Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1981, Blaðsíða 9
Kristín Sveinsdóttir ZKA SONGSVEITIN £ ferð um Islendinga- byggðir í Kanada í Markerville. Þau sitja á fremsta bekk og bíöa þess aö skemmtunin hefjist og eftirvæntingin leynir sér ekki. Sú sem situr innst á rauöum kjól er Rósa, dóttir Stephans G. Neöri myndin: Vistmenn á elliheimilinu Betel í Gimli sátu úti og nutu veðurblíðunnar á meöan þeir hlýddu á sönginn. ur kvöld í viku og svo hélt kórinn konsert í Austurbæjarbíói fáeinum dögum fyrir brottför. Auk þess sem margir höföu lagt hart aö sér viö vinnu síöari hluta vetrar til aö standa straum af kostnaöi vegna farar- innar. Þennan morgun hóf vélin sig til flugs og tók stefnuna á Toronto. Var dvalið þar næturlangt, en þaöan haldið aftur að morgni og flogið til Brandon. Er flugvélin lækkaöi flugið til lendingar í Brandon, og ég horfði yfir endalausa akra, dökka, dauf- brúna, gula og græna, sem eru yfir aö líta eins og risastórt tíglagólf, þótti mér sú staðreynd með ólíkindum, að aðeins 7% af öllu landssvæði Kanada er ræktað. Við erum stödd yfir næst stærsta ríki veraldar, sem nær yfir 10 milljón ferkílómetra svæði. Aðeins Sovétríkin eru stærri. Og vatnasvæöi Kanada er meira að flatarmáli en alira annarra landa samanlagt. Þetta land býr yfir náttúruauðæfum, sem bjóða upp á nær ótakmarkaða möguleika og hér eru enn geypileg landflæmi, sem enn hafa ekki veriö könnuð. í dag telst Kanada til mestu iðnaðar- og verzlunarvelda í heimi. Frá flugvellinum höldum við í bílana meö allt okkar hafurtask og fyrsti áfangastaöur er Winnipeg, sem er i 220 km fjarlægð frá Brandon. Er ekiö i austurátt sem leið liggur yfir hina endalausu víöáttu kornsléttanna. Þetta fylki, Manitoba („Manitoba“ þýöir á tungu Indíána: „Rödd hins mikla anda.“) hefur aö sönnu oft veriö nefnt brauðkarfa heimsins, og er hveititegundin „1 Northern Manitoba" notuö til viðmiðunar, þegar hveiti er vegið á alþjóðlegum markaöi. Gulliö korniö bylgjast í golunni, en til- breytingaleysiö þreytir augaö fljótt, og brátt er mér siginn blundur á brá. Þegar komiö var á hóteli því, sem hópn- um var ætlaö aö dvelja í Winnipeg, Travel Lodge viö Alpine Avenue, tók á móti hópn- um stjórn íslendingafélagsins þar og svo nokkrir aðrir, sem væntu frænda og vina með þessari ferð. Uröu þarna fagnaðar- fundir. Fyrstu tónleikar kórsins í ferðinni voru haldnir í The First Lutheran Church í Winni- peg. Tveimur klukkustundum áöur en tón- leikarnir áttu aö hefjast kom kórinn á staö- inn, og voru fyrstu gestirnir þá aö byrja aö tínast í salinn. Leyndi sér ekki aö gleði og eftirvænting ríkti á meöal þeirra og sátu allmargir og hlýddu á æfingu kórsins áöur en tónleikarnir hófust. Reyndust margir áheyrenda okkar þetta kvöld langt að komnir, t.d. frá N-Dakota, Saskatchewan og víðs vegar aö úr Manitoba-fylki, sumir um 3—400 km vegalengd. Sungum við fyrir troöfullu húsi þetta kvöld og var kórnum ákaflega vel fagnað eftir hvert einstakt lag og aö lokum beöiö um mörg aukalög. Efnisskrá tónleikanna var að sjálf- sögðu alíslenzk eins og reyndar á öll- um söngskemmtununum í þessari ferð. Tónleikarnir hófust á því, aö kórinn söng lag Sigurðar Helgasonar við texta Matthíasar Jochumssonar „Skín við sólu Skagafjöröur“. Halla Jónasóttir söng einsöng í lagi Péturs Sigurðssonar, „Lindin", og Snæ- björg Snæbjarnardóttir söng eínsöng í „Vor“ (Ljómar heimur logafagur), sem einnig er eftir Pétur Sigurðsson. Lög Páls ísólfssonar, „Litla kvæðið um litlu hjónin“ og „Úr útsæ rísa ís- lands fjöll“ vöktu mikla hrifningu og sömuleiðis „Þótt þú langförull legð- ir“, lag Sigvalda Kaldalóns við texta Stephans G. Stephanssonar. Lög Sjgfúsar Halldórssonar, „Dagný“ og „Ég vildi að ung ég væri rós“ þekkja allir og lag Maríu Brynjólfsdóttur, „Ur daglega lífinu" viö texta Káins, létt og skemmtilegt vekur einnig ávallt hrifningu. Og svo þjóðlögin „Á Sprengisandi", í útsetningu Stein- gríms K. Hall og „Soföu unga ástin mín“ í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. Nefni ég hér aðeins brot af söng- skránni en hún var ekki hin sama á öllum konsertum. Eftir konsertinn var öllum, jafnt kórfélög- um sem áheyrendum boöiö til kaffisam- sætis í kjallara kirkjunnar og stóöu konur í íslendingafélagi staöarins fyrir þvi af ósvik- inni gestrisni. Áttum við þarna ánægjulega samverustund eins og meöal gamalla vina. Ein hinna fullorönu kvenna, sem lagt haföi á sig 240 km langa ferö til aö hlusta á kórinn, kom aö máli viö mig og sagöist hafa saknað þess mjög að heyra kórinn hvorki syngja „Eldgamla ísafold" né „Ó Guö vors lands", en þjóösönginn kvaöst hún hafa hlakkað allra mest til að hlusta á. Gengum viö saman til söngstjórans og bar hún upp bón sína. Brást Snæbjörg vel viö og upphófst þarna í kaffisalnum almennur söngur. Fyrst var sunginn þjóösöngur Kanadamanna, „O, Kanada“, því næst „Eldgamla ísafold“ og síöustu „Ó, Guö vors lands“. Mátti sjá marga hinna fullorðnu gesta þerra tár af hvarmi aö söngnum loknum. Eftir þetta voru þjóösöngvar beggja þjóöanna ávallt sungnir í lok hvers konserts. Prófessor Haraldur Bessason flutti þakkarorö fyrir hönd Isiendingafélagsins.' Sagöi hann meöal annars sögu af Indíána- dreng, sem hafði verið tekinn í fóstur af íslenzkum hjónum í Manitoba. Hlaut hann vitaskuld rammíslenzkt uppeldi. Einhverju sinni haföi strákur verið spuröur aö því, hvort hann væri Kanadamaöur eöa Islend- ingur. „Ég er Skagfiröingur“, gall þá viö í stráksa, og var hann greinilega stoltur af. Féll saga þessi í góöan jaröveg hjá Skag- firðingum, því aö enn eru þeir stoltir af uppruna sínum. Og ekki skaöar ef þaö fylg- ir sögunni, aö þeir séu hesta- og kvenna- menn og jöngmenn góöir. íslendingafélagiö afhenti söngstjóra kórsins fjárupphæö, sem variö skyldi til kaupa á minjagrip handa kórnum. Hvíti kúrekahatturinn er borgartákn Calgary. Þarna eru hvíthattararnir Snæbjörg Snæbjarnardóttir, söngstjóri, og eiginmaður hennar, Kaj Jörgensen, kaupmaður. Aö lokum þakkaði Rögnvaldur Haralds- son, formaöur kórsins, góöar móttökur og færði islendingafélaginu aö gjöf fána söngsveitarinnar og hljómplötu, sem hún gaf út á síöastliðnum vetri. Laugardaginn 6. júní var lagt af staö í bítið. Áfangastaöurinn var Gimli, því aö þennan dag ætluðu öll þjóðarbrotin sem þar búa aö halda sameiginlega hátiö, „Gimli Festirama". Þessi hátíö var einn hluti hátíöahalda á þessu ári í tilefni 100 ára afmælis Gimlibæjar. Var ekiö sem leiö lá niöur meö Rauö- ánni, meðfram hluta Winnipeg-vatns og til Gimli. Langferöabílarnir fluttu okkur aö geysistórum skála i svonefndum Industrial Park, en í skála þessum áttu hátíðahöld dagsins aö fara fram. Þega inn var komiö voru þar fyrir hópar fólks aö störfum. Hvert þjóöarbrot var meö sitt langborö og haföi þar til sölu matvæli og ýmsan smávarning, sem er einkennandi fyrir hverja þjóö. Indí- SJÁ NÆSTU SÍÐU 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.