Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1974, Blaðsíða 12
Sigurður Guðmundsson kom Gunnlaugi á teiknistofu Viggós Brandts i Ríkislistasafninu. Hjá honum hafa verið til náms þó nokkrir Islendingar. Gunnlaugi þótti umhverfið nýstárlegt og mjög ólikt þvi, sem hann átti að venjast heima. Jafnvel siðir fólks- ins voru honum framandlegir. Nina Sæmundsson hafði vinnu- stofu i Breiðgötu 65, en hún var á Italíu þennan fyrsta vetur, sem Gunnlaugur var i Kaupmanna- höfn. Hann fékk leigt húsnæði hennar. Hann lifði hálfgérðu munkalifi, sparaði allt við sig og blandaði helzt ekki geði við fólk. islendinga umgekkst hann alls ekki. Hann stundaði námið af kappi, var í skólanum á daginn, en teiknaði og málaði á kvöldin. Hann skoðaði fjöldann allan af iistaverkabókum og söfnum. í skólanum hitti hann ungan Eng- iending, sem var íri að ætterni. Hann var málari og hafði farið til Kaupmannahafnar að skoða sig um. beir urðu miklir mátar. Hann hafði ánægju af að hitta þennan Englending, ekki sízt vegna þess að hann hafði kynnzt enskri málaralist í bókinni góðu heima á Seyðisfirði. Nú kynntist hann enskum málara i eigin persónu, og þau kynni drógu siður en svo úr áliti hans á enskri málaralist og menningu. „Þegar ég virti fyrir mér þennan enska vin minn, datt mér stundum í hug, að svona gætu Islendingar orðið, ef þeir fengju sæmilegt uppeldi,“ sagói Gunnlaugur. En Englendingur- inn var einnig æringi mikill og kunni mikið af kvæðum og ensk- um gamanvísum. Hann talaði aldrei um kvenfólk, elti ekki stelpur. Hann var trúlofaður og sagði Gunnlaugi að þau kærustu- pörin hefðu ákveóið að hittast við Nelsonssúluna á Trafalgar Square á tilsettum tíma, hvernig svo sem ástæður þeirra yrðu. „Þar með voru öll hans kvennmál afgreidd.“ Hér má skjóta inn í Iitlu sam- tali, sem eitt sinn fór á milli okkar Gunnlaugs. „Kynntistu ekki mörgum Is- lendingum í Kaupmannahöfn, Gunnlaugur?" „Ég kynntist Jóni Engilberts, Sigurjóni Ölafssyni og Ölafi Túbals.“ Skyssurnar, sem hér sjást, eru eftir Gunnlaug Scheving og sýna þaer hvernig hann vann. Þær eru birtar hér í sömu stærð og hann vann þær. Þótt verkin yrðu stór f endanlegri gerð, voru skyssurnar á borð við frimerki, eða rúmlega það. Gunnlaugur Scheving: Á sjó. Vatnslitamynd frá 1970. Listasafn íslands hefur látið prenta kort eft- ir þessari mynd, enda er hún í vörzlu safnsins. „Fórstu aldrei á Islendinga- mót,“ spurði ég. „Biddu Guð almáttugan fyrir þér nei, heldurðu að maður sé að fara til annars lands til að hitta íslendinga. Það er nóg af þeim hérheima." „En listamennirnir, sem þú nefndir áðan?“ „Indælis drengir,“ svaraði Gunnlaugur. „Ágætir söngmenn og vel að sér í alls konar mennt. Já, vel á minnzt. Einu sinni sem oftar á þessum árum var ég á gangi í Kaupmannahöfn. Þá sá ég allt I einu Ameríkana hinum meg- in á götunni. Hann var svo gler- fínn, að hann minnti mig helzt á Kjósarost í snýtuklút, eins og Kristján Fjallaskáld oróaði það. Þetta var sallafínn maður með heimskúltúr af framandi strönd- um, og ég sá strax, að þarna var þúsundmilljónari á ferð og hafði áreiðanlega siglt yfir öll heimsins höf á eigin snekkju. En allt í einu sé ég að milljónamæringurinn af snekkjunni hafði tekið eftir mér og ég hélt, að nú hefði ég orðið mér til skammar með því að glápa á hann. En Ameríkaninn gekk föstum skrefum til min, heilsaði mér á íslenzku og spurði, hvort ég fengist ekki við að mála myndir. “ „Hver var þetta?“ spurði ég. „Já, ég hélt auðvitað fyrst, að þetta væri lærður Ameríkani, sem hefði náð afbragðstökum á íslenzkri tungu, en svo sagði hann mér, að hann fengist við að mála og væri að byrja. Hann væri úr Reykjavík, af Njálsgötunni. Hét Jón Engilberts, ekkert nema kurteisin og litillætið. Bauð upp á kaffi eða eitthvað betra. Gjörið þér svo vel (!) Allt til reiðu. Hafið þér nokkuð á móti þvf, að við verðum dús? Svona getur maður alveg óforvarandis unnið í lotteríi tilverunnar, því að Jón hefur allt- af reynzt mér sannur og góður vinur, höfðingi og skemmilegur félagi.“ „En Sigurjón Ólafsson?" spurði ég- „Jú, hann varð frægur, fékk gullmedaliu á akademíunni og var mikið í Danmörku. Hann var þari miklu áliti.“ „Og Ólafur Túbals?" „Hann var ekki lengi þarna. Ég kynntist honum betur seinna hér heima. Hann var skemmtilegur félagi og málaði margar góðar myndir. Ég kynntist einnig Arna Kristjánssyni píanóleikara. Mikl- um heiðursmanni. Aristókrat i beztu merkingu þess orðs.“ I Kaupmannahöfn teiknaði Gunnlaugur Seheving eftir af- steypum undir handleiðslu Brandts og líkaði það vel. En hann var ekki kominn svo langt i listinni, að hann gæti málað ann- ars staðarenheimaí herberginu sinu. Brandt var ágætur maður, en ekki kom þeim alls kostar saman. Hann hafði orð á því, að sér þætti Gunnlaugur þrautseigur og var ánægður með, hvað hann var iðinn við að teikna sömu myndirnar. Einhverju sinni sagði hann, að hann hefði ekki mikið álit á Gunnlaugi. „En sá, sem hef- ur þrautseigju," bætti hann við, „hann mun höndla listina.“ Brandt var ólatur að koma nemendum sínum á sporið og búa þá undir inngöngu í Akademíuna og vildi þá ganga á ýmsu. Þegar Gunnlaugur talaði við hann um ensku málarana, sem hann hafði kynnzt á Seyðisfirði og sagði að sér þætti myndirnar þeirra falleg- ar, svaraði Brandt aðeins: „Það er lélegur smekkur.“ Gunnlaugur hafði á tilfinningunni, að Brandt hefði litið á sig eins og einhvern vandræðagemsa eða aðskotadýr í heimi listarinnar. Gunnlaugur teiknaði „perspek- tív“ og fannst það leiðinlegt, en var þó ákveðinn i að gefast ekki upp. Hann hékk yfir teikningun- um í herbergi sinu, klæddur i frakka vegna kuldans. Um tíma var svo kalt í herberginu, að hann fékk kuldabólgu í fingurna. Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.