Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1979, Blaðsíða 23
er kominn til að frelsa heiminn frá makt myrkursins? Börnin baeði sögöu: — Jesús Kristur, sonur Guðs. Þau höfðu varla lokið við að segja þessi orð, þegar allt fjalliö fór að skjálfa og titra og hrynja og ofviðri fór um salinn stóra og felldi hásæti konungs um koll, og stjarnan skein inn í dimmustu skot, og öll tröllin tvístruðust sem væru þau skuggi og reykur, þangaö til ekkert var eftir nema ísjólatréð, og það fór aö blika og bráðna, og hátt í lofti mátti heyra englaraddirnar hljóma sem hörpur væru. En börnin byrgöu andlit sín með höndun- um og þorðu ekki að líta upp, og það féll á þau einhverskonar höfgi eins og þegar menn eru sárþreyttir og þau vissu ekki framar hvað fram fór í fjallinu. Þegar þau vöknuðu aftur, lágu þau bæði hvort í sínu rúmi, og það logaði í arninum, og Kajsa gamla, sem alltaf var vön að vekja þau, stóð hjá rúmunum þeirra og sagði viö þau: Flýtið ykkur á fætur, til þess að þið komist í tæka tíð til kirkjunnar! Friðrik og Lotta settust upp, og horfðu furðu lostin á Kajsu, til að sannfærast um að hún væri ekki álnarlangt tröll með skegg er mundi bjóða þeim drekablóð og tordýfilskel. En þess í stað veittu þau því athygli, að kaffið var tilbúið á borðinu og jólabrauðiö, því að á jóladagsmorgun fengu öll börnin kaffi, þó að þaö væri annars ekki drukkið. Og fyrir utan heyrðist bjölluhljómur, fólk hélt til kirkju í stórum hópum og Ijós voru í öllum gluggum, en mest var Ijósadýröin í kirkjunni. Friörik og Lotta litu hvort á annað og þoröu ekki að segja Kajsu frá því, að þau heföu tekið þátt í jólum tröllanna. Ef til vill mundi hún ekki trúa þeim og hlæja og segja, að þau hefðu sofið alla nóttina í rúmunum sínum. Ekki veizt þú það og ekki veit ég það, og enginn veit það í raun og veru, hvernig það var. En ef þú veizt þaö, og ef ég veit þaö, þá látum við eins og við höfum ekki vitað þaö, og ef enginn veit það, og nú veiztu hvað ég veit, sem ekki veit neitt, og það væri skemmtilegra að vita hvað þú veizt og hvort þú veizt meira en ég. Eitt veit ég og það er að óánægö börn lenda fyrr eða síðar hjá tröllunum. Þar fá þau ísmola, drekablóð og tordýfilskel, í staðinn fyrir gjafirnar, sem þau hafa vanþakkaö heima. Friðrik og Lotta gátu aldrei gleymt jólunum hjá tröllunum. Það var ekki nóg að þau höfðu misst allar jólagjafirnar. Þau blygðuðust sín svo mikið, að þau þorðu ekki að líta upp til kirkjunnar á jólamorguninn. Það var bjart og dýrðlegt, þar hafði Betlehemsstjarnan stigið niður og kveikt öll Ijósin og geislað í glöðum augum barnanna. Friðrik og Lotta tóku vel eftir því, en þau þorðu ekki aö líta upþ. Þau ákváðu líka að veröa góð börn. Hafa þau haldiö heit sitt? Það veit ég ekki, en ég vil helzt trúa því. Þegar þú hittir þau geturöu spurt. | Demanturinn | þvermál er 0,05 punktar (100 punktar = 1 karat)“. „Og hvað kostar svo demantur sem er eitt karat eða 0,2 gr?“ „Demantur sem er eitt karat, lúpu- hreinn og 1. flokks kostar núna 8,6 milljónir. Þaö skal tekiö fram að margir litlir steinar eru tiltölulega minna viröi en einn stór. Hins vegar halda demantar alltaf verögildi sínu og veröiö hefur hækkaö mjög aö undanförnu á heimsmarkaöinum. Þegar Banda- ríkjadollar lækkar, eykst eftirspurnin úti í hinum stóra heimi því þar er töluvert um aö menn líti á demanta- kaup sem fjárfestingu. Þess má geta í þessu sambandi aö allir demantar á markaðinum fara um einn „kanal“ ef svo má að orði komast, eöa sölumiðstöö De Beers og er sá háttur á hafður til aö treysta og samræma verögildiö. Á vegum þessarar sölumiöstöövar eru demantarnir flokkaðir og haldnar eru kaupstefnur nokkrum sinnum á ári. Þær sækja kaupendur hvaöan- æva aö úr heiminum, þeir sem slípa steinana sjálfir og aörir sem selja aftur þeim sem slípa.“ „Nú eru framleiddir steinar sem geta líkst mjög ósviknum demöntum. Hvað er um þá að segja?" „Framleiðslan á slíkum steinum hefur þróast svo síðustu 75 árin aö mjög er erfitt aö þekkja þá frá hinum ósviknu nema með vísindalegum tækjum og mikilli þekkingu. Segja má aö þeir hafi ýmsa kosti fram yfir hina náttúrulegu steina. Þeir eru hreinni og þola meiri hita án þess aö springa. Steinar. þessir eru ekki dýrir í framleiöslu aö demantseftirlíking- unni undanskilinni. En á síðustu 3 árum hefur fagmönnum aö vísu tekist að framleiða ódýrar demantseftirlík- ingar eins og t.d. þá sem kallast Zirconia.“ „En hvernig á fólk almennt að þekkja ekta steina frá syntetiskum eða framleiddum steinum?" „Það getur veriö erfitt. Eiginlega er ekki hægt aö gera annað en ráðleggja fólki sem vill kaupa ekta steina aö verzla í góöum viöurkenndum sér- verzlunum sem leggja aðaláherzlu á eöalsteina. Sérþekking á þessu sviöi nær ef til vill ekki nógu langt hérlendis og þaö getur svo sem verið allur gangur á þessu erlendis. Ég veit t.d. um konu sem fór meö stein til útlanda til aö láta meta hann. Hún var grunlaus um græsku en svo vildi til aö sá sem keypti gripinn upphaflega hérlendis átti í fórum sínum ná- kvæma teikningu af honum eins og hann kom fyrir í iúpu. Þegar gripurinn kom aftur úr athuguninni kom í Ijós aö skipt haföi veriö um stein. Varðandi mat á steinum mætti geta þess aö erlendis tíðkast þaö aö fólk borgi skartsteinafræðingi sem á aö baki sór 4—5 ára nám í faginu 10% af matsverði steinsins og fylgir þá vottorö frá honum. Sú regla gildir um allan heim en greiöslan getur fariö niður í 4—6% sé um stóran stein aö ræða“. Það er freistandi að skjóta því hér inn í að þar sem við sátum á vinnustofu Óskars og spjallinu var hér komið kom kona inn í afgreiðsluna meö hring sem þurfti að laga. „Demantshringur, sem vinkona mín gaf mér. . .“, sagöi kon- an. Steininn, skínandi bjartur og fagur, var borinn saman við karat-mæli í fórum Óskars og þá kom í Ijós að væri þetta ósvikinn demantur væri hann nokkurra tugmilljóna virði. „Er þaö algengt aö fólk geri sér svo rangar hugmyndir um skartgripi sína?“ „Því miður skortir mjög á aö fólk sé nógu upplýst um þessi mál. Ég hef mikinn hug á að koma fræðslu um þetta efni á framfæri. Það er aðkall- andi verkefni vegna þess að meðan ástandíð er eins og nú, nýtur þessi markaður ekki þess trausts sem honum ber, þegar vel er aö málum staöiö og eöalsteinar eiga vissulega alltaf aö geta staöið fyrir sínu“. Jakob Jónsson frá Hrauni Jól „Elska skaltu Guð þinn af öllu hjarta. “ Elska skaltu, er skipun þess almættis, sem þeytir hnöttum um himingeiminn, eins og þú sáldrar sandkornum í sjóinn. Þú sjerð fæðingu barns, sem fólst í móðurkviði, kraftaverk andans, í efnisins reifum, lífsneista guös í líkama manns. I luktum augum brjóstmylkings er blundandi trú. Bæn hans er gráturinn, og andsvar þitt er elskan. Þegar Guð er smæstur meðal smælingjanna, er þjer annaö unnt en að elska Guð? (Dr. Jakob Jónaaon hefur í vetur getið út Ijódabókina „Vökunætur.“ Öll Ijóóin, að oinu undanteknu, eru ort út af ritningargreinum. Þetta jólaljóð er þó ekki í bókinni, því að það hefir orðið til, eftir að frá henni var gengið.) J0L Frh. af bls. 8. skilningur manna, sem voru svo grunnhyggnir, að honum þótti ekki einu sinni taka því að reiðast þeim? Að vísu hægðarleikur að losa sig við skrokkinn af svona manni, en sjálfur deyr hann ekki, heldur lifir með einhverjum hætti áfram, af því það er ekki hægt að drepa það fegursta hreinasta og besta, þaö lifir. Og við komum til fundar viö hann á jólum af þvi innst inni langar okkur öll að verða eins og hann, góð elskandi miskunnsöm við bágstadda saklaus einlæg óhrædd sönn. Ég man alvörusvipinn á andliti föður míns og félaga hans, sem þeir stóöu krókloppnir úti fyrir dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík aö blása á sönglúðra kvæöið um hlið himinsins, sem opnast þessa nótt og englar stíga upp og stíga niður. Þaö voru að sönnu hráslagalegir tónar og frusu næstum fastir í köldum málminum svaian þó kyrr- an desemberdaginn. Og ég var meö á það, krakkinn, aö þessir menn voru engir englar. En þegar þeir lögðu kaldar varir á munnstykkin að knýja þaöan lof þeim Guöi til handa, sem þeir höföu aldrei séð, fannst mér þeir undur laglegir og sviphýrir aftan fyrir og það jafnt fyrir því þótt sumir þeirra hefðu ekki fengið sér jólaklippingu. Þeir voru í geöshræringu, en reyndu af karl- mennsku að láta sem ekkert væri. Hversdags voru þeir harðjaxlar og kölluðu ekki allt ömmu sína fremur en afi sálugi í jólagarðinum um árið, en hátíöarblærinn og horna- blásturinn við þessar kuldalegu að- stæður höfðu djúp áhrif á þá. Hvers vegna er ekki gott að segja. Kannski mundu þeir þegar þeir fóru með honum pabba sínum til kirkju forðum og lögðu litla hendi í þykkan hlýjan lófa. Ætli þessu sé ekki líkt varið um okkur flest? Allajafna erum við fólk þess heims, sem við köllum veru- leika. Þar ráöa guöspjöll ávísana- heftisins og pistlar sjálfselskunn- ar. En blessaða stund er blindan strokin af augum okkar hlýrri hendi og við verðum alsjáandi eitt andar- tak. Faöir, móðir, barn. Lífið sjálft í allri sinni smæð og allri sinni tign. En þá gefst okkur líka á auga lifandi bili allur ríkidómur hins hæsta: friöur, réttlæti og góövilji, sem Kristur veitir þeim sem leggur af staö aö fylgja honum, fer af stað í öllum sínum breiskleika, þó klædd- ur hertygjum hans sem sigurinn gefur. Eitthvað á þessa leið mæltist mér, séra Ragúel þennan jóladag í sóknarkirkjunni á Oddeyri. En þegar ég heilsaði söfnuðinum með handabandi í kirkjudyrunum að loknu embætti, vék sér að mér gömul kona og fékk mér glóðvolgan peningaseðil úr lófa sér og mælti: „Handa börnunum úti í heimi.“ Mér varð þá að ráði, að ég féll á kné fyrir henni þar í allra augsýn. Nærstaddir vildu láta mig standa upp aftur, en ég vildi ekki, fyrr en ég hefði þegið blessun af þeirrar fátækrar kvinnu hendi, því hún var mjög mikluð fyrir mínum augum. Meðan ég gifti beiö varðskipiö bjartan skammdegisdaginn. :2-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.