Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1979, Blaðsíða 2
Gunnar Þormar í útjaðri Juffure. Hnetuuppskeran og fallbyssa frá nýlendutímanum. Hús ættmóóurinnar í Juffure, þar sem voru myndir af Alex Haley í sambandi viö hina frægu bók hans, Rætur. æskuslóðum KUNTA KINTE Á landakorti er Gambía aöeins mjó ræma, sem fylgir Gambíufljótinu 300 km. inn í Sengal á vesturströnd Afríku. Landiö er lítið og fátækt. íbúar eru nálægt 300 þús. Aðalatvinnuvegur er akuryrkja og yfir 90% af útflutningi landsmanna hnetur. Hrísgrjón og önnur matvæli þarf aö flytja inn. Gambía hlaut sjálfstæöi 1965 en haföi áöur veriö bresk nýlenda rúma 11/z öld. Þar áöur böröust Bretar og Frakkar um yfirráöin. Augljóst er, að Bretar hafa eingöngu notaö þessa nýlendu til að hagnýta þá verzlunarmöguleika, sem Gambíufljótiö veitir, en þaö er skip- gengt mörg hundruö km. inn í landiö. Á 17. og 18. öld var þarna miöstöð þrælaverzlunar. Ekki eru sjáanleg mannvirki aö heitið geti frá nýlendu- tímanum og fátt munu Bretar hafa gert til aö undirbúa þessa nýlendu sína undir sjálfstæöi. Má segja, aö viöskilnaöurinn hafi veriö Bretum til lítils sóma. í höfuöborginni, Banjul, búa nálægt 30 þús. manns, flestir í hálfgeröum hreysum. Þar er uppskipunarhöfn og stór markaöur í miöju bæjarins. Nokkur feöamannastraumur hefur veriö til landsins undanfarin ár, en takmarkast af fjölda hótela. Aöeins 3 eöa 4 hótel þykja boöleg ervrópumönn- um. Liggja (aau viö strönd Atlandshafs- ins. Er ég lagöi leiö mína til Gambíu í byrjun árs 1978 var ekki aö sjá, aö feröamenn heföu sett teljandi spor á daglegt líf landsmanna. Á klukkutíma göngu um götur Banjul rakst ég ekki á hvítan mann fyrr en ég að lokum kom aö markaöstorginu. Veðurfar er mjög stöðugt frá nóvem- ber og fram í maí, hiti 25—30 og hafgola. Sjaldan dregur ský fyrir sólu. Sjórinn er tær og ómengaður. Regntím- Þorpið Juffure, þar sem Kunta Kinte óx úr grasi, hefur vegna bókar Alex Haleys og sjón- varpsþáttanna hlot- ið heimsfrægð. Þar er þó allt með rólegri og virðulegri blæ en í öðrum þorpum Gambiu. inn er frá júlí til októberloka. Hitinn eykst og loftið mettast raka og veöur því sem næst ólíft hvítum mönnum, enda kölluöu Bretar landiö „gröf hvíta mannsins" í Gambíafljótinu gætir sjávarfalla 2—300 km inn í landiö. fljótiö er því blandaö saltvatni, sem eyöileggur gróöur nálægt bökkum þess. Á regn- tímanum hreinsast jarövegurinn, fljótiö vex og saltvatnið hverfur. Þá er sáö í akrana og uppskera tekin fyrstu 2 vikur þurrktímans. Bregðist regnið fæst eng- in uppskera. Gambíumenn eru einkar gestrisnir og glaðlegir í viðmóti. Ekki hefur ferða- maöurinn dvalist lengi meöal þeirra er hann hefur þaö á tilfinningunni, aö hann sé velkominn. Fólk og geitur ( miöhluta Juffure.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.