Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1978, Blaðsíða 4
Hjá Lárusi Grímstungubónda og Vatnsdalsbændum Rjúkandi, Freyöandi og Skínandi. Þar sem árgiliö þrýtur er sögustaðurinn Þórhalla- staðir þar sem Grettir glímdi viö Glám. Það má segja aö Grettir og Glámur hafi glímt í engjum Grímstungu. Glámur var fjármaður Þórhalls á Þórhallastöðum, en vætturin í Skessufossi tók líf hans eins og fleiri fjármanna og gekk hann óþyrmilega aftur. Grettir var hins vegar að heimsækja frændur sína á Hofi eða eins og sumir segja, á ferð um til þess að komast í kast við drauginn. Sviptingar sögunnar lifa í huga Vatns- dælinga, enda er það þeim eiginlegt að taka þátt í tilþrifum. Umgjörð þeirra er ekki aðeins svið atorku og einstaklingshyggju, þeir búa í einum fegursta dal landsins þar sem vindsveiparnir víxlast niður hlíðar í rokum, en þaö þykir jafn eölilegt á milli ögurstunda mannlífsins þar að svipta lognmollunni af byggð og búendum. „Ég er ekki farinn að smitast af Þeim ennþ>á“ Réttardagurinn rann upp, bjart yfir dalnum og farið árla dags á fætur á Hofi. Það var hægt að búast við löngum degi, því það var sólskin. Við komum við í Grímstungu á leiðinni að nátthaganum, vorum snemma í því og ætluðum að heilsa upp á Lárus. „Þú ert kominn á fætur," sagöi Gísli á Hofi. „Já, ég er ekki farinn að smitast af þeim ennþá,“ svaraði Lárus og kímdi. „Þeir eru að fara af stað með féð,“ sagði Gísli. „Jæja, eru þeir vaknaðir?“ • „Já, þrátt fyrir sólskiniö." „Já, það kom nú áður fjúk í göngunum laxi og ekki töldu menn vera kominn dómsdag.“ Lárus bar sig nú eftir hnalli í skáp og bar fyrir gesti: „Það komu hjón hér í vor og konan spuröi mig hvort ég væri hættur að taka út réttarpelann? Fjarri því, svaraði ég og þá rétti hún mér pelann, en hann hef ég ekki snert síöan.“ „Ég hefði nú verið búinn með hann,“ sagöi Gísli og hló. „Blessaður, ég er búinn að drekka úr mörgum öðrum,“ svaraöi Lárus og sneri sér til Björns Bergmanns sem gisti hjá honum: „Björn minn, viltu ná fyrir mig í snapsglös, þau eru þarna í skápnum einhvers staðar.“ „Það er nú eitthvað skipt hér,“ sagði Björn þar sem hann bograði við skápinn. „Þaö er allt í lagi þó þetta sé ekki samsorta,“ skaut Lárus inn í,“ og svo segjum við góðan daginn. Það er gott á réttardegi aö lyfta glasi til góðs dags.“ „Ég sá glampa á vötnin, það var stórkostlegt“ Lárus sagði okkur frá því að hann heföi farið daginn áður upp í fjallshlíöina með Birni Bergmann. Þeir fóru upp á háan hól, „og þar er gömul þúfa, kunningi minn,“ sagði Lárus. „Ég settist á hana og hlustaði. Ég sá glampa á vötnin, en meira leyfði nú sjónin ekki. Það var stórbrotiö að sjá glampa á vötnin og gott að lifa þannig meö endurminningunni, spretta úr spori þótt maður sæti aðeins á gamalli þúfu.“ Það var spjallað um ferðir inn á heiðarnar og aftur var farið aö tala um sólskinið og fjárreksturinn, því féð vill veröa latt í mikilli sól. „Mér hefur hvorki verið of kalt né of heitt á heiðunum," sagði Lárus, „en ef það væri snjór með svona sólskini þá er ég hræddur um aö smalamennskan gengi seint. Við komumst í áfanga þótt hríðaði og aldrei var sólín okkur til ama.“ Við héldum í nátthagann og innan k Tvær rótgr&nar kempur og höfóingjar Vatnsdælinga (sögualdarstíl hittast é réttardaginnn. Lórus i Grímstungu og Ágúst éHofi. Og Það er faðmað og kysst aftur og aftur. skamms var búið að koma fénu af stað. Það rann hlíöar og vegi í margra kílómetra lengju, því Vatnsdælingar eiga stóran fjárstofn, um 20000 fjár af fjalli og réttin tekur 20400 í dilkana. „En stilltur þess á milli“ Það var ys og þys í réttinni, gengið rösklega til verks og rífandi góð stemmn- ing. Ungir sem aldnir réttu hjálparhönd og menn gáfu sér einnig tíma til að ræða málin og jarðlífstilþrifin. Lárus í Gríms- tungu var viö sinn dilk, elzti maðurinn í réttinni en sá hressasti. Mér kom í hug vísan sem Björn Blöndal orti um Lárus: Þú hefur leikið glanna og glóp göfgi og manndómssnilli. Strákur ertu í strákahóp, en stilltur þess á milli. Það virtist siöur hjá konum sem komu í réttina að kyssa Lárus og ég hafði orð á þessu. „Já, þær kyssa mig, blessaðar, en það er nú betra að vita hverjar það eru sem þaö gera,“ sagði Lárus og glotti. „Leysingjastaðir," kallaði Sigþór í Brekkukoti. Hann var skotklár í mörkun- um og leit ekki svo á kind að hann þekkti ekki markið um hæl. „Ásar,“ kallaði hann með næstu skjátu í höndunum og „Grímstunga," var sú þriöja. Lárus tók við henni og snakaði henni inn í dilkinn sinn, hnarrreistur með stolt heiðanna í fasi. Fyrr um daginn þegar við Lárus vorum á leið niður Grímstungutúnið tók hann á sprett en hnaut nærri í þúfnakarga viö giröing- una. Ég spurði hvort við færum ekki full greitt. „Það er alltaf hægt að komast undan brekkunni,“ svaraöi hann og hljóp áfram þótt sjónin væri ekki til staðar. Hann haföi tilfinningu fyrir hverju fótmáli, enda eins gott að ríma viö landið í langri sambúð. Oft hafði hann fetað hin mikilúðlegu Blásandabjörg eins og þau væru slétt, enda kominn sjálfur af hinu rammíslenzka bergi. Á æskuárum hrapaði Lárus einu sinni í gili niöur á ís og var talið aö þaö myndi draga úr gilferöum hans, en ef kind var illa stödd og öörum leizt ekki á blikuna þá var Lárusi sleppt. Hann hafði tlfinninguna í lagi en stundum þótti djarft teflt. Eitt sinn var hann að fara yfir ísi lagt fljót sem ýmsir töldu að væri ekki mannhelt. Hann krafsaði í ísinn með staf sínum, en hefur líklega ekki þótt ísinn of þykkur, því hann hætti að krafsa og sagði að væri bezt að vera ekki aö veikja þetta meira — og fór yfir. Hann hefur komizt yfir örðugu hjallana með farsæld í fylgd sinni og þannig tefldi hann einnig oft djarft í búskap sínum. Hann lagði mikla áherzlu á að fé sitt nyti útivistar. Það var ekki venja hans að smala fé við fyrstu vetrarhríðar, nema mikið lægi við og jafnvel hafði hann fé úti við allt til áramóta er fengitími hófst. Og þegar flestir búendur í dalnum höfðu fé sitt á fullri gjöf seinni hluta vetrar átti Lárus í Grímstungu til að láta fé sitt njóta útivistar. Hann haföi sinn stíl í þessu sem ööru og hefur alla tíö átt arðgott og kynbætt fé, enda mikill áhugamaöur um ræktun búpenings. Þegar mest var voru um 1100 fjár á fóðrum í Grímstungu, en stundum herjuöu pestir grimmilega á stofninn og þá varö að draga saman seglin í búskapnum um sinn, bíöa eftir byr, en hann var líka fljótur að nýta tækifærin þegar gaf. Stemmning réttardagsins var í algleym- ingi og af og til heyrðust vísur kveönar undir réttarvegg þar sem fleygur fór um. Meöál annars voru þessar kveðnar eftir Ólaf í Forsæludal: Brosin glettin, blikar gler, brúnaléttur, fagur. Loksins þetta oröinn er indæll réttardagur. Og þá er Sigríöur í Forsæludal, systir Ólafs, ekki síður gott skáld: Mitt út færist sjónarsviö, sorg er fjær og kvíði þegar hlær mér hlýjast viö heiðablærinn þýði. Það var farið að reka féð heim, sumir þurftu að reka yfir ána, en allt gekk sinn vanagang. Stelpurnar höfðu orð á því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.