Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 5
Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi Eg vildi ég væri... Ég vildi að ég væri blóm á grund. Vakinn hverja morgunstund með kossi af sunnu munni. Listaskáld meö augu snör beitti sínum bragahjör og annað söng í runni. Ég vildi að ég væri fugl á kvist og syngi Ijóö af hjartans list um ástina og vorið. Þá yrði meyjarsvipur hýr. Hver dagur samfellt æfintýr fágaö klippt og skorið. Ég vildi að ég væri blómarós fagureyg og hörundsljós, sem silfurtæra lindin. Þá yrði sumum ekki rótt, því dansa myndi ég dag og nótt léttfætt eins og hindin. Þá yrði engin þyrnibraut. Engin sorg og engin þraut en hljómlist alla daga. Þá yröi vorið endalaust engin hret né ekkert haust en fé um græna haga. Morgunn Hrímuð hönd morgunsins hvílir á herðum mínum. Framhjá mér ganga nöturlegar verur ínoröangjóstinum eins og dæmdir fangar en verksmiðjuflauturnar skera kyrröina eins og storknaðan draum. Máfur á steini Nú er þér kalt stúfunum þínum bróðir minn og sultardropi í nefi því nú er fátt til bjargar varla ígulker í fjöru, né lifrarbroddur. Ég ætla að gefa þér ullarsokka - og stívél svo þig kali ekki á tánum. Fjallið / storkandi þögn stendur fjalliö á rétti sínum meðan tíminn heggur tönn sinni í hold þess. Malbik Ég er slitlag vega þinna, spegill barna þinna í regni. Söngur hæla þinna bergmálar í mér, syndir þínar svertu hörund mitt. Gangnadagur Hvít breiða liðast niöur bleika hlíð. Harmljóð stuggar viö morgunkyrröinni, slitið sundur af hundsgá og hói manna. Svartidauði í loftinu. þetta barn. Ég var búin að missa Gústaf og Ottó minn iitla líka. Ég átti ekkert eftir nema hana — stundum varö ég að læðast yfir að rúminu hennar á nóttunni og leggja eyrað við munninn á henni til aö heyra, hvort hún andaði." „Reyndu nú að hvíla þig,“ læknir- inn gekk að rúminu aftur, „fyrir alla muni, reyndu að sofna." Andlit konunnar var náfölt, og þaö var bláleitur skuggi kringum nasirnar og munninn. Svitarakt hárið límdist viö ennið. „Þegar hún dó — ég var ófrísk aftur þá, þetta barn var komiö fjóra mánuöi á leið, þegar Ida dó — „ég vil ekki eignast þetta barn,“ æpti ég viö útförina, „ég vil ekki þetta barn, ég er búin að missa nógu mörg börn!“ Og maðurinn minn — hann var þarna innan um hitt fólkið — hann labbaði um með bjórglas í hendinni — hann snýr sér viö og segir: „Ég hefi góðar fréttir að færa þér, Klara, góöar fréttir." Geturðu ímyndað þér annaö eins, læknir, viö vorum að enda viö að láta jarða þriðja barnið okkar, og hann stendur þarna meö bjórglas í hendinni og segir, aö hann hafi góöar fréttir! „Ég er búinn að fá vinnu í Braunau," segir hann, „þú getur farið aö láta niður strax. Þú byrjar nýtt líf, Klara," segir hann, „þú kemur í nýtt umhverfi og færð nýjan lækni...“ „Talaðu nú ekki meir.“ „Þú ert nýi læknirinn.“ „Ég er hann.“ „Og viö erum komin til Braunau." „Já.“ „Ég er svo hrædd.“ „Reyndu að vera ekki hrædd.“ „Hvernig ætti fjórða barnið mitt aö geta haldið lífi?“ „Þú veröur að hætta aö hugsa svona.“ „Ég get það ekki. Ég er alveg viss um, að þetta er eitthvaö arfgengt í börnunum mínum — að þau deyja svona. Það hlýtur aö vera arfgengt.“ „Þetta er fjarstæða.“ „Veiztu, hvað maðurinn minn sagði við mig, þegar Ottó fæddist? Hann kom inn í herbergið, og hann leit ofan í vögguna, þar sem Ottó lá, og hann sagði: „Af hverju þurfa öll mín börn að vera svona lítil og vesældar- leg?““ „Nei, ég er viss um, að hann hefir ekki sagt þetta!" „Hann beygði höfuöið alveg ofan að vöggunni, eins og hann væri að skoöa eitthvert lítiö skorkvikindi, og svo bætti hann viö: „Þaö, sem ég á viö, er, hvers vegna í ósköpunum geta þau ekki veriö af betri gerð? Ég á ekki viö neitt annað!“ Og eftir þrjá daga var Ottó dáinn. Hann var skírður skemmri skírn þriðja dag- inn, sem hann lifði, og um kvöldið var hann dáinn. Og svo dó Gústaf. Og svo dó Ida. Þau dóu öll, læknir — allt í einu var húsiö tómt.“ „Þú átt ekki að vera að hugsa um þetta núna.“ „Er þetta mjög lítið?" „Þetta barn? Þetta er alveg eðlilegt barn.“ „En lítið?“ „Hann er kannski svolítiö lítill. En börn fædd lítil geta nú oft verið sterkbyggöari en þau, sem stærri eru. Og hugsaðu svo um það, að á þessum tíma að ári liðnu verður hann að byrja að ganga. Er ekki yndislegt að hugsa til þess?“ Hún svaraði ekki. „Og eftir tvö ár verður hann farinn aö tala svo mikið, aö hann verður að æra þig með öllu bullinu og hávaöanum.“ Ertu búin að ákveða, hvaö hann á að heita?“ „Heita?“ „Já.“ „Nei, ég er ekki viss. Ég held, að maöurinn minn hafi sagt, að ef það yrði drengur, vildi hann, að hann héti Adolfus." „Þá veröur hann sennilega látinn heita Adólf.” „Já. Maðurinn minn vill það, af því aö þaö er dálítiö líkt Alois. Maðurinn minn heitir Alois.“ „Það er ágætt.“ „Ó, nei,“ veinaöi hún allt í einu og reis upp til háifs. „Þetta er þaö sama og þau spuröu um, þegar Ottó fædd- ist. Það veit á þaö, aö hann deyr. Þú ætlar að láta skíra hann straxl" „Nei, heyrðu nú,“ sagði læknirinn og lagði handlegginn varlega um herðar henni. „Þetta er ekki rétt. Þú mátt vera viss um, að þetta er alls ekki rétt. Ég er forvitinn, gamall karl, og það er bara þess vegna, sem ég er aö spyrja um þetta. Mér finnst gaman aö tala um nafngiftir fólks yfirleitt. Mér finnst Adolfus alveg ágætt nafn. Ég held mikið upp á það nafn. Nú — þar kemur hann!“ Kona kráareigandans kom sigl- andi í áttina að rúminu. Hún hélt barninu hátt uppi viö hinn risavaxna barm sinn. „Hérna er litli engillinn,“ sagði hún háum rómi. Andlit hennar Ijóm- aði. „Viltu fá hann, vina mín? Á ég aö leggja hann hjá þér?“ „Er teppiö vel utan um hann?“ spuröi læknirinn. „Það er ískalt hér.“ „Hann er eins vel innpakkaöur og hægt er!“ Barnið var vafiö í þykkt, hvítt ullarsjál og sást aðeins í litla, Ijós- rauða höfuöiö. Kona kráareigandans lagði það varlega við hlið móður sinnar. „Svona,“ sagði hún. „Nú geturðu skoðað hann eins og þig lystir." „Ég hugsa, að þú verðir ánægð með hann,“ sagöi læknirinn bros- andi, „þetta er fínt, lítiö barn.“ „Hann hefir ólýsanlega fallegar hendur," sagði kona kráareigandans, „fingurnir eru svo langir og grannir og fagurlagaðir!" Móöirin hreyfði sig ekki. Hún leit ekki einu sinni á barnið. „Þér er óhætt að horfa á hann,“ sagði kona kráareigandans áköf. „Hann bítur þig ekki.“ „Ég þori ekki að líta á hann. Ég þori ekki aö trúa því, að ég eigi barn aftur og að þaö sé heilbrigt." „Hættu nú þessari vitleysu, góða mín!“ Hægt, afskaplega hægt, sneri móðirin höfðinu og leit á litla, ótrú- lega alvarlega andlitiö, sem lá á koddanum við hliðina á henni. „Er þetta mitt barn?“ „Auðvitað er þetta þitt barn.“ „Ó, en hann er yndislega falleg- ur!“ Læknirinn stoð upp og gekk aö borðinu, þar sem tækin hans lágu, og fór aö setja þau í töskuna. Móðirin lá og starði á barnið, brosti, snerti það varfærnislega og hvíslaöi ástúð- lega: „Ó, Adolfus, ó, litli Adólf minn „Ssssss,“ sagði kona kráareig- andans. „Ég heyri eitthvað. Ég held, að maðurinn þinn sé að koma.“ Læknirinn fór að dyrunum, opnaði þær og ieit fram á ganginn. „Herra Hitler!“ „Já!“ „Gerðu svo vel aö koma inn.“ Lítill maður í dökkgrænum ein- kennisbúningi kom hljóðlega inn í herbergiö og leit í kringum sig. „Til hamingju!“ sagöi læknirinn. „Þú átt son.“ Maöurinn haföi geysistórt vanga- skegg, sem var nákvæmlega eins klippt og vangaskegg Franz Jósefs keisara. Það fylgdi honum sterkur bjórþefur. „Son?“ „Já.“ „Hvernig er hann?“ „Þetta er myndarstrákur — ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.