldrei hafa haft mikinn áhuga 4 því að leggja það fyrir sig. Hamn fékk hinis vegar áhuga á leikhúsinu og lék um nokkurn tíimia í leikfloikikium oig litlum leikfélögum. Árið 1904 var Stiller hand- tekinn og dæmdur í sex ára herþjónustu, þar af þrjú ár í Síberíu, fyrir þá sök að hafa ekki gegnt herkvaSningu, þeg- ar þeir karlmenn í Helsinki, sem voru eldri en tuttugu og eins árs voru boðaðir til her- þjónustu. Stiller var ákveðinn og óstýrilátur og hann beið engra boða heldur strauk umsvifalaust og slapp úr landi með hjálp falsaðs vegabréfs. Komst hann þannig undan til Svíþjóðar. Næstu árin á eftir vann hann sundurleitustu störf og lék smáhlutverk í lítt þekktum sveitaleikhúsum. Stiller var ekki sérlega góður leikari. Hann var sérgóður, hann of- lék og hann tók illa aga. Árið 1911 var fyrsta kvikmyndaver Svíþjóðar opnað. Hét það „Bio gr,aph“. Stiller var ráðinn til þess að leika. Honum féllu ekki vinnubrögðin í verinu og bei'tti hinum miklu fortöluhæfi- leikum sínum við forráðamenn- ina með þeim árangri, að hon- um var leyft að stjórna sjálf- um. Upp frá því fór að vænk- ast hagur hans. Næsta áratuginn gerði hann fjörutíu myndir; voru þær marg ar tveggja spólna æsingamynd- ir, e'ða „tlhrillers". Árið 1920 gerðii bainn svo „Erotikoin“, en 'þaÖ v'ar eiimis konar fáguð mynd af hjóniabandiríu. Gaignrýniendur lýstu því yfir einum rómi, að hér væri komin fyrsta nútíma gamanmyndin og væri þetta stór framför frá grínmyndum af Mack Sennettskólanum. Stiller var ósvikinn uppfinn- ingamaður, ekki alls ólík- ur D.W. Gri'ffith. Hann inn- leiddi miargt nýmiælið í evr- ópska kvikmynidagerð. Hann var hugmyndaríkur og afkasta mikill en jafnframt vandvirk- ur og nákvæmur. — Áhuga- menn ættu að leika bæði kvik- myndir og sviðsverk — ef þeir gætu aðeims gert það, — var eitt sinn haft eftir honum. Og: — Þegar leikari er sannlega mikill, er hann ætíð að reyna að öðlast aftur þá einfeldni, sem var hans, meðan hann vissi ekkert um leiktækni. — Stiller reikaði oft um torg og stræti í leit að leikurum í ihyndir sínar. Hann kom einn- ig í akademíuna til þess að að finna leikara, sem ekki voru enn stirðnaðir í einhverri ákveðinni leiktækni eða stíl. Árið 1923 var hann að ráð- gera nýja mynd og vantaði í hana hæfileikamikla en óþekkta og ómótaða leikkonu. Greta var boðuð á fund Still- ers að heimili hans. Hún var kvíðin, eins og vænta mátti, og mjög óstyrk og skelkuð, þegar hún kom til fundarins. Stiller kom seint og um síðir og hafði með sér hinn risavaxna franska bolabít sinn, Charlie. Hann sagði ekki aukatekið orð, en virti hina ungu leikkonu vandlega fyrir sér. Að nokk- urri stundu liðinni hóf hann rabb um daginn og veginn en sagði svo að því loknu: — Gefðu mér upp símanúmerið þitt, — og gaf hann henni merki um, að hún mætti fara. Hún var heldur niðurdregin, er heim kom. Hún bjóst alls ekki við því að heyra frekar frá Stiller, Greta staðnæmdist fyrir framan spegilinn og skoð- aði sig vandlega í honum. Ekki létti henni í skapi við það. Og föt hennar voru heldur ekki til þess fallin að vinna henni brautargengi. Svo var hún of þybbin, hárgreiðslan fór henni ekki vel og tennur hennar voru ójafnar. Mauri'tz Stiller hafði tekið eftir þessu öllu og mörgu fleiru. — Ég tók strax eftir því, hve auðvelt var að ráða yfir henni með því einu að 'horfaist beint í auigu við hana, — riitaði hann siíðair. Nokkrum dögum síðar hringdi hann í hana og boðaði hana til Rasunda. Hún var ekki fyrr komin á staðinn, en Stiller tók að skipa henni fyr- ir. — Ef þig langar að fá þetta hlutverk verðurðu að léttast a.m.k. um tíu kíló. — Samstarfsmenn leikstjórans virtu stúlkuna fyrir sér og létu sér fátt um finnast. Þeim var vel kunnugt um það, að Stiller hafði lengi dreymt um að móta sérstæða konu að eigin geð- þótta, glæsilega heimskonu, sem þó hefði til að bera kven- legan tíguleik undir niðri; hún átti að vera allt í senn „yfir- skilvitleg, andleg og dulræn," eins og hann orðaði það. — Vertu lasin, — skipaði hann þessum óefnilega umsækj anda sínum og benti á dívan, sem stóð þar hjá. Greta lagðist á dívaninn og reyndi að láta líta svo út sem hún væri að fram komin. Stiller var ösku- reiður og krafðist þess að fá að vita, hvort hún hefði aldrei orð ið veik á ævi sinni. Greta gerði aðra tilraun og í það sinnið með öllu betri árangri. — Hún er grænjaxl, hún ræð ur ekki yfir neinni tæknii og er ekki fær um að sýna tilfinn- ingar sínar enn, sem komið er, sagði Stiller vini sínum ein- um. — En hún kemur til. Ég skal sjá til þess. Og andlit hennar! Svona andlit fær mað- ur ekki í tæri við kvikmynda- vél, nema einu sinni á öld. — Um þetta leyti var Greta ung, hraust og lífsglöð. Hún vissi, að henni hafði gefizt stór- kostlegt tækifæri og hún var ákveðin í því að bregðast ekki vonum kennara síns. Af þessu leiddi, að hún var öll í upp- námi og fyrsta dag kvikmynda- tökunnar var hún svo óstyrk á taugum, að hún var algerlega óvinnufær. Stiller var eirðarlaus og miskunnarlaus fullkomnunar- sinni og hann bætti ekki úr skák. Hann vakti yfir hverju smáatriði í leik hennar, hár- greiðslunni, förðuninni, lýs- ingunni. Hann gat verið afar þolinmóður tímunum saman á æfinigum, en átti svo til að rjúka skyndilega upp, ef ein- hver minnsta hreyfing var ekki nákvæmlega að hans skapi. Þá æddi hann um gólf og æpti upp yfir sig; hótaði og bað til skiptis. Greta reyndi þá aftur og aftur og enn aftur þangað til hún brast í grát. Þegar þar var komið sögunni, lagði Still- er handlegginn yfir um axlir henni, dró hana blíðlega að sér og bað hana minnast þess, að þetta væri allt fyrir hana gert. Svo talaði hann og talaði án afláts, skýrði hlutverkið fyrir henni og sagði henni hvað leik- konur yrðu að leggja á sig til þess að ná góðum árangri. Þeg- ar hlé urðu á myndatökunni gekk meistarinn ásamt með nemanda sínum í litlum garði úti fyrir kvikmyndaveninu. Stiller hafði oftast orðið, en Greta hlustaði og virtist eftir- tektin uppmáluð. Ekki leið á löngu fyrr, en Greta fór að sjást með Stiller í hinu gula dollaragríni hans, ýmist á leið til kvöldverðar, í leikhúsið, út í sveit, eða í hin- ar og þesssar veizlur. Hún tók að vanda betur klæðaburð sinn samkvæmt leiðbeiniingum hans og hún lærði að haga sér ein3 og tilheyrði í samkvæmislíf- inu. — Hún er ákaflega mót- tækileg fyrir leiðbeiningar og lætur mjög vel að stjórn, — sagði Stiller vini sínum. — Hún er eins og vax í höndum mér. — Þegar iokið var töku mynd- arinnar eftir „Gösta Berlings Saga,“ tók Greta að velta því fyrir sér, hvort hún ætti ekki að taka sér eitthvent styttra og alþjóðlegra ættarnafn. Gustafs- son hljómaði ekki nógu vel. Enn hafði Stiller ráð á reiðum höndum. Hann stakk fyrst upp á Gabor, eftir Gabor Bethlen, ungverskum fornkonungi, en valdi að lokum Garbo. — Stiller er bezta mann- eskja, sem ég þekki, — sagði Greta. — Maður reiðist honum aldrei eða verður hryggur, hversu sem hann álasar manni. Hann skapar fólk og mótar það að eigin vilja og geðþótta. Hvað mig snertir, þá er ég að- eins geðug stúlka, sem verður ákaflega hrygg, ef fólk er óraotalegt við hana. Það er kannski ekki mjög kvenlegt; kven'leiki er yndislegur eigin- lei'ki, en sjálf hef ég hann ef til vill af skornum skammti. — Það er ekki að undra, þótt Greta Garbo hefði kvenleika svona á orði í upphafi ferils síns. I seimni myndum sín- um var hún oft all karlmann- leg, bæði í klæðaburði og hátt- um. og hafði einstætt holdlegt aðdráttarafl á konur jafnt sem karlmenn. Saga nokkur, sem seinna gekk í Hollywood, seg- ir frá því, er brúðgumi nokk- ur lýsti því yfir á brúðkaups- nótt sinni, að hann skyldi alltaf verða konu sinni trúr — með einni mögulegri undantekn- ingu þó. Ef hann fengi færi á því að sofa hjá Garbo, þá mundi hann án efa falla fyrir þeirri freistingu. — Ég líka, — svaraði brúðurin hin rólegasta. Það stafaði einnig ákveðinni kynferðislegri tvíræðni frá Mauritz Stiller. Stiller var til- finningasamur maður og brast gjarnan í grát, þegar hann var annað hvort, ofsaglaður eða mjög hryggur. Hann var sérgóður, sjálfs- elskur og listrænn. Hann var spjátrungur. í hinu flókna eðli hans toguðust á þættir, sem sumir hverjir þóttu kvenlegir. Þeir, sem löðuðust að honum og sömdu sig að honum gerðu það sumpart vegna þessara eigin- leika og svo var um Gretu. En. Stiller fullgerði aldrei aðna mynd með hinum unga skjólstæðingi sínum. f þess stað sprakk allt í loft upp skömmu eftir að Stiller hafði verið ráðinn til þess að stjórna, með því skilyrði að Greta yrði einnig ráðin. Stiller og föruneyti hans steig um borð í austurlanda- hraðlestina og hélt í átt til Konstan'tínópel. Þegar komið var á leiðarenda settust þau að FramlhiaM á bls. 12. 9. ágúst 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.