Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1976, Síða 2
Hvaölíöur gröðurvernd og skögrœkí ósuðvestur- horninu ? Áriö 1874 birtist f september- hefti mánaðarritsins „Sæmundur fróði“, sem dr. Jón Hjaltalín land- 'æknir gaf út, greinarkorn um víðiplöntun þar sem útgefanda farast m.a. svo orð: .... Þannig man ég eftir því að þegar ég árið 1866 fór noröur Kjalveg ásamt nokkrum enskum ferðamönnum þá fundum við all- stóra víðirunna norðvestanvert við Kjalveginn við á eina, er Svartá heitir. Við höfðum lagt á Kjalveg i norðanveðri og kólgu og ætluðum okkur að ná upp undir Kjalfell, en þegar kom upp undir Kjalhraun leizt okkur eigi á að fara lengra sökum stormsins og sandfoksins er á hrauninu var. Við snerum þá út úr veginum ofan i þá svokölluðu Svartárbugt og völdum okkur þar tjaldstað innan um stóra víðirunna. Ég tjaldaði í rjóðri millum tveggja runna og var víðirinn svo hár, að hann var jafnhár tjaldinu og hafði ég þar því hið bezta skjól en mjög lítið var þar um haga fyrir hestana. Eftir því sem ég komst næst af loftþyngdarmælinum var tjaldstaður okkar um 1800 fet yfir sjávarmáli og.þótti mér þetta ljóst merki upp á, hversu harðfeng trjátegund víðirinn er. ... en þegar þessi viðartegund getur vaxið svo hátt yfir sjávarmáli er enginn vafi á því að hún hlýtur að geta vaxið allsstaðar i byggðinni þar sem skepnurnar eigi ná að eyðileggja hana. . .“ Siðan þessi hvatningarorð voru skrifuð eru liðin rúmlega hundrað ár. Árið 1976 hafa Is- lendingar svo þúsundum skiptir lagt leið sína um Kjalveg og vita því hvernig gróðri þar er háttað núna. Víðast er þar örfoka land en á einstaka stað berst fábrotinn gróður í bökkum, harðgerar jurtir og viðileifar, sem ná í hæsta lagi í skóvarp. Það þarf áreiðanlega mikið átak og almenna vakningu áður en hægt verður að tjalda þar aftur i skjöli víðirunna, sem eru jafnháir tjaldinu. Þessi 100 ára gamli greinar- stúfur, sem fjallar að vísu um runnagróður til fjalla, leiðir hug- ann að því hvað líði gróðurvernd og trjárækt í byggðinni hér í ná- grenni okkar Reykvíkinga, þar viötal viö Kristin Skœrings- son skögarvörö sem skilyrði eru vafalaust marg- falt betri. Hvernig er ástandið og hvað er að gerast í þessum málum á þéttbýlasta svæði landsins, suð- vesturhorninu, sem af einhverj- um fordómum hefur löngum þótt hrjóstrugt og lítt hæft til skóg- ræktar. Kristinn Skæringsson er skógarvörður á Suð-vesturlandi. Nú munu eflaust einhverjir reka upp stór augu og spyrja: Skógar- vörður hér á þessu skóglausa svæði? Að vísu er skógarvarðar- starfið ekki umfangsmeira en svo að hann vinnur að hálfu við skógarvörzlu á vegum Skóg- ræktar ríkisins og að hálfu hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, enda má segja að þetta tvennt falli saman að mörgu leyti þar sem Skógrækt ríkisins og skóg- ræktarfélögin innan vébanda Skógræktarfélags íslands eru tvær greinar á sama stofni og getur hvorugt án hins verið. Auk þess annast skógarvörðurinn á Suð-vesturlandi jólatréssölu Landgræðslusjóðs og kaup er- lendis. Aðalstörf varðandi Skóg- ræktarfélag Islands, Land- græðslusjóð og Skógræktarfélag Reykjavíkur felast þó í gjaldkera- og bókhaldsstörfum. Við gefum Kristni orðið: Á þessu svæði mínu, sem nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu að hluta þ.e.a.s. Þing- valla- og Grafningshrepp, þar sem er þjóðgarðurinn á Þingvöll- um, eru að vísu ekki stórir eða víðáttumiklir skógar, því síður nytjaskógar á borð við þann á Hallormsstað, hvað sem síðar verður, en skógarvarðarstarfið er í því fólgið að hafa umsjón með skógum og kjarrgróðri á svæðinu Kristinn Skæringsson, skógarvörður. \\ Ijf J X'vr-’ W ' V. "h m' WfkjM ]Kjxm \ Y' X \ 'Cl Skógræktargirðing fyrir sunnan Hafnarfjörð i því ðstandi sem bezt verður á kosið. og sjá til þess að sá gróður verði ekki eyðilagður að óþörfu. Það er þó ekki veigaminni þátt- ur í starfinu að aðstoða skóg- ræktarfélögin hér í nágrenningu og í sambandi við girðingar, plöntun og annað þvi tilheyrandi. Eins og gefur að skilja eru girð- ingarverkefnin mörg og aðkall- andi á slíku svæði þar sem skóg- rækt er víða á byrjunarstigi. En tómt mál er að tala um að hefja nokkra skógrækt ef ekki hefur verið fyrst komið upp góðri girð- ingu um landið þar sem planta skal, vegna fénaðarins, sem alls staðar á forgang að ógirtu landi. Þá hefur i auknum mæli verið þörf á aðstoð og leiðbeiningum til einstaklinga á þessu fjölbýla svæði í sambandi við ræktun og friðun og útvegun plantna, hvort heldur er í görðum eða sumar- bústaðalöndum. Skógarvörðurinn á að geta verið til ráðuneytis hér í Reykjavík og í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hver er skógræktarfélögin í þessum landshluta? í fyrsta lagi er það Skógræktar- félag Suðurnesja,, sem skiptist í tvær deildir, Skógræktarfélag Því miður of algengt ástand girðinga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.