Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 8
UpphafiS: Evrópskir innflytjendur til Bandarfkjanna kúldrast á dekki f nrargra vikna sjóvolki. Gffurlegur fjöldi veikburða fólks og barna dóu úr vosbúðinni á leiðinni. Þetta fðlk átti það sameiginlegt með islendingunum. sem fluttust vestur, að þeð átti frá litlu eða engu að hverfa og að sama skapi var óvissan alger um það, sem við tæki. Myndin er tekin um borð f Amerfkufarinu S.S. Westemland um 1890. Landnámið: Frumbyggjarnirhéldu meðfarangur sinn á fjórhjóla kerrum vestur f óbyggðirnar, og ekki svo mikiðsem gótuslóðar. Oftast fóru stórir hópar saman f lestum, enda mátti oft eiga von á árásum Indfána. tslendingamir, sem fluttust til nýja íslands fyrir 100 árum fóru vatnaleiðina á bátum, en fslenzku mormónarnir, sem fiuttust vestur 1855, fóm hinsvegar landleiðina. Iðnveldið f uppsiglingu: Myndin er tekin við bflaverksmiðju Ford Motor Company í Detroit árið 1913. Þar var byrjað að setja bfla saman á færibandi og hér koma af bandinu nokkur eintök af hinu fræga „T módeli" af Ford, sem framleiddur var f meira en milljón eintökum. Bandaríki Norður Ameríku 200 ára SVIP- MYNDIR ÚRSÖGU RISA- VELDIS og fáein orð um íslenzkt landnám í Bandar í kj unum Um þessa helgi minnast Bandaríkjamenn þess með hátíðahöldum að liðin eru 200 ár frá byltingunni, sem 13 nýlendur á austur- ströndinni gerðu gegn yfirráðum Breta. Síðan hafa Bandarxkin orðið eitt af risa- veld.unum og samanlagður mannfjöldi ríkj- anna er um 220 milljónir. Tvö hundruð ár eru þó stuttur tími í ævi þjóðar, til dæmis borið saman við ellefu hundruð ár íslenzku þjóðarinnar. Tveggja alda gömul þjóð ætti að vera á mótunarskeiði enda eru Banda- ríkin það að ýmsu leyti. Þetta viöfeóma ríki, sem í rauninni er heil heimsálfa, hefur verið nefnt á ensku „melting pot“ eða bræðslupottur þjóða og þjóðflokka. Indíánarnir voru frumbyggjar landsins og er þeirra þáttur þó sorglegast- ur. Fyrstir komu Englendingar og Hollend- ingar, þá Spánverjar og Þjóóverjar. Vest- urferðir Norðurlandabúa hófust að marki á öldinni sem leið; þar á meðal voru nokkrir fslendingar, en þeir kusu sér þó flestir búsetu noróur í Kanada.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.