Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1974, Blaðsíða 6
HVERNIG er mögulegt að gleyma því, sem hafði mjög djúp áhrif á mann sem barn, nokkru, sem maður hræddist? Ég á erfitt með að skilja það; samt er því þannig varið. Ég leit venjulega á æskuár mfn sem tilbreyt- ingalítil og hamingjurík, einkum eftir sjö ára aldur, en það var um það leyti, sem ungfrú Bird kom. Kæra ungfrú Bird — sú eina manneskja, sem ég tilbað, hinn fulikomni kennari og félagi. Að vísu eru minhingar mínar um pann tíma all-þokukenndar. Ég mundi eftir því, þegar stjúp- móðir mfn kom einn morguninn þjótandi inn í bamaher- bergið. Henni var mikið niðri fyrir. „Vesalings drengur- inn minn — nú áttu ekki lengur neinn föður,“ sagði hún. En ég hélt áfram að sleikja sultu af fingrum mfnum með mestu rósemi. Ég man ekkert eftir föður mínum. Ég hefi óljósar endurminningar um sjálfan mig, að hafa einhvern tíma verið í barnavagni og barnarúmi. Það voru fyrstu minningar mínar. Að lokum var eitt, sem setti mig úr jafnvægi; það var ef ég stundum minntist þeirrar stað- reyndar, að áður en ungfrú Bird kom, hafði ég haft aðra kennslukonu, ungfrú Frost, sem aðeins hafði kennt mér í um það bil einn mánuð. En ég hafði enga hugmynd um, hvers vegna hún dvaldi svo stuttan tíma hjá okkur, né heldur hvers vegna mér ávallt varð svo órótt, er mér varð hugsað til hennar. Þannig var hin hamingjusama fávísi mín um bernsku mína, þar til dag nokkurn fyrir um það bil viku, er allt í einu greip mig löngun til þess að sjá aftur húsið, þar sem ég var fæddur. Það stóð I úthverfi Lundúnaborgar, og þar hafði búið vel efnað fólk. Ég hafði ekki hugsað um það árum saman, en.á leiðinni þangað í litla bílnum mfnum, furðaði ég mig á ákefð minni að sjá það aftur. Ég nálgaðist húsið, og er ég ók upp hæðina, hryllti mig við þessum auvirðilegu, litlu húsum, sem alls staðar höfðu verið byggð í hverfinu: Hvers vegna hafði ég ekki farið þessa pílagrimsför fyrir mörgum árum? Vettvangur hamingju- rikra daga, er ég ok á þríhjólinu mínu, og ungfrú Bird skokkandi við hlið mér — var nú vanhelgaður. Ef til vill var það um seinan . . . Nei, þarna var húsið, autt og óhreint, á heljarþröm. Nema einhver sæi aumur á því. ;Á hliðgrindinni hékk skilti, þar sem stóð, að húsið væri til 'jsölú. Ég stöðvaði bflinn og sté út úr honum. Ég furðaði mig á þvf, að húsið skyldi vera svona ljótt og frá Viktoríutímabilinu, en það skipti engu máli. Ég var heillaður af töfrum þess. Það geymdi gnótt af minningum mfnurn, og ef til vill mundi það hvísla að mér einhverju gleymdu.leyndarmáli, áður en það gæfi upp öndina. Fyrst var það garðurinn. Hann hafði verið sjö ekrur. Þar-var meðal' annars hrossagirðing, þar sem töðugjöldin höfðu vérið'haldin, og þar hafði ég riðið smáhesti, ragur óg titrandj. Ég gekk vongóður bak við húsið. En þar var aðeins éftír half ek.ra lands, á öllu hinu hafði verið byggt. Gr.asið var óhirt, og sedrusviðurinn minn var að drepast, krikketv.öllurinn, gangstfgamir, alparósirnar — allt var horfið. Ég hefði betur ekki komið. En húsið — ég gat að minnsta kosti kvatt það. Útidyrahurðin lét undan, um leið og ég spyrnti fæti við henni og gekk inn. Eg fór að ráfa úr einu herberginu í annað. Skyndilega fór hrollur um mig. Ég herti upp hugann og sneri mér við. Stór, svartur hundur fylgdi fast á hæla mér. Hann staðnæmdist um leið og ég og horfði á mig spyrjandi augum. Mér létti. „Þú ert allra fallegasti hundur. Hvaðan komstu?“ sagði ég og klappaði hönum. Hann ýlfraði og dinglaði skottinu. „Komdu þá, “ sagði égog þótti vænt um að hafa hann með mér. Húsið var ömurlegt, kalt og dautt. Veggfóðrið í borð- stofunni var það eina, sem ég kannaðist við. Ég fór ni - í kjallarann. Hinir geysistóru hellar, sem ég mundi efth — stóra eldhúsið, búrið og hornið, þar sem rugguhesturinn minn hafði af einhverjum óskiljanlegum ástæðum staðið — voru nú orðnir að dimmum smákompum. Ég fór aftur upp og staldraði við, áður en ég gekk upp á efri hæðina. Minningar mínar máttu sín einskis gagnvart þessu eyði- lega húsi. Ég lokaði augunum — reyndi að sjá það, eins og það hafði verið — en árangurslaust. Hundurinn elti mig upp á loft. Það var ekki fyrr en ég kom inn I bamaher- bergið, að húsið virtist láta svo lítið að gefa mér gaum. Um leið og ég sté yfir þröskuldinn, var engu llkara en ég hefði slitið ósýnilegan vef, sem tíminn hafði ofið fyrir dyrnar. Húsið lifnaði aftur. Jafnvel hundurinn virtist vera ánægður. Hann hljóp fram og aftur um herbergið, milli þess sem hann nuggaði trýninu við hendurnar á mér. Ég stóð grafkyrr á miðju gólfinu og þorði varla að draga andann. Úti fyrir gat ég séð hinar tætingslegu greinar sedrusviðarins — laufblöðin gulgræn í sólskininu. En herbergið var tómt, eins og öll hin. Alveg eins og forðum beindist athygli mín að rykkornunum, sem dönsuðu í sólargeislanum. Þau höfðu verið drekar, loftskip, álfar... ég lygndi aftur augunum og lét sjálfan mig svífa í hinum gullna sólargeisla. Ég var eitt rykkornið, og ég horfði á sjálfan mig berast hægt niður á við með geislanum út í horn á herberginu, þar sem glytti á eitthvað í rifu milli gólff jalanna. Égstarði á það, og ómstrfður hljómur frá fortíðinni endurómaði í huga mér — ákaflega mikill og óþægilegur hávaði, en mínir litlu hnefar börðu af alefli nótnaborðið á píanóinu, sem hafði staðið þarna uppi við vegginn. Eitthvað hafði einhvern tíma gerzt I þessu horni. Ég hafði orðið æstur, reiður eða hræddur — og einhver hafði verið hjá mér. En hver?Ég titraði.er ég beygði mig niður til þess að reyna að ná þessum glitrandi hlut, sem sat fastur milli gólffjal- anna. Hundurinn æstist upp, fór að gelta og krafsaði í gólfið við hlið mér. Loksins tókst mér að ná þessu upp. Það var agnarlítill hlekkur úr gullfesti. Eg starði á hann í lófa mínum og mér fannst ég hafa séð hann áður. Leiksviðið var þarna, og í hliðartjöldum minninganna beið einhver, einhver svartklæddur . . . ég varð að vera rólegur, standa kyrr og horfa án nokkurrar áreynslu á hlekkinn. Skyndilega birtist f huga mér vera — á tuttugu sekúndum, í stað þeirra tuttugu ára, sem liðin voru, frá því að ég sá hana. Nú mundi ég eftir ungfrú Frost, og öllu þvl, sem okkur fór á milli. Ég býst við, að það áfall, sem ég fékk að loknum okkar skiptum, hafi fengið mig til þess að gleyma öllu saman. Eg var að leika mér einn daginn, þegar stjúpmóðir mfn kom með nýju kennslukonuna upp f barnaherbergið. Ég reis á fætur af gólfinu og stóð andspænis ungfrú Frost. Hún var fremur lág, gildvaxin, svartklædd, og mér fannst hún vera hræðilega gömul; sennilega hefir hún verið um fimmtugt. Hún var mjög hrukkótt í framan, hörundsdökk, og mér fannst hún fráhrindandi. Eini skartgripurinn, sem hún bar, var gamaldags nisti, sem dinglaði á festi um hálsinn á henni, er hún beygði sig niður til þess að líta framan í mig. En það voru einmitt augun i henni, er orsökuðu það, að mér fannst eitthvað dýrslegt við hana. Þau voru óvenjuleg á lit af mannsaugum að vera — gul með rauðgulum dflum. Við fyrstu sýn leizt mér illa á ungfrú Frost. En hún brosti framan í mig, og ég varð hrifinn af þvf, hve munnstór hún var, og hversu augn- tennur hennar voru likar vígtönnum. „Þetta er auðvitað hlæjandi hýena,“ hugsaði ég með sjálfum mér og brosti á móti, ánægður yfir að hafa uppgötvað, hvað hún eiginlega væri. „Svo að þetta er litli drengurinn," sagði hún. „Ég er sannfærð um, að okkur kemur strax vel saman. “ Þótt mér aldrei tækist að skilja hana, voru dagarnir með henni ánægjulegir. Mér var meira að segja farið að verða vel við ungfrú Frost. Hún var góðlynd og makráð i kennslu- stundunum. Við vorum að mestu látin eiga okkur, þar sem stjúpmóðir min var ennþá óhuggandi vegna dauða föður míns. En þó kom hún stöku sinnum til þess að grennslast eftir, hvernig mér gengi, og ungfrú Frost hrósaði mér úr hófi fram. Mér féll það vel í geð, vegna þess að það var ákaflega þægilegt fyrir mig, en mér var það vel ljóst, að þegar ég átti að vera að læra, sat ungfrú Frost oftast og mókti. Ég veitti því athygli, að hún svaf heilmikið. En á gönguferðum okkar, varð hún öll önnur, masaði og hló og virtist óþreytandi. Á einhvern undarlegan hátt fannst mér stundum, að við værum jafnaldra. Ég tók brátt eftir því, að við vorum ávallt elt af hópi flækingshunda. „Hvers vegna elta hundarnir okkur?“ spurði ég dag nokkurn, er hundahópurinn var óvenjulega stór. En áhrif.þessarar spurningar gerðu mig ruglaðan í ríminu, því ungfrú Frost fór að gráta. Við staðnæmdumst og hundamir líka. Ung- frú Frost fór að þurrka af sér tárin, en í sama bili byrjuðu allir hundarnir að ýlfra. Ungrú Forst snerist á hæl í ofsalegri bræði og sagði eitthvað. Ég held, að það hafi aðeins verið eitt orð, sem ég skildi ekki. En það hafði þau áhrif, að allir hundamir lögðu á flótta með lafandi skott. Kennslukonan mín var þá svo ægileg á svipinn, að ég var næstum því lagður á flótta sjálfur. En hún þreif I höndina á mér og leiddi mig heim steinþegjandi. Eftir þetta elti enginn hundur okkur á gönguferðum okkar. En stundum á kvöldin, einkum þegar vindurinn gnauðaði, heyrðist mér hundur ýlfra niðri I garðinum. Þetta var allt mjög undarlegt. En ég held, að börn séu hneigð til þess að finnast öll skringilegheit fullorðinna alveg sjálfsögð. Það var á kvöldin, sem ungfrú Frost hafði mest áhrif á mig. Hún var óvenjulega snjöll að segja sögur. A hverju kvöldi, þegar ég var háttaður, settist hún á rúmstokkinn hjá mér og byrjaði að segja mér sögu, og ég hlustaði með öndina I hálsinum. Um hvað fjölluðu þessar sögur? Ég get aðeins sagt, að ég varð ákaflega æstur af að hlusta á þær. Það furðulegasta var, að næsta morgun gat ég ekki munað eitt einasta orð úr sögunni, sem ég hafði heyrt kvöldið áður. Undir sögulokin, ef nokkur voru, virtust augu ungfrú Frost verða ótrúlega kringlótt, ég gleymdi sjálfum mér, er ég staröi I þau, og skyndilega var ég steinsofnaður. Venjulega vissi ég ekkert af mér fyrr en ungfrú Frost kom inn til mfn næsta morgun. Á þessum árum svaf ég vært, en enda þótt ég myndi ekki neitt, fannst mér alltaf, að nóttin hefði farið í það að komast undan einhverjum ófreskjum. En eina nóttina vaknaði ég og mundi þá óljóst það, sem mig hafði verið að dreyma. Ég hafði verið að hlaupast á brott frá ungfrú Frost, er ég leit um öxl og sá að andlit hennar var undarlega afmyndað. Ég hafði rétt tíma til að sjá, að hún var komin á fjóra fætur, áður en ég opnaði augún. Það bar ennþá daufa birtu frá náttlampan- um á arinhillunni. En hurðin milli herbergja okkar ung- frú Frost var lokuð. Ég hafði haldið, að hún væri alltaf opin. Það skipti engu máli, ég var allsendis óhræddur. Ég var um það bil að festa blund aftur, þegar undarlegur, silfurskær ómur barst að eyrum mér úr næsta herbergi. Ég hlustaði góða stund og komst að þeirri niðurstöðu, að ungfrú Frost væri að hlæja, en samt á einkennilegan hátt — eins og henni væri alls ekki skemmt. Það var frekar þægilegt á hlusta, næstum því eins og lækjamiður. Þá skildist mér, að þetta stóð lengui; en venjulegur hlátur — kannski var þetta talandi hlátur. Mér fannst þetta skemmtileg hugmynd og fór sjálfur að hlæja. Einum tveim mínum seinna tók ég eftir þvf, að ég var enn að hlæja og gat naumast hætt. Hvað var að gerast? Ég kleip I sjálfan mig til þess að vita, hvort ég væri raunverulega vakandi. Og nú fór ég að láta mér detta í hug, að ungfrú Frost væri að biðjast fyrir. Ég ' Framhald á bls. 15.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.