Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 16
Kviðdómurinn dregur sig í hlé Framh. af bls. 3 námi yfir þvi sem komið hafði fyrir, og ég gat ekki losnað við það úr höfðinu. Ég var líka dá iítið lúpulegur því að gremjan hafði dregið úr mér allan mátt- inn. Það er eins og maður fari svolítið hjá sér. A.m.k. ég, því að ég er ákaflega hœglátur maður. En við vorum við upptökuna allt síðdegið og eitt hvað fram á kvöldið og ég lieyrði ekkert frekar um dreng ina. Konan mín sagði mér, að það hefði orðið uppistand í garðinum og að einhver hefði hótað að senda ilögregluna á mig. Hún hafði frétt það hjá telpunum, sem höfðu verið í af mælis/boði dóttur minnar. En ég var þreyttur og vansæll með mér. Ég kærði mig ekki um að ræða þetta frekar um kvöldið, og ætlaði ekki heldur að finna foreldra drengjanna. Það varð að bíða. — En daginn eftir var kæra lögð inn til lögreglunnar og eft irmálin þekkið þér, 'herra dóm- ari. — Jæja, fleira hef ég ekki að segja. Það er nú mánuður liðinn síðan þetta átti sér stað með pokann og drengina. Ef það væri á mínu valdi að fá einhverju breytt, þá vildi ég óska, að ég hefði ilátið það vera að hirta drengina. En þegar ég einmitt núna hef verið að rifja þetta atvik upp, eins og það kom fyrir, vei-t ég, að ég hefði ekki getað breytt öðruvísi. — Eins og ég lít á málin í dag get ég heldur ekki sérstak lega ásakað strákana. Það sem þeir gerðu gekk e.t.v. lengra en skyldi þegar um strákapör er að ræða. En það er ekkert athugavert við, að krakkar erti fullorðna, leggi fyrir þá gildrur og skemmti sér misk- unnarlaust þegar þeir detta í þær. Við höfum öll sem börn tekið þátt i því, og það er ekki auðvelt fyrir börn að gera sér grein fyrir hvað er sakiaust og hvað ekki. Það sem drengimir gerðu, var kannski ekki alvar- iegra að þeirra dómi en að kasta snjóbolta að vetrarlagi. — En eins og ég sagði, herra dómari, get ég heldur ekki lit- ið á mig sem sekan. Drengim- ir framkvæmdu uppátæki sitt i augnabliks óvitaskap og við- brögð min stöfuðu af skyndileg um ofsa, sem ég gat ekki ráðið við. — Það má að vísu segja, að maður eigi að hafa stjóm á Útgefandl; II.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.itJ.: Haraldur Svelnsaon Rltstjórar: Matthías Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmlr Gunnarsson RltstJ.fltr.: Gisll SlgurOsson Auglýslngar: Arnl Garöar Krlstlnsson RitstJórn: ASalstrœU 6. Síml 10100 skapi sínu til að geta lifað í siðuðu samfélagi, og því er ég fyllilega sammála. En stundum skapast þær aðstæður, að ástríðurnar ná yfirhöndinni og viljinn hefur þar ekkert að segja. Og þegar einhver lendir í þannig aðstöðu, að skynsem- in fær ekki ráðið, er þá litið á það sem afbrot? — Ég á við: þegar á engan hátt var hægt að komast hjá því, sem ég gerði? — Það var í rauninni aðeins þetta, sem ég vildi spyrja um, herra dómari. Og nú er það víst hlutverk kviðdómsins að úrskurða. — Þökk fyrir. Hurðirnar vantar enn Framh. af bls. 4 verkfæri, hreinlætistæki, gluggatjaldauppsetningar og efni í giuggatjöld. — Nú hefur ykkur vanhagað um alia þá hiuti, sem þarf til daglegs heimilishalds, eða vor- uð þið búin að safna einhverju að ykkur fyrir brúðkaupið? — Við fengum okkur allt þetta nauðsynlegasta um leið og við fluttumst inn, segir Þóra. Ég verzlaði fyrir 15.000 krón- ur i heildverzlun og fékk mér diska og bolla fyrir sex manns, þrjá potta og eina pönnu, hnífa pör fyrir tólf, ýmis grófari cildhúsáhöid, skálar og glös, tíu handklæði og tólf viska- stykki. fsskáp og þvottavéi fengum við í brúðargjöf og smærri rafmagnsáhöld eins og hraðsuðuketil og straujárn, en ryksugu þurftum við að kaupa og kostaði hún 14.000 krónur. Þá fékk ég mér efni í tvenn sængurföt og kost- aði það 4.000 krónur. Loks hef ég verið búin að eyða nærri 10.000 krónum i ýmislegt varð- andi barnið og föt á það. — Eitthvað hafið þið svo þurft að fá ykkur af húsgögn- um? — Já, húsgögn keyptum við fyrir 136.000 krónur, meðal annars sófasett og sjónvarp. — Vinnið þið hjónin bæði úti? — Ég var áður sölukona hjá Ásbirni Ólafssyni, segir Þóra, og vinn þar reyndar núna um þriggja mánaða skeið, en helzt vii ég vera heima. Ragnar vinn ur hjá fspan við glerskurð. — Það er aiveg ástæðulaust, að láta konuna vinna úti, seg- ir Ragnar, nema menn hafi steypt sér í eitthvert óhóflegt skuldafen. Hún vinnur úti þessa þrjá mánuði, þar sem vinna er litil hjá mér i bili, en það stendur til bóta. — Hvað áttu við með því, að vinnan hafi verið litil? — Minn vinnutími er frá átta til fjögur á daginn, en svo hef ég unnið aukavinnu allt til ellefu og tólf á kvöldin. Und- anfarið hefur ekki verið neina aukavinnu að fá og það kalla ég 'litla vinnu. — Er ekki erfitt að vinna svona myrkranna á milli? — Þetta venst og svo tek ég yfirleitt frí um helgar. — Fyrst, þegar 'hann fór að vinna svona mikið, segir Þóra, fannst mér dálífið slæmt, að hitta hann einungis um helgar, og vonandi þarf þetta ekki alltaf að vera svona. — Sparið þið jafnframt mik- ið við ykkur? — Já, það er nauðsynlegt, enda er vel hægt að lifa ódýrt, sérstaklega, þegar um t.íma- bundið ástand er að ræða. Ragnar kemur aldrei heim í hádegismat og þá þarf ég sára- litið handa okkur mæðgunum og það er ekkert verra að fá kjötboliur á sunnudögum en hvað annað. Ég hef reynt að gæta þess, segir Ragnar, að fara ekki upp fyrir visst þrep í skattstiganum hvað varðar tekjumar. Við leggjum eins mikið til hliðar og mögulegt er og lifum sem sagt engu óhófs- lífi. — Eigið þið bíl? — Nei, og höfum enga þörf fyrir hann, segir Þóra. Ég kemst orðið i strætisvagni með telpuna og svo búa pabbi og mamma hér í næsta húsi, þannig að það eru hæg heima- tökin, þegar þarf að koma henni fyrir. Annars er það sjaldan, því það er til lítiis að eiga heimili, ef fólk tollir þar aldrei. — Er ekki erfitt að eignast þak yfir höfuðið i dag og haida því svo? — Þetta er vel hægt, segir Ragnar, ef fólk ætlar sér það. Það þýðir il.ítið að byrja bú- skapinn i leiguhúsnæði og eyða t.d. öllum sparimerkjunum i fínt innbú og nýjan bíl. Þá nær fólk sér aldrei á strik, því segja má, að það byrji á öfug um enda. Fólk verður líka að hugsa fram í tímann og vara sig á því, að hrúga niður of mörgum börnum. Þrátt fyr- ir dýrtíð ættu allir, sem vilja, að geta bjargað sér í dag. Hittumst i kaupíélaginu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.