Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 10
 ikiley er skemmtileg tilbreyting frá Mallorca, Ibiza og Costa del Sol vegna þeirra fornaldar- minja, grískra og rómverskra, sem gnótt er af á eyjunni og hafa varðveizt einstaklega vel. sín leikhús fyrir fjölleika meö sem stærstu leiksviði ... Við hlið rómverska leikhússins eru rústirnar af feiknalega stóru Seifs-altari, sem Hieron I byggði fyrir fjöldafórnir á 3. öld f.Kr. Eitt sinn á að hafa verið fórnað þar hvorki meira né minna en 450 nautum samdægurs! Stutt frá leikhúsunum er Lat- omie, kalksteinsnámurnar, og þar getur maður gert sér smá hug- mynd um byggingarframkvæmdir og veldi Siracusa. Þær eru risa- vaxnar, og á blómatíma borgar- innar unnu þar þúsundir þræla, yfirleitt herfangar. Á einum stað segir, að í byrjun 5. aldar f.Kr. hafi sameiginlegur her Syracusa og Agrigento unnið her Karþagómanna, og á það að hafa verið ein örlagaríkasta orrusta fornaldar. HerTangið var mikið og tugþúsundir þræla voru teknar, sem seinna unnu að upp- byggingu borgarinnar. Á öðrum stað segir frá mannskæðri orrustu milli Syracusa og Aþenu í lok 5. aldar f.Kr. þar sem af 40 þúsund manna her Aþenubúa hafi um 7 þúsund komist lífs af, og verið sendir í kalksteinsnámur Syra- cusa. Það er ekki oft að Syracusa er í heimsfréttum nú á dögum, en stuttu eftir að við vorum þar, var Santa Lúsíu, verndardýrlingi borgarinnar og ein af vinsælustu dýrlingum Italíu, rænt úr kirkju, sem er tileinkuð henni, og stendur við Canal Grande í Feneyjum. Stuldurinn vakti mikla athygli a.m.k. í löndunum hér við Mið- jarðarhafið. Kunningi okkar í Ta- ormina sagði, að orðrómur væri um, að sikileyska Mafían stæði að baki ráninu. Sagði hann okkur, að Siracusa og Feneyjar hafi deilt í margar aldir um jarðneskar leifar dýrlingsins, og hafi jafnvel Muss- olini haft afskipti af málinu. Eitt sinn, þegar einræðisherrann heimsótti Syracusa, spurði hann borgarbúa, sem fögnuðu honum, hvers þeir óskuðu. Mannfjöldinn svaraði honum: „Við viljum fá Lúsíu aftur." Kunningi okkar áleit, að núna ætlaði Mafían að koma hreyfingu á málið. Það hefur komið til fjöldasafn- ana meðal ítala, og er einn ónafngreindur ríkisbubbi reiðubú- inn að greiða ræningjunum 1500 milljónir líra, ef þeir skila Lúsíu óskaddaðri aftur. Stuldurinn hef- ur vakið mikla hneykslun meðal almennings, en þetta er þó ekki í fyrsta skipti, sem bófar leggjast á dýrðlinga. Fyrir þó nokkrum árum rændu þeir í Rómaborg höfði And- résar postula, bróður Lykla-Pét- urs. í það skipti iðruðust þjófarnir og fannst höfuðið rétt við Péturs- kirkjuna, og þar var seinna byggð lítil kirkja. Frá Syracusa keyrðum við upp í fjöllin. Þegar komið var upp í hlíð- arnar og inn á milli fjallanna tóku við víðáttumiklir kornakrar. Flest býlanna, sem við fórum hjá, eru komin í eyði, og bændurnir hafa flutzt til borganna niðri við ströndina, og akrana sína seldu þeir stórlandeigendum. Á þeim tíma, sem við fórum þarna um, seint um haust, var loftslagið hið þægilegasta, en aftur á móti hlýt- ur hitinn að vera nær óbærilegur yfir hásumarið, því að hér nýtur ekki hafgolunnar. Við vorum á leiðinni til Agri- gento og höfðum valið að fara um smábæinn Piazza Armeriana, en þar fundust fyrir allmörgum árum rústir rómverskrar lúxusvillu, sem enginn veit með vissu hvérjum til- heyrði. Tilheyrði hún Maximianus Herakleus, hálfgleymdum róm- verskum keisara, sem ríkti ásamt Diokletianus, eða var villan vel falið athvarf rómversks milljóna- mærings? Nær þrjú þúsund fer- metra gólfflötur, þakinn mosaik- myndum, gefur dálitla hugmynd um, hver íburður villunnar hefur verið. Agrigento Agrigento var hápunktur hring- ferðarinnar. Gríska skáldið Pind- ar lofsöng borgina og sagði hana vera glæsilegasta allra borgíj, og hefur glæsileiki borgarinnar verið svo mikill, að í dag, ca. 25 öldum síðar, er hægt að gera sér í hugar- lund fegurð hennar og mikilleika. Agrigento Pindars stóð á hæð stutt frá ströndinni. Borgarstæðið var virki frá náttúrunnar hendi og 10 reis upp frá sléttlendinu umgirt lágum hömrum sjávarmegin. Á hæðarbrúninni voru dórísku hofin byggð, yfir 20 að tölu; þau stærstu þeirra voru: Hof Heru, Herkúles- ar, Concorde og Seifshofið. Það hefur verið stórfengleg sjón að sjá til borgarinnar frá hafi, og hofin hafa verið áminning óvinveittum, að borgin væri undir vernd guð- anna. Seifshofið var stærst allra grískra hofa, 113 metrar á lengd- ina, ca. 57 metrar á breiddina og um 40 metrar á hæð, og þakti 6.500 fermetra. Hofið var frægt fyrir 38 steinrisa, hver og einn um 9 mannhæðir. Byrjað var á hofinu eftir sigur Agrigento og Syracusa yfir Karþagómönnum við ána Himera, árið 480 f.Kr. í þeirri orrustu tók Agrigento 30 þúsund þræla, sem fengu þau verkefni að víggirða borgina enn betur og byggja m.a. hof Seifs. Bygging hofsins stóð í 70 ár, og þó að aldrei hafi verið lokið endanlega við það, var það frægt um allan hinn gríska heim. Á seinni öldum var hofið eyðilagt og steinninn notað- ur til að víggirða hina nýju Agri- gento, og við byggingu hafnarinn- ar, sem kennd er við Empedokles, frægasta son borgarinnar. Rústir musterisins eru risastórar og þekja stórt svæði. Einn af risun- um 38 hefur varðveitzt fram á okkar daga, og er til sýnis í fornminjasafni Agrigento. Stutt frá Seifshofinu er hof tvíburanna Castor og Pollux, sona Seifs, og þar við tekur stórt fórnarsvæði, helgað Demeter, Persephone og Dionysos. Bezt varðveitta hofið er Con- corde-hofið. Var því breytt í kristna kirkju af Byzans á 6. öld e.Kr. og afmáðu þeir allt, sem minnti á heiðni, þannig að í dag er ekki vitað hvaða goði musterið var helgað. Að upplifa sólarlag við Con- corde-hofið er ævintýri: Hofið ber við himininn, og súlurnar eru gullnar í kvöldsólinni, skuggarnir lengjast, og það er eins og hofið og umhverfiö fyllist lífi. I jaðri musterissvæðisins er hof Heru, konu Seifs; stendur það hæst hofanna. Við það stendur ólífuviðartré, 2.500 ára gamalt, sem enn ber ávöxt. Aldur trésins er með ólíkindum, en hefur verið sannaður vísindalega með svokall- aðri C\4 aðferð. Ólífuviðartré var helgitré meðal Grikkja og verndað af Seifi sjálfum. Var tréð alltaf gróðursett við musteri og aðra helga staði. Þessi helgu tré voru öll komin frá einu og sama ólífu- viðartrénu, því helgasta af þeim öllum, sem stóð á Akropolis í Aþenu. Það var því svimandi til- finning að standa við hlið „annars ættliðar" frá trénu í Aþenu, og maður stóð sjálfan sig að því að hugsa: „Mikið skratti er þetta af- stætt allt saman." Agrigento er í dag fátækleg borg með u.þ.b. 50 þúsund íbúa. I borginni er að finna nokkrar for- vitnilegar byggingar frá 14., 15. og 16. öld. Sú forvitnilegasta er dóm- kirkjan, sem stendur efst á gamla Akropolis, á rústum grísks must- eris frá 6. öld f.Kr. Rétt þar við er höll erkibiskupsins, þar sem varð- veitt er bréfið fræga frá skrattan- um. Það er álitið, að bréfið hafi verið skrifað af Satani sjálfum til ísabellu Tomasi, prinsessu af Lampedusa, formóður rithöfund- arins Tomasi di Lampedusa, sem skrifaði „Hlébarðann". Palermo Daginn eftir, snemma, fórum við frá Agrigento í átt til Palermo. Ætluðum við að fara þvert yfir eyjuna, frá suðri til norðurs, en þegar við vorum komin vel áleiðis, lögðum við heldur betur lykkju á leið okkar til að heimsækja hof Trojumanna í Segasta. Segasta- hofið liggur vestarlega á Sikiley, eitt og yfirgefið í litlum dal í hlíð- um Barbaro-fjallsins, rétt við ána Fiume Freddo, sem gefur dalnum nafn, Kaldárdalur. Þegar við komum þangað upp eftir var grátt yfir og vindur, og það tók undir í hofinu. Sagan segir, að Elymirar, þjóð- flokkurinn, sem byggði musterið, hafi verið afkomendur Troju- manna og komið til Sikileyjar á 12. öld f.Kr. frá Litlu Asíu. Hofið var tileinkað óþekktum guði þeirra, og er það eina hofið á Sikil- ey, sem aldrei hefur orðið fyrir stórfelldum skemmdum, og standa ennþá allar súlur þess, 36 að tölu, 2.400 árum eftir að þær voru reist- ar. stutta keyrslu frá hofinu er Cal- atafimi, sem frægt er úr sjálf- stæðissögu Itala, því þar vann fá- mennur her Garibaldis, sinn fyrsta sigur á Sikiley. Bardaginn var langur og erfiður, og meira en 500 fylgismanna Garibaldis létu lífið í kúlnahríðinni frá vélbyssum konungshersins, sem komið hafði verið fyrir efst uppi í hlíðinni. Hér sagði Garibaldi sín frægu orð: „Qui si fa l’Italia o si muore."** Rúmum tveim mánuðum seinna, 20. júlí 1860 var Sikiley frjáls. Við sáum fyrst yfir Palermo frá Pellegrino-fjallinu. Borgin breiðir úr sér frá höfninni og nær fyllir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.