Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1973, Blaðsíða 5
endur ættu að etnbeita sér sér- staklega að þvi að bensínvél- in skilji eftir sig minni óþverra.“ Að aj&lfsögðu er í mörg horn að líta og vinnudagur forstjór- ans er langur, 12—14 klukku- stundir á sélarhring. Næstum þvi helmingur hvers mánaðar fer í ferðalög til meira en 100 landa, þar sem Volvobílar eru seldir. Nýlega var Pehr Gustaf t.d. í Kina í þvi augnamiði að koma þar á fót umboði. Þegar Gyllenhammar er í Gautaborg, mætir hann til vinnu sinnar kl. 8 að morgni og ekur að sjálfsögðu í Volvo, en ekki af dýrustu gerð. Hann segir að laun sín skipti ekki máli, enda má það til sanns vegar færa í skattpíningar- landi eins og Svíþjóð, þar sem meginhluti hárra launa rennur beint til rildsins. Gyllenhammar hefur heim- spekilega afstöðu til starfsins og þeirrar ábyrgðar, sem á honum hvilir. Hann segir: „Það er að sjálfsögðu erfitt að axla mistök. Kn ég held að það sé jafnvel enn erfiðara að axla velgengni, vegna þess að vel- gengni leiðir tíl þess að slegið er af kröfunum á ýntsan hátt og látið reka, unz allt i einu er komið í mótbyr. Og Volvo hef ur búið við mikla velgengni." Eitt var það, sem gerði Gyll- enhammar dálítið erfitt um vik að taka að sér forstjórastarfið. Það vildi nefnilega svo til að hann var — og er — kvæntur Christinu Engellau, sem er dóttir fráfarandi forstjóra þess arar miklu iðnaðarsamsteypu. Gunnar Engellau heldur að visu áfram sem stjórnarformað- ur. En margir hafa ugglaust tal ið víst, að Pehr Gustaf hafi hlotið embættið vegna tengsla sinna við Gunnar Engellau. Slíka hækju þarf Gyllenhamm- ar áreiðanlega ekki og vist má telja, að hann hefði hlotið þennan frama án þess að vera tengdasonur Engellaus. Gyllenhammar er stór maður og myndarlegur á velli. I næsta takmörkuðum tóm- stundum sinum stundar hann siglingar á seglskútu og leikur golf. Þar að auki er hann lið- tækur á píanó, Ieikur gjarnan klassiska músík sér ttl ánægju, en hann getur lika brugð- ið fyrir sig að syngja sænsk þjóðlög og leikur þá undir á gítar. Hann brýnir ekki raust- ina í samræðum, forðast alla svokallaða yfirstéttarstæla, reykir eina og eina sígarettu og fær sér elnn gráan þegar svo býður við að horfa. En hann hefur enga þolinmæði til að hanga í kokteilveizlum. Hann talar um, að fólk sé hrætt við forseta og forstjóra nú þeg- ar reynt sé að minnka stétta- muninn. En hann bætir við: „Það er þó spuming hversu mikið „einn af strák- unum“ forstjórinn getur verið. Aleinn verður hann að taka af- drifaríkar ákvarðanir. Hann verður að hafa tilfinningu fyr- ir því andrúmi, sem ríkir í kringum hann. Skorti hann þá tilfinningu, verð- ur þessi alþýðlegi maður í for- stjórastólnum óhæfur og óað- gengilegur. Þó er eins og ákveðinn dularfullur blær verði að vera á slíkiun manni.“ Fýrir tveimur áratugum nam framleiðslan hjá Volvo 10 þús- und bilum á ári. Nú er markið komið upp í 220 þúsund farar- tæki á ári og verður komið í hálfa milljón áður en langt um líður. Um bilinn og umhverfið segir Gyllenhammar: „Umhverfisvandamálið í sambandi við bílinn er hlutur, sem ég tek mjög alvarlega. Þó á sér oft stað, að fólk ruglast á orsökum og afleiðinguin. Bíll- inn er talinn orsök kvilla í þjóðfélaginu, en sannleikurinn er liklega sá, að billinn stend- ur sem tákn fyrir grundvallar- mistök í okkar sósíala skipu- lagi.“ t bók Gyllenliammars, sem fyrr er nefnd, leggur hann sér- staka áherzlu á langtíma sldpulagningu; að sjá fram i tímann til þess að breytingam- ar komi ekld á óvart. Hann skrifaði þar: „f raun og veru skipuleggjum við ekki fram í timann; við aðlögum. Þeir sem telja sig vera skipuleggjendur, eru aðeins á undan að aðlag- ast.“ Gyllenhammer og kona hans eiga sumarhús — sommarstuga — eins Og flesta Svia dreymir um. En sjaldan gefst timi til að njóta hvíldar þar. Og raun- ar er Gyllenhammar ekki sér- lega annt um að hvila sig. Hann segir: „Ætti ég að lifa rólegu, þægilegu lífi með sex tíma vinnudegi, mundi ég umsvifalaust farast úr hjarta- bilun." störf og hin neðri er af hon- Á efri myndinni sést Gyllenhammar með tveimur verkamönnum við um, ásamt eiginkonu sínni. Carlos Drummond de Andrade Þessi sólfifiU í garðinum i Palmira. Þú fórst með bU til Juiz de Fora, Bíllinn varð bensínlaus. Þarna var rakarastofa, ljósmyndari, kirkja, barn, sem stóð grafkyrrt. Þarna var Iíka (i hópi onnarra) sólfífUl. Stúlka gekk hjá. Brjóst hennar og sólfifiUinn gerðu þig vUjalausan. Þrá unglingsins til þess að fljúga, elska,vera hamingjusamur, ferðast, kvænast, eignast mörg börn. Þrá til að láta mynda sig með þessari stúlku, svala girnd sinni, vera óhamingjusamur og biðja. Margs konar þrár . . . Stúlkuna grunaði ekkert. Hún gekk inn um kirkjuhUðið og hvarf út um Idið draumanna. Og fávislegur sólfífiUinn var nákvæmlega eins og áður. Jóhann Hjálmarsson þýddi. Yngveldur Róberts dóttir, Ö þi'ð 'andlit s©m á milg starið líflaiusum svörtum aiugum fuilum tómleika starið starið án afláts á synduga sál míma og blánið hvorki né bliikniið. Snúið ykikur undan því sál mín er hjiaillur hertra hugsana. En um leið og ‘þið snúið við mér baki sa'knia ég 'liflausra augna ykkar og bíð þess að sjá þau á ný. Vonin er mitt skip sem ég si'gli mót hæðum og lægðum á lífs mínis haifi vedtmgurinin sú reynsla er för miruni ræður en þrá mím er 'höfnin þar sem sjórinin sefur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.