Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 4
TVÆR MARÍU JARTEGNIR — Úr Maríusögu — Af (prior) einum í borg þeiri er Papia heitir, er svartmunkalífi, ok í því munklífi var príorr sá, er frá er sagt, at hann héllt illa reglu sína bæöi um þögn ok marga luti aðra. Þessi príorr sýktiz, ok or þessi sótt andaöiz hann. En alla þá stund er hann hafði í klaustralífi verit, þá haföi hann hvern dag rækiliga sungit tíöir frú sance Maríe ok staöit [iafnan upp ámeöan. En er .xii. mánuðr vóru frá liðnir andláti hans, þá vitraðiz hann einum bróöur, sá hét Hugbertus, hann haföi þá sýslu, at hann gætti kirkiu ok svaf í [henni um nætr. Ok er hann hafði fyrir óttusöng upp staðit til bænar ok at siá um liós, þá varö kallat hátt á hann, þar er hann stóö fyrir altari, ok var þetta mælt: „Bróöir Hugberte!" Hann varð hræddr miök ok þóttiz eigi vita, hveriu fá mundi, ok hugsaöi þat hellz, at hann heyrði til siúkra manna húss, er var nær kirkiunni, ok fór [skiótt þangat, ok varð við þat varr, at þaðan haföi [eigi kallat. En þegar er hann kom aptr til kirkiu, þá var kallat á hann: „Bróðir Hugberte!" Hann þorði eigi at svara, ok fór til rekkiu sinnar ok lagðiz til svefns. Ok þegar er hann var sofnaör, þá kom til Hugbertus þessi bróöir, er áðr var sagt, ok mælti: „Hví villdir þú eigi svara, bróöir! þá er ek kallaöa á þik?“ Þá spuröi Hugbertus: „Hversu er þér, bróöir!" Hann svaraöi: „Hart hefi ek haft hér til ok verit í útlegð í heraði því, er sá er höfðingi yfir, er Smirna heitir. Ok meöan ek var þar, þá tók ek mörg meinlæti á mik fyrir misgeröir mínar. En nú bar svá at, at hin sæla dróttning himins ok jarðar fór fyrir skömmu þar í nánd, ok sá hon, hvar ek var, ok tók hon mik þaðan í braut ok leiddi mik þaöan til fagnaðarstaðar. Ok naut ek þess at, er ek [hefi henni rækiliga tíöir sungit." En Hugbertus sagði bræðrum þessa vitrun, ok litlu eptir þetta tók hann sótt ok andaðiz ok fór til fagnað- arstaðar. Frá drápi mannz Svá sem öllum er kunnigt í frásögn- um margfalliga dýrligum frú sancte Marie, hversu miskunnsamliga hon helpr öllum þeim, er henni þióna, svá er ok víst at vita, at hörð refsing gengi eptir viö þá, er í mótgeröum eru við hana, svá sem lutr sá berr vitni, er nú skal frá segia. Þat er sagt, at í einhverri borg vóru þrír riddarar, þeir er umsát geröu einum borgarmanni ok villdu hafa líf hans. Ok er hann varð varr við [umsát þeira ok atför, þá flýði hann til Maríu kirkiu, ok vænti sér þar [miskunnar ok friðar, ok at þeir mundu hallda grið heilagra kirkiu. En er þeir sá, at hann var þar kominn, þá hliópu þeir í kirkiuna ok drápu þenna mann fyrir altari sællar Marie. En litlu síðar þá kom elldr í hús þat, er þeir sváfu í, ok urðu þeir eigi Heilög Guðsmóðir eftir DUrer ATHUGANIR UM FORNBÓKMENNTIR greinir hjá Hómer, og skilst um leiö hvurnin Ódysseifskviöu var hægt að muna óbreinglaða öldum saman, áð- uren hún var skrifuð upp. Það eina sem ekki mátti bresta í flutníngi hómerskvæöis var brageyra saungv- arans. (Adam Parry, The Making of Homeric Verse). Okkur var stundum kent aö málsmetandi höfundar hafi ekki komiö fram á íslandi fyren á 13du öld. Hér gæti verið að verki breinglað tímaskyn. Ari er tekinn í íslenskan latínuskóla í Haukadal kríngum 1075, þegar hann er sjö ára. Þetta var einn af mörgum slíkum skólum sem vitað er um á þessum tíma í landinu; stóðu sumir leingur, aðrir skemur. Þessir skólar hafa áreiðanlega ekki verið lakari en skólar voru upp og ofan í Evrópu þá og líklega ekki verri en skólar eru núna; aö sumu leyti áreiðanlega betri. En þeir höföu þann galla sem leingi vildi tolla viö skóla, aö eingaungu ríkir menn gátu látið sonu sína sækja þángað mentun. Af ýmsum ástæðum hefur sagnfræði okkar verið helsti fámál um þessar lærdómsstofnanir og áhrif þeirra; sömuleiðis sem fæst talaö um þann mikla skólagáng er héöan var stundaöur á mentasetrum megin- lands, og svo í Einglandi, og fyr var á drepið. Landiö var á öldunum fram- undir siðaskipti ólítill brunnur auðsöfn- unar, þó víst hafi veriö ójafnt skift. En akuryrkja var stopul og fátt um brauðkorn sem forn latínubréf votta © frá páfanum til Niðarósserkibiskupa á 12tu öld og nýlega hafa verið dregin fram af próf. Eirík Vandvik, Oslo: Páfinn felur Eiríki erkibiskupi af Niðar ósi aö útvega íslendíngum árvisst korn þegar upþskera leyfi, fyrir tilstilli Eing- lands, og bætir því viö aö þeir muni greiöa korniö með fyrirtaks vaömáli. Mikið af þeirri innlendu sagnfræði- ritun, sem viö höfum frá fyrstu öld kristni, kynni aö hafa veriö hagrætt viljandi. Það er tilamunda sagt í íslendíngabók Ara að Ólafur Tryggva- son noregskonúngur hafi skipulagt kristniboö á íslandi og rétt aðeins náö því marki sumarið sem hann var drepinn (eöa druknaði). Þessi „trú- boðskóngur" íslendínga hefur þó hvergi svo vitaö sé utan íslands veriö viðurkendur kaþólskur maður. Hitt er Ijóst að hann hefur verið ótíndur sjóræníngi, einn þeirra sem hófust til konúngdóms meö því aö rekja ætt sína til þeirrar ártalslausu persónu, Haralds hárfagra; en til þess þurfti aöeins vopn. Ari tekur meö sakleys- issvip miö af Ólafi Tryggvasyni í sagnfræöi sinni og segir Olaf þenna hafa komiö kristni á ísland. Því miöur höfum við aungva nákvæma vitneskju um hverju hefur verið aukiö inn í íslendíngabók Ara og hvað felt úr fyrir orðastaö nafngreindra biskupa og ritskoðara á kirkjunnar vegna; né hversvegna hvað var tekið burt. Sennilega hafa ritskoðarar kirkjunnar komist aö þeirri niöurstööu aö „áttar- tala og konúngaævi" í frumriti Ara væri valtur fróðleikur eða höfundur tæki skakkan pól í hæöina; en því dóti var hent út. Ari skrifar hub 130 árum eftir kristnitöku íslendínga sem var dánarár Ólafs Tryggvasonar. Um þennan upphafsmann íslenskrar kristni er þó vitað samkvæmt róm- versk-kaþólskum heimildum, aö hann var talinn lygikóngur, impostor. Adam af Brimum, páfalegur samtímasagn- fræöíngur erkistólsins í Hamburg- Bremen kallar, í Gesta Hamburgensis, Ólaf þenna illmúraöan heiðíngja og blótmann; danir að sínu leyti töldu hann eistneskan sjóræníngja. ó íslendíngabók sé rituð af Ara klerki, sem ekki er fullvíst hvort prestur var að embætti þótt hann væri það að vígslu svosem flestir læröir menn um hans daga, þá var bók hans rituð í umboöi kirkjunnar. Merkur efnisþáttur hennar er innreiö fagnaðarerindis á íslandi. í augum franskra lesenda er líklega athyglisvert að Ari skyldi skrifa á móöurmálinu. Þaö vekur athygli aö hvergi vottar fyrir klerklegri mærð né guðræknistilburðum í stíl Ara, því síður að slett sé guöfræöilegri glósu. Öðru nær, sérkennilegur reglíngur í mati á trú, formalismj, kemur fram í helsti orðfárri frásögn íslendíngabókar af kristnitökunni áiiö 1000. Um það mál segir svo, stutt og laggott hjá Ara, og láta ritskoðarar kirkjunnar þaö flakka: „Þá var það mælt í lögum, að aílir menn skyldu 1) kristnir vesa, og 2) skírn taka." (Töluliðamerki sett af HL). Þetta afrek í því aö fara aftanaö siðunum virðist hafa verið samþykt með lófataki á Alþíngi við Öxará. Semsé, íslendíngar voru ekki skírðir til kristni sem siður er til í þeim trúar- brögöum, heldur er lögfest á Alþíngi aö allir menn á landinu skulu vera kristnir frá þeirri stundu sem klappaö er saman lófum: skiftir ekki máli þó menn séu óskírðir og meö öllu óupp- fræddir í kenníngunni. Þetta er víst þaö sem kallað er contradictio in re. En fátt segir um afdrif þess ókatekís- eraöa fólks, sem hvorki haföi lært kverið né geingið til spurnínga, en var orðiö kristið samkvæmt lófataki and- stæöínga sinna á Alþíngi. En sem betur fer er Guð stór einsog sagt er um Allah. Því miður hefur aldrei verið rann- sakað hvort árið 1000 sé raunhlítt ártal kristnitöku á íslandi; og skiftir ekki máli þótt því merkisári sé með kronológiskum rökum kipt afturábak í tímann, um eitt ár, þeas til 999, einsog dr. Ölafía Einarsdóttir hefur gert. Hinsvegar fráleitt að þaö fólk, ekki allfátt, mart norrænt aö uppruna, sem híngaö barst af Bretlandi og úr breskum eyum, svo og af írlandi, hafi verið heiðið. í annan staö ekki ólíklegt aö fornir fræöimenn kysu aö losa sig úr vanda meö því að velja rennilegt ártal einsog 1000 sem upphafsár kristni á íslandi, og einfalda svo fyrir sér og öðrum sagnfræöi sem ekki reis á skjölum né skilríkjum. Þetta er líka fyrirtaks ártal handa barnaskólum. JT riö 1000 hjá Ara, „þau aldamót þegar evrópsk siðmenning var dýpst sokkin“, er fyrir sitt leyti hentug tímasetn- íng kristnitöku að Lög- bergi, að ekki sé minst á kristni-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.