Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 3
enn hefur safnast svo nú eru munirnir orðnir 1346 á skrá, en . þetta eru 720 tegundir. Ég færi á skrá í áföngum og þeim munum, sem ekki eru uppi við pakka ég í plast, töluset og læt miða með upplýsingum fylgja í plastinu. í aðfangaskránni eru nöfn 400 manna, en um leið og ég eignast munina, fæ ég upplýsing- ar ef þær eru fyrir hendi, um hver smíðaði hlutinn, hver hafi átt hann og til hvers hann hafi verið notaður. 1 skránni flokka ég svo munina eftir því hvaða atvinnugrein þeir tilheyra en flokkarnir eru alls 42. Flestir eru flokkarnir varðandi sjávarútveg eða 16 talsins. Mikill meirihluti munanna er líka varð- andi sjávarútveg, enda var björg- in úr sjónum undirstaðan í lífi fólksins, og mér finnst þeir munir gefa safninu sérstakt gildi, því hér er margt muna úr þeirri grein, sem ekki eru til annars staðar. Nú er bara orðið allt of þröngt hér í húsinu fyrir þetta safn, en sýslunefndin hefur tekið til at- hugunar möguleika á því að byggja yfir það hér á Hnjóti, en ekki er að vita hvað verður. Verði safninu komið fyrir í góðu húsi, þá hef ég mestan áhuga á að því verði raðað þannig upp, að lesa megi úr því söguna og þróun atvinnuhátta frá upphafi. Ég álít að þannig komi það að beztum notum fyrir fólk. Það ger- ir sér þá betur grein fyrir sög- unni. Mér er líka mikið í mun að nöfnin á þessum gömlu munum fari ekki í glatkistuna um leið og þeir hverfa úr lffi fólksins. ís- lenzkan yrði fátækari við það. Margir af þessum munum bera heiti, sem hvergí eru notuð nú. Þetta hérna til dæmis, segir Egill og bendir upp á vegg. Þú mundir segja, ef ég spyrði, að þetta væri fatasnagi — en meðan hann þjónaði tilgangi sínum hét hann ugla. Við erum komin upp á aðra hæð í herbergi þar sem munum er raðað á veggi og gólf, svo þröngt að varla má nokkurs staðar drepa niður fingri. Og hér gefur að líta! Á veggnum sem næstur er dyr- unum hanga allar mögulegar gerðir skutla: selaskutull, há- karlaskutull, skutull fyrir smá- hveli og stærri hvalskutull. Þeir eru merktir eigandanum á skaft- inu, því sá sem átti skutulinn átti heimtingu á helmingi hvalsins. Og ofar á veggnum hangir líklega eldforn tágakarfa úr Vatnsfirði. Á gólfinu stendur gamalt skóla- borð frá Hvallátrum og denging- arsteðji, sem notaður var við hey- skap í Saxagjá í Látrabjargi. Hér gefur að líta rúmfjöl, sem skorin er af Bólu-Hjálmari, með ártalinu 1836, og tinkönnu úr búi Guðrún- ar riku í Sauðbæ á Rauðasandi — og leirtau úr búi Ólafs Sívertsen í Flatey. Egill handleikur munina eins og vini sína og sýnir okkur: Hér er sjaldséður hlutur — hnúajárn gamalt og gimpanál — og reyndar gluggajárn úr Alþing- ishúsinu (þeim var annars fleygt) og tæki sem notað var til að bryðja kandís í verzlun Markúsar Snæbjörnssonar á Patreksfirði — kálskurðarhnífur talinn smiðaður af Einari Jónssyni forföður Kolls- víkurættar — nálhús smíðuð af Sturla, afa Eiríks Kristófersson- ar, skipherra og annað eftir föður hans. (Smíðin á nálhúsi Kristó- fers er fullkomnari tæknilega séð því þar er koninn skrúfgangur I lokunni.) Og hér er heimatilbúinn báta- saumur og naglalóð með 5—6 mis- stórum holum, eftir því hve digrir Egill Ólafsson og kona hans RagnheiSur Magnúsdóttir. Blokkin fri Blldudal fyrsti vlsir a8 slipp á íslandi Foreldrar Egils, Ólafur Magnússon og Ólafla Egilsdóttir kona hans. naglarnir áttu að vera. Og annað tæki til að búa til rærnar. Egill tekur sérkennilega byssu niður af veggnum og segir: Þessi línubyssa á sér merka sögu. Hún var notuð á árunum 1938—46, þegar farið var að flytja mjólk frá örlygshafnar- bæjum annan hvern dag til Pat- reksfjarðar. Þegar ólendandi var i Örlygshöfn, lagðist báturinn, sem flytja átti mjólkina, fyrir ut- an brimgarðinn hjá Gjögrum og þaðan var skotið línu úr byssunni. í hana var síðan fest sterkari taug, sem dró fleka með sex (20 litra) mjólkurbrúsum út i bátinn. Þannig var séð við þeim vanda. Við rekum augun í einkenni- lega grind og setjum upp spurnar- svip. Þetta er brókarkvísl, segir Eg- ill, i þetta var skinnbrókin klædd þegar hún skyldi þurrkuð — og upp úr kistu er dreginn sjófatnað- ur allur — skinnbuxur, skinn- sokkar og stakkur, eins og notað- ur var á seglskipunum. Og lítill hringur, varla stærri en þumal- fingursnögl, með tveimur götum. Hann tilheyrir einnig sjófatnaðin- um og heitir því skemmtilega nafni hálsbjargartígill. I götin var þrætt bandi úr hálsmálinu og stakknum þannig haldið saman um hálsinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.