Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1974, Blaðsíða 3
1 landi, Austurríki og Ungverja- landi. Á þessum árum hafði Einar Jónsson lært mikið og stundað námið afburða vel, en þrátt fyrir víðtæka þekkingu á listum og list- sögu hafði hann ekkert lært, sem afdrifaríkara varð fyrir framtíð hans á vegum listarinnar en að komast að raun um það, að með engu því mikla og merka, sem hann hafði kynnzt í heimi list- anna, gat hann átt fulla samleið, en að sem íslenzkur einfari yrði hann að ganga i list sinni þann veg, sem hann sá og vissi sér einan vera færan. Honum var það vitanlega ljóst, að með þessari ákvörðun hlyti hann að brjóta að baki sér margar brýr, og að löng yrði baráttan og erfið listamanni, sem segði stríð á hendur hefðbundinni list og öll- um þeim fjötrum, sem hann var sannfærður um, að hún felldi á sköpunargáfu og þroska ungra listamanna. Nú þögnuðu þeir lofstafir, sem danskir listagagnrýnendur höfðu hlaðið á hann, þegar hann sýndi útilegumanninn á Charlotten- borg-sýningunni 1901. Hann sýndi verk sín þar aldrei aftur en aftur á móti árum saman á „sýn- ingu hinna frjálsu" í Kaupmanna- höfn. Þessi þverúðarfulli Is- lendingur, sem reis af alefli gegn hefðbundinni listtúlkun þeirra tíma og lét engan segja sér fyrir verkum, var hinum dönsku gagn- rýnendum engan veginn að skapi. Og listamenn ýmsir, sem áður höfðu verið honum vinsamlegir, sneru við honum baki og sökuðu hann um hroka og sjálfbyrgings- hátt vegna þess, að hann gekk ekki þeirra veg og gat stundum orðið vægðarlaus í dómum. Á þessum árum dvaldist Einar Jóns- son um skeið í Berlín og síðar i London, en honum tókst ekki að skapa sér og list sinni aðstöðu þar. Hann var útlendingur með líf sitt og list meðal framandi þjóða. En smám saman urðu þau straumhvörf, að málsmetandi menn, einkum í Þýzkalandi, Aust- urríki, Englandi og Vesturheimi fóru að skilja betur list Einars Jónssonar, sérkenni hans sem listamanns og listtúlkun, og um list hans var þá skrifað meira og á þjóðtungum fleiri austan hafs og vestan en nokkurn annan íslenzk- an myndiistarmann fram að þeim degi og lengi síðar. Þó gat hann ekki haft sýningar á hinum stóru verkum sínum og átti fullt i fangi með að greiða leiguna fyrir að fá þau geymd í Kaupmannahöfn, þar sem þau hlóðust upp frá ári til árs. Fréttirnar með lofsamlegum dómum um verk Einars Jóns- sonar, sem frá útlöndum bárust hingað heim, kynntu löndum hans listaverkin, þvi að fæstir Is- lendingar höfðu nokkur þeirra augum litið þar sem ógerlegt var að flytja þau til sýninga milli landa. En þegar hann hafði boðið landinu, þjóðinni, að gjöf öll sín verk með því skilyrði, að yfir þau yrði byggt sæmilegt hús til varð- veizlu, ákvað Alþingi að þiggja þakksamlega þá miklu gjöf og veitti á fjárlögum nokkurt fé.til byggingarinnar. En þá var heims- styrjöldin fyrri skollin á og sprengdi upp úr valdi allt verðlag. Því varð á byggingunni hlé og meðfram vegna þess, að lista- manninum hafði verið boðið vest- ur um haf til að gera þar minnis- merki um Þorfinn Karlsefni, fyrsta hvíta landnemann i Vestur- heimi. Listamaðurinn kom heim eftir tveggja ára dvöl vestan hafs, og Öreigar, ein af eldri myndum Einars, unnin 1 904 í anda realismans. Úr álögum, 1916—1 927. Það er hluti myndarinnar. sem hér sést. Einar Jónsson gerði sem kunnugt er standmyndina af Jónasi Hallgrímssyni, sem er í Hljómskálagarðinum. Þar varð hann að nokkru leyti að hlýta fyrirsögn og gerði þvi aðra mynd af listaskáldinu góða eftir eigin sannfæringu. Kristsstytta frá 1 946.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.