Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 15
0^ f f Tchaikovsky: Violin Concerto Serenacie melancoiique ITZHAK PERLMAN - EUGENE ORMANDY THE PHILADELPHIA ORCHESTRA %; xm ’ /' % • Tveir fiðlukonsertar Fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman er íslenskum tónlistarunnendum að góöu kunnur. Hann hefir komiö hingað á listahátíö og miðlað okkur af list sinni og vakið verðskuldaða hrifningu. Ný- lega kom út hljómplata, þar sem hann leikur fiölukonsert Tschaikovskys og Sérénade mélancolique, Philadelphiu- hljómsveitin leikur með undir stjórn Eugene Ormandys og það er EMI sem gefur plötuna út og númerið er ASD 3726. Hér veröur einnig getið um aöra upptöku með Perlman, þar sem hann leikur fiölukonsert Brahms. Þar leikur sinfóníuhljómsveitin í Chicago með og Carlo Maria Giulini stjórnar, EMI gefur plötuna út og númerið er ASD 3385. Þessir tveir konsertar eiga m.a. þaö sameiginlegt aö vera báöir samdlr 1878. Bæði tónskáldin höfðu ákveðna fiöluleikara í huga, þegar þeir sömdu verkin, þó að Leopold Auer, sem Tschaikovsky haföi í huga, vildi hvergi nærri koma og konsertinn var fyrst fluttur í Vínarborg 4. desember 1881 og einleikarinn var vinur Tschalkovskys að nafni Josef Kotek. Verkið fékk heldur slæmar viðtökur og þekktasti gagnrýn- andi Vínarborgar — Hanslick að nafni — fann því flest til foráttu. Af fiðlukon- sert Brahms er þaö aö segja, aö hann var frumfluttur í Leipzig á nýársdag 1789 og það var vinur Brahms — Joseph Joachim — sem á fiðluna lék, en Brahms stjórnaði. Verkinu var fálega tekiö, það var kallað konsert móti fiðlu, en ekki konsert fyrir fiðlu, síðan var þessu snúið við og sagt aö konsertinn væri fyrir fiölu á móti hljómsveit, þar sem fiðlan bæri sigur af hólmi. Til þess aö þaö megi veröa, þarf hljómburöur aö vera betri en í Háskólaþíói, svo aö einleikshljóðfærið kafni ekki. Enn má telja fleira sameiginlegt með þessum tveim verkum. Þau eru bæði í sömu tóntegund — d-dúr — í báðum hefst hægi þátturinn á sóló sem leikinn er á tréblásturshljóðfæri og bæöi teljast þau til rómantískra tónbókmennta og skiptast á heföbundinn hátt í þrjá þætti, en þar meö má segja aö leiöir skilji, enda voru höfundarnir næsta ólíkir og verk þeirra einnig. í fiölukonsert Brahms sameinast tveir höfuöþættir og andstæöur í listsköpun hans — hið einfalda sönglag og hin flókna og þéttofna sinfónía. í fiðlukonsert Tschai- kovskys kveður viö hinn slavneski tregatónn í ætt viö þjóölagið og skapar andstæður við þann glæsileik og íburð, sem konsertinn er svo auöugur af, að Aöalgeir Kristjánsson skrifar um S---------------- HLJÓM- PLÖTUR V.________/ ekki sé undan dregið að geta um allar tækniþrautirnar, sem einleikarinn verö- ur að leysa af hendi til að komast heill í höfn. Perlman viröist jafn vel heima í báðum þessum verkum. Hann leysir áreynslulaust af hendi allar tækniþraut- ir. Tónninn verður hvergi sár, hvergi vottar fyrir óhreinum tóni og jafnvægið milli hljómsveitar og einleikshljóðfæris eins og best veröur á kosið. Nútíma- tækni hefir í hendi sér aö láta einleiks- hljóöfærið næstum yfirgnæfa hljóm- sveitina, þar sem hlustendur eiga erfltt með að greina það frá hljómsveitínni í tónleikasal. Hér er farinn gullinn meðal- vegur. Hljómsveitin er ekki sett út í horn, en heldur hjálpaö upp á sakirnar að fiölan heyrist, þegar fast er aö henni sótt af hljómsveitinni. Þetta kemur fram í fiðlukonsert Tschaikovslcys, þar sem strengirnir og einleikshljóðfærið eigast við. Á dögum Brahms og Tschaikovskys voru hljómsveitirnar minni en nú á dögum og þetta aukna hljómmagn leggst stundum þungt á einleikinn. Philadelphiuhljómsveitin er frábærlega góö, enda hefir hún á sér mikið frægðarorð fyrir sérstakan hljóm og Ormandy skilar sínu hlutverki meö mikilli prýði, enda hefir þessi hljóðritun hlotið frábæra dóma og það meö réttu. Rétt er að geta þess, að fleiri upptökur hafa tekist mjög vel og má nefna hljóðritun frá Decca, þar sem Boris Belkin leikur á fiðluna en Ashkenazy stjórnar New Philharmonia í London — Decca SXL 6854. Önnur fræg upptaka er einnig frá Decca, þar er einleikarinn Kyung-Wha Chung, LSO leikur og Previn stjórnar, það gefur henni aukið gildi aö á hinni hliðinni er fiölukonsert eftir Sibelius, sem ekki þykir síður góöur, númerið er Decca SXL 6493. Fleiri mætti telja, því að fiðlukonsert Tschaikovskys hefir átt því láni aö fagna aö hljóta margar og góöar hljóöritanir, þó að sumar séu komnar til ára sinna. Þess er áður getiö að Carlo Maria Giulini er stjórnandinn í fiölukonsert Brahms. Flutningurinn ber þess nokkur merki.. Hann er með minna gleðibragði og sólarbirtu, en hjá mörgum öðrum, hraðavalið er þar einn þátturinn og fyrir brag'öið fær konsertinn meira svipmót af 1. sinfóníunni en nr. 2 sem saminn var á sama stað og í sömu tóntegund og fiðlukonsertinn, en hún hefir verið kölluð pastoralsinfónía Brahms, og sker sig nokkuð úr verkum hans sakir þeirrar mildu birtu sem menn þykjast skynja aö búi henni aö baki. Þeir sem kjósa sér að eiga fiðlukonsert Brahms, þar sem ríkir meiri birta og gleöi skal bent á upptöku þar sem Davíð Oistrakh leikur á fiöluna en Szell stjórnar Clevelandhljómsveit- inni. Að vísu er hljóöritunin ekki eins góð og hjá Perlman, en sumt er talið að Oistrakh geri betur og samvinna hans og Szells er með ágætum. Það er EMI sem gefur plötuna út og númerið er ASD 2525. Þá er til upptaka þar sem Menuhin er fiöluleikarinn en Rudolf Kempe stjórnar Berlínarfílharmoníunni SXLP 30186. Þá ér til frábær upptaka með Herman Krebbers og Conserjge- bouw hljómsveitinni undir stjórn Hait- inks; Philips Universo 6580 087. Önnur Philipsútgáfa er með Arthur Grumiaux, en Colin Davis stjórnar New Philharm- onia í London — Philips 6500 299. Þessi upptaka hefir sér til ágætis aö vera mjög vel hljóörituð auk þess sem vel er að henni staöið aö öðru leyti. Enn má nefna upptöku meö Henryk Szeryng — RCA Camden ccv 5052 — sem er mjög góð að öðru leyti en því að hljóöritunin mætti vera betri. Plöturnar fást í Fálkanum. A.K. afskrifað meö öllu. Fréttir af því, sem var að gerast í höllinni, láku út — gegnum meðlim konungsfjölskyldunnar — og föstudaginn 17. júní birti blaöiö „Daily Express" feitletraða fregn undir fyrir- sögninni: „KARL GIFTIST ASTRID". Þar sagöi: „Karl prins mun kvænast Marie- Astrid af Luxembourg. Formleg tilkynn- ing um trúlofunina mun veröa send út frá Buckinghamhöll á mánudaginn. Vandinn vegna mismunandi trúarbragða mun verða leystur með stjórnarskrárbreyt- ingu: synir munu aldir upp aö siö Ensku kirkjunnar, en dætur samkvæmt kaþ- ólskri trú." Þetta var Ascot-vika, og vinir Karls prins og ættingjar höföu fjölmennt í Windsor kastala, þar sem hann kom til morgunverðar viö mikla kátínu. En það var langt frá því, aö honum væri hlátur í huga, því að hann hafði þegar um miönætti í fyrsta og eina skiptið á ævi sinni sent út formlega og persónulega afneitun, en vel aö merkja í gegnum þáverandi blaöafulltrúa drottningar, en ekki sinn eiginn. Hin opinbera tilkynning hljóðaði svo: “Mér hefur verið falið af Hans Konunglegu Tign, Prinsinum af Wales, aö lýsa yfir eftirfarandi: Það er alls enginn fótur fyrir þeirri fregn, aö tilkynn- ingar sé að vænta um trúlofun Prinsins af Wales og Marie-Astrid, prinsessu af Luxembourg." Alger afneitun Orðalagið, sem Karl sjálfur haföi ráðið, var svo gætilegt, að það var eiginlega óljósrar merkingar. Það mátti skilja á fleiri en einn veg. Blaðið „Daily Exþress", sem haföi ekki gleypt slíka „flugufregn" án þess að hafa fyrir henni hinar beztu heimildir, lét ekki sannfærast. Önnur dagblöð fóru aö skoða tilkynninguna nánar, og þau komust að raun um það ekki að ástæðulausu, að hún útilokaöi alls ekki trúlofun, heldur aðeins yfirvof- andi tilkynningu um hana. Karl prins bað því sinn eigin blaöafuiltrúa aö ganga lengra, sem hann sannarlega geröi: „Þau þekkja ekki hvort annaö, og fólk, sem ekki þekkist, fer ekki að trúlofast. Konungsfjölskyldan mun ekki stuðla að fyrirfram ákveönum hjónaböndum. Hafi Prinsinn og Prinsessan yfirleitt hitzt, hefur það verið stuttlega við opinberar athafnir." Það var girt fyrir allt: „Þau þekkja ekki hvort annað ... Hafi prinsinn og prins- essan yfirleitt hitzt . ..“ Nú, höfðu þau hitzt? Já, svo virðist, ef til vill tvisvar. En prinsinn þóttist ekki muna eftir aö hafa séö prinsessuna, og þaö er alldrumbslegt af hans hálfu. Þannig var Kún með lítilfjörlegum hætti sett í neðanmálsat- hugasemd við brezka sögu. Nú er svo komið, að sá, sem einu sinni var kjánalegur og einuröarlaus unglingur, er nú gæddur sjálfstrausti þess manns, sem veit, að hann er eftirsóknarveröasti piparsveinn í heimi. Hann segist ekki enn hafa hitt hina réttu og heföi aðeins mátt bæta við „á réttum tíma". Og hann viöurkennir, að hann „horfi oft á stúlku og hugsi sem svo: — Skyldi ég geta gifzt henni?" En sjónarmið hans gagnvart hjónabandi takmarka mjög ákvörðunar- vald hans. „Hver sem staða manns er í lífinu," sagði hann eitt sinn, „þá myndar maður meö hjónabandinu félagsskap, sem maður vonar að standi í 50 ár. Þess vegna vildi ég kvænast einhverri, sem heföi sömu áhugamál og ég. Kona giftist ekki bara manni, hún giftist lífsvenjum — starfi. Hún verður að hafa þekkingu á því, einhverja tilfinningu fyrir því. Annars myndi hún ekki hafa hugmynd um, hvort henni muni líka þaö. Ef ég á aö ákveða, meö hverri ég vilji lifa í 50 ár — nú, þá væri það sú ákvöröun, sem ég sízt vildi, aö hjartað hefði meiri áhrif á en höfuðiö." Drottningin mun halda áfram að ýta blíðlega á eftir syni sínum, og hertoginn af Edinborg mun ekki hafa miklar áhyggj- ur af þessu máli. En Karl prins mun taka sína eigin ákvörðun og gera það bráð- lega.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.