Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 13
Avery Brundage á íþróttavelllnum. XII vinstri: I grindahlaupi um það leyti er hann varð Bandaríkjameistari í tugþraut. Til hægri: „Olyiupíuafi" heldur sér við efnið og kastar kringlu þótt hann sé hálfníræður. ÍPRÓTTIR Síðasti áhuga- maðurinn kappar samtímans eru oftast dulbúnir atvmnumenn í ein- hverri mynd; Rússarnir á launum hjá rlkinu, sem styrkir iþróttaafrek í pólitískum tii- gangi, en Bandarikjamennirnir að nafninu til við nám í háskól um, þar sem þeir hafa ekki annað við að sýsla en bæta af- rek sin. Enginn ætti að vita þetta bet ur en forseti alþjóða O'.ympiu- nefndarinnar. Þess vegna er þýðingarlaust og hieypir illu blóði i menn, þegar Avery Brundage ákveður að fórna einum manni, án þess þó að geta sannað, að hann hafi þeg- ið fé fyrir að leggja nafn sitt við ákveðna gerð skíða. Nú verða keppendur á Qi- ympiuleikunum i Miinchen í sumar að gangast undir kyn- skoðun, þar sem sumir eru viist orðnir hálfigerð viðrini af notikun hormónalyfja. Það kann að reynast framkvæman- legt. Hitt verður öilu erfiðara Það gerist ekki oft, að háif- mræðir menn valdi verulegum úlfaþyt, enda eru menn að jafnaði orðnir heldur valda- smáir, ef þeir ná svo háum aldri. Að þessu leyti er Avery Brundage undantekning. Þessi öldungur er enn við völd í al- þjóða Olympíunefndinni og kall aði yfir sig reiði og allmikið fjaðrafok á Olympíuleikumim í Sapporo, þegar hamn dæmdi Austurríkismanninn Karl Schrans frá keppni vegna meintra brota á áhugamanna- regiunum. Nú er á flestra vitorði að hin gamla regla u.m sanna áhugamennsku þátttakenda á Olympíuleikum, er lítið meira en nafnið eitt. Þjóðir eins og Islendingar senda að vísu áhugamenn ennþá, enda hafa þeir sjaidan stórfelida mögu- leika til þess að komast á verð- launapall og heyra þjóðsöng- bm leikinn. Hinir olympisku ENGINN getur svarað því til hlítar, hvað sé lýðrœði. Þó er auðvelt að benda á óhjákvœmilegar forsendur þess, að svo sé, — eða svo sé ekki. 1 sumum löndum er t.d. orðið geðveikrahœli notað sem annað heiti yfir hvíldarheimili rithöfunda. Þar vitum við, að ekki er lýðræði. Og það seg- ir okkur mikið. Það er orðið næsta fátt, sem gerzt gæti í slíku þjóðfélagi, að kæmi okkur með öllu á óvart, — nema kannski helzt það að rithöfundunum yrði leyft að fara út á meðál fólksins og skrifa eins og þeim finnst. Ég lxeld að fáir íniyndi sér, að slík stórtíðindi séu á nœsta leiti. Á hinn bóg'mn þarf ekki svo ýkja mikið út af að bera, til þess að okkur þyki hneyksli í lýðrœðisþjóðfélagi. En þá er þetta spurningin: Gerum við nógu mikið fyrir lýðrœðið, — eða ætlumst við til þess að það haldi áfram að vera til fyrir okkur fyrirhafnarlaust? Því miður kennir sagan ókkur, að lýð- ræðið er ekki fremur varanlegt en annað í þessum heimi. Stundum hefur það tor- tímzt innan frá, stundum hefur það orðið öðrum þjóðum að bráð. Að hvoru tveggja þessu þarf að hyggja. Hér á landi horfir ekki svo nú, að lýð- ræðinu sé hætta búin innan frá. Og mættu menn þó, ég og aðrir, hyggja oftar að því, hversu mikils lýðræðið krefst af þeim, sem þess njóta. Hin hliðin á lýðrœðinu er t.d. sú, að í rvúverandi ríkisstjórn er a.m.k. einn mað- ur, sem opinberlega hefur lýst því yfir rétt nýverið, að hann og flokkur hans stefni að því að taka upp aðra og mann- úðlegri, sem hann kallar, stjórnarhætti, sósíalisma. En við tökum hann ekki alvar- lega og brósum góðlátlega, — slíkan inanni liefur hann ekki að geyma, hugsum við. Ég held meira að segja, að það yrði tek- ið illa upp af mörgum mestu lýðræðis- sinnum þessa lands, ef ég gerði það að árásarefni á þennan ráðherra að taka orð hans trúanleg að þessu leyti. Þannig er lýðrœðið. Það œtlar ekki öðrum mönnum svo illt að vilja afnema það. Það er þannig tvímælalaust, að engwm sönnum tslen.dingi. kem.ur t.U huanr annað en svo verði í allri fyrirsjáanlegri fram- tíð, að við val manna í sveitarstjórnir eða á Alþingi sé fyllsta lýðrœðis og jöfnuðar gætt. Þetta er þó í undarlegri mótsögn við margt annað í okkar þjóðfélagi. Ef stétt- arfélögin eru t.d. tekin til samanburðar, kemur í Ijós, að þar gildir allt önnur regla. Þannig er sama, hversu margir listar koma fram til stjórnarkjörs, stjórnin verður öll skipuð af einum og sama listanum, jafn- vel þótt ekki muni nema einu atkvœði. Þetta veldur að sjálfsögðu margvíslegum erfiðleikum og hlýtur að le:ða til stöðn- unar. Frá minu sjónarmiði orkar ekki tví- mœlis, að í slíkum samtökum eigi að taka upp hlutbundnar kosningar. Með slíkum hœtti gœtti fleiri sjónarmiða í verkalýðs- baráttunni, forystan nyti meira trausts og síðast en ekki sízt styrktu slíkar starfs- reglur lýðrœðið í landinu. En þá er hinni spurningmini ósvarað: er hœtta á því. að lýðræðið hér geti orðið öðriim. þjnðnm að hráð? Svar mitt er ótvxrætt. Lýðrœðisþjóðim- ar eiga engra kosta völ nema standa sam- an og gæta sín. Meðal annars örlög Eystra- saltsþjóðanna, Ungverjalands og Tékkó- slóvakíu eru okkur áminning um, að einn- ig við eigum að leggja okkar af mörkum til þess að svo geti orðið. Hálldór Blöndál. að leiða i ljós, hvort keppend- ur hafi einhvem tíma þeg- ið þóknun, laun eða styrki fyr- ir að koma fram eða ljá r.afn sitt. Avery Brundage berst þó eins og Ijón í þágu þessarar gullvægu aldamótahugsjónar, sem átti að vera einn af hym- ingarsteimum Olyimpiuleikanna, þegar þeir voru endurvaktir í Aþenu 1896. Brundage hefur nú gegnt embætti foreeta i nefndinni i tvo áratugi og mun hafa i hyggju að draga sig í hlé og segja af sér eftir lcik- ana i sumar. Munu þá ýmsir draga andann léttar. Avery Brundage er Banda- rikjamaður og varð fyrst k>unn ur fyrir eigin afrek i íiþróttum. Hann hreifst af hinni forriu kennisetningu um heilbrigða sál í hraustum líkama oig lagði stund á tugþraut imeð þeim ár- amgri, að hann var valinn i lið Bandaríkjanna, sem keppti á Oiympíuleikunum í Stokk- hóimi 1912. Það voru raunar fyrstu Olympíuleikar, sem Is- lendimgar tóku þátt i. Ekki komst Avery Brundage þar á verðiaiunapall, en tveim árum siiðar varð hann Bandarikja- meis.tari í tugþraut. Hann hef- ur haldið áfraim að iðka íþrótt- ir alla ævima, einkum frjádsar íþróttir og enn má sjá hann bregða sér á völlinn, þar sem hann skokkar og kastar kriniglu. Brundaige stundaði nám við háskóia í Chicago; hanin hreifst mjög af heimspeki og kynnti sér hana, en tók gráðu í verkfræði. Annað áhugamál hans voru fornminjar og gamlir munir. Eftir Olympdiuleikana ■ i Stokkhólmi 1912, ferðaðist hann lengi um Evrópu og Asíu í leit að fornmmjum ag göml- um munum. Hann gerðist áikaf- ur safnari fornmuna, sérfræð- ingur i austurlenzku postulíni og ekki fráleitt, að hann hafi hagnazt á þvL Auk þess átti hann hluto af fyrirtæki í Chicago, sem byggði skýja- kljúfa, einmitt þegar þeir voru að ryðja sér til rúrns. Honuin græddist vel fé með ýmsu móti, því maðurinn var bæði dugleg- ur og vel gefinn. Þrátt íyrir ýmiss konar annriki hélí hann áfraim afskiptum af iþróttamál- um og var kjörinn forseti al- þjóða Olympiiuneíndarinnar, þegar hann var 65 ára. Hann hefur verið einhleypur oig á ekki börn. Á skrifstofu hans í Chicago er margt að sjá til minja um hina ýmsu Olympíu- leika, sem Brundage hefur verið viðstaddur, eða verið vio riðinn. En þar er þó aðeins ein mynd úr keppni. Hún sýnir frægan atburð, sem hefur orð- ið Brundage minnisstæður Hkt og fleirum. Hún er af Tékk- anum Emil Zatopek, þegar hann vamn sigur í 5060 m hlaupi á Olympíuleikurruim í HeLsinki 1952. Það var ógleymanlegt öllum sem sáu og Zatopek er einn mesti og vinsælasti garpur í sögu 01 ym piu 1 ei'ka nn a. Hitt er svo annað mál, að Zatopek v*r trúlega miklu meiri atvinnu- maður í rþróttum en austur- ríski skíðakappinn, sena Brundage varð swo óvinsasH fyrir að reka. 19. marz 1972 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.