Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 12
í Aldarfarsbók Beda prests hins írska, er Ari fróði getur um og rituð var rúmum 100 árum áður en norrænir landnámsmenn komu til íslands, er getið um landnám vestrænna manna á islandi. Sumir núlifandi fræðimenn telja það landnám miklu eldra og taka svo djúpt i árinni að segja, að um árið 300 hafi írskir munkar og einsetumenn farið að leggja leið sina til islands. 1 sögu St. Brendans hins víðförla er þess getið, að hann hafi komið til Islands árið 548 og hitt í Austfjörð- um írskan munk, sem hafði búið þar í helli um 60 ára skeið. Og laust fyrir aldamótin 800 höfum vér sagnir af nokkrum írskum munkum, sem dvalizt höfðu á íslandi frá því í febrúar og fram í ágúst, og ferðazt víða um landið. Er sennilegt, að þeir hafi verið sendir af einhverri trúboðsstöð til þess að lfta eftir írsku byggðunum hér á landi og hvernig væri um kristni- hald hér. Af frásögn þeirra sjálfra að dæma, virðist svo sem þeir hafi ferðazt frá Austfjörðum um Suður- land og til Vestfjarða, og af því mætti skilja, að írskar byggðir hefðu þá verið hér víða og dreifðar. írska munka og kennimenn hér á landi kölluðu landnámsmenn Papa. Ekki hafa þeir allir verið ein- setumenn, því að um þær mundir máttu irskir kenni- menn kvænast og eiga sitt eigið heimili. Þeir hafa því margir komið með fjölskyldur sínar hingað og jafnvel annað sifjalið. Svo hafa leikmenn slegizt í för með þeim. Paparnir munu hafa búið í hópum hingað og þangað og þær byggðir kölluðu íslendingar Papaver. En í nágrenni við þá hafa leikmenn reist sér bæi og stundað búskap. Þessir bændur reistu sér torfbæi, eins og siður var á Suðureyum og á írlandi, en Paparnir gerðu sér húsakynni í líkingu við það, er þeir áttu að venjast, en það voru hellar eða jarðhús, grafin i sandstein, eða þá keilulöguð grjótbyrgi (Cloqán), eins og voru fyrrum í botni Þorskafjarðar (Kollabúð- ir). Hér hafa víða verið keltnesk byggðahverfi áður en norskir landnámsmenn komu. Meðal fyrstu norrænna landnámsmanna voru þeir Ketill hængur og Skallagrímur. Báðir höfðu þeir flúið land í Noregi af sömu orsök, vegna hefnda fyrir víg Þörólfs Kveldúlfssonar, er Haraldur hárfagri drap. Ketill hængur kom út þremur árum eftir að Ingölfur byggði í Reykjavfk, eða árið 877, að tali dr. Guðbrands Vigf ússonar. En Skallagrímur kom út ári seinna. Frá landnámi Ketils hængs er eigi aðeins sagt í Landnámu, heldur einnig í Egilssögu. Eru þær frásagn- ir merkilegar, en ber þó ekki saman að öllu. Þykir mér því rétt að rekja þær hér: 1 Landnámu segir fyrst frá því, er Ketill brenndi inni Hiidiríðarsonu „er Þórólf höfðu rægðan dauða- rógi“. — Eftir það fór Ketill til islands með Ingunni konu sína og sonu þeirra. Hann kom skipi sfnu í Rangárós og var hinn fyrsta vetur að Hrafntóftum. Ketill nam öll lönd á milli Þjórsár og Markarfljóts. Þar námu síðan margir göfgir menn með ráði hans. Ketill eignaði sér einkum land milli Rangár og Hróarslækjar og allt fyrir neðan Reyðarvatn og bjó að Hofi. Þá er Ketill hafði fært flest sín föng að Hofi, varð Ingunn kona hans léttari og fæddi þar Hrafn, er fyrst sagði upp lög á íslandi. Því heitir þar nú að Hrafntóftum. Hængur hafði og undir sér lönd öll fyrir austan Rangá hina eystri og Vatnsfell til íækjar þess, er fellur fyrir utan Breiðabólstað og fyrir ofan Þverá, allt nema Dufþaksholt og mý rina, er Dufþakur hafði numið (segir Þórðarbók). Egils saga segir svo frá: — Eftir þetta (þ.e. dráp Hildiríðarsona) tók Hængur knörru tvo, þá er hann fékk mesta, lét þar bera á út fé það allt, er hann átti og mátti með komast. Hann hafði með sér konu sína og börn, svo þá menn alla, er að þeim verkum höfðu verið með honum. Baugur hér maður, fóstbróðir Hængs, ættstór maður og auðugur. Hann stýrði öðrum knerr- inum. En er þeir voru búnir og byr gaf, þá sigldu þeir á haf út. — Fám vetrum áður höfðu þeir Ingólfur og Hjörleifur farið að byggja Ísland, og var mönnum þá alltiðrætt um þá ferð. Sögðu menn þar allgóða land- kosti. Hængur sigldi vestur i haf og Ieitaði islands. En er þeir urðu við land varir, þá voru þeir fyrir sunnan að komnir. En fyrir því að veður var hvasst, en brim á landið og ekki hafnlegt, þá sigldu þeir vestur um landið fyrir sandana. En er verðrið tók að minnka og lægja brim, þá varð fyrir þeim áróss mikill, og héldu þeir þar skipunum upp í ána og lögðu við land. Sú á heitir nú Þjórsá, féll þá miklu þröngra og var djúpari en nú er. Þeir ruddu skipin, tóku þá og könnuðu landið fyrir austan ána og fluttu eftir sér búfé sitt. Var Hængur hinn fyrsta vetur fyrir utan Rangá hina ytri. En um vorið kannaði hann austur landið og nam þá land milli Þjórsár og Markarfljóts á milli fjalls og fjöru og byggði að Hofi við Rangá hina Eystri. — Hængur gaf Baugi land í Fljótshlið ofan frá Merkiá til árinnar fyrir utan Breiðabólstað og bjó hann að Hlíð- arenda. Hængur gaf land skipverjum sínum, en seldi sumum við litlu verði, og eru þeir landnámsmenn kallaðir. — Um Baug segir svo í öllum Landnámabókum: — Baugur hét maður, fóstbróðir Hængs. Hann fór til íslands og var hinn fyrsta vetur á Baugsstöðum (utan við Þjörsá), en annan með Hængi. Hann nam síðan Fljótshlíð alla að ráði Ketils, ofan um Breiðabólstað tii móts við Hæng, og bjó á Hlíðarenda. (Hann var langafiGunnars á Hllðarenda). En í Þórðarbók og Hauksbók er þessu bætt við: Baugur var sonur Rauðs, Kjallakssonar, Kjarvalssonar irakonungs. Þegar taldir hafa verið allir þeir menn, er búsetu fengu f milli Þjórsár og Markarfljóts, segir svo í Hauksbók: — Nú eru ritaðir þeir menn, er land hafa þegið og numið i landnámi Ketils hængs. Hér má þá benda á, að sagt er frá því á mismunandi hátt, hvernig landnám Hængs skiptist meðal manna. Nefndir eru 12 norrænir menn, sem hafi numið þar land. Svo segir, að Hængur hafi gefið Dufþaki Duf- þaksholt og mýrina. En þegar kemur að hinum kelt- nesku mönnum í Þjórsárholtum, þá er sagt aðRáðorm- ur, Jólgeir og Þorkell bjálfi hafi eignazt sín lönd. Þetta mætti skiljast svo, að það hafi verið þeir, sem „þágu“ lönd af Hængi, og eins hefir þá verið um systkinin í Landeyjum. Um ætterni Ketils er svo sagt, að hann hafi verið sonur Þorkels Naumdælajarls og Hrafnhildar systur Gríms loðinkinna, Ketilssonar hængs, Hallbjarnarson- ar hálftrölls. Þeir Baugur hafa sennilega verið ólíkir menn, en eru þó taldir fóstbræður, en ekkert sagt nánar frá fóstbræðralaginu. Ekki er heldur sagt frá því í landnámu, að þeir hafi orðið samferða til íslands, en eigi mun rétt að vefengja þá frásögn Egilssögu, að þeir hafi farið út á tveimur knörrum, er þeir fengu mesta í Noregi, og stýrt sinu skipi hvor. Nú ber heimildum ekki saman um, hvar Hængur hafi tekið land, ýmist sagt, að hann hafi komið skipi síni f Þjórsárós eða Rangárós. Forn þjóðsögn styður það, að hann hafi komið i Rangárós og segir þar, að hann hafi leitt skip sitt upp eftir ánni allt að Hrafn- tóftum. Og allar heimildir segja, að hann hafi haft þar vetursetu. Er því ekki ólíklegt, að hér hafi orðið dálítill ruglingur, og hafi Baugur komið skipi sínu í Þjórsárós, enda styðst það við þá heimild, að hann hafi haft vetursetu á Baugsstöðum, utan við Þjórsá. Sá staður er enn við hann kenndur. Þeir Hængur koma út þremur árum eftir að Ingólf- ur festi byggð í Reykjavík, og hafa því átt að koma að „óbyggðu landi“, eins og hampað er á í elztu sögum. En annað varð uppi á teningnum. Þeir komu hér alls ekki að „óbyggðu landi“. Hjá Rangá ytri var mikið Papaver og tvær stórar sveitir í „landnámi Ketils“, Þjórsárholtin og Landeyjar, voru þegar numdar og byggðar af vestrænum bændum. Flatarmál þessara tveggja sveita er svo mikið, að samsvara mun helm- ingnum af því stóra landnámi, sem Katli er eignað. Má þó vera að vestrænir bændur hafi búið víðar á þessum slóðum, þótt þess sé ekki getið. Áður en lengra er haldið, skal nú flett upp í Land- námu að sjá hvað hún segir um þá landnámsmenn, er þarna byggðu fyrstir: Þjórsárholt. — Ráðormur og Jólgeir bræður komu vestan um haf til islands. Þeir námu land milli Þjórsár og Rangár. Ráðormur eignaðist land fyrir austan Rauðalæk og bjó í Vetleifsholti. Jólgeir eignað- ist land fyrir utan Rauðalæk og til Steinslækjar. Hann bjó á Jólgeirsstöðum. Áskell hnokan son Dufþaks, Dufnfalssonar, Kjarv- alssonar írakonungs nam land milli Steinslækjar og Þjórsár og bjó i Áskelshöfða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.