Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1970, Blaðsíða 6
Fræg ástarævintýri Wilson Bandaríkja- forseti og Edith Bolling Eftir Andrew Ewart Hún hafði aldrei neitt emb- ætti með höndum um ævina. Samt hlaut hún viðurnefnið „fyrsti kvenforseti Bandarikj- anna“. Hún var eiginkona Woodrows Wilson forseta. Fyrrgreint viðurnefni stafar frá þeim tíma, er Woodrow Wilson var á áróðursferð um Bandaríkin til þess að telja þjóð sína á það að ganga í Þjóðahandalagið, sem hann hafði sjálfur átt hugmynd að og stofnað til. Herferð þessi fékk ilian endi. Wilson fékk slag, sem lamaði hann að nokkru leyti. Hann lá fár- sjúkur í sautján mánuði og all an þann tíma átti hann allt sitt undir konu sinni og líflækni. Þingmenn og ráðherrar báru sig upp undan því, að þeir fengju ekki einu sinni að sjá hann. Öll stjórnarstörf fóru um hendur konu hans, Hún fékk i hendur hvert pút og plagg, sem stilað var á forsetann og hripaði niður með eigin hendi allar þær skipanir og öll þau boð, sem frá honum komu. Þetta var einstætt tímabil í sögu Bandarikjanna. Og það leið ekki á löngu, fyrr en fyrstu alvarlegu afleiðingar þessa ástands komu í Ijós. Þær hófust með því, að meiri hluti öldungadeildarinnar greiddi at kvæði gegn inngöngu Banda- ríkjanna I Þjóðabandalagið, óskabarn Wilsons. Það var ekki valdagræðgi, heldur einlæg ást og umhyggja sem ráku þessa merkilegu konu til þeirrar óheillavæn- legu ákvörðun að einangra eig inmann sinn, forsetann, alger- lega frá umheiminum allan þennan tíma. Það er kaldhæðni örlaganna, að sú hin sama ákvörðun varð til þess, að for setinn yfirgaf embætti sitt bug aður maður á sál og líkama fórnarlamb ofurástar konu sinnar. Upprunalegt nafn hennar var Edith Bolling. Hún var sjö unda barn lögmanns nokkurs frá Virginíu, sem hélt þvlstatt og stöðugt fram, að hann væri kominn af Pocahontas (dótt- ur frægs Indíánahöfðingja, sem uppi var á síðari hl. 16. aldar og fram um aldamótin 1600. Pocahontas giftist Eng- lendingi, John Rolfe að nafni og rekur fjöldi manns ættir sínar til þeirra hjóna. Þýð.) Þau Edith Bolling og Wood- row Wilson höfðu bæði verið gift áður. Fyrri maður Edith- ar, Norman Galt, andaðist ár- ið 1908 og lét konu sinni eftir arðvænlega skartgripaverzlun í Washingtonborg. Fyrri kona Wilsons lézt á fyrra kjörtima- bili hans, í ágústmánuði 1914. „Hönd guðs hefur lostið mig þyngra höggi en ég fæ af bor- ið,“ reit Wilson eftir fráfall hennar, en hann var orðinn yf ir sig ástfanginn af Edtth Bolling Galt. Það var liflæknir forsetans, Gary Crayson, sem átti heiður inn af því að leiða þau hjóna leysin saman. Grayson óttaðist hálft í hvoru, að sjúklingi hans, einmananum i Hvíta húsinu, kynni brátt að taka að hnigna ef ekki yrði að gert og ákvað hann að taka til sinna eigin ráða. Grayson var sjálf- ur trúlofaður náinni vinkonu Edithar, Alice Gertrude Gord- on (Altrude) að nafni. Hann komst að sjálfsögðu í kynni við Edith og leizt þegar i fyrstu afar vel á hana. Hann þóttist sjá í hendi sér, að þarna væri komin konan og kom því í kring að Altrude kynnti Edith fyrir Helen Woodrow Bones, frænku for- setans, sem sá um húshaldið fyrir ha»m. Þær ungfrú Bones og Edith tóku strax ástfóstri hvor við aðra og ekki leið á löngu þar til Edith var boðið til kvöldverðar með forsetan um og frænku hans í Hvíta hús inu og að þvi búnu í ökuferð í forsetabílnum. Upp frá því leiddi svo hvað af öðru. Þeir, sem næstir stóðu forsetanum tóku að veita því athygli, hve miklu léttara var yfir honum, er hann var samvistum við frú Galit en endranær. Hinn tutt- ugasta og áttunda apríl 1915, sendi hann henni bók að gjöf, ásamt með bréfmiða, þar sem stóð þetta: „Ég vona hún færi þér svolitla ánœgju. Ég óska einskis fremur en gleðja þig sem hefur glatt mig sjálfan svo mjög.“ Tveimur dögum seinna barst boð til kvöld- verðar í Hvíta húsinu og rósa vöndur með. í næstu viku var Edith svo enn boðið til kvöld verðar og að þeim köldverði loknum bar Wilson upp bónorð sitt við hana. í endurminningum hennar sem út komu 1939, segir svo frá:.......bónorðið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það hafði ekki hvarflað að mér, að svona kynni að fara. Ég sagði það fyrsta sem mér kom í hug, án þess að leiða hugann að því, að það kynni að særa hann. — Já, en þú get ur ekki elskað mig —, sagði ég, — þú þekkir mig ekki og það er heldur ekki nema ár frá því, að konan þín dó.— — Já —, sagði hann, — ég veit hvað þú hugsar; en ástin mín, héma er tíminn ekki mældur í vikum, mánuðum eða árum, heldur í mannlegri reynslu og síðan konan min dó hef ég upplifað einmanaleika og hugaranigur heillair ævi. Ég óttaðist, að þetta mundi koma illa við þig, en sama var, sóma míns vegna gat ég ekki hald- ið áfram að hitta þig, án þess að segja þér það, sem ég er bæði búinn að segja Helen og dætrum mínum — að ég vil að þú verðir konan mín. —“ Þau ræddu bónorðið i heila klukkustund en að því búnu sagði hún honum, að ef hann vildi fá afdráttarlaust svar nú þegar, þá yrði það neitandi. Hún vildi fá umhugsunarfrest og þau urðu ásátt utn það að hafa sama hátt á sam- bandi sínu og verið hafði, þar til hún væri búin að hugsa sig um tvisvar. Daginn eftir kom Helen Woodrow Bones, frænka forsetans, að máli við Edith og ávítaði hana fyrir hik hennar. Hún sagði, að forset- inn hefði virzt afar lotlegur þá um morguninn. — Einmitt, þegar ég hélt, að hann væri loks í þann veginn að höndla hamingjuna —, sagði hún ásak andi. — Hann er örvinglaður. Edith varði öllu sumrinu til þess að hugsa ráð sitt. Þau hittust aldrei þann tveggja mánaða tima, sem hún var á brott frá Washington til þess að reyna á það hversu sannar og endingargóðar tilfinningar þeirra hvors til annars væru. Þegar hún sneri aftur heim, hinn þriðja september, beið hennar þar blómvöndur og boð um kvöldverð í Hvíta húsinu þá þegar um kvöldið. Hún minnist endurfundanna síðar á þessa leið: — Hann kom til móts við mig út úr Bláa herberginu. Hann var uppábúinn og ákaflega fyr irmannlegur að sjá. Hann rétti fram báðar hendur mót mér og bauð mig velkomna. Þegar ég lagði hendur minar í hans og leit í þessi augu, sem engum öðrum voru lík, brast eitthvað hið innra með mér og á samri stundu varð mér tjóst, að mér var Ijúft að fylgja þessum manni á heimsenda. — Að kvöldverðinum loknum fóru þau í ökuferð. Þau voru þó ekki ein síns liðs; í för með þeim voru Helen, frænka Wil- sons og lífvörður úr leyniþjón ustunni. Forsetinn ræddi við Edith um hina sívaxandi ábyrgð, sem á honum hvíldi og sagði síðan: — Svo að ég hef engan rétt til þess að biðja þig að axla þessa byrði með mér, þessa byrði, sem er að verða mér of- viða; ég þekki þig og veit að þú værir eins likleg til þess að gera þetta a fhreinni með- aumkvun. — Ég er hreykin af því, að geta skýrt frá þvi —, ritaði hún seinna, — að þrátt fyrir það, að Murphy, leyniþjónustu maðurinn, og Robinson bílstjóri sátu þama í framsætunum og Helen við hlið mér í aftursæt- inu, þá lagði ég armana um háls hans og sagði: „Jæja, ef þú vilt ekki fara fram á það, þá býð ég mig hér með sjálf fram til þjónustu og tilkynni, að ég er reiðubúin að láta skrá mig eins fljótt og kostur er.“ Daginn eftir, hinn fjórða september, var trúlofun þeirra gerð heyrin kunn fjölskyldu forsetans og samstarfsliði. Hins vegar vaifðist það fyrir þeim, hvenær hæfilegt væri að til- kynna hana þjóðinni. En í þeim bollaleggingum sínum höfðu þau gleymt tvennu: stjórnmála ráðgjöfum Hvíta hússins — og almaninarómnum. Samband þeirra forsetans og frú Galt hafði nefnilega ekki farið alveg fram hjá Washingtonbú- um og um þetta sama leyti var heilt sagnasafn komið á kreik og gekk staflaust um borgina þvera og endilanga. Einhver ískyggilegasta sagan var á þá leið, að forsetinn og frú Galt hefðu gert með sér samsæri um það að ryðja frú Wilson úr vegi og hefði hinn tryggi líf- læknir forsetans, dr. Grayson eitrað fyrir hana. Það var al- mælt, að forsetinn hefði van- rækt opinberar skyldur sinar að hneykslanlegu marki, vegna ástar sinnar á Edith. Nú voru þessar sögur út af fyrir sig nógu slæmar. En ekki var allt búið. Einn daginn birtist kven maður nokkur að nafni frú Mary Allen Peck, og stað- hæfði, að hún ætti í fórum sín- um tvö hundruð bréf frá Wood row Wilson og einnig, að hún hefði fengið að gjöf frá hon- um samtals sjö þúsund og fimm hundruð dollara; taldi hún sig hafa verið beitta hinum svæsn asta órétti og kvaðst ekká mundu hika við það að birta bréfin, ef forsetinn héldi því •til streitu að ganga að eiga frú Galt. Það kom í hlut tveggja ráð- gjafa forsetans að flytja hon- um þessar fregnir og fóru þeir eins varlega i sakirnar og þeim var framast unnt. Forsetinn varð skelfingu lostinn, en er hann hafði áttað sig, skýrði hann frá því, að konunni hans sálugu heíði verið fullkunnugt um bréfaskipti hans og frú Peck. Hann sagði, að bréfasam band þetta hefði verið fullkom lega vammlaust og þessir sjö þúsund og fimm hundruð doll- arar væru aðeins venjulegt ián, sem hann hefði veitt frú Peck gegn veði eins og gengi og gerðist. En þrátt fyrir þetta, komst hann að þeirri niður stöðu, að hann gæti ekki með góðri samvizku flækt frú Galt í þetta leiðindamál og því var það, að hann sendi Grayson lækni á fund hennar með þau 6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 22. nóvemiber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.