Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 8
Stórsöngvarinn Pa Pavarotti í La Gioconda eítir Ponchielii. Sérfræðingarnir segja að rödd hans sé náttúru- undur, sem komi kannski ekki oftar fram en einu sinni á 100 árum. IL ■ i Þaö var áriö 1969. italakur tenór að nafni Luciano Pavarotti var aö syngja hlutverk Rodolfos í La Boheme f Oper- unni f San Francisco. Allt í einu, í miöjum þriöja þætti, virtist allt húsiö leika á reiöiskjálfi. Ljósakrónur tóku aó sveiflast. Ýmsir meöal áheyrenda spruttu á fætur skelfingu lostnir, og sumir ruddu sór braut í átt að útgöngu- dyrum. „Hvaö er aö ske?“ skaut Pavar- otti inn á míllí setninga. „Terremoto — jaröskjálfti" svaraði hvíslarinn lágt. Pa- varotti tók þéttar í hönd Mimi, sópran- söngkonunnar Dorothy Kirsten, og hólt áfram aó syngja fullum hálsi og sleppti aldrei oröi eöa tóni. Jaröskjálftinn end- aöi friösamlega og eins var um óperuna. í september 1979 var Pavaraotti aftur á sviöi San Francisco óperunnar í La Gioconda eftir Pochielli. Og enn á ný varö uppnám og æsingur. Enn var eins og húsiö léki á reiðiskjálfi. En margt haföi breytzt á þeim áratug, sem liöiö haföi á milli. Nú var þaö Pavarotti sjálfur, sem var jaröskjálftinn. Enginn tenórsöngvari hefur á síðari árum skekið óperuheiminn af jafnmiklum þrumukrafti. Hann er 180 sm á hæö og um 135 kíló á þyngd og allt í sambandi viö hann er stórt í sniðum, háa C-ið, háu launin, matarlystin og lífsgleðin. Hann er einn af þeim töfrandi listamönnum, eins og Nureyev, dansari, og Olivier leikari, sem gera ekki aöeins kunnáttumönnum til hæfis heldur heilla einnig fjöldann. Plötur hans hafa selzt framúrskarandi vel, og þótt menn hafi ekki áhuga á óperum, þekkja þeir hann í gegnum sjónvarpiö. Nú síöast var flutningi óperunnar La Gioconda sjónvarpaö frá San Francisco um öll Bandaríkin og gegnum gervihnött til Evrópu. Mikiö var látiö meö hann í San Francisco, eins og nærri má geta, og kaupsýslumaöur nokkur lánaöi honum Rolls-Roycinn sinn þær sex vikur, sem Pavarotti dvaldist í borginni. Þegar hann sté upp í bílinn eftir frumsýninguna umkringdur hópi aödáenda, sagöi hann um frammistööu sína þaö kvöldiö: „Ég gef mér 8,5 miöaö viö 10, en athugiö þaö, aö ég gef sjálfum mér aldrei 10.“ Rödd hans er náttúruundur En aörir gera þaö. Rödd Pavarottis hefur vakiö vonir margra um endurvakn- ingu hins gullna tímabils fyrir fyrri heims- styrjörldina. „Hún er stórkostlegt fyrir- bæri, náttúruundur, sem gerist varla nema á 100 ára fresti," segir hljómsveit- arstjórinn Richard Bonynge. George Cehanovsky, 87 ára, fyrrum barítónsöngvari viö metropolitan óper- una, hefur heyrt flesta stórsöngvara þessarar aldar syngja og honum finnst Pavarotti sameina mýkt og fegurö raddar Benjamino Giglis og hina áreynslulausu háu tóna Lauri-Volpis. Aöra minnir hún á hina silfurskæru tóna Jussi Björlings. En sjálfur nefnir Pavarotti yngri fyrirrennara sem fyrirmynd, Giuseppe di Stefano. „En röddin ein nægir ekki til aö gera söngvara ódauölegan," segir Rosa Pons- elle, sem virist örugg um sitt eigiö veggskot í hofi sópransöngkvenna. „Þaö er visst eitthvað, sem ratar sína leiö yfir sviösljósin og stundum einnig gegnum rafmagnsleiöslur viö hljóöritun. Og Pav- arotti er þaö gefið.“ Ponselle telur, aö þaö sé þessi óskýranlegi hæfileiki til aö ná sambandi viö áheyrendur, en ekki raddblær og styrkur, sem tengi hann viö fyrirrennara sína og þá sérstaklega Caruso. Ponselle segir: „Þaö sem senni- lega er mest sameiginlegt meö Pavarotti og Caruso er, hvernig þeir hafa getaö náö tökum á áheyrendum, hvernig þeir hafa getaö látiö hvern og einn fyllast þeirri tilfinningu, aö það væri verið aö syngja sérstaklega fyrir hann eöa hana.“ Þetta er beinlínis ætlun Pavarottis. Hann hefur þaö á tilfinningunni, aö söngur sinn leiti meö sérstökum þráöum til hvers einstaks áheyranda, og hann er afskaplega háöur því, hvaöa viöbrögö hann hlýtur. „Fagnaðarlæti eru súrefni okkar“, segir hann og þeim mun meiri og jafnvel æöislegri, þeim mun betra. Hon- um finnst hrifnæmir áheyrendur hafa mikil og bætandi áhrif á röddina. Þegar hann fór aö halda konserta, náði hann þó ekki eins nánu sambandi viö áheyrendur, og það haföi neikvæð áhrif á hann, aö engir leikbúningar eins og í óperum voru notaöir. Nú syngur hann fyrir ímyndaöan áheyranda á svölunum til aö lyfta hökunni upp og halda hálsinum beinum. „Þaö gæti aldrei orðiö raunverulegur áheyr- andl,“ segir hann. „Þaö yröi skelfilegt, ef hann færi aö snýta sér eöa geispaöi eöa tæki aö slá taktinn." Pavarotti er oft slakur leikari á sviöi, þó aö hann geti verið góöur gamanleikari í sumum hlutverkum eins og sveitadurgin- um í „Dóttur herdeildarinnar" eftir Doniz- etti. Helsti kosturinn viö hann, sérstak- lega í rómantískum rullum, er hæöin, sem vegur upp á móti hinu afar óhagstæöa mittismáli. Sópransöngkonan Beverly Sills segir: „Ég athuga aldrei, hvaö þeir séu gildvaxnir, heldur hvaö þeir séu háir. Þaö er gott til þess aö vita, aö hægt sé aö halla höföinu á öxl tenórsins." Hermdi eftir Mario Lanza Enginn veit meö vissu, hversu þungur hann er. Sé hann spuröur aö því, svarar hann: „Ég er léttari en ég var.“ Hvaö hann hafi veriö oröinn þungur? „Þyngri en ég er núna.“ Hann hefur sýnt þaö, aö hann er feikilegur mathákur. Sagt er, aö það sé sorglegra en nokkurt atriöi, sem hann leiki á sviði, aö sjá hann í matarboðum meö gráöugum gestum, þegar hann veröi aö sleppa matnum og láta sér nægja aö drekka sódavatn. En til þess neyöist hann stundum. Pavarotti fæddist og ólst upp í iönaö- arborginni Modena noröarlega á ítalíu. Hann er nú 44 ára. Faöir hans, sem var bakari, haföi góöa tenórrödd og safnaði plötum frægra tenórsöngvara. Þær spil- aöl sonurinn oft og tók undir meö Gigli, Tito Schipa, Björling og Di Stefano. „Þegar ég var táningur, fór ég oft aö sjá myndir Mario Lanza og hermdi svo eftlr honum heima hjá mér fyrir framan spegilinn,“ segir hann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.