Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1979, Blaðsíða 2
Sigurður Guðjónsson rithöfundur GRÁ TURINN í VÍNAR- ÓPERUNNI Síöastliöiö vor dvaldi ég nokkurn tíma í-Vínarborg. Tónlist þeirrar borgar hefur árum saman veriö mitt dýpsta yndi í lífinu og ég hlusta ofurlítiö á hana á hverjum degi. Þarna var líka margt aö sjá, margt aö heyra og um margt aö hugsa. Hér ætla ég þó aðeins aö segja frá litlu atviki sem reyndar haföi meiri áhrif á mig en allt annað í þessari ævintýraferö í Austurríki. Þaö var einn bjartan fimmtudag, 25. maí, aö sá draumur minn varö aö alvöru, að sjá og heyra fallegustu óperu í heimi. Þaö var Töfraflautan hans Mozarts. Ég horföi standandi meö mörgu fólki sem átti meira af ást á músik en peningum. Aldrei fyrr á ævi minni haföi ég komiö í fræga óperuhöll. En ég er heldur ekkert sérlega spenntur fyrir óperum. Þaö eru aðeins fáar óperur í heiminum sem segja satt. í engri músik er logiö eins og miklu og í óperumúsik. Kannski er þaö þess vegna, aö óperuhús eru svona fín og flott og svo dýrt er í beztu sætin, að menn veröa aö vera ógurlega ríkir og klæða sig æöislega skrautlega til að fá aö setjast í þau. Kannski er það líka út af lyginni í óperunum, aö heimsfrægar óperustjörnur fá miklu meiri peninga fyrir sönginn sinn, en aliir þeir sem syngja um sannleikann. Og þaö er enn þá þessi óperulygi sem veldur því aö fólk klappar miklu meira og lengur fyrir þeim, sem syngja stóru lögin meö öllum háu og erfiðu nótunum, en hinum sem syngja litlu og einföldu lögin, jafnvel þó þeir syngi aiveg eins vel eöa betur. Töfraflautan er ein af þeim óperum sem segja næstum alveg satt. Og þó hún skrökvi pínulítiö á stöku staö, segir hún samt meiri sannleika en næstum því öll önnur músik. Þaö er kannski þess vegna aö börn skilja hana bezt. En miklir heimsmenn, sem feröast hafa um mörg lönd og lesiö margar bækur og lært og hugsað óskaplega mikiö um heiminn, veröa steinhissa inni í sér og fá eitt og eitt tár í augun yfir því, aö þeir skuli hafa lesiö og lært svona mikiö um heiminn, en fatta svo allt í einu að þeir skilja ekkert í heiminum og þykir svo ósköp lítiö vænt um lífiö. En svona hugsa heimsmennirnir bara eitt óperu- kvöld. Daginn eftir byrja þeir aö lesa enn þyngri og Iengri bækur til aö reyna aö skilja heiminn. Töfraflautan er um baráttu og stríö hins góöa og illa. Eins og í öllum góöum og fallegum ævintýrum veröur hiö góöa sterkar aö lokum. Þaö eru bara vondir menn og leiðinlegir sem láta hið illa vera sterkara en hið góöa. Þaö er af því aö þeir sjálfir sjá ekki hiö góöa fyrir hinu illa. í góöa landlnu hans Mozarts ræöur Sarastro og prestarnir hans, sem alltaf eru aö gera gott úr Ijótu verkunum sem framin eru í vonda landinu, þar sem Næturdrottningin ríkir. Hún á dóttur, sem heitir Pamina og Sarastro verður aö passa hana, til aö bjarga henni frá áhrifum hins vonda og Ijóta. En þaö veit hún ekki og heldur ekki Tamino, sem er skotinn í henni af því aö hann sá mynd af henni og fór aö leita hennar meö Papageno fuglaveiöara. Og Tamino á flautu sem er þeirrar náttúru, aö villidýrin í skóginum veröa gæf og spök þegar hann flautar í hana, en Papageno á klukkuspil sem spilar svo Ijúft aö allir gleyma sér í dansi sem heyra þaö. Sarastro hefur þræl, sem í óperunni hans Mozarts er svartur og Ijótur og ægilega vondur. Hann heitir Mono- statos og ætlar aö svíkja Sarastro og hjálpa vondu Næturdrottningunni aö eyöa góða landinu hans. Eftir mikil ævintýri, erfiöar raunir og þungar gátur, fær Tamino aö eiga Paminu, en Papageno fær konu sem heitir Papa- gena og þau ætla aö eiga saman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.