Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 12
Þegar saga þessi gerðist, en síðan eru liðin nokkur ár, hafði ég í mörg ár unniö verkamannastörf hér í höfuðborginni. Vinnudagurinn var oft langur og stundum strangur og atlæti á vinnustað ærið misjafnt. Mér gekk því ekki vel að samræma löngun mína til ritstarfa þess- ari lífsbaráttu. Því varð hátíð í koti mínu daginn sem mér barst sú fregn að Nefndin ætlaði mér nokkurra mánaða starfslaun úr launa- sjóöi listamanna. Ég sagði uþþ byggingarvinnunni dag- inn eftir að fréttin kom og hófst þegar handa við ritstörfin. Fátt var mér aö vanbúnaði, því ég var meö frumdrög að bóksögu niðri í skúffu og hafði áður aflað mér nokkurra fanga til verksins. Þetta átti að verða skáldsaga með sannsögulegu ívafi og ætlaöi ég henni að bera nokkurn keim af samtíðaranda. Þegar til átti að taka, þóttu mér aðföng mín í rýrara lagi og ákvað því aö hefja verkiö með því að lesa mér betur til í gömlum blöðum og öðrum heimildum um þann tíma sem sagan átti að spanna. Ég skipulagði vinnudaginn. Fór snemma á fætur og ákvaö að ganga heimanað frá mér, en ég bjó um þessar mundir í Laugardalnum, og þaðan var nokkuö löng leiö til Landsbókasafnsins, en þar vann ég að efnisöfluninni. Ég sat á Landsbókasafninu nokkuð frameftir degi, oftast talsvert framyfir hádegiö. Fór ég þá heim seinnipartinn, snæddi miðdegisverð og vann síöan heima úr því sem að mér hafði borist á safninu. Fljótlega kom að því aö mér þótti leiðin löng á morgnana, heiman úr Laugardal og niöur á safn. Tók ég því brátt upp þann sið að koma við á Matstofu Austurbæjar, kaffihúsi innarlega við Laugaveginn. Á Matstofunni mátti fá ýmislegt matarkyns, auk kaffis og tesopa. Ég keypti mér venjulega kaffi og rún- stykki með osti og leit yfir dagblöðin sem jafnan lágu frammi, áður en ég helt til starfa minna á safninu. Brátt fór ég þó aö virða fyrir mér morgungestina á Matstofunni og haföi ekki síður gaman af því en aö skoða blöðin. Sagt ég í fyrstu alltaf einn viö borö. Reyndi ég þá aö velja mér stað sem gaf sæmilega yfirsýn yfir salinn, svo ég gæti sem best notiö þessa áhugaefnis. Gluggar Matstofunnar voru líka stórir og gegnum þá mátti með góðu móti fylgjast meö umferöinni fyrir utan. Naut ég þess einnig vel og þótti gott að sitja þarna ótruflaður og horfa á mannlífið. Vildi oft togna nokkuö úr tímanum hjá mér á Matstofunni, vegna þessa og ekki síður hins að brátt kom aö því aö ég hætti að sitja einn við borðið. Það kom nokkuð af sjálfu sér að ég kynntist fólki og fór aö blanda geði við aöra gesti. í fyrstu komu menn að borði mínu og báðu leyfis aö mega setjast. Ég taldi mér ekki heimilt að banna slíkt, þótt ég óskaði sjálfur aö vera í friði og eignaðist ég þannig málvini. Að nokkrum tíma liðnum var svo komið að ég settist gjarnan sjálfur hjá einhverjum kunningja, ekki síst ef hann var birgur af blööum. Urðu stundum skemmtilegar viðræöur um það sem hæst bar í fréttunum hverju sinni, eða eitthvað sem viðstaddir höföu frá að segja. Annað veifiö komu líka menn utan af götunni og sögðu frá reynslu sinni, ellegar þá kjaftasögur úr bænum. Kvöld eitt kom mér í hug að gaman gæti verið að rifja upp morgunstundirnar á Matstofunni og kynnin við gestina þar. Varö þá úr að ég tók til við að skrifa mér til skemmtunar ýmsar frásagnir af því sem við hafði boriö á Matstofunni þann morguninn. Gerði ég þetta á kvöldin eftir aö ég hafði lokið annnarri vinnu. Ekki laug ég uppá viðmælendur mína í sögum þessum, en ég get ekki neitaö því að ég færði stundum í stílinn, og breytti nöfnum. Einn fyrsti gesturinn sem rakst að boröi mínu var roskinn maður feitur og klæddur eftir gamalli tísku. Hann var í svörtum fötum með vesti og hékk gullkeðja yfir stóran magann framaná vestinu. Hvítt hálslínið var þrælstífaö og hatturinn svartur og haröur. Hann tók ofan strax og hann kom innúr dyrunum og hélt á hattinum meöan hann keypti kaffiö. Hann fékk sér molakaffi. Ég haföi áður veitt honum athygli nokkrum sinnum og heyrt aðra tala um hann. Þeir kölluðu hann Fýsikus eða bara Kusa. Hans rétta náfn heyrði ég aldrei. Þeir sögðu af honum skopsögur og skrýtlur, sem vanalega áttu sér rætur í samkvæmislífinu og höfðu aö uppistööu glasaglaum og kvennastúss einhvers- staðar í bænum að næturlagi. Að vísu var svo að heyra sem tilraunir Kusa til afreka í kvennamálum væru ekki árangursríkar. Virtist afkáraleg og stundum jafnvel allt að því bjánaieg framkoma hans eiga sök á því öðru fremur. Ekki var Fýsikus talinn vondur við vín, en skrípalæti hans í veislum voru helst rakin til þess að mikil víndrykkja kæmi hugsun hans úr eölilegu jafnvægi og missti hann við þaö stjórn á atferli sínu. Enginn virtist vita hvaö Kusi gerði á daginn, en því fjölskrúðugri voru sögurn- ar af honum úr næturlífinu. Ein sagan var á þá leið að ónefndur maður haföi séð til hans vestur í bæ, þar sem hann stóö berrassaður á gangstétt og kastaöi hnetum upp í kvistglugga á húsi einu. Þar fyrir innan höfðu náttból systur tvær, sem heyröust hlægja svo og skríkja bakvið, gluggatjöldin að barst til eyrna þeim sem framhjá gengu. Fýsikus sýndist þó ekkert heyra og hélt áfram að kasta hnetunum, þar til lögreglan kom og tók hann. Önnur saga greindi frá því aö í veislu einni hefði Kusi tekiö til viö aö þukla húsfreyju og káfa á henni hér og hvar. Reyndi hún að færa sig undan, en Kusi elti. Fór svo að frúin lagði á flótta um húsiö með Kusa á hælum sér. Barst eltingaleikurinn víða um innanhúss, með- al annars yfir hlaðin borð og bekki. Var mikið hlegið að leik þessum en einginn hreyfði sig til hjálpar húsfreyju, fyrren bóndi hennar raknaði úr víndái og henti Fýsikusi út. Var þá margt brotið og bramlað í húsinu. Og þarna kom hann. Andlitið Ijómaði af undarlegu brosi og ég sá hann horfa löngunaraugum á blaðastaflann á borð- inu há mér. Má ég, sagði hann og brosið breikkaöi enn og varð svolítið flírulegt. Hann horfði þannig til mín að undirhakan lagðist í fellingar. Gerðu svo vel, sagði ég. Má ég líta snöggvast í blöðin, sagði hann um leið og hann settist. Kaffibakk- ann lagði hann frá sér á boröiö og hattinn hjá bakkanum. Velkomiö, sagöi ég. Þaö er ekkert sérstakt í þeim. Það fer nú eftir því að hverju maður leitar, sagöi Fýsikus. Röddin var sérken- nilega rám, brosið rann af andlitinu og hann flautaöi lágt meöan hann hellti kaffinu í bollann. Svo greip hann blaðab- unkann stórri þykkri hendi og fletti blöðunum hratt. Nam staðar stöku si- nnum og las, hélt svo áfram að fletta. Ég fór aö horfa útum gluggann. Bílarnir runnu hægt framhjá, en gangandi fólkið skaust um, einsog því lægi einhver lifandis ósköp á. Kannski rak kuldinn á eftir því, eöa vinnan. Trúlega hafði það orðiö of seint fyrir í vinnuna. Fýsikus fletti og las. Mér leiddist og var að hugsa um aö fara, þótt óneitanlega langaöi mig aö spjalla eilítiö við hann. Víst þótti mér hann forvitnilegur. Hann rauf þögnina áður en ég haföi mig í að standa upp. Jæja, sagði hann allt í einu og svo snöggt að ég hrökk við. Þeir búa til gott kaffi hérna. Bærilegt, sagði ég og hætti að horfa útum gluggann. Brosviprur voru aftur komnar á andlitiö. Hann sagði: Misskiln- ingur er versti skilningur sem til er. Það er trúlegt, sagði ég, ef þaö er þá hægt að kalla misskilninginn skilning. Jú, sagði Fýsikus. Mér þykja blööin svo barnaleg. Brosið breiddist út um andlitið. Ætli þau séu ekki ámóta og stjórn- málamennirnir, sagði ég. Þeir gefa þau út og skrifa þau að mestu líka, er það ekki? Andlit Kusa varð nú eitt flírubros. Hann tók um gullkeöjuna á maganum og dró stórt silfurlitað úr uppúr vestisvasanum, leit á þaö og sagði: Þjóðviljinn er verstur. Hvers vegna? spurði ég. Hann lýgur mest, sagöi Fýsikus. Brosið óx enn og varð líkara gráti. Það lak úr augnkrókunum og hann þurrkaði sér um augun með servéttu. Hann lýgur mest, endurtók hann. Hann lýgur því að fólki aö þaö sé hægt aö kaupa allt, bókstaflega allt, líka hamingjuna. Aö kaupgetan skapi hamingju, þvílík lýgi. Svo verður fólk óánægt og heimtar peninga sem ekki eru til. Þetta er Ijótt. Kannski Þjóöviljinn hafi kennt fólki aö versla, sagði ég. Hann er bráðskemmti- legur karlinn hugsaöi ég. Já, sagöi Fýsikus og færði sig upp í sætinu. Flíruglottið þakti allt andlitið og enn lak úr augnkrókunum. Hann horfði framaní mig. Þetta er áróöur, sagöi hann. Bannsettur áróöur alltaf. Hér áöur fyrr var fólk ánægt meö aö þjóna sínum Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.