Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Blaðsíða 4
■ Seint á sjötta áratugnum, þegar konungsríkiö Kambódía var illa statt, þótt auðugt væri að hrísgrjónum, sat ungur, vinstrisinnaður hagfræðistúd- ent frá því landi í París og vann aö ritgerö, sem mælti fyrir Um þaö, hvernig mætti á róttækan hátt leysa öll helztu efnahagslegu vandamál lands- ins og lækna um leið hinar samfélags- legu meinsemdir þess. Nafn hans var Khieu Samphan, og leiöir hans til úrbóta voru í stuttu máli á þá lund, aö þar sem nýlenduþjóöir eins og Khmerarnir myndu ávallt veröa aö þola arðrán erlends fjármagns meö því aö vera ódýrt vinnuafl, meöan efnahagslíf þeirra væri bundið alþjóö- legum markaöi, yrðu þeir aö slíta öll tengsl viö hiö skaðræöislega heims- kerfi, sem geröi útlenda ríka menn ríkari, en fátæka Kambódíumenn fá- tækari. Þetta táknaöi endursköpun efnahagslífs landsins, og fyrsta stigiö í þeirri þróun krefðist þess, aö á rústum hins gamla þjóöfélags yröi stofnaö nýtt samfélag, sem byggöist á landbúnaöi og væri meö öllu út af fyrir sig og sjálfu sér nægt. Seinna myndi svo iðnvæöing koma til skjalanna, þegar Kambódíu- mönnum þóknaöist aö skipta sér aö nýju af umheiminum. Þegar svo Rauðu Khmerarnir hrifs- uöu Phnom Penh úr höndum hins „Ameríkusinnaöa" forseta, Lon Nols, sneru þeir hinni fávíslegu skólaritgerö yfir í blákaldan raunveruleika. Bygging þjóöfélagsins var brotin í grunn meö © því að svifta borgirnar íbúum og íbúana öllu, sem þeir áttu. Frá Phnom Penh einni voru milli tvær og þrjár milljónir manna — og þar meö talið gamalt fólk og börn, örkumla fólk, sjúkt og deyjandi — reknar allslausar út á land og safnaö þar saman í bráðabirgðasamyrkju- búum. Þeir sem voru veikir og las- buröa létust fljótt af ofþreytu, hungri, sjúkdómum eöa voru barðir í hel miskunnarlaust, en allir uröu aö vinna erfiðisvinnu frá morgni til kvölds viö hinar frumstæöustu og verstu aðstæö- ur. Eins og borgirnar og jafnvel þorpin voru þeir óþarfir. Skiptu engu máli. Þessi geöþóttaútrýming hinna gagnslausu kom til viðbótar hinni kerfisbundnu slátrun Rauðu Khmer- anna, sem frömdu fjöldamorö á hóp- um og stéttum, sem talið var aö væru „óvinir lýöræöisins í Kambódíu", frá sigruðum hermönnum Lon Nols til óforsjálla liösmanna úr eigin rööum, þegar þeir mótmæltu þjóöarmoröinu, og frá illa séöum menntamönnum í borgunum til sveitastjórnarmanna í þorpúnum frá tíö fyrri stjórnar. Varlega áætlaö var búiö aö drepa þannig 1.2 milljónir manna 1. janúar 1977, en í júní 1979 viöurkenndi utanríkisráö- herra Rauöu Khmeranna, leng Sary, opinberlega, að um 3 milljónir manna heföu týnt lífi, en bætti því þó við í afsökunartón, aö skipanir heföu „mis- skilizt“ og aftökur veriö „mistök“. Þrjár milljónir af átta milljónum Khmera. Flestir eru sljóir gagnvart slíkum nafnlausum fjölda látins fólks, og ef til vill hafa slíkar tölur jafnlítil áhrif á manninn, sem stendur efst á hrúgu hauskúpanna — ekki Khieu Samphan, sem varö aöeins aö nafninu til æðsti maður hinnar nýju Kambódíu, heldur hinn dularfulla forsætisráöherra Pol Pot. Lengi var lítiö vitaö með vissu um hina eiginlegu stjórnendur byltingar- hreyfingarinnar í Kambódíu, og allar skipanir komu aö ofan frá dularfullum aöila, sem gekk aöeins undir nafninu „Angka Leou“, æösta stjórn, og eng- inn vissi neitt frekar um. Þaö var ekki fyrr en í.september 1977, aö Pol Pot skýröi allt í einu frá því opinberlega, aö á bak viö rýting þessa æösta valds stæöi hihn áöur meö öllu óþekkti „Kommúnistaflokkur Kambódíu“, sem heföi verið stofnaöur 17 árum áöur, aö því er hann sagöi. Uppruni forsætisráöherrans sjálfs hefur einnig veriö móöu hulinn, og þeir sem gerzt hafa fylgzt meö málum Kambódíu og vanir eru fölskum nöfn- um, höföu ýmist taliö hann vera einhvern af þremur öörum Khmerum. En þegar hann heimsótti Kína og Norður-Kóreu síöla árs 1977, birtust myndir af honum í Peking, og þær ásamt stórri mynd af honum í Pyong- yang bentu til þess, aö hór hlyti aö vera kominn Saloth nokkur Sar, kamb- ódískur kommúnísti, sem heföi farið í felur 1963. Maðurinn, sem leitt haföi Rauðu Khmerana til aö gera Kambódíu að sláturhúsi og beinageymslu, kom fram í dagsljósiö. Hann reyndis vera feitlag- inn, kinnamikill Khmeri, rúmlega fimm- tugur og klæddur í víö Mao-föt. Pol Pot er af bændafólki kominn samkvæmt hinum vafasömu upplýs- ingum, sem kommúnistar láta í té, en var allt í einu af óskýröum ástæöum kominn í tækniskóla í Phnom Penh, þar sem hann hlaut styrk, sem geröi honum kleift aö fara til Parísar til náms í útvarpsvirkjun 1949. Hann var greindur og dugiegur, en hefur greini- lega veriö mjög viökvæmur gagnvart virðingarskorti, sem honum hefur veriö sýndur aö eigin dómi að minnsta kosti. Hann hallaöist brátt aö Marx-Lenin- ismanum sem töfralyfi og allra meina bót fyrir þá, sem minna mega sín, fyrir nýlenduþjóðir og kúgaðar stéttir. Hann hvarf heim frá París 1953 til aö taka þátt í byltingarstarfsemi og baráttunni gegn Frökkum, en í Kambódíu voru þá starfandi kommúnistísk samtök, „Hinn þjóðlegi byltingarflokkur“, sem hann vafalaust hefur starfaö fyrir. Meö samkomulaginu í Genf 1954 var endi bundinn á stríöið í Indókína, Kambódía hlaut sjálfstæöi og Pol Pot sneri sér aö kennslu í landafræði, sögu og — umfram allt — í siðfræði í einkaskóla í Phnom Penh (þar sem „Saloth Sar“ starfaöi á sama tíma viö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.